Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 9
Mánudagur 15. désember 1980.' 9 Allt frá því að menn lentu í áfallinu mikla út af viðbótarvirkjun Laxár við Brúar, hafa bændur verið spurðir vandlega út úr um vandkvæði sem kunna að vera á nýjum virkjunum ,bæði vegna landsgagna og náttúru- minja. Þessar yfirheyrsl- ur standa nú yfir út af virkjun Blöndu með uppi- stöðum, sem kosta stór- felld spjöll á sumarbeiti- löndum bæði á Eyvindar- staðaheiði og Auðkúluheiði. Kemur í Ijós við þessar yfirheyrsl- ur að f jórir ef ekki fimm hreppar, sem eiga upprekstur á þessi beiti- lönd, telja mjög að sér þrengt vegna fyrir- hugaðra uppistöðu- lóna.Kemur þar enn sú staðreynd, að eins og sjálfsagt þótti að virkja hvar sem mönnum sýndist fyrir svona einum þrjátiu árum eða svo, þykir nú sjálfsagt að spyrjast fyrir. Forgangur virkjunar er því ekki lengur alger, enda sýnt að um marga kosti er að velja að jafnaði, þótt nú standi upp úr hjá mönn- um, að Blanda sé sérstak- lega ódýr virkjun og því besti kostur i bili. Það er svo eftir að sjá hve ódýr hún verður þegar búið er að greiða fjórum eða fimm hreppum fyrir aldagömul hlunnindi eða upprekstrarréttindi. Samtenging rafmagns um allt land hefur skyndilega opnað möguleika til virkjunar, þar sem ekki þarf að taka tillit til vegalengdar til notendanna. Þcss vegna hugsa menn nú norður fyrir heiðar og austur á firði. -r 'j g * 11 fvf i ! i r I i >. -:í:? N’H I f. 1 1 \ • |V W\ 4 líf ; ■ .« íII-t:w jJB JrSH H^lli MEISTMMR REIKNISTOKKANNA Sérkennilega horfir við manni, þegar aðeins fjórir hreppar eru nefndir til mótmælanna, Lýtingsstaða- hreppur, Seyluhreppur, Akrahreppur i Skagafirði og Bólstaðarhliðarhreppur i Austur-Húnavatnssýslu. Þessir hreppar eiga allir fyrst og fremst itök á Eyvindarstaheiði með sameiginlegar haustréttir i Stafnsrétt. En fyrst Auðkúlu- heiðin hefur verið nefnd i sambandi við minnkun beitar vegna vatnsaga mætti spyrja hvaö liöi Svinavatnshreppi og þvi fólki sem Páll Pétursson, alþingismaður. er einkum tals- maður fyrir. Hafa þeir Svindæl- ir einskis i að missa? Sem áhorfandi gæti maður getið sér þess til að Svindælir hyggöust treysta á Pál einan i málinu, en það mundi auðvitað ekki skaða, þótt þeir rækju upp bofs svona rétt áður en framkvæmdir byrja. „ódýrasta" virkjunin Einhverjum kann nú að þykja huggulegt til þess að hugsa, ef Blönduvirkjun yrði til að fækka sauðfé i fjórum eða fimm hreppum svo um munaöi. Kem- ur þar til sá vandi, sem of- framleiðsla á kindakjöti hefur skapaö og veriö er að leysa að nokkru leyti meö fóöurbætis- skatti. En það er auðvitað mikill misskilningur ef menn halda að fjórir eða fimm hreppar i landinu eigi að taka á sig samdráttinn i sauðfjárræktinni. Það hlýtur að eiga að gerast innan sauðfjárræktarinnar i heild. Þess vegna skyldu menn fara gætilega i það, að telja Blönduvirkjun happ vegna þess að við það mundi kindum fækka. Svo einfalt er þetta ekki. Auk þess hagar svo til i Lýtings- staðahreppi og viða i Seylu- hreppiog Bólstaöarhliöarhreppi öllum, aö erfitt er að hugsa sér aö landi sé svo háttað, að þar megi i svo til einu vetfangi breyta yfir i kúabú. Með grófum hætti mætti raunar segja, að með þvi aö taka sumarbeitina af þessum hreppum sé verið að loka fyrir búskap á svæðinu að stórum hluta. Þetta hefðu meistarar reiknistokkanna gott af að hafa i huga, þó svo aö Blönduvirkjun sé sú „ódýrasta” sem völ er á. Refsing eða lyftistöng En auðvitað þurfum við að virkja fallvötnin og þá helst þau stærstu og mestu. Blönduvirkj- un hefur lengi verið á óskalista norðanmanna og er það skiljan- legt. Hún var strax á döfinni þegar farið var að ræða um samtengingu rafmagns kring- um landið, enda ljóst að slik samtenging mundi þýða að auðveldara yrði að velja virkj- unarsvæði m.a. utan jarðskjálftasvæða, sem brýn þörf er fyrir. En ég býst við að menn hafi almennt gert sér hug- myndir um einhvernveginn öðruvisi Blönduvirkjun en þá sem miöar að þvi að kosta blómlegar byggðir stór útlát, þannig að hún yrði ekki eins og refsing á byggðarlögin heldur lyftistöng fyrir þau. Með Blönduvirkjun i þeirri mynd, sem nú er gert ráð fyrir, er með vissum hætti verið að endurtaka vandkvæöin sem upp komu viö viðbótarvirkjun i Laxá, nema á Eyvindarstaðaheiði og Auðkúluheiði er um enn stærri hagsmuni að ræöa. Það ákveðna skilningsleysi, sem veldur þvi að stefnt er áfram af fullum krafti að undirbúningi Blöndu- virkjunar, setur i raun búendur i innlöndum Skagafjaröar og Austur-Húnavatnssýslu upp að vegg, hvaða fleti sem varaodd- vitar og offarar kunna annars að finna á undirskriftum. Villinganesvirkjun Kenningin „utan jaröskjálfta- neöamnals Indriöi G. Þorsteinsson fjallar hér um fyrir- hugaða Blönduvirkjun og segir aö þegar menn hafi snúið sér að því að full- hanna Blönduvirkjun hafi það verið gert með því hugarfari, að auðvelt yrði að kúga ibúa stórra landssvæða til hlýðni við reiknistokkana. svæöa” er auðvitað ekki algild. Og Blönduvirkjun er svona ámóta innan jarðskjálftasvæða og Villinganesvirkjun i Héraös- vötnum, sem mikið minni gaumur hefur veriö gefinn. Aftur á móti er Villinganes- virkjun talin dýrari og óhag- kvæmari. Sú kenning getur ork- að tvimælis, þegar reiknað hef- ur verið það slys, sem Blöndu- virkjun kemur til með að valda i fjórum eða fimm hreppum. Reyndin hefur alltaf verið sú, að meistarar reiknistokkanna hafa orðið heldur fingurstiröir, þegar komið hefur þar í undirbúningi stórvirkjana, aö reikna hefur þurft bætur til þeirra, sem skaða hljóta. Og grunur minn er sá, að tap ibúa vegna Blöndu- virkjunar verði aldrei reiknað til fulls, enda varla hægt vegna þess að hér er veriö aö tala um gjörbreytta búnaðarhætti á stórum landssvæðum, sem fylgja i kjölfar virkjunarinnar. Af þessum sökum er saman- burður á kostnaöi við Blöndu- virkjun og Villinganesvirkjun eiginlega út i hött fyrr en fyrir liggur hvaða útreikningar gilda um tjónið af Blönduvirkjun fyrir byggöirnar. Það þýðir litið að segja viö bónda i Skagafjarðar- dölum að hann geti flutt i iön- aðinn á Skagaströnd. ósætti i tveimur sýslum Svo vill til, að þótt við i dag- legu tali tölum um óbyggðir, þá er eiginlega allt land á tslandi undir búnytjum nema jöklarnir og verstu hraunin, item Sprengisandur. Það gerir sú gróna venja að miöa sauðfjáreign við sumarbeitilönd á fjöllum. Eigi að breyta þessu á breytingin að ná til alls sauö- fjárbúskapar, i stað þess að taka fjóra eða fimm hreppa landsins undan og segja við fólkiö þar: Nú getiö þið hætt. Þetta er þeim mun hlálegra þegar svo að segja i hlaövarpa þessara byggða er til virkjunar- staður, sem engum skaða veldur, eða svo hverfandi litl- um, að allir mundu fallast sáttir á þær lausnir. Hér er átt viö Villinganesvirkjun. Meistarar reiknistokkanna teljalhana dýra og óhagkvæma. En óhagkvæma fyrir hvern? Ekki mundi sú virkjun valda endalausum fundahöldum og ósætti i tveim- ur sýslum svo jafnvel undir- skriftir fullveðja manna eru véfengdar. Ekki mundi sú virkj- un taka af stór sumarbeitilönd um aldur og ævi og eyða þannig byggö, sem milljarðar fara til að halda við á landsmæli- kvarða. Villinganesvirkjun væri raunar komin fyrir löngu, ef Akureyringar heföu komist upp á lag með að hugsa til vesturs. 1 staö þess voru þeir að hnauka á Aðaldælingum, þangað til blaöran sprakk með þeim ærslum, að siöan telja menn sig eiga nokkurt val um virkjunarstaöi. Hlýðni við reiknistokka Og það er einmitt sá möguleiki að mega velja á milli, sem ætti að veröa meisturum reiknistokkanna nokkurt umhugsunarefni. Þegar þeir sneru sér að þvi aö fullhanna Blönduvirkjun var þaö gert með þvi hugarfari, að auövelt yrði aö kúga ibúa stórra landssvæða til hlýðni við reiknistokkana. Þaö var fyrir löngu vitað um and- stöðuna við Blönduvirkjun á þeim svæðum, þar sem bændur tapa upprekstrarlöndum sinum. Það var lika fyrir löngu vitaö, að um Villinganesvirkjun yröi fullur friður. En friöur verður auðvitað ekki reiknaður út i peningum á reiknistokkana, ekki fremar en tjónið og skaða- bæturnar. Nauðsynlegt er að virkja fall- vötnin, og samtenging rafmagns um allt land hefur skyndilega opnað möguleika til virkjunar, þar sem ekki þarf að taka tillit til vegalengdar til helstu neytenda. Þess vegna hugsa menn nú noröur fyrir heiðar í þessu efni og austur á firöi. Norðlendingar setja eöli- lega metnað sinn i að fá stórvirkjun á svæðinu, og Blanda er góður kostur væri ekki um beitilöndin að tefla. En Villinganesvirkjun er enn betri kostur og ódýrari þegar öll kurl koma til grafar. Um hana má segja að hana hefur vantað trúboðið og þá stöð i heilabúi meistara reiknistokkanna, sem fjallar um skaðabætur og kostn- að af þeim. IGÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.