Vísir - 29.12.1980, Page 15

Vísir - 29.12.1980, Page 15
Mánudagur 29. desember 1980 VÍSIR Siðasta myndin af Lennon, tekin á sjúkrahúsinu i New Vork skömmu efttr aO hann test. Ég er ekki bitur 99 segir Yoko Ono i fyrsta viðtalinu eftir dauða Lennons „Mitt hlutverk nú er að koma i veg fyrir fleiri ofbeldisverk vegna dauða Johns”, sagði Yoko Ono i fyrsta viðtalinu sem hún gaf eftir dauða Lennons. „Ég er ekki bitur vegna morðsins og þetta er ekki rétti timinn til að láta hatrið ná tökum á sér”, sagði hún i viðtalinu, sem fram fór i einni ibúðinni sem þau hjón áttu i Dakota-ibúðabiokkinni. Hún var föl og þreytuleg og tal- aði i hálfum hljóðum, þannig að söngur aðdáenda og syrgjenda Lennons, úti fyrir, heyrðist greinilega inn um gluggann. „Það myndi aðeins auka á harmleikinn ef fólk sneri nú frá þeim boðskap sem John gaf þeim með tónlist sinni”, sagði Yoko og það var greinilegt að hún barðist við grátinn, þvi að þótt hatrið hefði ekki náð tökum á henni hafði sorgin gert það. „Nei, ég er ekki bitur”, endur- tók hún og bætti svo við: „Fólk segir að það hljóti eitthvað að vera að hér i New York en John elskaði þessa borg. Hann myndi verða fyrstur til að segja að New York borg ætti ekki sök á þessu. Það má alls staðar l'inna andlega brenglaða menn”. Hún starði niður fyrir sig og beygði svo af er hún hélt áfram: „Við höfðum ráðgert svo margt sem við ætluðum að gera i fram- tiðinni. Við töluðum um að við ættum svo mörg ár eftir saman. Við höfðum jafnvel gert lista yfir allt það sem við ætluðum að gera á komandi árum. En nú er allt bú- ið....” Hún herti sig upp um leið og hún hélt áfram: „En það þýðir ekki, að boðskapurinn hafi liðið undir lok. Tónlistin lifir áfram og boðskapurinn með henni”. t næsta herbergi var fimm ára sonur þeirra Sean, að leika sér og Göfug- lyndi Kimberley Santos, sem nýlega varð fegurðardrottning heims, eftir sögulega keppni i London nýverið hefur sýnt, að hún á ymislegt gott til. Hún var beðin um að arita mynd af sér sem selja átti i ágoðaskyni fyrir stofnun sjóðs til hjálpar hinum lamaða boxara Al Allotey. En i stað þess að láta þar við sitja á- kvað ungfrú Santos að fara til Englands og árita myndirnar i eigin persónu, sem að sjálfsögðu jók áhrifin um allan helming. Og þetta gerði hin nýbakaða drottn- ing obeðin og án þess að taka aur fyrir.... John ogYokoíNew York fyrr á þessu ári, Yoko Ono: „Þetta er ekki rétti timinn til að iáta hatriö ná tökum á sér....” i öðru var sonur John af fyrra hjónabandi, Julian, að horl'a á sjónvarp, en hann hafði komið til New York frá Englandi um leið og morðið spurðist út. . Náinn vinur þeirra hjóna,tón- listargagnrýnandinn Robert Hil- burn/hefur verið Yoko mikill styrkur á þessum siðustu og verstu ti'mum og hann og fleiri hafa áhyggjur hennar vegna. Að þeirra sögn er hún ekki sú sterka persóna sem almenningsálitið hefurskapað. „Hún og John voru eins og tviburar tilfinningalega og nú hefur hún misst annan helminginn af persónuleika sin- um”, er haft eftir Hilburn, sem bætir þvi við, að hún sé nú veru- lega hjálparþurfi á þessum erfiðu timum. Umsjón: Sveinn Guöjónsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.