Vísir - 02.01.1981, Side 27

Vísir - 02.01.1981, Side 27
Föstudagur 2. janúar 1981 27 vtsnt Þar grær gras sem girt er um Þjóðleikhúsiö: Blindisleikur, Leikur fyrir dansara Tónlist og saga: Jón Ásgeirsson Danshöfundur: Jochen Ulrich Aöstoðardanshöfundur: Svein- björg Alexanders Leiktjöld og búningar: Sigurjón Jóhannsson Hljóm sveita rs tjóri: Ragnar Björnsson Lysing: Kristinn Danfelsson Rikisútvarpið hefur það fyrir sið að lesa orðrétt upp fréttatil- kynningar frá leikhúsunum daginn eftir frumsýningar. Fréttin er sií, aö í lok sýningar hafi leikhúsgestir fagnað inni- lega og lengi, jafnvel svo að „látunum ætlaði aldrei að linna”. Fyrir utan nú það, hversu fáránlegur orðréttur lestur á fréttatilkynningum er I fjölmiðli, sem ætti að vita betur eftir 50 starfsár, þá vita að auki allir, sem sækja leikhús eða tón- leika I Reykjavik að einhverju marki að slík linnulaus fagnað- arlæti hafa fyrir löngu glatað merkingu sinni og enginn lista- maður er nokkru nær um frammistöðu si'na þrátt fyrir langvarandi lófaklapp og jafn- vel upprisu Ur sætum. Hvoru tveggja þykir nú aöeins lág- markskurteisi og er raunar for- vitnilegt að velta þvi fyrir sér, hvað til bragðs verður tekið þegar þar kemur að ósvikinn listamaður hefur raust sina upp á sviðinu. Verður þá nokkur gjaldmiöill gildur annar en þögnin ein? En þvi fer ég Ut i þennansálm, að mér þóttu við- brögð leikhUsgesta i lok frum- sýningar Blindisleiks eftirtekt- arverð, fyrir það að vera stutt, en þó venju fremur innileg, raunar innUegri en áður á þess- um vetri IÞjóðleikhúsinu okkar. Eflaust blandaðist þar einlæg gleði yfir þvi að i leikhúsinu haföi fariðfram sýning sem hélt athyglinni óskiptri allan tim- ann, og beinlinis gladdi leikhús- gesti saman við þakklætið til handa öllum aðstandendum Blindisleiksins, tónskáldi og sögusmiði, dansahöfundi, ein- dönsurum, hópdönsurum og hljómsveit. Og e.t.v. hefur lika örlað fyrir þeirri tilfinningu meðal leikhUsgesta, að sýningin hafi nU verið betri en þeir höfðu gert ráð fyrir og það var ekki slst gleöiefni til að klappa fyrir. Það liggur í augum uppi, að geröar eru allt aðrar kröfur til dansara og danssýninga Þjóð- leikhússins en leikara og leik- sýninga þess. Samanburöur við stórleikhUs erlendis, þegar um dansarana er að ræða er t.d. út I hött. Listdansflokkurinn er hóp- ur brautryöjenda og þótt segja megi með sanni að sýningin Blindisleikur skrifi fyrsta kafl- ann i sögu hópsins, þá er enn langt i land til þeirrar fullkomn- unar, sem lita má hjá völdum hópum annars staðar en i Reykjavik. Sá, sem fer aö sjá Blindisleikmeðþvi hugarfari að horfa á ballett, þar sem fingerð- ar smámeyjar svifa hljóðlaust um sviöið f stiföum krinólinum eða hvirflast nær þöndum vængjum á stórutánni einni saman — hann verður fyrir von- brigðum. Leikurinn er heldur ekki til þess geröur, dansar- arnir ekki til þess skapaðir. Þeir eru annað tveggja veglegir karlar eða blómlegar konur, sem falla ekki þögul til jarðar. Farið meö þvi hugarfari aö horfa á skrautlega sýningu, leikræna, orðlausa tjáningu, túlkun á sögu sem hefur upphaf og endi og dálitla spennu, sem ris og fellur með notalegri tón- list. Þá held ég enginn verði svikinn. Kveikjanað söguþræöi Blind- isleikskuvera saganaf Gilitrutt og hún gerð karlkyns. Þessar upplýsingar rugluðu a.m.k. mig ofurlitið I riminu og vildi ég eftir að hyggja hafa verið án þeirra. Nær er aö segja einfaldlega að sagan sé um hið góða (og fal- lega og sveitarómantiska þvi þettaer jú islensk saga!) og það vonda og baráttu þeirra, sem endar með sigri þess góða. Raunar endar sýningin á þá leið að aðalpersónurnar taka til við að rækta sinn garð og raka sitt hey á nýjan leik og sannast þar með margir málshættir, svo sem að þar grær gras sem girt er um og ekki er til heyvinnu að flýta sér, að maður nú ekki tali um að vinnan göfgi manninn — allt eftir þvi hvað hver og einn kýs að lesa Ut úr þessari sögu sem heitir Blindisleikur. Is- lenski dansflokkurinn leggur kannski lika sinn skilning i þessa sögu, vonandi þann að halda sig þó niöri á jörðinni og láta ekki glepjast af háfleygum draumum I liki áðurnefndra svifléttra krinólina a la Deags. Heldur að halda áfram að hiröa þaö hey sem hann hefur skorið meö þessari sýningu. Tónlist Jóns Asgeirssonar þótti mér stundum undurfalleg, stundum ofurli'tið keimlik þvi sem hún var rétt nýbúin að vera. Ég saknaöi þess aö ekki voru meiri andstæður til að undirstrika ólik öfl sögunnar. Einkennisstef Kols heföi þannig mátt vera enn dekkra og illi- legra og raunar tónlistin öll við dansa vonda hópsins. En dansar Freyju voru viö tregafulla, seið- andi og því vel hæfandi músik. í öðrum hluta, þegar hljóðfærin dilluðu sér i nær dekadent tón- um undir lostafullum dansinum þótti mér rétti blærinn fundinn handa hirðskröttum Kols. 1 þeim þætti komst sýningin fjærst þvi að vera listdanssýn- ing og nálgaöist söngleik og a.m.k. mér varð á að velta þvi fyrir mér hvers vegna tónskáld með sigilda menntun væri aldrei féngið til aö semja söng- leik handa Islendingum. En þó svo andstæöurnar hefðu þannig mátt vera fleiri í tónlist- inni, fór heldur ekki hjá þvi að stundum byði hún upp á meiri drama en tókst að túlka i dans- inum. Svo var t.d. i siðasta atriði sýningarinnar, sem hefði oröið langdregið hefði það verið fáum sekúndum lengra og þar var ekki Jóni Asgeirssyni um að kenna. Ekki þori ég að fara neinum orðum um hljómsveitarstjórn Ragnars Björnssonar. Þó ætla ég að þakka honum sérstaklega fyrir og hljómsveitinni allri, ekki hvaö slst einleikurunum. Stundum var ég svo önnum kaf- in við aö njóta þess, sem þeir fluttu að ég gleymdi að horfa á dansinn. Og mikill munur er nú að hafa lifandi músik heldur en veröa aö gera sér segulbönd að góðu. Jochen Ullrich, dansahöfund- ur og leikstjdri, á eflaust stærst- an þátt i þvi hve skemmtileg sýningin er. Honum hefur tekist aldeilis vel að nýta þann efnivið, sem hér er að finna. Aldrei var sem neinn reisti sér huröarás um öxl, heldur gerði hver sitt átakalaust aö sýndist. Ulrich of- býður aldrei getu dansaranna, heldurgerir kröfur sinaf af nær- gætni við vöxt þeirra og tækni. Ahorfnada er hlift eins og kostur er viö aö heyra t.d. þungar nið- urkomur og þess i stað fær dansari aö notfæra sér tækni sina á gólfinu — meir en oft ger- ist á danssýningum. Karldöns- urunum tókst aö vera samstillt- ur hópur — öm Guömundsson ber þaö með sér aö vera þeirra vanastur og þvi öruggastur. Þegar konur iega i hlut er auð- vitað dónaskapur að tala um fallþunga, en hjá þvi veröur varla komist i umræöu um list- dans. Að þessu sinni var vaxtar- lag listilega falið i búningum, s.s. viðum skikkjum og ónáðaði siður augað en áður. (Hér kem- ur eflaust til samvinna dansa- höfundar og leikmyndasmiðs.) Eyraö aftur á móti fer ekki var- hluta af hreyfingunum. Hljóð- lausar hreyfingar Sveinbjargar Alexanders afsanna þá getgátu að sviðiö I Þjóðleikhúsinu sé byggt á holrúmi. Vntanlega taka upprennandi dansarar hana og aðrar, sem fundið hafa frama I ekta ballettflokkum stórþjóðanna sér til fyrirmynd- ar á þessu sviði sem öðrum. Og talandi um upprennandi dans- ara, mikiö var gaman aö sjá stóran hóp kornungra krakka standa sig meö ágætum. Af þeim reyndari kemst Helga Bemhard næst þvi að ná þeirri vifandi, sem ætlast má til að ballerinur hafi. Gestirnir þrir, þau Sveinbjörg Alexanders, Michael Molnar og Conrad Bukes bera auðvitað hita og þunga kvöldsins og eru stiömur bess. Sveinbiörg gerir allt af slikri hæfni að unun er á aðhorfa og auk tækninnar hefur hún slikt drama að það kæmi varla nokkrum á óvart þótt hún ætti eftir að geta sér góðs orð- stýs sem leikkona. Þaö var gaman að horfa á Bukes og Molnar, en ég hafði það þó á til- finningunni aö þeir dönsuðu langt undir getu og heföi viljað sjá meira reynt á þá, einkum Bukes, Michael Molnar i hlut- verki Kols var sá sem allra auguhvilduá hvenær sem hann var á sviöinu, svo mikil spenna geislaði af honum. Fyrsta inn- koma hans, þegar hann spfg- sporaði um sviðið i þessum skipstjórafrakka, var ein sú áhrifamesta, sem ég hef séð á sviöi. Maðurinn hefur þaö slá- andi útlit og sláandi hreyfingar að hraði leiksins jókst i hvert sinn sem honum sást bregða fyrir á sviöinu án þess að nokk- ur hreyfði til þess legg eöa lið. Sigurjón Jóhannsson á ekki hvað minnstan hlut i sýning- unni. Leiktjöld hans voru snjöll, falleg og oft áhrifamikil. Þoku- slæðurnar eru hættulegar, þvi þær geta virkaö klúðurslegar og komust raunar nærri þvi þok- unni létti allra fyrst. Eftir það voru þær eölilegur hluti af leik- myndinni. Lóðin trufluöu mig dálitið, en liklega er þar um óyfirstíganlegt tækniatriði aö ræða? (Svo ætti nú einhver að taka sig til og smyrja það sem smyrja þarf þarna uppi svo sargið I taliunum yfirgnæfi ekki tónlistina). Sömuleiöis eru búningarnir bráðsniðugir, ekki sist á hirð Kols, þar sem imynd- unaraflið leikur dásamlega lausum hala. Þessi brjálæöis- legi frakki og samansafnið af höttum. Er þetta Sigurjón eða var þaö kannski aðstoðarmað- urinn, Díra Einarsdóttir sem lagði þyngri hönd á plóginn þegar þau „vondu” voru klædd? Lýsinginsömuleiðis lagði sitt af mörkum til að gera fallega sviðsmynd. Er þá ekki annað eftir en að þakka pent fyrir góöa skemmt- un og minna um leið á það, að kröfurnar stækka með hverju spori fram á við. Og, að þar grær gras sem girt er um. Ms svomœlir Svarthöfði Flölmiðlapreyta á störhátlðum Fólk, sem farið er að eldast, þótt þaö sé ekki orðiö eins gamalt og dr. Gunnar, Aden- auer eöa Metúsalem, má sæta þvi um áramót aö sitja undir margvíslegu snakki i fjöl- miðlum, sem taliö er til upplýs- ingar og ræðumennsku. 1 raun sjá útvarp og sjónvarp til þess, aöallar stórhátiöir I landinu eru orðnar fjölmiölahátíöir, a.m.k. hjá þeim sem á annað borö hafa nenningu til aö opna fyrir bióiö. Ekkert situr yfirleitt eftir af þessu snakki annað en sú mikla þreyta, sem kemur frá þreytt- um boöendum orös og aeöis til hlustenda, sem eru hættir að vænta sér nokkurs nýs eöa gagnlegs úr imbakössum sinum. Sú var tiöin aö lögð var mikil áhersla á aö vanda til alls efnis, sem fólk haföi um hönd á stórhátiðum. Jólablöð sérstök komu út meö úrvalsgreinum og útvarp var oftar en hitt i hátiðarbúningi viö hæfi. Nú sefur þetta allt. Aö likindum veldur sjón- varpiðmestu um, aö stdrhátiöir eyðast við langsetur yfir lélegu efni. Samkeppnin, sem það veitir á vettvangi fjölmiðla, dregur kjark úr öörum aðilum, sem við fjölmiölun vinna, uns eftir standa aöeins nauösyn- legar afgreiöslur, þar sem efni- viðurinn hefur á sér einskonar strokinn geldingssvip, eins og fólk sé hætt aö fást viö störf sin og bi'ði mikiö fremur eftir klukku en árangri. Að llkindum mun þaö hafa verið annar af rit- stjórum Morgunblaðisins, sem hafði á orði i svariupp á Iiöiö ár, að lengur yrði ekki þverfótaö fyrir fjölmiölafólki, þ.e. fólki sem hvergi getur lifaö lifi sinu nema i fjölmiölum. Þetta er rétt athugasemd. Það komast allir I fjölmiöla, sem þangaö sækja, og hvað ungt fólk snertir, þá er fjölmiðlavistin oröin einskonar lifsstill. Gallinn er bara sá aö engan varöar um þennan lifsstil nema lífsstilsfólkiö sjálft. Þess vegna er orðið litið eftir aö horfa á eöa lesa. Þau miklu kynstur af fjöl- miðlaefni, sem birtist okkur daglega á sök á þessu. Stór dag- blöð þarf aö fylla og efna verður til dagskrárgerðar hvað sem tautar og raular. Þjóð, sem er ekki nema rúmlega tvö hundruö þúsund aö tölunni til, verður öll fyrr eða siöar aö taka þátt i fjöl- miðlaleiknum ef takast á aö haldastarfseminniuppi. Þannig er útilokaö að fjölmiðlar séu það nálarauga sem þeir voru, þegar þeir risu yfir samtiöina og mörkuðu henni braut aö nokkru. Hinn nýi aldarháttur, þegar sjálfsagt þykir að birta allt og flytja allt sem óskaö er, kemur einnig fram I þeirri miklu bóka- útgáfu sem hér er jafnan fyrir hver jól. Nú skrifar hvaöa maður sem vill bók um þaö sem honum er efst í huga. Skáld- skapur, æviminningar og sjálfs- dundur i ritgerðarformi er bundiöinn itvöþúsundog fimm hundruð króna band og sett á jólamarkaö. Stundum finnst manni aö nýjar bækur séu eins margar og fiskarnir I sjónum. Ekkert af þessu eflir sjálfs- gagnrýni.Fæst af þessu er nein- um til góös, og heldur ekki til ills. Þaö sem hefur gerst er,aö þau efni sem áöur voru notuö til aö lyfta huganum eru oröin svo almenns eölis, aö varla er hægt aö viröa viölits það sem er yngra en frá nitjándu öldinni. En jafnvel sá timi fær sina af- skræmingu i máttleysislegum tilraunum til aö gera góöa hluti afkáralega. Þannig veröur á endanum engu fritt i þeim al- menna grautarpotti, sem nú er látinn gilda fyrir Hfsstil á lslandi. Tvær ræöur um þessar hátiöir bera þó af sin meö hverjum hætti. önnur er stólræöa bisk- ups á aðfangadagskvöld, sú siö- asta sem hann flytur I embættisnafni. Þar fór hann nokkrum oröum um gildistima kaldhyggjunnar. Hin siöari var fyrsta áramótaræöa forseta landsins. Þar var hvatt til bjart- sýni meö bros á vör, og lands- fólki birt ýtarleg skilaboð frá Baltimore, U.S.A. Svarthöföi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.