Vísir - 22.11.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 22.11.1980, Blaðsíða 20
20 Laugardagur 22. ndvember 1980 JOLn" getraun barnanna I blaðinu í dag hefst verðlaunagetraun og nú skuluð þið gæta þess að klippa myndirnar hér fyrir ofan út ef þið ætlið að taka þátt í getrauninni. Þið eigið að finna tíu atriði/ sem ekki eru eins á myndunum tveimur. Setjið X greinilega við þau atriði eða skrifið svörin á blað. Getraunin verður i þremur blöðum og eftir að þriðja blaðið kemur sendið þið, ef þið hafið áhuga, lausnirnar 3 til Vísis, Síðumúla 14, merktar, Hæ, krakkar. Tiu verðlaun verða veitt fyrir réttar lausnir og það verða allt leikföng. Leikföngin verða hin vin- sælu hreyfileikföng, Playmobil. Ég býst við að mörg ykkar eigi slík leikföng og vilji gjarnan bæta i safnið. 10 vinningar úttekt á hinum sí- vinsælu Playmobil leikföngum aö verðmæti kr. 20.000.- hver frá leikfangaversluninni Fido Iönaðarhúsinu v/Hallveigarstig Kristbjörg og Siggi — saga eftir Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, 10 ára9 Lundarbrekku 6 Kristbjörg er 8 ára stúlka og er í skóla, sem heitir Digranesskóli. Bróðir hennar er 2 ára og hann heitir Sigurður en er kallaður Siggi. Kristbjörg var að koma heim úr skólanum, þegar Siggi kom hlaupandi á móti henni og hún tók hann og bar hann inn. Kristbjörg er með hann í vist. Hún fær þúsundkall á viku. „Kristbjörg”, kallaði móðir hennar framan úr eldhúsi. „Komið þið að borða, Kristbjörg og Siggi". „Á pabbi líka að borða?" „Jú jú, hann er inni í stofu og fer alveg að köma". „Á ég að sækja hann, mamma?" sagði Siggi. „Já, já". „Pabbi, pabbi, komdu að borða". „Já, já, ég er að koma, ég er að koma". Þau borðuðu kjöt. „Takk fyrir mig", segja Kristbjörg og Siggi. „Má ég fara út", segir Krist- björg. „Má ég líka fara út", segir Siggi. „Já, þið megið fara út", segir mamma. Þegar Siggi var kominn út, þá sagði hann: „Ég ætla að búa til snjókarl". „Á ég að hjálpa þér að búa til snjókarl, Siggi?' sagði Kristbjörg. „Já," sagði Siggi. Og þau bjuggu til stóran snjókarl og kerlingu. Karl- inn var með hatt og gulrót fyrir nef. Kerlingin var með slæðu og gulrót fyrir nef. „Ég nenni ekki að vera lengur úti. Komdu inn", sagði Kristbjörg. Og hér endar þessi saga um Kristbjörgu og Sigurð. Árni Rúnar og ólöf Júlía. Á bak viö þau sér í Helga Má Isaksen. Hulda Aðalsteinsdóttir. Bara bjó Ég heimsótti nýlega barnaheimilið Ungasel, en það rekur Guðríður Bene- diktsdóttir, fóstra. Hún hefur eina fóstru með sér og eina „ömmu" 2-3 tíma á dag. Krakkarnir í Ungaseli eru á aldrinum 1-6 ára. Elsta stelpan sem ég hitti, var Hulda Þuríður Aðal- steinsdóttir. — Ég er byrjuð í alvöruskóla, sagði Hulda. — Ég er í sex ára bekk og ég er byrjuð að læra að lesa og líka að reikna. Það er voða gaman i alvöruskólanum. Ég kem hingað þegar skólinn er bú- inn og fer svo heim, þegar mamma kemur úr vinn- unni. Mamma mín keppir oft i handbolta. Hún er í Þrótti. Ég held mikið með Þrótti og líka KR, Val, Vík- risafólkið til síátur ing og Fram. En heldurðu þá ekki líka með Breiðabliki? spurði ég- — Jú, sagði Hulda. En Hulda er líka mikil íþrótta- kona og er oft í handbolta og fótbolta. Systkinin Árni Rúnar Kjartansson og Ólöf Júlía Kjartansdóttir eru meðal barnanna í Ungaseli. Árni er. 3 ára, en Ólöf Júlía er 1 árs síðan í júlí. Þau eru ís- lensk- japönsk, mamma þeirra er japönsk en pabbi þeirra íslenskur. — Ég fór í sveitina mína einu sinni, sagði Árni Rún- ar, — til ömmu. — Við fengum slátur þar. — Varstu að búa til slátur með ömmu? spurði ég. — Nei, það var bara risa- fólkið sem var að búa til slátur, sagði hann Árni Rúnar. Ólöf Júlía er ekki farin að tala mikið en hún er mjög dugieg að leika sér og raðar trépúsluspili mjög kunnáttusamlega. En það eru svo margir skemmtilegir krakkar í Ungaseli að þau komast ekki öll fyrir í blaðinu í dag og næsta laugardag koma fleiri myndir af krökkun- um í Ungaseli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.