Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 13
Mánudagur 15. desember 1980. Ný brldgebök á íslensku Nýlega kom út á islensku bridgebdk eftir hinn þekkta sænska bridgemeistara Eric Jennersten, sem af mörgum hef- ur verið kallaður „Reese” Sviþjóðar, eftir hinum fræga enska stórmeistara. Ungur bridgespilari, Sigurjón Þór Tryggvason, hefur þýtt bókina úr sænsku, en hún heitir á frummálinu Kortlásning. tslenska heiti bókarinnar er A opnu borði —listin að giska rétt — og má að nokkru ráða efni hennar af titlinum. ,,A opnu borði er samansafn fimmtiu spila. Bókin er samin fyrir hinn almenna spilara til skilnings og þjálfunar á þvi sviði bridgespilsins, sem er talið galdrakúnst meistarans að sjá, hvernig spil andstæðinganna eru skipt”,eins og segir aftan á kápu bókarinnar. Þar segir ennfremur: ,,A opnu borði er ekki bók fyrir algjöra byrjendur. Hún reynir að bæta tækni hins almenna spilara að þeim mörkum, er hin ómetanlega list að lesa úr spilunum verður eðlilegur þáttur i spilagetu hans.” Ég vil eindregið ráðleggja öllum islenskum bridgespilurum að nota tækifærið og kaupa þessa ágætu bók. PÁLL OG VflLUR SIGRUÐU HJÁ TUK Fimmtudaginn 11. desember lauk Butlertvimenningskeppni hjá Tafl- og bridgeklúbbnum og sigruðu Páll og Valur. Röð og stig efstu para var þessi: 1. Valur Sigurðsson — Páll Valdimarsson 193 2. Vilhjálmur Pálsson — DagbjarturPálsson 174 3. Orwelle Utley — Hermann Lárusson 166 Fimmtudaginn 18. desember verður spilaður eins kvölds jólatvimenningur. Allir velkomn- ir. Spilað er i Domus Medica. Einná móti milljón Kynngimögnuö sakamálasaga eftir Jón Birgi Pétursson, höfund bókar- innar Vltniö sem h /arf, sem kom út í fyrra. Leikurinn berst viöa, og margt er ööru vísl en ætla má viö fyrstu sýn. Saga sem heldur lesand- anum föngnum allt frá upphafl til endaloka, sem eru hin óvæntustu. vtsm Sveit Hjalta sigraði hjá BR Nýlega lauk aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavikur og sigraði sveit Hjalta Eliassonar eins og oft áður. Varla er hægt aö kalla sigur sveitar Hjalta óvæntan, en óneitanlega var á brattann að sækja i þetta sinn. þvi sveit Sævars Þorbjörnssonar var með yfirburða stöðu fyrir siðustu umferð. Sveit Sævars tapaði hins vegar sinum leik 6—14 og þar með gat Hjalti unnið með þvi að vinna a.m.k. 19-1. Auk Hjalta spiluðu i sveitinni Asmundur Pálsson, Guölaugur R. Jóhannsson, Þórir Sigurðsson og örn Arnþórsson. Röð og stig efstu sveitanna varð annars þessi: 1. Hjalti Eliasson..........178 2. Sævar Þorbjörnsson ......176 3. Samvinnuferðir...........176 4. Karl Sigurhjartarson.....165 5. Sigurður B. Þorsteinss...162. Mikil spenna rikti i siðustu umferðinni og þótt Hjalti ætti heldur auðvelda andstæöinga, þá getur verið erfitt að vinna 16 spila leik hreint. Næstsiðasta spilið reiö bagga- muninn. — Suður gefur/n-s á hættu. A54 KlO A1074 K875 D83 KG10762 2 G93 D632 9 D642 9 AD8764 KG85 GlO A93 1 opna salnum sátu n—s Þórir Sigurðsson og Hjalti Eliasson. Þar gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur 1H pass 2 L pass 2 H pass 4 H pass pass pass Vestur spilaöi út spaða, Hjalti drap á ásinn, tók trompin, spilaði tigulkóng og svinaði siðan fyrir drottninguna. Siðar spilaði hann laufagosa og þegar vestur lagði drottninguna á, þá voru 12 slagir I húsi. 1 umræðu um spilið kom þeim Hjalta og Þóri saman um þaö, að liklega væri auðvelt aö vinna .slemmu i tigli. Galdurinn er einungis að trompa einn spaða og fara siðan sjálfkrafa rétt i tigul- inn. Hins vegar eru sex tigiar töluvert harður samningur og geta hæglega tapast — og raunar fimm tiglar lika. En hvað um það. Allt byggðist á þvi, hvernig spilið færi i lokaöa salnum. Þar sátu Guðlaugur R. Jó- hannsson og örn Arnþórsson a—v. Hinar óvæntu sagnir voru þannig: Suöur Vestur Norður Austur 2T pass 2G 3S pass pass pass Tveggja tigla sögn suðurs þýddi annað hvort veik tveeeia opnun með hjartalit, 17-24 með 4-4-4-1 eða tveggja granda opnun. Ég býst vjð, aö Guðlaugur hafi orðið töluvert hissa, þegar allir sögðu pass við þremur spöðum. Hann fékk siöan átta slagi og tap- aði 50. Skipti litlu máli, hvort hann vann eða tapaöi spilinu, þvi örlög þess voru ráðin á hinu borö- inu. Bridgefélag Kópavogs Fimmtudaginn 4. desember hófst þriggja kvölda tvimenn- ingskeppni með þátttöku tveggja 12 para riðla. Staðan eftir fyrstu umferð er þessi: A-riðill: 1. Sævin Bjarnason — Ragnar Björnsson 185 2. Runólfur Pálsson — Hrólfur Hjaltason 183 3. Haukur Hannesson — Valdimar Þórðarson 179 B-riðill: 1. Guðbrandur Sigurbergsson — Oddur Hjaltason 190 2. Georg Sverrisson — RúnarMagnússon 189 3. Sigurður Vilhjálmsson — Sturla Geirsson 184 Meðalskor er 165 stig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.