Vísir - 02.01.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 02.01.1981, Blaðsíða 4
var 1980 vendipunktur og upp- haf hnignunar Sovétveldisins? Barátta pólsks verkalýös, menntamanna og bænda til þess aö losa sig undan þyngsta oki kommúnistaflokksins eru þeir at- buröir, sem mest mark setja á áriö 1980. Akvarðanir stjórnar Giereks, sem leitt heföu til veröhækkana á matvöru, kveiktu andófsbáliö i brjóstum Pólverja, sem svöruöu meö þvi að leggja niöur vinnu. Fljótlega kom i ljós, að baráttan var ekki um matvöruverð, heldur snerust kröfurnar um réttindi sem sjálfsögö þykja með lýöum i hinum „kapitalisku’’ rikjum. Um verkfallsréttinn og um réttinn til aö stofna stéttarfélög, sem óbundin væru beislistaumum flokksræðis kommúnista. Kom þar berlega fram, að verkalýöurinn og aðrar öreiga- stéttir telja eftir margra ára- tuga reynslu af stjórn social- isku skipulagi og kommúnistiskri stjorn hag sinum engan veginn best borgiö i valdsmannshendi þess flokks, sem byggir þó hug- myndafræði sina á alræði öreig- anna. Af viöbrögðum annarra „öreigastjórna” kommúnista- rikja austantjalds varð samtimis ljóst, hve mikill stuggur þeim stóö af þvi, ef „niðurrifs- og gagn- byltingaröfl”, eins og verkalýður Póllands var stimplaöur i ræöum valdahafa, fengi fram komið kröfum um rétt til verkfalls, rétt til aukins málfrelsis, rétt til að hlýða á guösþjónustuc i útvarpi, rétt til þess aö koma saman, án þess aö erindrekar kommúnista- flokksins stýröu framkomunni. Um nokkurra vikna bil stóöu menn á vesturlöndum á öndinni, meöan „varömenn öreigabylt- ingarinnar” söfnuöu vigvélum og herliði aö landamærum Póllands, þess albúnir aö merja undir skriðdrekabeltunum djörfung og einhug Pólverja. Eins og gert var á sinum tima i Ungverjalandi, i Tékkóslóvakiu og viöar og viðar þar sem veldisfáni hamars og sigðar blaktir við hún. Undir það er jólahelgin gekk i garö gátu menn andað léttar, þegar hjá sýndist liöin i bili hætt- an á þvi, aö til blóösúthellinga kæmi, eftir aö hörö viðbrögö á vesturlöndum og strangar viö- varanir til Sovétstjórnarinnar, auk svo loforöa pólskra valda- hafa, sem tekiö höföu viö af Gierek, um aö heppilegra mundi aö reyna aörar leiöir. Málalok biöa þvi framtiöar- innar. Þótt pólskur verkalýöur undir handleiöslu nýs foringja, Lech W. Walesa, hafi fengiö mörgum helstu kröfum sinum fram komiö i bili, trúir þvi eng- inn, sem séö hefur hið rétta eöli kommúnismans, að unnin hafi verið fullnaðarsigur. Ár Reagans. Ariö 1980 var kosningaár i Bandarikjunum og voru þær annaö mesta umfjöllunarefni fjölmiðla. Þess veröur minnst sem uppgangsárs repúblikana- flokksins og Ronalds Reagans, sem tekur við forsetaembættinu siðar i þessum mánuði. 1 kjölfari kosningasigurs upp- gjafaleikarans sigldi repúblik- anaflokkurinn til meirihluta i Bandarikjaþingi eftir nokkurra áratuga minnihlutaaöstööu þar. Kosningabaráttan, sem stóö allt áriö meö sinum venjulega undanfara i forkosningunum, var full óvæntra tiöinda. Þá fyrst hve litla samkeppni Reagan haföi af öðrum flokksbræörum sinum til þess aö hljóta útnefningu til for- setaframboðsins. Einnig hitt hve óvinsældir stjórnar Jimmy Cart- ers forseta dugðu þó Edward Kennedy, átrúnaðargoöi margra demókrata, litt til þess aö keppa við hann um útnefningu demó- krataflokksins. Sjálf kosningaúr- slitin komu þó langmest á óvart i yfirburðum Reagans yfir Carter, þegar flestir höföu búist við mik- illi tvisýnu i vali kjósenda milli frambjóöenda, sem enga sér- staka hrifningu höföu vakið. Vegna sinna miklu áhrifa i al- þjóðamálum eru Bandarikin að vonum miöpunktur i athygli manna, og menn velta mjög fyrir sér, hvort Reagan eigi eftir aö valda straumhvörfum sem mjög hægrisinna forseti, og ólikur fyrirrennara sinum. t upphafi sinnar kosningabaráttu og áður i keppninni viö Jerry Ford fyrrum forseta kom Reagan flestum fyrir sjónir, sem afar ihaldssinnaður og fylgjandi vofeiflega haröri stefnu i hermálum. Eftir þvi sem nær dróg kosningunum, og siöan eftir aö úrslitin voru kunn, hefur mönnum sýnst Reagan fara sér gætilegar i öllu tali og val hans á embættismönnum væntanlegrar stjórnar sinnar þykir benda til þess, aö róttæknin muni ekki standa þeirri stjórn fyrir þrifum. Austurlönd nær. Erjur Israelsmanna og araba hurfu i skuggann af brambolti Ir- ana undir handleiöslu ofstæk- innar holdiklæddrar i Khomeini æðstapresti. Fyrst ögrun þeirra viö eitt mesta hernaöarriki ver- aldar meö þvi að halda áfram föngnum gislunum, sem þeir tóku um leið og þeir rufu diplómata- helgi bandariska sendiráðsins fyrir jólin 1979. Tókst trönum hiö nær þvi ómögulega, þegar þeir vöktu samúð umheims með Goliat gegn Daviö, enda mál- staðurinn umsnúinn. Siöan sýndist kviknað hafa i sjálfri púðurtunnunni, þegar braust út strið milli Iraks og Ir- ans og eldarnir loguöu viö gjöful- ustu oliusvæöi heims. Ef ööruvisi hefði staöiö á, heföi mannkynið aldrei þótt fyrr hafa staðið nær þriöju heimsstyrjöldinni. Báöa striösaöila skorti þó bolmagn til lengri ófriðar og undir hátiöar fjaraöi út baráttuþróttur beggja, og vigmæöin lagöi þá i dróma i bili. Póskir kolanámumenn i Sélesiu á verkfallsverði horfa djarfleitir út um giröingu hins sósialiska skipulags. Afghanskir skæruliöar standa á sovéskri herþyrlu, sem þeir hafa grandaö, og er myndin um leið tákn- ræn fyrir baráttukjark dvergsins, sem býöur risanum byrginn. Afghanistan. Söguskýrendur munu siöar meir vafalitið þakka það, að ófriöarbáliö við oliukatlana skyldi ekki leiða til enn hrikalegri átaka, hversu vant Sovétmenn voru látnir við aö binda aðra hnúta. Þeir eiga viö sitt Vietnam aö glima i Afghanistan, þar sem innrásarliði þeirra hefur ekki á einu ári tekist að brjóta mót- spyrnu landsmanna á bak aftur. Um leið varpaöi andófsstormur- inn i Póllandi þeim öldum á stjórnskútu austantjaldsvaldsins, að þar var um ærið nóg að hugsa á meðan. Hvort munum við fá að upplifa það aö sjá, hvar sovéska heims- veldið kemur á þá endastöð, sem þeir Alexander mikli, Napóleon mikli og Hitler luku heimsdrottn- unarferðum sinum á? Þegar þeir höföu gleypt yfir meiru en svo, aö þeir fengju haldið utan um það allt. Þorir maöurinn að vona, aö áriö 1980 marki þann áfangann, sem hillir loks undir þau tima- mót? NOKKRIR SVIPIR hRSINS, SEM LEIÐ -1980- Jarðskjálftar Miklir jaröskjálftar uröu I Alsir, og var taliö, aö um 25 þúsund manns heföu farist. Aður en mánuöurinn var liöinn, haföi annar öflugur jaröskjálfti svipt hundruö þúsunda heimilum sin- um á ítaliu og er myndin hér fyrir ofan þaöan. Eldgos i mal varð gifurlegt sprengigos I eidfjallinu S.t Helen I Washing- ton-riki i USA. Hlaust af mikið öskufall. eins og sést á innskotnu myndinni hér fyrir neöan af bifreiö hálfgrafinni i ösku. Ekki varðgos þetta mannskætt, en olli miklu tjóni á aðliggjandi byggö. Tiu fórust og flestir fyrir ógæti- legar forvitnisferöir um gos- stöövarnar. Geimvisindi Sovétmenn héldu áfram aö senda geimfara sina upp I Saljuttgeimstöö sina og tókust þær feröir vel. Voyager l-geimfar Bandarikjamanna hélt áfram könnunarferö sinni út t geimnum, og fór franthjá Satúrnusi. Upplýsingar og myndir sem bárust frá geimfarinu, þóttu koll- varpa fyrri hugmyndum stjarn- fræöinga um plánetuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.