Vísir - 22.11.1980, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 22. nóvember 1980
VÍSIR
Tom Stoppard/ höfundur Nætur og dags# er einn
þeirra ungu og efnilegu leikritahöfunda sem fram
komu í Englandi fyrir rúmum áratug eöa svo — auk
hans má nefna Simon Gray/ Alan Ayckbourn/
Christopher Hampton, David Hareo.fl. Fyrsta leik-
rit Stoppards sem vakti veruiega athygli, Fallinn er
Rósinkransog Gullinstjarna, fékk mikið lof og þótti
mörgum sýnt að upp væri risinn nýr snillingur. Á
eftir hafa svo fylgt verk eins og Stökkvararnir og
Otúrsnúningar sem siður en svo hafa rýrt orðstir
hans. Fólk flykkist á leikrit hans og hlær sig þar
máttlaust, gagnrýnendur láta heillast af fílósóf ísk-
um orðaleikjum, allir eru glaðir.
Að tékka á Tékka
Oröaleikir, eitt helsta einkenni
Stoppards sem leikritaskálds er
feikilegt vald hans á enskri tungu.
ViB borö liggur aö hann geti látiö
tungumáiiö stökkva hæö sina I
fullum herklæöum, hringsnúast
og dansa, allt eftir duttlungum
sinum og ýmist til aö fá fólk til aö
hlæja eöa til aö leggja einhvers
konar áherslu á þaö heimspeki-
legt ellegar listrænt atriöi sem
hann veltir fyrir sér þá og þá
stundina. Þrátt fyrir þetta er Tom
Stoppard hreint ekki Englending-
ur, hann er fæddur i
Tékkóslóvaklu og uppalinn i
Singapore, kom ekki til Englands
fyrr en nær tiu ára gamall. Faöir
hans, læknirinn Eugene Strauss-
ler, fíuttist frá heimsborginni Zlin
i Tékkóslóvakiu áriö 1938 en þá
var Tom litli eins árs. Straussler
fór meö fjölskylduna til Singa-
pore en þaöan flýöi móöir Toms
meö hann og bróöur hans til Ind-
lands þegar Japanir nálguöust
áriö 1941. Straussler varö eftir i
borginni og fer ekki frekari sög-
um af honum, hann mun hafa
látist meöan á hernámi Japana
stóö. Ekkjan gekk þvi undir lok
striösins aö eiga breskan liösfor-
ingja sem þjónaöi i Indlandi, sá
hét Stoppard og var frá Miö-Eng-
landi. í fyllingu timans tóku bæöi
Tom og bróöir hans upp þetta
Stoppard-nafn stjúpfööurins.
Ungur setti Stoppard sér þaö
markmiö aö veröa besti blaöa-
maöur I heimi og aöeins 17 ára
gamall komst hann á ritstjórn
dagblaös I Bristol. A árunum
1960-63 var hann svo „free-lance”
blaöamaöur I London en var þá
hættur viö aö veröa besti blaöa-
maöur i heimi og þess i staö far-
inn aö reyna fyrir sér viö ritstörf.
Hann byrjaöi rólega, skrifaöi
nokkur útvarpsleikrit en fyrsta
leikrit hans sem sýnt var á sviöi,
Gönguferö á vatninu var frum-
sýnt i Hamborg 1964. Tveimur ár-
um siöar var frumsýnt I ofurlitiö
styttri mynd i Edinborg verk sem
hann kallaöi Fallinn er Rósin-
kransog Gullinstjarna, þegar þaö
vartekiötilsýningai'London áriö
eftir og þá i upprunalegri mynd —
þá var isinn brotinn. Hann varö
viökunnur, virtur og vel metinn,
fékk ýmis verölaun, lofsamlega
gagnrýni og mikla aösókn.
Fallinn er Rósinkrans og Gull-
instjarna fjallar, eins og nafniö
bendir til, um aukapersónurnar
tvær i leikriti Shakespeares,
Hamlet Danaprins: hirömennina
sem allir höföu aö leiksoppum.
Þeir eru seinheppnir og klunna-
legir,menn eru gjarnir á aö rugla
þeim saman og sjálfir eru þeir
enn gjarnari á þaö. Samræöur
þeirra eru oftast innantómt
þvaöur en stundum þrungiö ein-
hverri meiningu, margir tengdu
Stoppard viö þaö sem Esslin kall-
ar „absúrdleikhúsiö” vegna álit-
legs skyldleika þeirra Rósinkrans
og Gullinstjörnu viö umrenning-
ana I Beöiö eftir Godot. Þaö er
firra þvi Stoppard á ekkert skylt
viö þennan hatt Esslins þó e.t.v.
hafi hann eitthvaö lært i sam-
ræöulist af fyrmefndu leikriti og
Rúmenanum Ionesco.
Auk þess sem Stoppard lýsir i
þessu leikriti örlögum hirömann-
anna grunlausu varpar hann
fram ýmsum spurningum um
eöli og tilgang leikhússins, leik-
sýningin I höllu Kládiusar, hiö
fræga „pUy within the play”
veröur þungamiöja verksins.
Heimspekilegar, listfræöilegar og
jafnvel pólitlskar vangaveltur
einkenna tiöum verk Stoppards
þó jafnan reyni hann aö hafa þær i
skemmtilegra tagi, fyndnar.
„Ég hef aldrei lagt stund á
heimspeki formlega”, sagöi hann
eitt sinn, reyndar um annaö verk
sitt, Stökkvarana, „og ég ætla
bara aö vona aö heimspekingar
og rökfræöingar séu öllu djúp-
hugulli en ég. Min heimspeki er af
þvi taginu sem menn velta fyrir
sér meöan þeir liggja I baökerinu
en máski á ég auöveldara meö aö
koma þessum spekúlasjónum
fyrir i samræöum og likingum en
flestir aörir”.
Hinn rétti Hundur
lögregluforingi.
Næsta verk Stoppards á eftir
Rósinkrans og Gullinstjörnu hét
Hinn rétti Hundur lögregluforingi
og nálgast farsaformiö mun
meira en flest önnur verk hans.
Aö sönnu felst I þvi ádeila eöa öllu
heldur paródia á gamaldags
„þriliera” og jafnframt paródia,
eöa öllu heldur ádeila á leiklistar-
gagnrýnendur, en fyrst og fremst
er leikritinu ætlaö aö vera
skemmtilegt og fyndiö. Þar segir
frá tveimur leiklistargagnrýn-
endum sem fylgjast meö sýningu
leikflokks á „þriller” I stll Músa-
gildrunnar og er sýningin hin
ruglingslegasta og fáránlegasta.
Þar kemur aö leiklistargagnrýn-
endurnir blandast inn í atburöa-
rás „þrillersins” og fá sig ekki
lausa: eftir ógnarlegt uppgjör i
lok beggja leikritanna eru þeir
báöir dauöir. Þarna sýnir Stopp-
ard geysilegt vald yfir leikhúsinu
og um leiö njóta hæfileikar hans
til skemmtilegheita sln aö fullu.
Næsta leikrit var svipaös eölis en
þaö heitir Eftir Magritte og I þvi
tekur hann sér fyrir hendur aö
lýsa hvernig málverk eitt eftir
Rene Magritte heföi getaö oröiö
til, þaö er sú sitúasjón sem lýst er
á léreftinu.
Svo komu Stökkvararnir, þaö
leikrit var frumsýnt I London áriö
1972. Þaö er mun háfleygara, ef
svo má segja, en fyrri verk hans
og hann reynir eins og hann frek-
ast getur aö brjóta nokkur heim-
spekileg vandamál til mergjar,
svo sem eins og tilveru Guös. Þaö
er gegnsýrt af Wittgenstein en
segir auk þess frá Kaptein Scott á
tunglinu og framhjáhaldi og
partistandi eiginkonu George
Moore, heimspekiprófessors.
Farsinn er ekki fjarstaddur en
sagt er aö hin heimspekilega yfir-
bygging sé of hátimbruö til aö
unnt sé aö njóta kætinnar til hins
ýtrasta.
útúrsnúningar frá árinu 1974,
er aö margra dómi eitthvert
besta verk Stoppards en þaö er,
eins og Stökkvararnir,mjög flókiö
og margslungiö. Svo mjög aö
mörgum þykir nóg um en þó er
öllu léttara yfir þvi en hinu fyrra
leikriti. „Plot” leikritsins byggist
á þvi aö I fyrri heimsstyrjöldinni
bjuggu þeir allir i Zurich,
Lenin, James Joyce og Tristan
Tzara, upphafsmaöur DADA.
Þessa þrjá áhrifamenn hvern á
sinu sviöi leiöir Stoppard saman
en kýs sér aö aöalpersónu Henry
nokkurn Carr sem vann I breska
konsúlatinu og vann sér þaö til
frægöar aö veröa ein persónanna
i Ulysses eftir Joyce. Þaö vildi
Tom Straussler-Stoppard, leikritahöfundur.
HEIM-
SPEKI
I BAÐ-
KARINU
Um Stoppard, höfund
Nætur 09 dags
Sjá bls. 18—19
Tom Stoþpard
ROSEHC
11
I\
Úr leikritínu Fallinn er Rósinkrans og Gullinstjarna: þeir eru aö
falla.
þannig til aö hann lék eitt hlut-
verkanna I The Importance of
Being Earnest sem Joyce átti
þátt i aö setja á sviö i Zurich en
lenti I deilumviöilrannút af fjár-
málum. Stoppard notar tækifæriö
og snýr út úr þessu leikriti Wildes
á ýmsan máta, margar senur
útúrsnúninga eru teknar beint
(meö ýmsum mikilvægum
breytingum) upp úr þvi. Aörar
senur eru teknar upp úr ritum
Lenins og konu hans eöa þá
byggöar á Irskum limrukveöskap
og delludada Tristan Tzaras.
Hlutverk listamannsins i þjóö-
félaginu er svo undirtónn þessa
leikrits auk þess sem Stoppard aö
vanda skýtur glaöhlakkalega I
ýmsar áttir.
Maddie Go-to-bed
Siöan þetta geröist hefur Stopp-
ard skrifaö fjölmörg leikrit, þáö
næsta á eftir hét Dirty Linen en
inn i þaö var skotiö stuttu leikriti
ööru, New-Found-Land. Dirty
Linen er um þingnefnd sem er aö
rannsaka ásakanir um hórdóm og
annaö þvilikt meöal þingmanna.
Ritari nefndarinnar, Maddie
Gotobed, stendur reyndar I sam-
bandi viö alla meölimi nefndar-
innar, bæöi karlkyns og kvenkyns
og er leikritiö fullt af beinum eöa
óbeinum kynferöislegum oröa-
leikjum. Varö enda vinsælt meö
eindæmum. Næst kom svo Every
Good Boy Deserves Favour en
þar notar Stoppard heila sinfóniu-
hljómsveit á sviöinu. Þaö mun
hafa veriö Andre Previn sem
samdi tónlistina sem er
óaöskiljanlegur hluti leiksins en i
þvi tekur Stoppard i fyrsta sinn á
málefni sem æ síöan hefur veriö
honum hugleikiö, þ.e.a.s. baráttu
andófsmanna i Sovétrlkjunum og
Austur-Evrópu. Leikritiö segir
frá manni sem lokaöur er inni á
geöveikrahæli, aö ástæöulausu
náttúrlega en bæöi vanalegir
snúningar og ruglingar Stoppards
gefa ásamt auövitaö tónlistinni
leikritinu mikinn svip.
Um svipaö leyti skrifaöi
Stoppard sjónvarpsleikritiö
Professional Foul um ámóta efni
nema hvaö þar færir hann sig til
heimalands slns Tékkóslóvakiu.
Segir leikritiö frá breskum
heimspekiprófessor sem fer til
Prag til aö horfa á fótboltaleik og
fylgjast meö ráöstefnu I fagi
hans, gamall nemandi hans setur
sig i samband viö hann og biöur
hann aö smygla úr landi ritgerö
um heimspekilegt efni. Fjöldi
persóna kemur viö sögu, heim-
spekingar, tékkneskir lögreglu-
menn, fótboltakappar og blaöa-
menn. Misskilningur og oröaleik-
ir, heimspekihugleiöingar og
andófsmenn, þetta er likastil i
hópi skemmtilegri sjónvarpsleik-
rita.
Svo kom Nótt og dagur, Night
and Day áriö 1978. Þaö er ekki
nærri eins gáskakennt og ýmis
fyrri verk Stoppards, i staöinn
tekur þaö á ýmislegum vanda
blaöa og blaöamanna. Varla rétt
aö fjölyröa um þaö...
Nýjasta leikrit Stoppards
„Dogg’s Hamlet, Cahoot’s Mac-
beth, var svo frumsýnt I fyrra.
Þar skemmtir hann sér viö ýmis-
legt þaö sem heillaö hefur hann
lengi, útúrsnúningur á þekktum
bókmenntaverkum, andófsbar-
áttan i austri og tungumáliö
sjálft. I leikritinu veltir hann m.a.
fyrir sér samhengi hljóöa og
merkingum oröa og setur saman
nýtt tungumál úr enskum oröum
sem þó þýöa eitthvaö allt annaö
en venjulega. Fyrri hlutinn fjall-
ar um skóladrengi sem tala þetta
ágæta tungumál en eru aö setja
upp, I mjög styttu formi, Hamlet
Danaprins. Til þeirra villist Eng-
lendingur nokkur og leiöir af þvi
mikinn og góöan misskilning
jafnframt þvl sem mönnum er
faliö aö ihuga dálitiö tungumál.
Seinni hlutinn er byggöur á styttri
gerö af Macbeth sem tékkneski
rithöfundurinn Kohout sýndi i
heimahúsum i Prag vegna þess
hann fékk ekki leyfi yfirvalda.
Stoppard hefur búiö til sina eigin
styttingu á Macbeth og blandaö
inn i þaö leynilögreglumanni yfir-
valda og loks Englendingnum
fyrrnefnda sem nú talar allt I einu
mál skóladrengjanna. Eftir hæfi-
legan rugling er svo komiö aö
siöasti hluti Macbeths er fluttur á
þessu tungumáli og skilst
væntanlega fáum.