Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 2
t 2 Fylgist þú með ensku knattspyrnunni? Gunnar Birgisson, nemandi: „Fremur lftiö, ég held aö ég haldi þó helst meö Liverpool”. Eyjólfur Þrastarson nemandi: „Nei eiginlega ekkert, helst er aö ég haldi meö Arsenal”. Hilmar Einarsson nemandi: „Eg fylgist meö henni af kappi og held meö Arsenal og vona þvi aö þeir vinni”. Þórir Ottóson bilstjóri: „Ég fylg- ist alltaf með henni. Ég held með Manchester United en held aö Ipswich sigri”. Jón Wellings bflstjóri: „Nei ekki neitt”. „SAMA FÖLKIÐ HEFUR VERSL- AÐ VID MIG AR EFTIR AR” - seglr Hjðrtur Jónsson bóksalí Hjörtur Jónasson hefur nú stundaö bóksölu um 20 ára skeiö. „Ég hef selt bækur um 20 ára skeið, og hef feröast nokkuö vegna þess. Fólk virðist vera j mjög ánægt meö aö fá bækurnar heim og ég hef reynt að hafa þær á góöum kjörum. Sama fólkið hefur verslaö við mig ár eftir ár, og vænt þess aö ég kæmi. Þaö hef- ur komið fy rir að fólk hefur beöiö eftir mér fram á Þorláksmessu eða jafnvel aðfangadag, ef dregist hefur að ég kæmi”. j Þetta sagöi Hjörtur Jónasson, | kennari, sem jafnframt hefur ■ ferðast um og selt bækur, á • hóflegu verði, að þvi er kunnugir I segja. Hjörtur er eini bóksalinn | hér á landi, sem hefur veitt fólki ■ þessa þjónustu, en Félag is- I lenskra bókaútgefenda hefur nií ! svipthann söluleyfi, eins og áður J hefur komið fram. I Hjörtur hefur haft atvinnu af i kennslu, þar til I haust, aö hann I tók til við bóksöluna eingöngu. ! „Hann hefur einnig veriö leið- [ sögumaöur á sumrin, m.a. hjá I Ferðaskrifstofu rikisins, Úlfari I Jacobsen og Guðmundi Jónas- I syni. | „Það er afskaplega bagalegt j fyrirmig, aðþeir skuli svipta mig j leyfinu núna, þar sem ég hef ekki j náð nema til li'tils hluta af minum j viðskiptavinum. En ég á eitthvað j eftir af bókum, og mun reyna að | standa viðþað, sem ég hef lofað, ■ eftir þvi sem ég get”. „Telur þú, eftir 20 ára reynslu i starfi, að það sé þörf fyrir þessa þjónustu?”. „Við tslendingar erum bók- aþjdð. Við höfum státað af þvi aö hér sé lesið meira heldur en nokkrulandi öðru, sérstaklega til sveita. Þar vil ég einkum nefna bændurna okkar. Það gefur auga leið, að það er full þörf fyrir starfsemi sem þessa hér á landi. Min skoðuner einnigsú, að verð á bókum eigi að vera sem hagstæö- ast. Þær eiga ekki að vera til þess að einhverjar verslanir geti hjar- að, og verölagið komi svo niður á fólkinu i' landinu, þannig að það þurfi að kaupa þær á hærra veröi, eða geti hreinlega ekki eignast þær”. „En hvað um þig sjálfan. Hefur þú eingöngu atvinnu af sölu bóka nú? ” „Já, ég hef starfað eingöngu við sölu bóka að undanförnu. Það er þvi slæmt fyrir mig að vera sviptur leyfinu fyrirvaralaust á hávertiðinni”. • En mig langar i lokin aö segja frá smáatviki sem ef til vill varp- ar ljósi á þann sess sem bækur skipa á Islandi. Ég minnist þess, að einu sinni tók ég upp i tvo austurriska stúdenta, þar sem ég var á ferðalagi. Þeir höfðu veriö hérálandium6 mánaða skeið, og kynnst þjóðinni nokkuð. Þeir höfðu unnið hjá bændum og einnig verið á togara. Þeir urðu mér samferða frá Laugarvatni að Geysi. Ég spurði þá m .a. af hverju þeir hefðu orðið hrifnastir hér. Sá.sem varð fyrir svörum, sagði,að það væri hvorki Gullfoss né Geysir, heldur islensku bændurnir. Ég bað hann að útskýra það og m.a. var þaö vegna þess hversu mikinn bóka- kost þar ættu. Það töldu þeir vera einsdæmi og kváðustundrast það. Og það er einmitt þetta.sem ég vil stuðla að, það er að fólk haldi áfram að hafa áhuga á bókum, sé auöveldara að nálgast þær og fái þær á góðum kjörum”, sagði Hjörtur. — JSS I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Jónas þyrfti aö lesa siða- reglurnar. Lágkúra Dagblaðslns Það eru engin ný tiöindi aö Dagbiaöið leggist lágt í fréttaskrifum. En lágkúra af þvi tagi sem birtist i útsiöufrétt blaösins á föstudaginn um tildrög slyss scm EU- ert B. Schrain ritstjóri VIsis varö fyrir er slik lágkúra aö vart er aö finna , hliöstætt dæmi I Islenskri blaöamennsku siðustu áratugina. Ellert varö fyrir þvi ó- happi aö detta illa á knattspyrnuæfingu meö starfsféiögum sinum á Visi. Kom i Ijós aö hann hafði tognað i baki við byltuna og varö aö dvelja nokkra daga á sjúkra- húsi, cn hefur siðan veriö sárþjáöur heima viö. Þetta þykir einuin af „blaöamönnum” Dag- blaösins ekki einungis bráðfyndið. heldur sér hann ástæðu til aö bæta um betur nieö þvi að Ijúga til um atvikið. t frétt Dagblaösins segir: „Ritstjórinn er maöur fótnettur ineö afbrigðum enda fyrrum landsliðs- maður með nieiru. Snilli hans fór eitthvað i taugarnar á einhverjum mótherjanna er á leiö æfinguna og fundu þeir enga leiö til aö stööva hann. Loks sóttu þeir aö honum i sameiningu meö þeim afleiöingum.aö hann lá óvigur eftir.” Þetta er einfaldlega lygi eins og öllum er kunnugt er þarna voru viöstaddir. En „biaöa- maðurinn” lætur sér ekki þetta nægja heldur bætir gráu ofan á svart mcö þvi aö segja þaö haft I flimtingum að I hópi mót- herjanna hafi veriö nienn er renndu hýru auga til ritstjórasætisins. Iiér er þvi ekki einasta logiö upp á starfsmenn Visis aö þeir hafi ráöist á ritstjóra sinn og slasaö hann, heldur cr ástæöan sögð sú að einhverjir þeirra hafi hugsaö sér aö erfa sæti Ellerts á blaðinu. Ekki ætia ég aö skipta mér af þvi þótt Dagblaðiö hafi mann i vinnu, sem veit ekki hvaö hlaöa- mennska er. Þaö er þcirra mál. En þegar hann er látinn hafa pláss á siöum blaðsins fyrir hugaróra sina, er það á ábyrgö ritstjóra. Hér meö er þess farið á leit viö siöareglunefnd Blaöa- mannafélagsins. aö hún senili Jónasi Kristjánssyni eintak af siðareglum blaöamanna. Fleiri lloKkabækur Bókin um Valdatafiiö i Valhöll er nú mcð mest seldu jólahókunum, og ekki aö efa að höfundar og útgefandi græða á tá og fingri. Vclgengni Valda- taflsins hefur aö sjálfsögöu valdið þvi, aö ritfærir menn I öörum flokkum hafa hug á aö skrifa svipaöar bækur um flokksapparötin. Og i stil við nafn bókarinnar um Sjálfstæöisflokkinn veröa bækurnar nefndar i sama dúr: Bókin um Framsóknarflokkinn inun heita „Gosiö i Hcklu”, sbr. aö flokks- skrifstofurnar eru i sama húsi og Hótel Hekla, bókin um Alþýðubanda- lagið mun heita „Glimt við Grettisgötu”, sbr. það aö flokksskrifstofurnar eru við Grettisgötu. Og iniðað viö náungakær- leikann sem hefur um- léikið Alþýöuflokkinn að undanförnu, þá mun bókin um hann heita „Elskast I Alþýðuhús- inu," og undirtitillinn veröur „Elskiö óviní yðar eins og sjálfan þig.” • Maifan á stiái Bóksalamafian sýnir nú klærnar og byrjar hcfndarrá’ðstafanir sínar út af bóksölu Hagkaupa. Aö sjálfsögðu var byrjaö þar sem garöurinn er lægstur og farandsali sviptur bóksöluleyfi. Glæpurinn. sem hann framdi var sá aö hafa lát- ið Hagkaup fá bækur. Mafian lætur sig litlu varða þótt hún sé sökuð um lögbrot með einokunarstarfsemi sinni og hefur uppi hefndarað- geröir hvarscm hún telur þörf á aö berja mcnn til hlýðni. • • • spönsk aðlerð Dagur greinir frá þvi aö Kaupfélag Svalbaröseyr- ar hafi að undanförnu staöið fyrir „framsóknar- vist upp á spánska visu”. Hún sé i stórum dráttum þannig að sama pariö spili saman allt mótiö. „Spánska aöferöin er af- skaplega vinsæl, segja þeirsem til þekkja”, seg- ir i frétt Dags. Og viö sem vissum ekki einu sinni að Spánverjar kynnu framsóknarvist. Alsláltur á Sellossl Kaupfélag Arnesinga á Selfossi minnist 50 ára afmælis sins meö þvi að bjóöa 10% afslátt á vöru- vcrði. Fyrst átti þcssi af- sláttur aðeins að gilda í nóvembermanuði, en var siöan framlengdur og veröur allt til áramóta. Þetta þykir Selfyssing- um mikil rausn, ekki sist þegar tekið er tillít til frétta þess efnis, að öll kaupfélög landsins séu á hausnum, auk þess sem sjaldgæft er aö veita af- slátt i desember. Telja sumir, aö meö þessu framlengda afmælistil- boði sé Kaupfélagið frck- ar að hugsa um að spilla fyrir einkaverslun á staönum en aö hygla við- skiptavinum sinum. Sæmundur Guövinsson blaöamaöur skrifar Pósiurlnn hennar Onnu Þá er fyrsta tölublaö af Mosfellspóstinum hennar önnu Bjarnason komiö út. Pósturinn er átta siöur i dagblaösbroti og inni- heldur fréttir, greinar og viðtöl úr Mosfellssveit. Smekklcgt útlit er hannað . af ólafi Geirssyni. 1 leiöara önnu er þess getið. aö blaðiö sé óháö flokkum og opið fyrir fréftum og greinum úr Mosfellssveit. Blaöið mun koma út tvisvar sinnuin til viðbótar fyrir jól, en frá og með inánaðamót- um janúar/febrúar mun Mosfellspósturinn koma reglulega tvisvar i mán- uði. Til hamingju með gott biað, Anna. • Bankarán á fiimu — Var ekki sjónvarps- vélin I gangi? Tókuö þiö ckki mynd af ræningjan- um? spuröi iögreglu- foringinn. — Ehe, ja, jú, viö gerðum þaö. Hins vegar var vélin stillt vitlaust þannig. að hún gekk afturábak. Þess vegna eigum við bara kvikmynd af manni sem er að leggja inn 20 milljónir, svaraði bankastjórinn vandræða- lcga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.