Vísir - 02.01.1981, Page 15
Föstudagur 2. janúar 1981
VÍSIR
Efnahagsaðgerðir
rfkisstjórnarinnar
Kaflar úr greinargerð
ríkisstjórnarinnar um
efnahagsáællun hennar
Þær aögerðir i' efnahagsmál-
um, sem rikisstjórnin hefur
undirbúiö, mótast af þrem
aöalmarkmiöum.
1 fyrsta lagi að efla atvinnu-
lifið og tryggja öllum lands-
mönnum næga atvinnu.
I ööru lagi aö draga svo úr
hraöa verðbólgunnar, að hún
lækki i' um 40% á árinu 1981.
t þriðja lagi að tryggja kaup-
mátt launafólks.
Síöan segir m.a.:
— Sú skeröing sem verður á
veröbótum 1. mars veröur
þannig bætt: Verðbætur á
laun 1. júní, 1. september og
1. desember verða hærri en
ella hefði veriö að óbreyttum
lögum, kaupmáttur á hverju
verðbótatimabili rýrnar
minna vegna talsvert minni
veröbólgu, skattar verða
larickaöir sem svarar til 1
1/2% i kaupmætti lægri
launa og meðallauna, og
vextir eru lækkaöir og lán-
um húsbyggjenda er að
nokkru breytt i lán til lengri
tima.
— A næstu mánuöum verða
ákveðin timasett mörk fyrir
hámark verðhækkana i sam-
ræmi við hjöönun verðbólgu.
— Strangt og stööugt eftirlit
veröur haft með þvi, aö útlán
banka og sparisjóða verði i
samræmi yiö markmið rikis-
stjórnarinnar i efnahags-
málum sbr. 28. gr. laga nr.
13 frá 1979.
— Aölögunartimi til þess að
koma á verðtryggingu inn-
og útlána verður framlengd-
ur til drsloka 1981. Skylt skal
þó innlánsstofnunum aö hafa
á boöstólum verötryggða
sparireikninga, þar sem
binditimi verði 6 mánuðir I
staö tveggja ára.
— Stefnt veröi aö almennri
lækkun vaxta 1. mars.
— Veröjöfnunarsjóði sjávarút-
vegsins skal útvegaö fjár-
magn til þess aö tryggja
eðlilega afkomu fiskvinnsl-
unnar, ef þörf krefur vegna
stöðvunar gengissigs.
— A hliöstæöan hátt verður út-
vegað fjármagn til að
tryggja afkomu sam-
keppnisiðnaðar og út-
flutningsiðnaöar.
— Tryggt veröi að starfsskilyrði
iðnaðar verði ekki lakari en
annarra atvinnugreina.
Þannig verður hlutdeild iðn-
fyrirtækja i rekstrar- og af-
uröalánum Seðlabankans
aukin frá ársbyrjun 1981 til
samræmis viö hliðstæð lán
til annarra atvinnuvega.
— Vegna ibúöabygginga og
kaupa skal stafnt aö þvi að
breyta skammtimalánum og
lausaskuldum i föst lán til
lengri tima.
— Rikisstjórninni er heimilt að
fresta einstökum opinber-
um framkvæmdum til þess
aö koma i veg fyrir hugsan-
lega ofþenslu i efnahagslíf-
inu og til þess að afla fjár-
magns til að treysta kaup-
mátt lágtekjufólks.
— Ströngu aöhaldi verður áfram
beitt i' fjdrmálum rikisins.
— Opinber þjónusta verður ekki
hækkuð fyrr en viö visitölu-
útreikning i mai-júni'.
— Vextir af verðtryggöum lán-
um til lengri tima en 10 ára
verði ekki hærri en 2%, enaf
lánum til skemmri tíma
mest 4% umfram verötrygg-
ingu.
Auk framangreindra aðgeröa
i efnahagsm álum verður á
næstu vikum og mánuðum unnið
aö eftirfarandi aögerðum.
1. Verölagsyfirvöld taki upp
samvinnu við samtök neyt-
enda og launafólks og viö
fjölmiðla um stöðuga
kynningu á leyfilegu og
lægsta veröi hverrar vöru. 1
þessu skyni veröi veitt nokk-
urt fé úr rikissjóöi.
2. 1 athugun er að beita krónu-
töluálagningu þar sem kost-
ur er i stað prósentuálagn-
ingar.
4. Innkaupopinberraaöila verði
endurskoðuð með hliösjón af
möguleikum til lækkunard-
hrifa á almennt inn-
fiutningsverðlag.
5. Samanburðarkönnunum d er-
lendu verðlagi og efldu verð-
lagseftirliti verði beitt til að
skapa grundvöll fyrir eðli-
legri verðmyndun i inn-
flutningsverslun.
6. Rikisstjórnin mun stuöla að
innkaupum i stórum stil og
stefna að þvi i áföngum aö
veita greiðslufrest á tollum.
Þannig veröi einnig dregið
Ur óhóflegum geymslukostn-
aði innfluttrar vöru og rýrn-
unumfram þaðsem erlendis
gerist.
7. Vaxtakerfið verði endurskoð-
að iheildmeð einföldun fyrir
augum og dregið verði úr
þörf fyrir vaxtamismun með
hækkun á þjónustugjöldum
banka og sparisjóöa.
8. Skipuð verði nefnd til að
gera tillögur um almenna
meðferð efnahagsmála og
meö hverjum hætti best
megi samræma skipulag og
markmið efnahagsstefnu til
lengri tima. Nefndin kanni
stofnun sérstaks efnahags-
ráðuneytis i þessu skyni.
9. Rækileg úttekt verði gerð á
næstumánuðum, með aðstoð
sérfróðra manna, á rekstri
umsvifamestu fyrirtækja og
stofnana hins opinbera.
Stefnt skal að hagræðingu i
rekstri, samræmingu fram-
kvæmdaáætlana stofnana og
fyrirtækja undir stjóm ríkis-
ins og aukinni hagkvæmni i
innkaupum, mannahaldi og
framkvæmdum.
10. Kjarasamningar rikisins,
rikisfyrirtækja, rikisstofn-
ana og annarra aðila, sem
rikiö hefur að meirihluta til
undir sinni stjórn, verði
samræmdir og þannig
spornað gegn launaskriði i
opinbera geiranum og þvi
misræmi sem af sliku hlýst.
11. Tollheimta af tækjum til at-
vinnureksturs verði endur-
skoðuð með þaö fyrir augum
að auka möguleika á fram-
leiðniaukningu i þessum
greinum.
12. Orkustefnunefnd geri tillög-
ur um leiðir til að nýta orku-
lindir landsins á næstu ár-
um, sérstaklega að þvi' er
varðar meiriháttar iðnað,
sem landsmenn ráöa við.
13. Rfkisstjórnin beiti sér fyrir
aðstoð til fyrirtækja, sem
þarfnast sérfræðiaðstoöar
við hagræðingu og fram-
leiðniaukningu.
Samhliða þessum aðgerðum
verði mörkuð atvinnustefna,
sem tryggi stöðugleika i hag-
kerfinu, aukna framleiðni og
framleiðslu og hagkvæmni i
fjárfestingu.
Af hálfu rikisins verði stöðug-
leika gætt meö skipulegri á-
ætlanagerö um opinbera fjár-
festingu eftir landshlutum i þvi
tilefni að forða aö komi til of-
þenslu eöa atvinnuleysis og
verði þar bæði tekiö mið af áætl-
unum um fjárfestingu einkaað-
ila og sveitarfélaga sem og
rikisins.
Meðal meginþátta slikrar at-
vinustefnu verði samræming
veiða og vinnslu i sjávarútvegi,
athugun á fjölda fiskvinnslu-
fyrirtækja i einstökum byggða-
lögum og samvinna milli þeirra,
svo og áætlun um endumýjun
fiskiskipastólsins. Ennfremur
veröi gerðar áætlanir um fram-
leiðniaukningu atvinnuveganna
aukna fjölbreytni i islenskum
iðnaöi og um heildarstefnu-
mörkun i landbúnaði og Uttekt
gerð á möguleikum nýrra bú-
greina. Skipulagt arðsemismat
verði tekið upp á fjárfestingum
opinberra aöila og atvinnufyrir-
tækja og á framkvæmd útlána-
stefnu i sambandi við fjár-
festingaráætlanir.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir
það gamla. Enn einu sinni er
komið nýtt ár og það gamla er
horfið I skaut aldanna, eins og út-
varpsstjóri segir okkur svo hátið-
lega um hver áramót. Og þvi
skyldu menn svo sem ekki vera
hátíðlegir við slik tækifæri? Sist
er ástæða til að innleiða hvers-
dagsleikann i allar okkar gerðir
og gera sér aldrei dagamun.
Veðurguðirnir hafa verið með
haröara móti við okkur hér á
höfuðborgarhorninu og Suður-
landi á siðustu dögum og snjórinn
er meiri en við eigum að venjast.
Þaö óvenjulega gerðist að fært
var til Akureyrar frá Reykjavik,
en ófært austur yfir fjall. Margir
kusuheldur aðsitja kyrrir heima,
heldur en að leggja i tvisýn ferða-
lög á gamlársdag og umferðin
var þvi rólegri, Herjólfur fór af
staö frá Vestmannaeyjum á
gamlársdagsmorgun á venjuleg-
um tima, i vestan hvassviðri og
steytti stömpum i klukkutima
áður en honum var snúiö viö. All-
ar leiðir voru lokaðar frá Þor-
lákshöfn svo tilgangslaust var að
skila farþegaum þangað.
Herjólfur var hálftima að komast
til baka aftur og farþegarnir
héldu áramót i Eyjum.
Töluverður snjór var á götun-
um á höfuðborgarsvæðinu um
áramótin. Allar helstu umferðar-
göturnar voru ruddar en i ibúða-
hverfunum var erfið færð og
Reykvikingar, sem að jafnaði eru
manna duglegastir við að láta
bila sina spóla.þegar færi gefst.
notuðu tækifæriö sæmilega. Ann-
ars háði nokkuð.að erfitter að ná i
bensin, þótt það sé engan veginn
útilokað og menn hafa ef til vill
spólaö minna en ella þvi spóliö er
bensinfrekt.
Eitthvað erum við að linast i
okkar gömlu góðu álfatrú. Við
höfum safnað miklu af gömlu
rusli i bálkesti fyrir áramót i ára-
tugi eða aldir og brennt álfum til
heiðurs á áramótunum og dansað
með þeim kringum bálið. 1 þetta
sinn var minna um brennur en
oftast áður hin seinni ár og fátt
fólk kom til að stiga dansinn. Þá
sömu sögu er aö segja viöast hvar
af landinu. Að visu varð á stöku
stað að fresta brennunum vegna
þess að veðrið var ekki nógu gott.
Annars var það svo að þar sem
veður var til trafala á gamlárs-
kvöld batnaði fljótlega upp úr
áramótunum og á nýársdags-
morgun var fallegt vetrarveður
um allt land.
Af einhverjum ástæðum, sem
bögglast fyrir sumum að skilja
væntir fólk sér alltaf mikils af
dagskrá rikisfjölmiðlanna sjón-
varps og hljóðvarps á gamlárs-
kvöld og nýársnótt. Allt er þetta
með hefðbundnum hætti og fólk
veit nokkurnveginn á hverju það
á von. Forsætisráðherra kemur
alltaf klukkan átta og segir okkur
að i rauninni séum við besta fólk,
en við megum ekki vera svona
óþjál við stjórnvöld. Útlitið er
alltaf býsna uggvænlegt i þjóð-
málum á gamlárskvöld en sem
betur fer ekki glórulaust ef rétt er
á málum haldið og það er einmitt
þaö sem rikisstjórnin ætlar að
gera á nýja árinu. Og nú gildir aö
sýna á okkur betri hliðarnar og
skemma ekki fyrir stjórninni.
Siðan kemur Smart-fjölskyldan
og sýnir okkur sinar fjölleikalistir
og þar á eftir fylgir skaup sem I
þetta sinn mátti ekki heita skaup
af þvi að leikarar eru i verkfalli.
Fyrsta áramótaskaup sjónvarps-
ins var skemmtilegt og siöan er
hvert verra þvi næsta á undan
segja menn. Heimur versnandi
fer, eins og þekkt hefur veriö um
aldir. Hvort skaupið var betra
eða verra núna, þegar það var
Föstudagur 2. janúar 1981
VÍSIR
15
Frá Breiðholtsbrennunni. Bálið er mikið og stórt, en fáir koma til aöstiga dansinn með álfum
„Áramötin
flutt af leikurum sem ekki hafa
pappir uppá leiklistina og hét
súpa en ekki skaup verður öðrum
eftirlátið að meta. Að siðustu
kemur svo útvarpsstjórinn og er
hátiðlegur og skrúömáll um
stund, hverfur i aldanna skaut
undir mikilli ljósadýrð sem þýtur
um loftin, björgunarsveitum og
öðrum góðum málefnum til góða.
Að þvi loknu eru litlu krakkarn-
ir drifnir i rúmið, meðan hlustað
er á starfsfólk hljóðvarpsins vera
skemmtilegt, blandað er i glösin
og hringt til ættingja og vina og
óskað gleðilegs árs. Siðan eru
vinirnir heimsóttir og gleðin tek-
ur völdin.
Það var mjög ánægjulegt aö
leita tiðinda hjá lögreglu lands-
manna á nýársdag. Þar var ekk-
ert að hafa nema góðar fréttir. A
öllum stööum, sem spurt var, var
sama sagan sögö, rólegustu ára-
mót sem hugsast getur og allt fór
fram i friði og spekt. Umferðin
gekk vel fáir voru teknir grunaöir
um fylliri við stýrið og eins og
einn’ lögreglumannanna oröaði
það: Þetta var eins og léleg helgi.
Og svo er kominn nýársdagur.
Einnig hann liður meö hefð-
bundnum hætti, forsetinn flytur
okkur þjóð sinni ávarp sem eng-
inn vill missa af, þrátt fyrir mis-
miklar eftirstöövar af gleði
næturinnar. Fátt eitt hefur breyst
nema maður kemur i manns stað.
Allt er þetta hátiðlegt, friðsælt
og gott og þjóðin er uppfull af
góðum áformum á nýju ári. En
samt finnst mér nýja árið ekki
fyllilega gengið i garð, fyrr en
hljóövarpiö hefur flutt niundu
sinfóniuna og Óöinn til friðarins.
sv
Aramót á Akureyri. Visismynd: GS Akureyri.