Vísir - 29.12.1980, Síða 14
18
vtsm
Mánudagur 29. desember 1980
•' . . n Í ‘ ‘ *!
'í ’ ’ S> t. ' 32» J
Forðum
okkur
(rá ólðgn-
uólnum
B.Þórhallsson skrifar.
Um fátt hefur verið meira ritaö
og raett manna á meðal að undan-
förnu en mál Frakkans Gervasoni
sem hér hefur dvalist. Að sjálf-
sögðu eru þær raddir háværari
sem vilja hann i burtu enda ekki
nema von þar sem það er örugg-
lega vilji Islendinga yfir höfuð.
Ég ætlaði ekki aðallega að gera
mál Gervasoni að umræðuefni
heldur þau skrif sem hafa orðið
vegna beiðni nýnasistans Marc
Frederiksen un að fá hér land-
vist.
Þetta eru ekki
neinir fimleikar
2647-0870 skrifar.
Það hefur áður áður i þessum
dálki verið fjallað um iþróttaþátt
Sjónvarpsins og uppbyggingu
hans hvað efni varðar. Það
siðasta sem ég sá var að einhver
kona var ða svara bréfi frá manni
sem gagnrýndi sýningar frá
„Desembersýningu” Fimleika-
sambands Islands. Taldi kona
þessi að það væri ekki of mikið
gert að sýna fimleika frá þessari
sýningu.
Ég er alveg sammála þvi að
það er ekki sýndar margar
myndir frá fimleikum hériendis
en þeim mun meira af erlendum
fimleikum. Þetta er að sjálfsögðu
sökum þess að „standardinn” á
fimleikaíólki okkar er ekki mjög
glæsilegur.
Hitt er svo annað mál og sýnir
e.t.v. best hvernig þessi mál eru
að hin svokölluða „Desember-
sýning” er alls engin fimleika-
sýning. Hún er aðallega danssýn-
ing og hreyfingar við tónlist sem
litið eiga skylt við iimleika eru
mest áberandi ásamt flokkum
sem sýna hressingarleikfimi.
Ég er ekki að amast viö þessari
sýningu sem slikri, hún er mjög
góð fyrir þá sem áhuga hafa á
henni. En að það þurfi að sýna
hvert einasta atriði i iþrótta-
þætti Sjónvarpsins það er hneisa.
Vantar
penna-
vin
Herra ritstjóri.
Miglangar til aö biðja um hjálp
i blaði þinu við að eignast penna-
vin á Islandi. Ég er mikill Is-
landsaðdáandi og langar til að
skrifast á við þá sem eru á svip-
uðu reki og ég þvi ég vil endilega
fræðast meira um Island. Ég
skrifa bæöi á ensku og þýsku.
Susanne Pieper
August-Engel Str. 5
5778 Mesehede 4
V-Þýskalandi
Og það er enn meiri hneisa að
það er ekki látið nægja að sýna öll
atriðin, heldur eru sum þeirra
sýnd oftar en einu sinni.
Þvilikt og annað eins. Undir
þessu mátti maður sitja i klukku-
stund laugardaginn 20. desember,
á meðan maður beiö spenntur
eftir sýningu mynda frá leik
Standard Liege i UEFA-keppn-
inni i knattspyrnu, landsleik i
handknattleik við Belga, úrslitum
i ensku knattspyrnunni og fleiru
B.K.L. skrifar.
Nú er úti veður vont... — Mér
duttu þessar ljóðlinur i hug er ég
kom Ut einn morguninn og áá að
það hafði fallið dálitil snjóföl þá
um nóttina. Reyndar var það ekki
tilefni þess aðumræddar ljóðlínur
komu upp i hugann, heldur hitt að
ég sá borgarstarfsmenn vera i
óða önn að bera salt á allar götur.
Mér finnst það alveg óþarfi að
vera að rjúka til og saltbera göt-
urnar gótt það falli hér smá snjór.
Menn eiga að hafa ökutæki sin
þannig útbúin að þeir komist
áfram þótt eitthvaö sé að færð, og
þeir sem ekki gera það eiga
hreinlega ekkiað snerta ökutækin
ef eitthvað er að veðri.
Saltburðurinn er tvieggjað
vopn, hann hjálpar að vísu þeim
sem ekki búa sigog bifreiðir sinar
af umhyggju undir vetrarakstur
að komast áfram en það segir
ekki alla söguna. Saltið skemmir
nefnilcga bilana meira en orð fá
lýst og skapar þvi bifreiðaeigend-
um geysilegt tjón á hverju ári.
Saltið er eitur fyrir lakk bifreið-
anna og stuðlar að ryði og
skemmdum. Nóg er fyrir vegna
sjávarseltunnar sem berst með
loftinu þótt ekki þurfi aö bæta á.
Ég vil hér m eð skora á rétta að-
ila aö hætta þessum saltaustri, en
leggja það um leið til við lög-
regluyfirvöld að þaugangi fram i
þvi aö fylgjast með að menn útbúi
ökutækin fyrir vetrarakstur.
og fleiru sem var að gerast og átti
erindi i þáttinn.
Ég hef grun um það að um-
sjónarmaður iþróttaþáttar Sjón-
varpsins sé undir miklum þrýst-
ingi frá ýmsum hópum sem
heimta „sitt efni” inn á dag-
skrána. Það hlýtur að vera skýr-
ingin á þessari lágkúru. En þessa
þrýstihópa þarf að kveða niður,
Hinsvegar er sjálfsagt að fim-
leikafólk fái inni i þættinum ef
það hefur eitthvað almennilegt að
bjóða, en ekki fyrr.
Siððvum
glugga-
gæginn
Húsmóðir i Hliðunum
skrifar.
Ég las frétt i Visi á dögunum
um að „Gluggagæir” hefði verið
staðinn að verki við iðju sina i
Hliðunum er komið var fram á
nótt, en það fylgdi frétt þessari að
þvi miður heföi hann ekki náðst.
Mér þykja það ill tiðindi ef
maðurinn sem var við þessa iðju
fyrir nokkrum árum er kominn á
stjá aftur ef það er þá hann.
Hvernig var það, náðist hann
aldrei eða hvað?
Að liggja á gluggum fólks er ör-
ugglega með þvi lágkúrulegasta
sem einn maður getur gert nábú-
um sinum og vonandi verður fólk
iHliðunum vel á veröi gegn þessu
og hjálpast að svo höndum veröi
komið yfir þennan ógæfusama
mann og hann verði stöðvaður.
Við sem eigum von á heimsókn
þessa manns skulum reyna allt
hvað við getum svo hann verði
stöðvaður.
Nú er útl
Hringið í
síma 86611
milli kl.
14 og 16
eða skrifið
tii blaðsins
Maður þessi er talinn sekur um
mikia glæpi þótt þeir hafi ekki
verið sannaðir á hann, og hann
segist eiga hér vini, þess vegna
sækir hann um að fá að koma
hingað. Þetta eru ljótar fregnir.
Égskil dcki það fólk sem getur
haft þessi mál í flimtingum eins
og J.M. gerði til dæmis i þessum
dálkum. Þetta er alvarlegt mál
þvi ósennilegt er að Frederikssen
léti af iðju sinni ef hann kæmi
hingað heldur væri öllu liklegra
að hann hæfi hér einhverjar að-
gerðir miður þokkalegar ásamt
hinum islensku „nasistavinum”
sinum. — Islendingar, stöndum
saman og forðum okkur sjálfum
frá þeim ófögnuði sem þessi mað-
ur er.
Hvílum okkur á
Prúðuleikurunum
B. Hannesson skrifar.
Ég vil meina það að þorri is-
lenskra sjónvarpsáhorfenda sé
löngu búinn að fá sig fullsaddan
á þeim Prúðuleikurum.
Þeir hafa nú verið i Sjónvarp-
inu i nokkur ár og sifellt er hamr-
að á sömu tuggunni. Mér fannst
þetta ágætt fyrst, en er nú eins og
fleiri orðinn svo leiður á þessu að
ég á ekki til orð.