Vísir - 31.10.1980, Page 12
12
GIRLY
she drives men to her knees
Spennandi og hrollvekjandi ný litmynd.
— Það getur verið dýrt spaug að þiggja heim-
boð hjá Girly...
Bönnuð innan 16 ára — islenskur texti.
VANESSA HOWARD — MICHAEL BRYANT
Sýnd kl. 5-7-9 og 11
Raforkuverkfræðingur eða
tæknifræðingur óskast nú þegar
til starfa hjá rafmagnsdeiid
tæknidei/dar.
Umsóknir sendist til
starfsmannadei/dar er veitir
nánari upp/ýsingar.
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Laugavegi 118
105 REYKJAVIK
Tilkynning til trillubáta-
eigenda í Reykjavíkurhöfn
Af öryggisástæðum og til hagræðingar fyrir
hafnaryfirvöld vill hafnarstjórinn í Reykjavík
beina þeim tilmælum til trillubátaeigenda er
hafa báta sína í Reykjavíkurhöfn að f jarlægja
þá úr höfninni eigi síðar en 15. nóvember 1980.
HAFNARSTJÓRINN I REYKJAVIK
\\V NNVWXXXXXV* jsjsjsjsjsjsm
^mTo/
% MOSFELLSSVEIT
Þverholti
simi 66090
Kadus hárskol og permanent fyrir herra og
dömur.
Opið |
9—6 mánud-föstud. Kristinn Svansson
9—12 laugard. Díana Vera Jónsdóttir
SJÉJSJÖSJÖCJCJCSÍJCJÍJÖÍJÍJSJSSSJÍJSJSJÖSJÖÍJÍJÍJÍJÖÍJÍJSJSJSJSJÍJíJSJSJf
Föstudagur 31. óktóbér 1980
Ævlntýrlð um kafflð
Er nokkuð fastbundnara I dag-
farinu eða hversdagslegra en fá
sér bolla af kaffi? Það er kannski
ekki til að velta mikið vöngum yf-
ir, meðan sötrað er úr kaffi-
bollanum, en hvað veit maöur um
kaffiö?
Einhvern rámar kannski eitt-
hvaö I landafræðibók bamaskóla-
áranna og að minnst hafi veriö
litillega þar á Braziliu, þar sem
menn hafi svo mikið kaffi, að i
krepputíö hafi þeir notaö kaffi
fyrir eldivið eöa kol í katla eim-
reiðanna.
Þá er saga kaffisins nánast
ævintýrasaga.
Um það leyti sem kristni var í
lög tekin hér á alþingi, bjó hópur
munka f múhammeðsku klaustri,
Cheodet, i Jemen. Eina verald-
lega eignin þeirra var geitahjörð,
sem þeir þurftu stöðugt að flýtja á
milli haga vegna uppurinnar
beitar. Sá visi maður, sem ábyrgð
bar á munkasamfélagi þessu,
hafði einnig áhyggjur af þvi, að
munkunum hætti til að blunda
undir kvöldbænalestri, enda þá
áliðið dags.
Dag einn kom yngsti munkur-
inn, sem gætti geitanna, i vand-
ræðum sínum til ábóta þessa, og
sagöist enga stjórn geta haft á
geitunum. Þær væru svo
órólegar, Runnu um allar jarðir,
spörkuðu og stönguöust á. Hvaö
var á seyði? — Birtu var fariö að
bregða, en klerkur fór meö pilti
upp I f jall til að gæta aö. Þeir gáfu
geitunum góöar gætur næsta dag,
og duldist þá ekki að þær sóttu af
fikn fast f rauð beö, sem uxu þar á
ókunnum runnum.
Engu voru þeir nær um hegöan
geitanna, en klausturfaöirinn
hugsaði með sér, að heföu geit-
urnar ekkert meint af berjunum,
mætti kannski hafa þau til mann-
eldis einnig. Tíndi hann i eina
körfu og þurrkaöi berin i sólinni,
áður en hann sauð þau. Ávöxtur
þessi reyndist bragðvondur mjög,
en seyöið af berjunum hinsvegar
betra. Sér til undrunar varð guðs-
maðurinn þess var, aö hann eins
og braggaöist allur af þessum
drykk og skýrðist til höfuðsins.
Næta kvöld fengu þvi allir
munkarnir bolla af seyðinu aö
drekka fyrir bænastundina. —
Kraftaverk! Enginn sofnaði.
Kafll í EDfópíu
Auvitað eru skiptar skoðanir
um áreiðanleika þessarar
þjóðsögu varöandi uppruna kaff-
isins. Menn vilja rekja nafniö til
héraðsins, Kaffa, i Eþiópiu. Sagt
er einnig, að arablskur læknir,
Razés að nafni, hafi á niundu öld
| meðhöndlað sjúklinga sina með
kaffi. Arið 656 múhammeðsku
timatali fullyrti Oman sjeik, að
hann hefði náð sinum háa aldri
meö þvi aö drekka reglulega
jurtate soöið af rauðum villiberj-
um.
Hitt er þó öruggt aö runni þessi
kemur i upphafi frá Arabiu og
barst það óðfluga til austurlanda
nær. Sagt er, að Gemal Addin,
hershöföingi, hafi flutt hana 1420
með sér frá Persiu til Tyrklands.
Þaö hefur veriö um það bil 1550,
sem kaffið kom til
Konstantinópel, og var þá strax
boriö á borö fyrir Soliman II
soldán, sem hreifst af. Verömeiri
tegundin, sem kölluð er
„mokka”, þótti kóngadrykkur og
var geymd soldánum og kvenna-
búri hans. En alþýðan kunni
einnig að meta þessa arabisku
sérvisku og 1554 var búið að opna
opinber kaffihús i Konstantinó-
pel.
Klerkastéttin leit fyrstu kaffi-
húsin ekki hýru auga. Bænahúsin
vildu tæmast fljótt, þegar lokk-
andi kaffiilmurinn fyllti strætin.
Það leiddi til sérstakrar lagastn-
ingar. Menn voru skyldugir að
loka gættum, þegar kaffi var bor-
iö á borð.
Á sautjandu öld fór þessi
munaöarvara að berast til
annarra hluta Evrópu, og ekki
löngu siöar til Ameriku. 1644
finna menn kaffi I Marseilles,
1645 á Italiu og i London 1652.
Læknar mættu þessu
nýjabrumi meö tortryggni. Um
hríö fór misjafnt orð af kaffinu.
Þaö átti að vera hættulega tauga-
ertandi. Þaö gekk yfir. Arið 1680
gátu Lundúnarbúar eins og
Parisarbúár fengið sent heim
heitt kaffi. Aö okkar tima mati
hafa gæðin sjálfsagt ekki veriö
upp á marga fiska. í höfuðborg-
um Evrópu þekktu menn ekki
hina ágætu aðferð Tyrkja. Kaffið
varávalltsoðiölengi og fylgdiþvi
mikill korgur. 1687 var stigið stórt
skref, þegar kaffikvörnin var
fundin upp.
Kaffi var svo mikils metið, aö
þegar pólskur foringi að nafni
Kolschitsky hafði drýgt hetjudáð-
ir i umsátriTyrkjaum Vinarborg
1683, fékk hann aö launum fjölda
kaffisekkja. Alþýða manna á
þeim slóðum var ekki mjög gin-
keypt fyrir þessum nýja drykk,
en Kolschitsky, sem hefur verið
sölumaður af Guðs náð, opnaöi
samt kaffihús i borginni. Boriö
fram sætt með vænni slettu af
þeyttum rjóma fljótandi ofan á
miðjum bollanum rann kaffið
ljúflega ofan i Vinarbúa. Þetta
var fyrsta „café viennois”, sem
siðar varö svo útbreitt i Mið-
Evrópu. (Pólverji þessi lét siðan
baka i búttudeigi hálfmánalagaö-
ar kökur, til minja um Tyrkina,
sem siðar uröu frægar undir
nafninu „croissant”.)
Dagurinn byrjar
á kaffi
Um 1820 var kaffiö orðið vinsælt
Kaffijurtin, eða villirunninn meö
rauðu berjunum, eins og hann var
kallaöur.
meðal vinnustéttanna. Sérstak-
lega þótti gott að byrja morgun-
inná þviaðfá sér kaffi. A þessum
iðnbyltingartimum þótti nánast
nauðsynlegt að byrja fjórtán
stunda vinnudaginn á kaffi.
1 Frakklandi öðluðust kaffihús-
in sérstakt gildi. Sikileyingur að
nafni Francesco Procopio breytti
nafni sinu i Procope og opnaði
vertshús á Rue de Tournon 1675
ogsiðan annað á Rue Des Forssés
Saint-Germain. Það er i frásögur
færandi vegna þess að það var
einmitt á „Café Procope” yfir
bollaaf kaffi, sem þeir Diderto og
d’Alambertfengu hugmyndina að
hinni siðar mjög svo frægu
„encyclopediu” (fjölfræöibók-
inni).
Heilar kynslóðir rithöfunda
hafa fengið kveikjurnar aö verk-
um sinum á kaffihúsunum i um-
hverfi Saint-Germaine des Prés-
kirkjurnnar i sjötta hverfi
Parisar. Sartre og Simone de
Beauvoir höfðu sitt annaö heimili
og nánast vinnuaðstöðu viö smiði
bóka sinna á hinni velþekktu Café
Flore.
A átjándu öld komst i tisku að
drekka kaffi eftir kvöldverðinn.
Þaö var borið inn i boröstofuna I
sérstökumskrinum, sem kailaðar
voru „kabaret” með bollum og
undirskálum. Þessi „kabaret”
þykja nú góður söluvarningur hjá
„antique” sölum (forngripasöl-
um), en voru þá til daglegrar
notkunar á heimilum, en ekki til
ferðalaga, eins og ýmsir ætla.
Kaffiskortur þótti vera með
verri plágum hafnbannsins I
Napóleonsstyrjöldunum. Til þess
aöbæta sér upp kaffileysiö, gripu
menn til allskonar úrræöa. Það
var með verðmeiri svart-
markaðsvarningi eins og siðar I
heimstyrjöldunum. Kaffið var
drýgt með brenndum fikjum,
möluðu korni, allslags baunum,
rótum og jafnvel brenndum
brauðmolum. Það kom fyrir, þar
sem menn vöndust svo „rót” eða
kaffibæti, eins og það var kallað,
aö löngu eftir skort striösáranna
gátu menn ekki fellt sig við
óblandað kaffi án rótar. Islend-
ingará miðjum aldri munu minn-
ast þess.
Kannski verður kaffið ekki eins
tilbreytingarsnauður og hvers-
dagslegur drykkur, næst þegar
lesandinn hressir sig á bolla, ef
hann leiðir hugann að sögu þessa
drykkjar.
Suleiman II soldán komst á kaffibragðið, og gstt var þess vandlega að
geyma honum og kvennabúri hans mokkakaffibirgðir, svo að ekki
þryti.