Vísir - 02.01.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 02.01.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. janúar 1981 VÍSIR 1981 RLÞJOB- LEGT AR FATLABRA Hua Guofeng, formaöur, sást hvergi viö nýárshátiöarhöid Pekingstjórnarinnar. Jóhannes Páll páfi skoraði á mannkyn i áramótaræðu sinni aö „sigrast” á þvi sem hann kallaði „djöfulleg vélabrögð”, sem vinna i „þágu styrjalda”, og sagði, að allur heimurinn þráði frið. An efa lögðu landar hans i Pól- landi við hlustirnar, en þar var minna um dansleikjahald en vant er, og kyrrlátt i kaffihúsum. Kirkjunnar menn lögðust allir á bæn um þjóðareiningu. Líða Gkki frélta- mönnum að manga við hryðjuverkaöfl Itölsk yfirvöld hyggjast taka hart á fréttaflutningi fjölmiðla af hryðjuverkastarfi Rauðu her- deildarinnar, eftir morð hennar á lögregluforingja og ráni á dómara. Einn blaðamaður hefur verið handtekinn, sakaður um hlutdeild i glæpum Rauðu herdeildarinnar, eftir að birtist grein hans með viðtali við mannræningjana, sem hafa dómarann á valdi sinu. I Rauða herdeildin hefur einnig lýst á hendur sér morðinu á Enrico Galvaligi, hershöfðingja og yfirmanni lögreglunnar. Ritstjórar L ’Espresso hafa látið i ljós áhyggjur sinar vegna ákærunnar á hendur blaðamanni þeirra, en Forlani forseti hafur lýst þvi yfir, að baráttan við hryöjuverkaöflin væri skylda hvers italsks borgara, og einkan- lega þá þeirra, sem móta al- menningsálitið. Fyrr á þessu ári var italskur blaðamaður dæmdur i 4 mánaða fangelsi fyrir að birta játningar fyrrverandi foringja i Rauðu her- deildinni. Sprenging (hóteli höluðborgar Renva Oflug sprenging olli miklu tjóni á helsta lúxushóteli Nairóbi i gær- kvöldi, og fórust i henni 16 manns, en 85 særðust. Enginn vafi þykir leika á þvi að sprengingin hafi verið af völdum vitisvélar. Þakið rifnaði af Norfolk-hóteli i sprengingunni, sem bergmálaði i allri höfuðborg Kenya, og voru þá margir gestir staddir i matsölu hótelsins. Um ástæður þessa hryöjuverks veit enginn enn sem komið er. 1 áramótaræðum þjóöhöfðingja viðast bar mjög á áhyggjum af ó- friöarástandi og óvissum lifskjör- um á örðugleikatimum i efna- hagsmálum. Páfinn vakti sérstaka athygli á þvi, að nú er runnið upp það ár, sem Sameinuðu þjóðirnar til- einka fötluðum. Sagöi hann, að litið brot af þvi fjármagni, sem varið er til vopnakaupa, gæti orð- ið til mikillar liknar andlega og likamlega fötluöum, ef varið væri i staðinn til læknisfræðilegra rannsókna. Það ætlar aö bera á ýmsum vandamálum fyrra árs strax núna i byrjun 1981. Einn af klerk- um Irans lýsti þvi yfir um ára- mótin, að bandarisku gislarnir 52, sem þrefað hefur verið um allt siðasta ár, væru njósnarar og verðskulduðu að veröa dregnir fyrir rétt. Jafn ótæpilega og dauðarefsingum er beitt i Iran hljómar slikur boöskapur ó- neitanlega sem ógnun, keimlik hótunum allra mannræningja, sem krefjast lausnargjalda. Sýrlendingar skýrðu frá þvi, að tvær herþotur þeirra hefðu verið skotnar niður i loftbardögum við israelskar flugvélar yfir Suöur- Libanon. Afturkom til götuóeiröa i tveim borgum V-Þýskalands, þar sem sló i brýnu milli húsnæðis- leysingja og lögreglu. Þrettán lögreglumenn og nokkrar tylftir mótmælaseggja meiddust i átök- um i Göttingen, þar sem efnt var til mótmælaaögerða til stuðnings húsnæðisleysingjum i V-Berlin. Frændur okkar á Norðurlönd- unum lögöu áherslu á að vara viö vigbúnaðarkapphlaupinu i ára- mótaræðum sinum. Odvar Nordli, forsætisráðherra Noregs, hvatti til þess, að lýst yrði yfir kjarnorkuvopnafriu svæöi, sem tæki til Austur- og Vestur- Evrópulanda. Kekkonen Finn- landsforseti lagði til að teknar yrðu upp afvopnunarviðræður Evrópulanda. Sagði hann, að kjarnorkuvopnabirgðir i heimin- um i dag samsvöruðu að sprengi- magni 4 smálestum af venjulegu sprengiefni á hvern ibúa jarðar. Brezhnev forseti Sovétrikjanna sagði Sovétmenn mundu leita á- fram eftir alþjóðafriði, meðan þeir viðhéldu þó varnarmætti sin- um. — Ronald Reagan, verðandi forseti Bandarikjanna, sagðist vona, að 1981 yröi ár friðar. Aramótaboðskapur Kinverja vakti mesta athygli af þvi, aö hann var fluttur af Hu Yaobang, aðalritara kinverska kommún- istaflokksins, en ekki Hua Guo- feng, formanni, sem hvergi var sjáanlegur við nýárshátiðarhöld Pekingstjórnarinnar. Hua hefur ekki sést opinberlega siðan 27. nóvember. TASS Rennir verka- ivðshreyflngunni um vðruskort í Póllandl Sovéska fréttastofan, TASS, sagði i gær, að „andsósalisk öfl” i Póllandi leituðust við aö nota sér „Einingu”, hin nýstofnuðu verka- lýðssamtök til þess að skapa póli- tiska andstöðu og ýta landinu út i efnahagsringlureið. Þessi viðvörun er af flestum túlkuð sem viðleitni til þess aö þrýsta að forystu kommúnista- flokksins pólska, og kemur fram, að Sovétstjórnin þykir hafa sýnt töluvert umburöarlyndi yfir þróun mála i Póllandi. Frétt TASS birtist undir fyrir- sögninni „ögrandi kröfur”, og þykir vera ströng áminning til verkaiýðsforystunnar i Póllandi um aö reyna ekki að hrófla við einokun kommúnistaflokksins á völdunum. Tass hélt þvi fram, að stjórnar- andstöðuöflin spilltu vinnu- hraðanum og afköstum til þess að hindra að neysluvörur kæmust I verslanir, og reyndu þannig að koma á efnahagslegri ringulreið i von um, að hún fleytti mark- miðum þeirra áfram. Burtkallað- ir 1980 John Lennon, fertugur Bitill, myrtur i New York af einum aðdáenda smna. Alfred Hitch- cock, áttræður kvikmyndaleik- stjóri, andaöist upp úr veikind- | um. Steve McQueen, fimmtugur kvikmyndaleik- arí, andaðist af krabbameini i Mexikó. Reza Pahlavi, sextugur, fyrr- um íranskeis- ari, andaöist i útlegð i Egypta- landi eftir löng veikindi. PeterSelIers.54 kvikmyndaleik- ari, andaðist af veikindum. Stundum kall- aöur maður hinna þúsund andlita. Jean-Paui Sartre, 74 ára rithöfundur og heimspekingur (existential- isti), andaðist i Paris eftir veik- indi. Josip Broz Tito, 88 ára forseti Júgóslaviu, andaöist eftir langvarandi veikindi. Andrei Amalrik, 42 ára útlægur sovésk- ur andófsmaður og sagnfræðing- ur, fórst i bil- slysi. Alexei Alexei Kosygin, 76 ára forsætisráð- herra Sovét- rikjanna, and- aðist eftir veik- indi. Strið írans og íraks í september braust Ut strið milli iraks og lrans og stöðvaðist nær allur oliuútflutningur frá þessum löndum. Bardagar hafa fjarað út, en enginn friður verið saminn enn. Regan forseti Eftir viðburðarikt kosningaár hlaut Ilonald Kegan óvænta yfir- burði og fleytti meö sér repúblikanaflokknum til meirihluta i Bandarikjaþingi. — Hann þykir hafa slakað á mestu ihaldssemi sinni og hefur kjör hans mælst viðast vel fyrir. Ólympiuleikar ólympiuleikarnir voru haldnir i Lake Placid um veturinn og sumarleikarnir i Moskvu i júli, en á þá skyggði fjarvcrta fjölda alreksmanna, eins og t.d. frá USA, vegna mótmæla við innrásinni I Afghani'stan. Oliuslys 1 mars hvolfdi norska oliu- borpallinum Alexander Kíelland og fórust með honum 128 menn. Þará mcðal var einn tslendingur. Siðar á árinu voru gerðar tilraun- ir til þcss að rétta hnrpallinn við I sjónum, en gefist upp við þaö I bili.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.