Vísir - 22.11.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 22.11.1980, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. nóvember 1980 11 Ert þú i hringnum — ef svo er þá ertu 10 þúsund krónum ríkari Vísir lýsir eftir konunni sem er i hringnum aö þessu sinni. Hún var stödd á Kjarvalsstöö- um þegar þar var opnuð sýning á myndverkum Jóns E. Guð- mundssonar, brúðuleikhús- manns með meiru. A ritstjörn- arskrifstofum Visis að Siðumúla 14 biða hennar 10 þúsund krón- ur. Ekki er vist að konan taki sjálf eftir þvi að hún er i hringn- um og þvi ættu þeir sem kannast, við hana að láta hana vita svo hún missi ekki af þessu. 99 Kaupi mér I I I I I I I I I I I I I I I I I I ■ I I I I I I I I I I Kiljan”! „Já, ég skemmti mér I ágætlega á þessum | hljómleikum, eiginlega | miklu betur en ég hafði ■ búist við," sagði Gísli I Jónsson en hann var í I hringnum í síðustu viku. | Myndin hafði verið tekin | á hljómleikum Platters í ■ Háskólabiói. „Ég veit svo sem ekki I hvað hægt er að gera við | 10 þúsund krónur, er ■ nokkuð hægt að kaupa f fyrir það? En ætli ég ■ leggi þetta ekki í ein- I hverja góða bók. Hvaða | bók? Ja, ég er vanur að ■ kaupa Kiljan og ætli ég . haldi því ekki áfram." ■ Jf vísiR krossgátan fréttagetraun 1. Fréttaritari Visis í Tókió eignaðist nýlega barn og skrifaði um það í „Umhverfis jörðin" dálk Helgarblaðsins. Hvað heitir maðurinn? 2. Sinfóníuhljómsveit Nýlistadeildar Myndlista- og handíðaskóla íslands fór nýlega í tónleikaferð um Mið-Evrópu. Hljóm- sveit þessi er ólík að flestum öðrum hljóm- sveitum að því leyti að...? 3. Enn ein þyrla Land- helgisgæslunnar fórst á mánudaginn. Hverjir voru einkennisstaf ir þyrlunnar? 4. Þekktur útlenskur kvikmyndaleikari hefur nýlega höfðað mál á hendur gamanleikaran- um Chevy Chase fyrir að hafa sagt hann vera kyn- villtan. Hvað heitir þessi hörundssári kvikmynda- leikari? 5. Maður nokkur lék sinn fyrsta leik með vest- ur-þýska fótboltafélaginu Hamburger um daginn og var það talið til tíðinda. Hvað heitir maðurinn? 6. Frumvarp um Flug- leiðir var afgreitt frá Al- þingi í vikunni. Athygli vakti að þrátt fyrir mikl- ar og ákafar umræður síðustu vikur var aðeins atriði breytt í endanlegri gerð f rumvarpsins. Nán- ar tiltekið...? 7. Vísir hefur nú í hyggju að kjósa mann ársins, rétt einu sinni. Hver var kosinn maður ársins i fyrra? 8. Ekki voru nema tveir dagar frá því fyrrnefnd þyrla Landhelgisgæsl- unnar hrapaði og þar til hin nýja þyrla sýndi hvað i henni bjó. Hvað af rekaði þyrlan og áhöfn hennar? 9. Áfram með Land- helgisgæsluna. Maður nokkur er tilbúinn til að kaupa tvö varðskip, Ar- vakur og Þór og stað- greiða þau. Hvað heitir þessi fjársterki maður? 10. Hvað heitir nýráð- inn bæjarstjóri Kópa- vogs? 11. Skóli einn varð 75 ára nú um daginn. Hvaða skóli var það? 12. Og hvað heitir skólastjórinn? 13. A fimmtudag var frumflutt i útvarpinu leikrit eftir mann sem hingað til hefur verið kunnari leikari en leik- ritahöfundur. Það er:...? 14. Blaðamenn sömdu um kaup sitt og kjör fyrir nokkrum dögum. Hver var meðalhækkun? 15. Nýr formaður Al- þýðubandalagsins verður kjörinn nú á næstunni. Hver er talinn næstum ör- uggur að hreppa hnossið?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.