Vísir - 31.10.1980, Side 5
Föstudagur 31. október 1980
VÍSIR
Michael Manley.
Horfir til aö
stjörn Manleys
koitaiii í kosn-
ingum Jamaíka
Hinn ihaldssami verkamanna-
flokkur (JLP) á Jamaika stefnir
undir forystu Edwards Seaga til
yfirburðarsigurs i kosningunum,
en stjórn Michaels Manleys, for-
sætisráðherra og þjóðarflokksins
(PNP) sýnist kolfallin.
Talningu var ekki lokið i
morgun, en þó það langt komið,
að horfði til sigurs JLP i 50 kjör-
dæmum af 60. 1 þeim 24 kjör-
dæmum, þar sem talningu var
lokið, hafði JLP unnið 17 þing-
sæti, en PNP 7 Eins og talning
stóð hafði JLP forystu i 34 kjör-
dæmum til viðbótar, en PNP i
aðeins 2.
Þetta voru róstursömustu kosn-
ingar, sem fram hafa farið á
Jamaika frá þvi að landið fékk
sjálfstæði 1962. Tveir voru skotnir
til bana i gær og tveir særðir, og
sagt var, að menn vopnaðir
byssum hefðu sést ógna kjós-
endum við kjörstaði og jafnvel
ræna kjörkössum. — Frá þvi i
byrjun þessa mánaðar hafa 125
menn látið lifið i pólitiskum
skærum, en mannfailið er komið
yfir 700 á þessu ári.
Manley tókst að halda kjör-
dæmi sinu i austurhverfi King-
ston, en tapaði miklu fylgi. Hugh
Small, fjármálaráðherra stjórnar
hans, og Percival Patterson,
utanrikisráðherra, töpuðu báðir
sinum kjördæmum.
EBE-rlkln:
Lögboðlnn samdráttur í framleiðslu stáls
Blökkumannabörn að leik Innan um kumbalda i úthverfi Jóhannesar-
borgar, en ný lög eru ídeiglunni.sem rétta eiga kjör blökkufólks.
Efnahagsbandalagsriki Evrópu
hafa gert með sér samkomulag
um að skylda stáliðnað sinn til
þess að draga úr framleiðslunni.
Er það liður i áætlun, sem mið-
ar að þvi að bjarga iðnaðinum frá
grimmdarlegu verðstriði, en stál-
iðnaður EBE á mjög i vök að
verjast.
Gert er þarna ráð fyrir 13-20%
samdrætti i framleiðslu á hálf-
unnum stálvörum á siðasta f jórð-
ungi yfirstandandi árs.
V-Þýskaland vildi. að fram-
leiðsla á gæðastáli til vélsmiða
yrðu undanþegið kvótafyrir-
komulaginu, sem sett verður upp.
En Bretar kviðu þvi, að slik
undanþága mundi grafa undan á-
ætluninni.
011 aðildarrikin gengust inn á
þessa áætlun, nema V-Þýskaland.
Hefur Helmut Schmidt kanslari
tekið upp beinar viðræður við
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra til að ná fram málamiðlun
um þetta eina ágreiningsatriði.
Suður-Afríka
veitir blðkkum
ferðalrelsi
borganna og krefja þá persónu-
skilrfkja og sönnunar á þvi, að
þeir hafi rétt til að vera þar eða
heimsækja þann borgarhluta.
Brot á þessu ákvæði hafa leitt
til 700.000 málsókna árlega, en
með nýju lagabreytingunni fyrir-
huguðu verða blökkumenn frjáls-
ir ferða sinna, ef þeir eru ekki
atvinnulausir eða heimilislausir.
Fyrr i þessum mánuði skipti
Botha forsætisráðherra um sjö
ráðherra i stjórn sinni og er litið á
það sem undanfara þessara fyrir-
huguðu lagabreytinga.
Stjórn Pieter Botha, forsætis-
ráðherra S-Afriku, steig i morgun
fyrstu skref sin til efnda loforða
um að bæta sambúð kynþáttanna
i landinu. Voru þá lögð fram þrjú
frumvörp um afnám eða breyt-
ingar 62 skilnaðarákvæða lag-
anna.
Þessi frumvörp, ef fram ná að
ganga, þykja bæta kjör blakkra
verkamanna i úthverfum stór-
borganna. Þar er t.d. gert ráð
fyrir afnámi laga, sem veita lög-
reglunni heimild til að stöðva
svarta vegfarendur úr úthveríum
PÚLSKU LEDTOGARN-
IR KOMNIR HEIM
Leiðtogar „Einingar” — sjö
milljón manna verkalýðssam-
taka Póllands — eiga i dag fund
með Jozef Pinkowski, forsætis-
ráðherra, sem kemur til viðræðn-
anna nánast beint frá Moskvu.
Þar áttu þeir Stanislaw Kania,
leiðtogi pólska kommúnista-
flokksins, viðræður við Leonid
Brezhnev, sem virðist styðja for-
ystumenn Póllands. Samkvæmt
fréttum pólska sjónvarpsins lýsti
Brezhnev yfir sannfæringu sinni
um að „pólska verkalýðshreyf-
ingin mundi fær um að leysa þau
aðkallandi vandamál, pólitisk og
efnahagsleg, sem blöstu við”.
Er ekki ljóst, hvort túlka beri
ummæli Brezhnevs sem beinan
stuðningeða veittan frest fyrir
ráðamenn Póllands til að ná tök-
um á ástandinu.
Verkaíyðsleiðtogar kviða þvi,
að eftir viðræðurnar i Moskvu
verði stjórnarfulltrúar ósveigjan-
legri við samningaborðið. Krafa
þeirra er, að losna undan skyldu
til að hafa ákvæði i stofnlögum
hinna nýstofnuðu verkalýðssam-
taka um forræði kommúnista-
flokksins. Hyggjast þeir skjóta til
hæstaréttar úrskurði borgardóms
i Varsjá, sem gerði þeim kleift að
bæta sliku ákvæði inn i stofnskrá
samtakanna, áður en hún fengi
löggildingu.
Krónprins Reza Pahlavi undir stýri i ökuferð meö systur sinni fyrir
nokkrum árum, meöan aiit lék í lyndi.
LÝSTUR KEISARI
ÍRANS -
EINS AÐ
Hinnútlægikeisarasonur Irans,
Reza Pahlavi, heldur uppi á tvi-
tugsafmæli sitt i Kairó i dag, en
verður um leið lýstur keisari af
fjölskyldu sinni.
Keisarafjölskyldan, eftir að
hafa ráðfært sig við Egyptalands-
stjórn, sem skotið hefur yfir hana
skjólhúsi, ætlar að setja krón-
prinsinn i páfuglshásætið. Verð-
ur það þó aðeins að forminu til,
þvi að enn eiga þau ekki aftur-
kvæmt til Irans og engar horfur á
þvi, að keisarasonurinn taki viö
riki sinu I bráð.
Prinsinn, sem er þjálfaöur or-
rustuflugmaður (af Bandarikja-
mönnum), bauð sig fram til þjón-
ustu i Iranska flugherinn, þegar
striðið braust út milli Irans og
Iraks, en stjórnin ITeheran hefur
hundsað tilboö hans.
Hann hefur stundaö nám I
austurlenskum stjóornmálafræð-
um við ameríska háskólann i
Kairó að undanförnu.
kemur i þingncfndarskýrslu i
Washington. Tölvurnar gáfu við-
vörunarmerki um, að hafin væri
eldflaugaárás á Bandarikin.
Fjðrum sinnum voru viövör-
unarmerkin svo alvarleg, að
kallaöi á snör viðbrögð til að
vérnda USA gegn kjarnorkuárás.
Talsmenn landvarna segja, að
gabbið hefði aldrei verið svo
alvarlegt, að heimsfriðnum hefði
veriö hætt meö fumkenndum
viðbrögöum. Eitt sinn reyndist
flugskeytiö, sem stefndi á
Bandarikin, vera útbrunniö þrep i
geimflaug.
Hjartadeganum hrakar
Sænski hjartaþeginn, átján ára
gamli, sem fékk grætt i sig nýtt
hjarta i Kaliforniu fyrir hálfum
mánuði og þótti hafast vel við, er
nú sagöur þungt haldinn.
Það mun þó ekki vera nýja
hjartað, sem erfiðleikum veldur,
heldur einhver fylgikvilli, sem
veldur þvi, aö nýrun starfa ekki
vel.
Hann gekkst undir aðgerðina
ÍKaliforniu, þvf að hjartaigræðsla
er ekki leyfð i Sviþjóð, en
heilbrigðisyfirvöld og sjúkrasam-
lagsyfirvöid i Stokkhólmi hafa
samt ákveðið að greiða kostnað-
inn af sjúkravist hans I
Bandarikjunum. — Heilbrigðisyf-
irvöld litu nefnilega svo á, að
þeim bæri skylda til þess að reyna
að viðhalda iifi I sjúklingum,
jafnvel þótt til þess þyrftu
aögeröir, sem ekki eru heimilar
samkvæmt sænskum lögum.
Sérfræðingar sjúkrahúss
Stanford-háskóla i Palo Alto, þar
sem Svlinn liggur, hafa grætt
hjörtu i 196 sjúklinga frá þvi 1968
og eru 76 þeirra enn á lifi. I öllum
tilvikum var um að ræða
sjúklinga, sem þóttu dauða-
dæmdir, vegna þess að öll önnur
ráð þrutu.
Ky tækni
i orkulramlelðslu
Vestur-Þýskaland og Kina hafa
gert með sér samkomulag um
samvinnu I tilraunum og þróun
tækni, sem virkjar sól, vind og Iff-
rænan úrgang til orkufram-
leiöslu.
Var þetta samþykkt á þriggja
daga fundi sérstakrar nefndar
Kina og V-Þýskalands, sem
stendur að visindalegu samstarfi
þessara rikja.
Fyrstu tilraunir^mcð þetta
verða geröar I smáþorpi, sem
reisa skal á næstu tveim árum i
nágrenni Peking.
Mannrán á sikiley
Bankafulltrúi, sem rænt var á
Sikiley fyrir tveim vikum, fannst
myrtur i brunni skanimt utan við
bæinn Katania. Hann hafði veriö
skotinn þrem skotum i höfuðið. —
Bfll hans hafði fundist fljótlega
eftir ránið, en blóðflekkir á sætis-
áklæði vakið með mönnum illan
grun um örlög þess rænda. —
Ekkert hefur komið fram um, hvi
manninum var rænt.