Vísir


Vísir - 12.03.1981, Qupperneq 19

Vísir - 12.03.1981, Qupperneq 19
■ — hrópaði eiginkonan þegar eiginmaðurinn var dæmdur fyrir að myrða elskhugann Hin átján ára gamla Brenda Fleming brotnaði niður og grét er eigin- maður hennar, Stephen Fleming, var dæmdur i sex ára fangelsi fyrir að myrða besta vin sinn Brian Pickard. Brian hafði verið svaramaður i brúð- kaupi þeirra Brendu og Stephens i mars á siðasta ári og skömmu eftir brúð- kaupið varð hann staðgengill eiginmannsins i hjónarúminu. Þegar Stephen var leiddur kjökrandi út úr réttarsalnum i Leeds á föstudaginn sl. hrópaði Brenda, sem einnig flóði i tárum: — ,,Ég tek á mig sökina, þetta er allt mér að kenna". Og er lög- fræðingur hennar leiddi hana út úr réttarsalnum bætti hún við: „Égmun biða eftir honum þvi að núgeri ég mér grein fyrir að hann er sá eini sem ég elska". En áður höfðu þeir sem viðstaddir voru réttarhöldin heyrt i smáatriðum hvernig hún gerði eiginmanninn brjálaðan úr afbrýðisemi vegna sambands sins við svaramanninn og besta vin Stephens. Fjórum mánuðum eftir brúð- kaupið komst Stephen að sam- bandi þeirra Brendu og Brians og reyndi að binda endi á það. En elskendurnir voru tregir til að slita sambandi sinu og m.a. kom það fram i réttarhöldunum að Brenda hafði stungið upp á þvi að þaubyggju öll þrjú saman. Brian mun hins vegar hafa gert litið úr Stephen og hælt sér af ástarsam- bandi sinu og eiginkonunnar upp i opið geðið á honum. í réttinum sagði Stephen, að sér hefði veriö nóg boðið þegar Brian sagði honum að barn það sem Brenda gekk þá með væri sitt en ekki Stephens. Hann varð sér úti um búrhnif, sem hann framdi verkn- aðinn með, eftir að hafa gert mis- heppnaðar tilraunir til að fyrir- fara sér. Ekki voru allir á einu máli um dóminn sem Stephen hlaut fyrir Eiginmaðurinn Stephen Fleming, 24. ára, var ær af afbrýðisemi og hafði áður gert tilraunir til að fyrirfara sér. morðið og urðu mikil hróp og köll i réttarsalnum þar sem sumir heimtuðu að Stephen yrði hengdur en aðrir hrópuðu svivirð- ingar að Brendu og kenndu henni um. Elskhuginn, svaramaðurinn og besti vinurinn, Brian Pickard, var 22 ára er hann var myrtur i september sl. « 1 :o á söl ki m i r la” Fyrsta opinbera skyldustarfið - klæðnadur laf ði Diönu vakti umtal Fyrir nokkrum dögum kom lafði Diana Scnccr f fyrsta skipti fram opinbcrlega sem með- limur bresku konungsfjölskyld- unnar. Var það i Goldsmith- salnum i London á samkomu sem haldin var til styrktar konunglegu óperunni og aö sjálfsögðu kom hún þar fram ásamt unnusta sinum, Karli Bretaprins. Var til þess tekiö hversu glæsileg þau voru, hann i „smoking" cn hún i dökkum siðum samkvæmiskjól og hefur breskum blöðum einkum orðið tiðrætt um klæðnað ungfrúar- innar. En þótt flestum beri saman um giæsilcik lafðinnar gátu nokkrar „púritanskar” sálir ekki látið hjá líða að nöldra svolítið vegna þess að þeim fannst kjóllinn of fleginn. Þær raddir hljómuðu þó sem hróp i eyðimörkinni innan um það flóð lofsamlegra ummæla sem klæðnaður Diönu fékk i press- unni. Lögfræðingur Brendu leiðir hana grátandi út úr réttarsalnum i Leeds siðastliðinn föstudag. IKIæönaður lafði Diönu vakti mikla athygli gfrúin^ °S f*Im- ^ stjarnan \ Stúlkan á meðfylgjandi mynd Wk. heitir Sian Adey-Jones og var Nx:. hún kjörin ,, Ungfrú Wales" á sið- ■ asta ári. Hún var nýlega stödd i 1 Hollywood sér til andlegrar og 1 líkamlegrar upplyftingar og ' kvöld eitt er hún sat á veitinga- stað settist Clint nokkur Eastwood við næsta borð við hana. Þar sem hún er mikill aðdáandi leikarans varð ung- frúnni að vonum mjög starsýnt á hetjuna sina sem svaraði i sömu mynt, snortinn af fegurö stúlk unnar. Og það þarf ekki að spyrja að leikslokum þvi auðvitað yfirgáfu þau veitinga- staðinn saman betta kvöld.... A

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.