Vísir - 31.10.1980, Page 8

Vísir - 31.10.1980, Page 8
vísm Föstudagur 31. október 1980 Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davifl Guflmundsson. Ritstjórar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaflamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Kristin Þor- steinsdóttir, Páll Magnússon, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaflamaflur á Akureyri: Glsli Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elin Ell ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Einarsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurflur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúli 14, slmi 8óóll 7 llnur. Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8, slmar Bóéll og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald er kr. 5.500,- á mánufli innanlandsog verfl I lausasölu 300 krónur ein- takifl. Vlsirer prentaflur I Blaflaprenti h.f. Slðumúla 14. Makkað um forsetastól Gífurlegt baktjaldamakk fer nú fram milli forystumanna stjórnmálaflokkanna á sviði verkalýðsmála til undirbúnings þeim átökum, sem framundan eru á þingi Alþýðusambands Is- lands, en það verður haldið eftir mánuð. Þar verður ekki um fag- lega baráttu að ræða, heldur póli- tíska. Forvitnilegt var að sjá í Fréttaauka Vísis í gær, hvernig forystumenn einstakra stjórn- málaflokka telja þann 400 full- trúa hóp, sem sækir þingið, skipt- ast eftir flokk sínum. Sé tekið meðaltal af tölum flokkanna um liklega skiptingu þingf ulltrúanna nýtur Alþýðubandalagið stuðn- ings um 150 fulltrúa, Alþýðu- flokkurinn um 100, Framsóknar- flokkurinn um 50 og Sjálfstæðis- flokkurinn um 100 fulltrúa á ASf þinginu. Þótt flokkarnir séu þannig 'iúnir að mert ja sér hóp- inn. telja kunnugir, að í dæm- inu geti skakkað svo sem 40 eða 50 atkvæðum þeirra, sem ekki séu á slíkum þingum hallir undir neinn ákveðinn flokk fyrirfram. Þótt menn gefi sér það, að atkvæði f lokkanna á ASI-þinginu skiptist nokkurn veginn eins og getið var um hér að f raman, mun við fylkingaskipan í forsetakjör- Sjaldan hefur meira verift makkab á bakvið tjöldin fyrir Alþýðusambandsþing en nú, enda ribluðust pólitfskar fylkingar með myndun núverandi rfkisstjórnar, spár um framtið hennar gætu póiitiskar einnig haft sin áhrif. inu vega þungt á metunum, hvort sjálfstæðismennirnir á þinginu standa saman við kosninguna eða skiptast í stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar annars vegar og st jórnarandstöðu-sjálfstæðis- menn hins vegar. Mikið mun vera unnið að því í Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir að fá menn til að standa saman og reyna þannig að koma sem flestum Sjálfstæðismönnum inn í miðstjórn ASf. Óvíst er enn, hvort stjórnar- og stjórnarand- stöðufylkingarnar ná þannig saman. Ef þær gera það ekki.er búist við að stuðningsmenn Gunnars Thoroddsens og framsóknar- mennirnir styðji Alþýðubanda- lagið í að gera Ásmund Stefáns- son að næsta forseta ASI. Þetta yrði þá gert með því skil- yrði, að sami hópur styddi sjálf- stæðismanninn Björn Þórhalls- son til embættis varaforseta og kæmi honum i það embætti. St jórnarandstöðuhópur Sjálfstæðisf lokksins myndi væntanlega styðja Alþýðuf lokks- menn í að gera Karvel Pálmason að forseta en sá stuðningur myndi ekki nægja honum til að komast í forsetastól. Þær raddir hafa einnig heyrst, að stór hluti framsóknarmanna muni hugsanlega veðja á Karvel með tilliti til þess, að skammt geti verið til stjórnarslita, og ný ríkisstjórn Framsóknarf lokks, Alþýðuflokks og hluta Sjálf- stæðisf lokks myndi lenda í meiri- háttar útistöðum við verkalýðs- hreyfinguna verði alþýðubanda- lagsmaður forseti hennar. Ef til vill er hér einungis um að ræða óskhyggju alþýðuf lokksmanna. En niðurstaða kosningarinnar gæti samkvæmt því allt eins ráð- ist af þvi, hvort framsóknar- menn kjósa með tilliti til núver- andi stjórnarsamstarfs eða þess samsteypuforms, sem þeir búast við að taki við af því. Úrslitin í forsetakjöri ASI gæti því ekki einungis varðað framtíð Alþýðusambandsins, heldur einnig framtið núverandi ríkis- stjórnar. Það er í raun teflt um miklu meira en tvo atvinnumenn i pólitík og verkalýðsmálum, — á skákborðinu takast þjóðfélags- öflin á. Af krðppum kjðrum í Rússlandi og Kðlumbíu Guysel Amalrik: Bernska min i Kússlandi. Almenna hókafélagið gefur út. Bergur Björnsson Islenskaði. Guysel Amalrik er eiginkona rússneska rithöfundarins Andrei Amalrik, en hann hefur lengi verið einn af þekktustu andófsmönnum Sovétrikjanna og sat um margra ára skeið i þrælkunarbúðum i Siberiu. Eft- ir mikið þref við sovésk yfirvöld fengu þau hjón fararleyfi til Vesturlanda þar sem þau nú búa. Guysel er af ættum Tatara en ólst upp i Moskvu þar sem land- lægt er hatur og fyrirlitning á þessum þjóðflokki,fékk hún rækilega aö kenna á þvi i upp- vexti sinum að þvi er fram kem- ur i þessari bók. Foreldrar hennar voru harla fátækir, bjuggu i þröngu og litt heilsusamlegu húsnæði og allt þetta setti sitt mark á æsku stúlkunnar. Það kemur fram i bókinni að tvö yngri systkina hennar þoldu ekki álagið sem á þeim hvildi, flýðu á vit geðveik- innar og raunar virðist sem Guysel hafi sjálf — tilfinninga- næm og auðsæranleg — ekki verið afhuga þeirri lausn á döprum dögum sinum og niður- lægingu. Að sjálfsögðu skipar þjóðfélagið gagnrýni og andóf gegn hinu sovéska skipulagi veglegan sess i þessari bók, en ég hygg þó að meginstyrkur hennar felist i þvi að það andóf og sú gagnrýni nær aldrei fylli- lega yfirhöndinni, fyrst og fremst er verið að lýsa þvi sem titill bókarinnar gefur til kynna, bernsku Tatarastúlkunnar i Rússlandi. Hörð orð falla i garð misskiptingar auðsins og skoðanakúgunar i þessu „alþýðulýðveldi”, en bestu hlutar bókarinnar eru aö minu mati lágværir og hógværir kaflar af smáatriðum úr æsku Guysel, óneitanlega dáli'tið ljóðrænir en i slikum lýsingum verður gagnrýni bókarinnar einna áhrifarikust. Sums staðarminnir þessi bók reyndar ekki litið á aðra benskusögu sem kom út á Islandi fyrir skömmu, Undir kalstjörnu, eftir Sigurð A. Magnússon, bæöi að stil og blæ. Þannig er til dæmis öllum þeim atburðum sem stúlkuna henda lýstframar öðru frá sjónarhóli ungs barns þó fullvaxta konan sem heldur á pennanum láti vissulega i sér heyra. Þessi bók er það sem heitir á ensku ,,a minor masterpiece” — dálitil perla og þvi er súrt i br . - að til frágangs hennar hefur litt veriö vandað. Bæði er útlit hennar ljótt og svo er þýðingin fjarri þvi að vera nokkurt meistaraverk. Sjálfstætt fólk Gabriel Garcia Marquez: Liðsforingjanum berst aldrei bréf. Almenna bókafélagið gefur út. Fyrir tveimur árum gaf Mál og menning út aðra bók Kolumbiumannsins Gabriels Garcia Marques, Hundrað ára einsemd, i henni sagði frá Búendia-fjölskyldunni og hennar heimi i bliðu og striðu (eða „gleði og sorg” einsog það heitir vist núorðið). Þessi nýút- komna bók tengist hinni fyrri á ýmsan máta og þann helstan að söguhetjan, „liðsforinginn”, var einn af aðstoðarmönnum Aurelianós Búendia liðsforingja i sifelldu og linnulausu striði hans. Liðsforinginn bjó einnig um tima i þorpinu Macondo, sem Búdendia fjölskyldan reisti en flýði þaðan á bananatima- bilinu. Liðsforingjanum berst aldrei bréf er reyndar skrifuð á undan Einsemdinni og ber þess merki, still hennar er til dæmis ekki jafnauðugur og litrikur, en á móti kemur miskunnarlitið raunsæi, sem lýsir ömurlegum kjörum liðsforingjans sem i fimmtán ár hefur beðið eftir eftirlaununum sinum. Þessi eftirlaun fær hann auðvitað aldrei en lifir þó stööugt i voninni og reynir að treina fram lifið við slæman kost þangaö til. Kona hans er lasin, sonur hans dauöur og sjálfur er hann ekki með hýrri há, eina vonin auk bréfsins sem ekki kemur er bundin við striðs- hana nokkurn sem sonur hans eftirlét honum. A honum gætu þau grætt mikla peninga og þvi er haninn striðalinn fram að alllugi Jök- ulsson skrif- ar bardagatimabilinu meðan þau hjón svelta heilu hungri. Lif þeirra er öllum gæðum sneytt, en ekki missir liðsforinginn von- ina og ekki heldur það undar- lega fyrirbæri sem kallað er mannleg virðing. Hann stendur ætið jafnbeinn i baki, hann lætur ekki vaða yfir sig, hann er liðs- foringinn.hann er sjálfsætt fólk. Öllu þessu lýsir Marquez á yf- irmáta raunsæjari hátt, þó svo að aldrei missi hann kimnina sem léttir þann grámyglulega og harða hversdagsleik sem liösforinginn og konan hans búa við. Þetta er allstór persla. Þýðing Guðbergs Bergssonar, sem einnig þýddi Hundrað ára einsemd, er auðvitað mjög góð.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.