Vísir - 22.11.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 22.11.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. nóvember 1980 VÍSIR Fíjúgandi diskar? Fljúgandi furðuhlutir, eða hreinlega fljúgandi diskar, komast alltaf öðru hvoru í sviðsljósið: þá æða þeir yfir himin- inn, ræna fólki eða hrella það á annan hátt, hverfa svo jafnskyndilega og þeir komu. Sumir trúa öllum þessum sögum eins og nýju neti, aðrir fussa og kvarta yfir Og litlir grænir menn? ímyndunarveikum ruglu- kollum sem sjá geimskip i hverri stjörnu og litla, græna menn í hverju horni. Vísindamenn eru flest- ir hikandi í afstöðu sinni tii fljúgandi diska, meiri- hluti þeirra neitar því eindregið að þeir séu til, margir tvístiga og nokkr- ir eru sannfærðir: vits- munaverur frá öðrum hnöttum séu að fylgjast með okkur smælingjun- um. Ötal kvikmyndir og ótal bækur hafa fjallað um þetta efni, nýjasta dæmið er sennilega Close Encounters of the Third Kind sem vakti mikla at- hygli enda fagmannlega gerð. Þá má minna á kenn- ingar fugla eins og svissneska hóteleigand- ans Erich von Daniken, sem læst ekki í neinum vafa um að umræddar vitsmunaverur séu í rauninni til og hafi meira að segja hleypt af stokk- unum jarðneskri ímynd sinni, homo karlinum sapiens. Viðlíka kenning- ar komu f ram i kvikmynd Stanley Kubricks 2001: A Space Odyssey. En hversu útbreidd er ,,trúin” á fljúgandi diska og litlu grænu mennina sem eiga að fylgjast með hverju fótmáli okkar? Er hún afmörkuð við litinn en harðsnúinn hóp sértrú- armanna eða er það al- menn skoðun að þessi fyrirbæri séu í raun og sannleika til? I löndunum í kringum okkur, sérstak- lega Bandarikjunum þar sem jafnvel Jimmy Cart- er kveðst hafa barið fljúgandi disk augum, er það ört vaxandi hópur sem trúir. En hér á fs- landi? — þar sem fá dæmi eru um að menn telji sig hafa séð óþekkt furðufyrirbæri. Helgarblaðið kannaði viðhorf nokkurra manna til þessa: þeir voru valdir (næstum því) af handa- hófi. ,,Sá rauð- an híut á himn- tnum 99 — segir Krist- mann Guö- mundsson „Ja, þaö er eitthvaö á sveimi, eitthvaö sem viö skiljum ekki hvaö er,” sagöi Kristmann Guö- mundsson, rithöfundur, en hann mun sitthvaö hafa skrifaö um þessi efni. ,,JÞaö ber nú aö taka sögunum meö varúö, ég minnist þess til dæmis aö Adamski þessi, sá sem þóttist hafa fariö um borö i fljúgandi disk, hann reyndist vera heldur vafasamur þegar aö var gáö. En þaö er eitthvaö samt, eitthvaö sem hvorki hefur tekist aö sanna né afsanna. Nú, ég get nefnt aö bæöi i austri og vestri er haröbannaö aö tala um þessa hluti. Ég veit aö banda- riska herstjónin hefur lagt blátt bann viö þvi og sama held ég. aö gildi um Sovétstjórnina, þó ekki viti ég þaö fyrir vlst. Og hvers vegna? Eitthváö hljóta stjórnirnar aö vera aö fela, þaö gæti hugsast alla vega, ellegar þá aö þær vilja ekki hræöa fólk.” — Hefuröu sjálfur oröiö var viö eitthvaö dularfullt af þessu tagi? Já, ég get ekki neitaö þvi. Einu sinni var ég aö kvöldi til staddur i Reykjavik, niöri viö sjóinn, og þá sá ég rauöan hlut hreyfast yfir himininn frá vestri til austurs. Meö mér var strákur sem er giftur dóttur minni og ég spuröi hann hvaö þetta væri. Hann sagöi þetta væri gervi- tungl en ég var ekki ánægöur meö þá skýringu, mér fannst dálitiö skrýtiö. Nú, einu sinni sá ég óvenju- stóra stjörnu i austri. En ætli þaö hafi ekki bara veriö Ven- us...” Kristmann Guömundsson Hermann Gunnarsson 99 ,,Einhvers staðar er magn- aður kraftur — segir Hermann Gunnarsson ,,Ég hef nú ekki velt þessum hlutum mikiö fyrir mér,” sagöi Hermann Gunnarsson, iþrótta- fréttamaöur útvarpsins, ,,en ég held aö fólk geri alltof mikiö af þvi aö stimpla öll þau furöu- fyrirbæri sem þaö skilur ekki sem hreina vitleysu. Ég er þannig geröur aö ég vil ekki afneita tilvist einhvers konar fyrirbæra af þessu tagi, ég þykist viss um aö til sé ein- hver dulinn kraftur sem viö vit- um litiö sem ekkert um. Ég myndi alla vega afneita þessu meö mikilli varúö.” — Þú talar um dulinn kraft. Ertu þá þeirrar skoöunar aö umrædd fyrirbæri séu héöan en ekki frá öörum hnöttum? ,,Ja, ég gæti allt eins trúaö þvi aö þetta kæmi frá öörum hnött- um, meöan heimurinn er ekki betur rannsakaöur en raun ber vitni er best aö fullyröa sem minnst. Ég er viss um aö ein- hvers staöar er magnaöur kraftur en ég get ekki dæmt um þaö, hvaö þaö er. Ég tek bara öllu meö opnum huga.” ,,Ekki nokkra 99 trú á þessu — segir Bjarki Elíasson //Ég hef ekki nokkra trú á því að þetta sé til," sagði Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn. „Ég er eins og Tómas, ég trúi ekki fyrr en ég sé. Ég hef vissulega lesiö ýmis- legt um þetta og séö myndir i sjónvarpinu sem eiga aö vera af fljúgandi furöuhlutum og ég hef lika heyrt frásagnir til dæmis islenskra flugmanna. sem segj- ast hafa séö eitthvaö þessu likt meöan þeir voru á flugi yfir landinu, en þaö er svo ótal margt I, himingeimnum sem getur blekkt mann, svo ég hef enga trú á aö þetta sé frá öörum hnöttum. Ég held aö þetta séu náttúruleg fyrirbrigöi. sem koma mönnum á einhvern hátt undarlega fyrir sjónir. Nú, eftir aö viö erum búnir aö fara og mynda Satúrnus, þá sýnist mér viö ekki eiga nokkra þá nágranna sem gætu veriö aö senda okkur svona skeyti.” Bjarki Eliasson t Snjólaug Bragadóttir , ,Varía andi sósu- skáíar” — segir Snjólaug Bragadóttir ,,Jájá, ég er alveg sannfærö um að þaö er eitthvaö,” sagöi Snjólaug Bragadóttir, rithöf- undur og biaöamaöur. ,,Ég er hins vegar ekki viss um þaö séu fljúgandi diskar eöa fljúgandi sósuskálar eöa eitt- hvaö af þvi taginu og ég efast um að þaö sé um aö ræöa litla, græna menn frá öörum hnött- um. En þaö er eitthvaö sem erf- itt er aö skilgreina.” — Hvaö kemur til greina? „Ja, þaö veit ég sveimér ekki! Þaö mætti segja mér aö þetta væri eitthvaö i átt viö þaö sem Nýalsinnar tala um, þaö er aö segja sálir framliðinna sem stilla sig inn á mann. Ég hef lesiö mjög mikiö um þessi og skyld efni, grautaö i þessu vitt og breitt og er alltaf sammála siöasta ræöumanni. Ég er sannfærö um þaö er miklu fleira milli himins og jaröar en viö skiljum -svo ég útiloka ekki neitt en lifi heldur ekki eftir neinum þessara kenninga. Mér er nokkuö sama en efast ekki um aö eitthvaö sé til.” — Hefuröu sjálf oröiö vör viö eitthvaö i þessum dúr? „Nei, þvi miöur! Ég þekki fjölda fólks sem segist hafa orö- iö fyrir einhverju en sjálf hef ég ekki einu sinni séö almennileg- an draug...”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.