Vísir


Vísir - 12.03.1981, Qupperneq 15

Vísir - 12.03.1981, Qupperneq 15
14 VÍSIR Fimmtudagur 12. mars 1981 Fimmtudagur 12. mars 1981 VÍSIR 15 III . ■ Deildar- stióra f stiorn sagi uddi AstæDan er ósamlyndi viö varaflugmálastjóra ,,Hér meö er yður sagt upp störfum frá og með 1. mars n.k. Samgönguráðuneytið hefur samþykkt að greiða yður laun úr rikissjóði i 3 mánuði frá sama tima að telja. Hefur það einnig samþykkt uppsögn yðar. Störfum yðar fyrir embættið lýkur 1. mars 1981”. Nýja flugstöðin i Vestmannaeyjum er eitt þeirra verkefna, sem Hrafn Jóhannsson hafði umsjón meö i byggingu. Bréf þetta er undirritað af Agnari Kofoed-Hansen, það er skrifað á bréfsefni ílugmála- stjóra, en stimpill embættisins fylgir ekki undirskriftinni. Laugardaginn 28. febrúar komu tveir stefnuvottar heim til Hrafns Jóhannssonar deildarstjóra ílug- valladeildar og afhentu honum bréfið. Hrafn skrifaði flugmálastjóra svarbréf 3. mars, þar sem hann bendir á að uppsögnin sé ekki i samræmi við ráðningu hans og þviólöglegog hann muni mæta til starfa sem fyrr. Hann mætti til starfa en á fimmtudagsmorgun, 5. mars, var kominn ný læsing á skrifstofuhurð hans. Afrit af bréfi sinu sendi Hrafn Samgönguráðuneytinu, formanni flugráðs og lögfræðingi sinúm. Sögulegur aðdragandi Uppsögn þessi á sér all söguleg- an aödraganda og rekur Hrafn hann ýtarlega i bréfi, sem hann skrifaði flugráði 3. mars þar sem hann óskar eftir að flugráð beiti sér fyrir að uppsögnin verði dreg- in til baka. bar upplýsir hann að hann hafi verið ráðinn sem deildarstjóri flugvalladeildar 1. ágúst 1973, sem þá var hluti af flugöryggis- þjónustu en var flutt undir flug- málastjóra beint 1. april 1978, samkvæmt ákvörðun flugmála- stjóra sjálfs. „Mér virðist að aðdraganda þessa máls megi rekja til skipunar Péturs Einarssonar i starf „framkvæmdastjóra flug- valla” 1. sept. 1980 en flugráði mun kunnugt um aö sú staða var aldrei auglýst laus til umsóknar svo sem lög mæla fyrir um”, seg- ir i bréfi Hrafns. bá rekur Hrafn að Pétur kynnti honum skipun sina i stöðu vara- flugmálastjóra og framkv.st. flugvalla og tjáði honum um leið Pétur Einarsson: „Tei að Hrafn han veriö algjdrlega fullreyndur" „Aö minu áliti er starfsmanni ekki sagt upp, nema veigamikiar ástæöur liggi að baki”, sagði Pét- ur Einarsson varaflugmálastjóri, þegar fréttamaöur ræddi viö liann um uppsögn Hrafns Jó- hannssonar. „betta bréf sem ég skrifa Hrafni i nóvember, er neyðarúr- ræði og skrifað til hans eins og ég hef ekki dreift þvi á íleiri staði. bað hefur hann gert sjálfur. betta er áminningarbréf yfir- manns til undirmanns og ég stend við hvert orð sem i þvi er sagt”. — 1 bréfinu segir þú að flestir starfsmenn flugvalladeildar hafi kvartaö viö þig undan Hrafni en hann hefur fengið bréf frá þriðj- ungiþeirra þar sem þeir neita að hafa kvartað. Hvaö viltu segja um þetta? . „Ekki neitt. betta er min íull- yrðing og er nú ekki þungamiöjan i bréfinu að minu mati. Annars vil ég litið láta hafa eft- ir mér annað en það að þetta er sparnaður i rikisrekstri að segja upp ákveðnum starfsmönnum. bað er sjaldgæft að gera þetta, þess vegna er það sláandi”. — Er þetta gert i sparnaðar- skyni? „Já, vissulega, þvi ef þú ert með starfsmann sem þú telur óhæfan er mikill sparnaður i þvi aðsegja honum upp. Og hluturinn er sá að ég tel að hann hafi veriö algjörlega fullreyndur”. — Var útilokað að þið Hrafn gætuð starfað saman? „baðeruhreinar linur. bað var fuílreynt af minni hálfu. Persónuleea hef ée ekkert út á Pétur Einarsson varaflugmaia- stjóri. þennan mann að setja, en hann var ekki hæfur þarna, sem hann sat". sv aðhann mundihalda störfum sin- um áfram án breytinga fyrst um sinn. betta gerðist 10. okt. s.l. Harðort bréf bann 20. nóv. fær Hrafn svo bréf frá Pétri þar sem hann er borinn þungum sökum i mörgum liðum. bar segir m.a. „Af 36 mönnum, sem telja má starfsmenn flugvalladeildar, eru þeir teljandi á fingrum annarar handar sem ekki hafa komið að máli við undirritaðan og kvartað yfir störfum yðar. Umkvartanir þeirra hafa verið: Stjórnleysi, sambandsleysi, óvissa og ósveigjanleiki”. Hrafn rekur áfram i bréfi sinu til flugráðs, að i framhaldi af ofanritaðri klausu i bréfi Péturs hafi hann óskað svars frá Félagi flugvallastarfsmanna um sam- starf sitt við þá. Stjórn félagsins skrifar þá Pétri og fullyrðir að enginn félagsmanna hafi kvartað við félagið undan Hrafni en harmar „að svo stór hópur af félögum i F.F.R. eru með um- ræddu bréfi dregnir órökstutt inn i deilur um stjórnun stoínunar- innar”. Innanhússdeilur Hrafn skrifar siöan hverjum einstökum starfsmanni flugvalla- deildar og biður þá að staðfesta eða hrekja ummæli Péturs um kvartanir þeirra. bar með blossar eldurinn upp. Pétur tilkynnir Hrafni að þeir verði ekki báðir hjá flugmála- stjórn, úr þvi sem komið er og flugmálastjóri bregður við hart og hringir til starfsmanna flug- valladeildar og biður þá þess lengstra orða aö svara ekki bréfi Hrafns, það væri best að láta þá þarna i Reykjavik um sinar innanhússdeilur á hann að hafa sagt og best að allir gleymi þeim. brátt fyrir þessi tilmæli flug- málastjóra hafa 12 svarbréf bor- ist Hrafni. 011 eru þessi bréf á einn veg, menn segjast ekki hafa kvartað. „Mér er ljúft að lýsa þvi hér með yfir að samskipti okkar og samstarf á undanförnum árum hefur i alla staði verið með ágæt- um”. „Ég hef aldrei verið spurður álits á störfum þinum og þvi siður kvartað að fyrra bragði yfir þeim við nokkurn mann”. „Mér hefur fundist þú einum of trúr stofnuninni og sjónarmiðum hennar en kvartanir i þá veru hefðu sjálfsagt litinn hljómgrunn hlotið hjá yfirboðurum þinum”. betta eru glefsur úr nokkrum bréfanna. Flugráð er ekki ánægt Flugráð ræddi bréf Hrafns fyrir helgina og gerði eftirfarandi samþykkt: „Meirihluti flugráðs (Leifur Magnússon, ólafur Haraldsson og Ragnar Karlsson) telur ákvörðun um uppsögn hlutaðeig- andi starfsmanns, bera að meö óvenjulegum hætti og rétt hefði verið að leggja málsatvik fyrir með eðlilegum fyrirvara, til um- sagnar flugráðs áður en slik ákvörðun var tekin”. 1 reglum er ákveðið að flugráð skuli fjalla um starfsmanna- ráðningar en ekkert er þar sagt um uppsagnir. Meirihluti flug- ráðs mun þó telja að eðlilegt sé að eins sé með þær farið og áréttar það álit með samþykkt sinni. Hver er ástæðan til að Hrafni er sagt upp starfi nú, eftir tæpra átta ára vinnu hjá stofnuninni? Um það spurðum við Agnar Ko- foed-Hansen flugmálastjóra, Pét- ur Einarsson varaflugmálastjóra og Hrafn sjálfan. SV Hrafn Jóhannsson: Andstaöa Agnars gegn flugráöi Deinist gegn mér' „begar flugráö var skipað sköpuðust miklir samstarfserfið- leikar, milli Agnars og flugráðs og það hafði áhrif á mitt starf, þvi ég var kallaður á fundi flugráðs, þar seni mér voru falin ýms verk- efni og það lá við að Agnar væri að vinna gegn þvi”, svaraði Hrafn Jóhannsson, þegar frétta- maður spurði hann hverjar hann teldi vera ástæður fyrir uppsögn hans. Gefinn kostur á að segja upp „bessi andstaða Agnars gegn flugráði beinist lika gegn mér, vegna þess að formaður flugráðs erfyrrverandi mágurminn og þvi ey ég tengdur þvi á ákaflega óheppilegan og óeðlilegan hátt”. — A þessi uppsögn þá langan aðdraganda að þinu mati? „Ég álit að grundvöllurinn skapist þegar Steingrimur Her- mannsson skipar Pétur i embætti framkvæmdastjóra flugvalla. Hann fær ekki ákveðið markað starfssvið, en það kemur fljótt i ljós að honum er ætlað að vinna min störf. bá lá i loftinu að ég yrði annað hvort að breyta um starfs- svið eða vikja úr starfi. Á fundi með Pétri fullyrðir hann að Agn- ar stefni að þvi að einangra mig i starfi og gefur jafnframt i skyn að það sé nóg að gera fyrir tækni- fræðinga. betta gerðist á fundi 21. nóvember. Siðan 8. janúar, kallar Agnar mig á fund sinn og tilkynnir mér Hrafn Jóhannsson fræðingur. tækni- að búið sé að ráða Pétur i mitt starf og hann telji æskilegt að ég hætti og gefur mér kost á að segja upp, þar sem samstarf okkar sé ekki að hans skapi”. ,,Vildi verja hendur minar”. — Hvers vegna valdir þú ekki þann kost? „Ég taldi þetta ákaflega óeðli- leg vinnubrögð og vildi láta á þetta reyna og sjá hvort þetta ástand batnaði ekki. Ég tel að þetta sé að mestu leyti runnið undan rifjum Agnars. Nú, eftir átta ára starf yfirgefa menn það ekki umhugsunarlaust, þó að skapist ástand eins og þetta. Ég vildi lika verja hendur min- ar ef svo mætti segja, og leitaði á náðir Bandalags háskólamanna og lagði fyrir það þær bréfaskrift- ir sem farið hafa fram, eftir að Pétur var ráðinn. Bandalagið átaldi harðlega þá ráðningu og taldi hana ólöglega með öllu og ávitti ráðuneytið, en þar með höfðu þeir ekki fleiri vopn”. Eini vinurinn — Var samkomulag ykkar Péturs afar stirt? „bað var i rauninni ekki stirt fyrr en Pétur tjáði mér um skipun sina i þetta embætti, þá sagði ég við hann að hann stefndi mark- visst að þvi að bola mér úr starfi. Hann viðurkenndi það ekki sagði raunar að hann væri eini vinur minn innan stofnunarinnar. Hann fól mér ýms verkefni m.a. átti ég að gera frumdrög að næstu fjögurra ára framkvæmda- áætlun og fól mér að sjá um bygg- ingar flugstöðvanna á Hornafirði og Húsavik. 1 raun og veru springur sprengjan ekki fyrr en hann kemstað þvi að ég hef skrifað út á land, til samstarfsmanna minna varðandi- samstarf mitt við þá. Ég varð svo var við að Agnar hringdi út á land og reyndi að koma i veg fyrir að mér tækist að bera þær ávirðingar af mér, sem Pétur bar á mig”, sagði Hrafn Jó- hannsson. SV Agnar Kofoed-Hansen: PP Ráöuneytið taldi betta verða aö fara svona’ „Paö eru engar astæöur geínar upp fyrir hans uppsögn”, sagði Agnar Kofoed-Hansen þegar fréttamaður spuröi hann um ástæðurnar fyrir uppsögn Hrafns Jóhannssonar — Og verða ekki? „Neinei. Hann er lausráðinn maöur, hefur aldrei verið fast- ráðinn og það er engin ástæða gefin fyrir hans uppsögn. Um þetta er ekki annað að segja en að þarna verður breyting á”. „Þegar hjúin deila...” Um bréf Péturs Einarssonar til Hrafns sagði Agnar: „bað er inn- anrikismál og þegar hjúin deila, skipti ég mér ekki af þvi. Ég vissi ekki um þetta bréf fyrr en eftirá og það er þeirra mál”. — Var það ekki skrifað með þinni vitund? „Nei, ég var erlendis, þegar það var skrifað”. — Er þér kunnugt um efni þess? „Jájá, ég sá það skömmu eftir að ég kom”. — Ber að lita svo á að þú hafir með þögninni samþykkt efni þess? Agnar Kofoed-Hansen flugmáta- stjóri. „Eg get ekkert sagt um það nema verða aðili að þessari deilu þeirra, þannig að ég úttala mig alls ekki um það bréf. Og ef ég gerði það væri það innan stofn- unarinnar”. Út um allar koppa- grundir — Hvað er hæft i aö þú hafir haftsamband við flugvallastarfs- menn og beðið þá að svara ekki bréfi Hrafns, þar sem hann biður þá um umsögn um samstarf hans og þeirra? „bað er ekki rétt, ég hef ekki haft samband nema við örfáa menn um þetta. Ég vildi náttúru- lega siður að þetta færi út á land og út um allar koppagrundir, án þess að maður vissi nokkuð af þessu. betta er afar óvenjulegt og þetta á að vera innan þessarar stofnunar, eingöngu en fara ekki út um alltland og jafnvel inn á Al- þingi. Ekki i gamni gert — Hvaða nauðsyn var á að láta Hrafn hætta störfum strax? „Hún var sú að það lá fyrir bréf frá hans næsta yfirmanni, Pétri Einarssyni framkvæmdastjóra um að hann gæti ekki unnið með Hrafni og hann var reiðubúinn — og var með bréf um það — að hann segði þá af sér störfum 1. mars ef Hrafn yrði ekki farinn áður. bess vegna var honum sagt upp frá þessum tima með þriggja mánaða uppsagnarfresti sem er þá um leiö þriggja mánaða fri þvi þeir gátu ekki unnið saman. Málið er svona einfalt. betta gerir maöur ekki að gamni sinu og þetta gerði ég ekki fyrr en ég hafði ráðfært mig við ráðuneytið og þeir töldu þetta verða að fara svona miðað við allar aðstæður og ég geri ekki ráð fyrir að þeir hafi verið neitt ánægðari heldur en ég”. Ærnar ástæður — Eru þér kunnar ástæður þess að Hrafn og Pétur gátu ekki starfað saman? „Mað.ur kemst ekki hjá þvi að vita eitthvað um þær, en þær skipta ekki öllu máli i þessu. bær verða þá bara að koma seinna i ljós, en það virðast hafa verið ærnar ástæður, ég verð að meta það þannig”. , — Var Hrafn að þinu mati ekki hæfur til þessa starfs sem hann hafði með höndum? „Á þessu stigi málsins, hvorki get ég né vil úttala mig um það. Mat á störfum manna er afskap- lega viðkvæmt og erfitt”, sagði Agnar Kofoed-Hansen. SV Lítið sýnishom af tágu vöruveröi: • Bú/görsk kirsuberjasu/ta 500 gr. Verð kr. 10.25 • Bú/görsk hindberjasu/ta 500 gr. Verð kr. 10.25 • Bú/görsk jarðaberjasu/ta 500 gr. Verð kr. 10.25 • Sa/taðar rúllupylsur kg.-verð kr. 25.00 • Hangiframpartur úrbeinaður kg.-verð kr. 52.40 • Haframjöi Só/grjón 1 kg. Verð kr. 8.00 • Perur 1/1 dósir Libby's Verð kr. 14.75 • Biandaðir ávextir Libby's Verð kr. 17.40 • Káifaiifur kg.-verð kr. 15.00 • Lambahjörtu, vacuumpökkuð kg.-verð kr. 20.10 • Lambanýru, vacuumpökkuð kg.-verð kr. 20.10 • Lambalifur, vacuumpökkuð kg.-verð kr. 31.30 • WC-pappir 12 rúllur i pakkningu Verð 26.10 • Coccoa Puffs 340 gr.Verð kr. 16.80 • C-11 þvottaefni 3 kg. pakkning kg.-verð kr. 11.05 • Sykur 25 kg. Verð pr. kg. kr. 8.65 • Krakus b/áberjasu/ta 500 gr. Verð kr. 9.55 • Krakus jarðarber 1/1 dósir Verðkr. 18.70 • Eldhúsrúllur 4 stk. i pakka Verð kr. 18.05 • Ananashringir 1/1 dósir Verð kr. 12.80 • Honeynut Cheerios 397 gr. Verð kr. 16.05 Heimsendingarþjónusta á miðvikudögum OPIÐ: föstudaga k/. 9—22 /augardaga k/. 9—12 í Matvörudei/d og Rafdei/d A A A A A A Jón Loftsson hf. _ICKJ Jjj jlji ímj J; -j-juLn j n' rrrrm Hringbraut 121 Simi 10600 Fyrst um sinn er opið í: ■k Byggingavörudei/d ★ Húsgagnadeiid ★ Teppadei/d til kl. 19 á föstudögum, en lokað á laugardögum VORV- KYNNINGAR ALLA FÖSTUDAGA KL. 14-20

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.