Vísir - 02.01.1981, Qupperneq 8
8
Föstudagur 2. janúar 1981
VlSIR
Ritstiórar: .ertsdóttir. Gunnar V. Andróuon. Kristján Ari Einarsson. útlittteiknan: Gunnar
Ölafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. ' Trausti Guðb|örnsson, Magnús Olafsson.
Auglýsingastióri: Pall Stefánsson.
Ritstiórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Sn*tand Jónsson. Fráttast|óri er- Dreifingarstióri: Sigurður R. Pótursson.
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup. Arnl Sig- Ritstjóm: Slðumúli 14. slmiáóóll 7 llnur. Auglýsingarog skrifstafur: Slðumúla 8,
fússon. Frlða Astvaldsdóttir. Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson. Kristln Þor- slmaráóóll og822ó0. Afgreiðsla: StakkholtiT—4. slmi 86411.
steinsdóttir. Páll AAagnússon, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson. Þórunn
Gestsdóttlr. Blaðamaður á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Askriftargjajd kr. 70.00 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4.00 nýkrónur
Pálsson, Sigmundur O. Stelnarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elin Ell- eintakið. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Utgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson.
Ef dregiö verður úr veröbólgunni í þrjá mánuði þá er þaö dýru veröi keypt: Ólafslög eru
nánast afnumin, fallið er frá niöurtalningu verðbóta verðstöðvun er boöuð og horfið er
til uppbótakerfis til aö halda uppi fölsku gengi.
Áhöld eru um það. hvors hafi
verið beðið með meiri eftir-
væntingu á gamlársdag, nýja
ársins eða efnahagsráðstafana
ríkisstjórnarinnar. AAikil funda-
höld höfðu staðið yfir hjá
stjórnarsinnum síðustu daga árs-
ins og það var ekki fyrr en á
síðustu stundu sem samkomulag
náðist um tillögur. Ekki var það
traustvekjandi.
Forsætisráðherra kynnti inni-
hald ráðstafananna í áramóta-
ræðu sinni og fórst það vel úr
hendi. Ljóst var af ræðu hans að
tillögurnar bera keim af mála-
miðlun enda hafði ráðherrann
setið í hlutverki sáttasemjara
siðustu dagana og reynt að fara
bil beggja hinna ráðandi afla,
Framsóknar og Alþýðubanda-
lags. Þetta tókst honum trúr
þeim einkunnarorðum sínum að
viljinn sé allt sem þarf. Ef menn
virða viljann fram yfir verkið þá
er hér vissulega um að ræða
virðingarverða tilraun til að-
gerða.
Hvað sú tilraun dugar er annað
mál.
Athyglisverðast við þessar
ráðstafanir er sú kjaraskerðing,
sem ríkisstjórnin leggur til. Það
sætir óneitanlega tíðindum, ef
Alþýðubandalagið og verkalýðs-
forystan liður 7% skerðingu á
verðbótum, í upphafi ársins. Sú
skerðing er þó keypt því verði að
f ullar verðbætur verði greiddar á
siðari stigum. Þannig verður
hægt á verðbólgunni í þrjá
mánuði til þess eins að setja hana
á fulla ferð í níu mánuði. Slíkt
getur vart talist víðtæk efna-
hagsráðstöfun eða mikil stjórn-
viska.
Það er góðra gjalda vert að
boða fast gengi næstu mánuði en
slíkt mun þó reynast erfitt, ef
verðbólga verður nærri 50% á ár-
inu. Þá er augljóslega byggt á
þeirri forsendu að fiskverði og
launum sjómannsins verði haldið
niðri sem er hæpin forsenda eins
og á stendur.
Stöðugt gengi verður greitt því
verði að ríkissjóður taki lán hjá
Seðlabanka að upphæð 8-10 mill-
jarða króna til að tryggja af-
komu samkeppnis- og út-
flutningsiðnaðar. Þetta þýðir í
raun að teknar verða upp milli-
færslur og fölsk gengisskráning í
anda þess uppbótakerf is sem
verið hafa ær og kýr allra vinstri
stjórna.
Boðuð er algjör verðstöðvun
til 1. maí en getur varla talist ný-
mæli. miðað við þá staðreynd að
verðstöðvun hefur verið í gildi
allt frá 1970. Og ekki er byrjunin
góð þegar leyfð er 10% hækkun
allrar opinberrar þjónustu á
sama augnabliki og verðstöðvun
er tilkynnt.
Horfið er frá raunvaxtastefnu
og vaxtalækkanir boðaðar en sú
stefna mun hafa tvíbent áhrif.
Verðbólgubraski er boðið heim á
nýjan leik.
Margt annað stangast hvert á
annars horn. Ríkisstjórnin leggur
áherslu á fulla atvinnu, en áskil-
ur sér rétt til að fresta opinber-
um framkvæmdum. Ríkisstjórn-
in lýsir yfir ströngu aðhaldi og
sparnaði í opinberum rekstri en
stef nir að stofnun nýs ráðuneytis
efnahagsráðuneytis.
Ríkisstjórnin lofar nánu sam-
ráði við samtök launþega um
stefnu í efnahags- og kjaramál-
um, en hefur hinsvegar engin
samráð haft við þau sömu sam-
tök þegar þessar efnahags-
ráðstafanir eru ákveðnar.
Að öðru leyti er efnahags-
áætlun ríkisstjórnarinnar að
miklu leyti endurprentun á
stjórnarsáttmála sem samþykkt-
ur var fyrir tæpu ári.
Niðurstaðan er sú að þær að-
gerðir, sem nú eru boðaðar eru
háðar margvislegum fyrirvör-
um. Ólafslög eru nánast afnum-
in, fallið er frá niðurtalningu
verðbóta strax eftir 1. mars, at-
vinnurekstrinum er tilkynnt al-
gjör verðstöðvun og horfið er til
millifærslna og uppbóta á
kostnað réttrar gengisskráning-
ar. Það er mikil hótfyndni að
halda því fram, að þessum ráð-
stöfunum megi líkja við upphaf
viðreisnarinnar fyrir tveim ára-
tugum.
Mikilvægt er. ef dregið verður
úr verðbólguhraðanum. Hitt er
sýnu alvarlegra ef viðnám
verður aðeins veitt í nokkrar vik-
ur. Þá er aðeins tjaldað til einnar
nætur.
Hugmyndastofnun rikislns
Þvi verður varla i móti mælt
að leti og styrjaldir hafa átt
hvað rikastan þátt i þróun vis-
inda og tækni. Með þessu er þó
ekki fullyrt að allir uppf inninga-
menn séu latir eða hafi sérstak-
an áhuga á að drepa menn. A ís-
landi haf hugmyndaríkir menn
komið með allskonar uppfinn-
ingar sem bæði hafa létt störf og
aukið afköst en auk þess komið
með nýjungar til framleiðslu.
Óendanlega gætu tslendingar
talið upp dæmi um uppfinningar
og uppfinningamenn sem starfa
hingað og þangað um landið.
Flestir eiga menn þessir það
sameiginlegt að komi þeir með
uppfinningu, þá eiga þeir fæstir
þess kost að vernda hana eða og
jafnvel enn siður möguleika á
aö koma henni i framleiöslu.
Fundnar hafa verið upp fisk-
vinnsluvélar, skuttogarinn var
fundinn upp hér þó aðrar þjóðir
yrðu fyrri til að byggja hann,
nýtt lag á skipsskrokki var
fundið af Islendingi og það er þó
i byggingu i Stálvik og mun
væntanlega spara stórar fjár-
hæðir i eldsneyti. I almennum
störfum eru tslendingar býsna
seigir við að firina upp aðferðir
eðatækisem létta störfin og þar
kemur letin til góða.
Uppfinningamenn
Hér eru nokkrir uppfinninga-
menn sem nær stöðugt starfa að
margskonar uppfinningum
jafnframt öðrum störfum,
landskunnir uppfinningamenn
eru t.d. Fjólmundur á Hofsósi,
Sigmund i Vestmannaeyjum,
Jóhannes á Hvolsvelli og Jónas
á Sauðárkróki. Margir munu
svo kannast við einhverja upp-
finningamenn i nágrenni sinu.
Segja má, þó ekki sé alhæfing
að flestir þessara manna eru að
basla við rekstur einhverra
fyrirtækja sem gengur upp og
ofan sem gengur. Það versta i
þessu sambandi er svo það að
menn þessir eyða mestum tima
sinum i framleiðslu og smiðar i
stað þess aö vera bara i upp-
finningum sem aðrir ynnu siðan
úr.
Hugmyndastofnunin
Með þessum linum vil ég
vekja enn á ný upp hugmynd
sem þegar hefur þó komið fram
hjá öðrum, að rikið stofni til
hugmyndasmiðju og ráði til
hennar þá uppfinningamenn
sem kynnt hafa sig af þvi að
koma með góðar hugmyndir i
tækni og framleiðslu. Stofnun
þessi þyrfti að búa yfir verk-
stæði vel búnu og kaupa efni til
þeirra verkefna sem samþykkt
yrði að viðkomandi uppfinn-
ingamenn ynnu að. Væntanlega
þyrfti stofnunin að hafa ráð
tæknimanna sem þyrfti hverju
sinni að samþykkja að unnið
yrði úr tiltekinni hugmynd.
Stofnunin gæti hugsanlega
starfaö með þrennskonar hætti,
eða i fyrsta lagi réöi hún upp-
finningamenn til starfa, sem
siðan störfuðu á verkstæðinu að
hugmyndum sinum eftir sam-
þykki ráðsins, í öðru lagi gætu
uppfinningamenn lagt hug-
myndir sinar fyrir ráðið þó þeir
störfuðu utan stofnunarinnar.
Værihugmynd þeirra samþykkt
myndu þeir starfa á verkstæði
stofnunarinnar við verkefnið
uns þvi væri lokiðog þá á fullum
launum en stofnunin greiddi all-
an kostnað. I þriðja lagi gætu
uppfinningamenn lagt hug-
myndir sinar fyrir stofnunina og
að fengnu samþykki unnið að
verkefninu á eigin verkstæði en
fengju þá nánar tiltekna upphæð
i styrk.
Alislenskt fyrirtæki
Hvernig sem svo væri unnið
úr uppfinningunni yrði fram-
hald málsins með likum hætti
eða t.d. þeim að Hugmynda-
stofnunin annaðist kaup nauð-
synlegra einkaleyfa og ætti ráð-
stöfunarrétt á hugmyndinni en
viðkomandi uppfinningamaður
nyti hagnaðar af sölu hugmynd-
arinnar og svo filtekinna pró-
senta af hagnaöi sem yrði af
framleiðslu eða afnotum hug-
myndarinnar.
Einnig mætti hugsa sér að
Hugmyndastofnunin fengi ein-
hvern hlut af hagnaði og gæti
þannig smá saman náð tekjum
Kristinn Snæland vekur
máls á þeirri hugmynd,
aö ríkið veiti uppfinn-
ingamönnum aðstoö með
því að setja á fót Hug-
myndastofnun, til að
koma i veg fyrir „þá sóun
að láta uppfinningamenn
basla hvern i sínu horni".
sem stæðu undir rekstrarkostn-
aði. Svo hugmyndarikir sem is-
lendingar eru þá er nánast sóun
að rikið láti uppfinningamenn-
ina ,,ganga lausa” baslandi
hvern i si’nu horni.
Þar sem þetta er alislenskt
verkefni erekki útilokað að iðn-
aðarráðherrann sýni þessu vin-
semd og vitanlega ekki aðeins
það heldur drifi i málinu og ég
segi, sannarlega þarf ekki að
skoða þetta mál, þessu máli
verðurað hrinda i framkvæmd
af krafti en ekki pólitiskum vöfl-
um.