Vísir - 21.03.1981, Page 4

Vísir - 21.03.1981, Page 4
4 VISIR Laugardagur 21. mars 1981. OBORGAI VÍXILL 20 ára gamlar fréttir rifjadar upp Upphaf ársins 1961 var viðburðaríkt i veraldarsögunni. John F. Kennedy tók við embætti Bandaríkjaforseta af Eisenhówer gamia Krúsjov stóð á hátindi valda sinna i Sovétríkjunum og kalda stríðið var við frostmark einsog stundum áður. I ísrael var Eichmann fyrir rétti og í Alsir var barist. I Belgíska Kongó geisaði grimmilegt stríð millí manna Lúmúnbasog Tsjombes: Það var villimannlegra en flest stríð önnur. önnur orrusta var háð en öllu léttvægari: Ingmar Johansen og Floyd Patterson börðust um heimsmeistaratitilinn i þriðja sinn og Petterson vann einsog venjulega — vestur í Bandaríkjunum gerðu John Huston og Arthur Miller siðustu kvikmynd Clark Gables/ Marilyn Monroe og Montgommery Clifts: The Misfits. En hvað var að gerast hér innanlands fyrir 20 árum? Við skulum blaða i gömlum Vísismöppum og athuga málið. Minkurog þjófur... Fyrst veröur fyrir (af þvi þetta er ekki ýkja alvarleg sam- antekt) frétt meö þessari fyrir- sögn: „Varö sér til minnkunnar — Minkur og þjófur ganga næstum i sömu gildru.” Viö lesum áfram: „Hundur- inn tók þjófinn, af þvi að þjófur- inn tók minkinn, af þvi að mink- urinn tók agniö.” Svona voru fréttir semsé skrifaöar i þá daga. Og ekki skýrist máliö ýkja mikiö þegar enn er lesiö: „Þetta er alveg eins og i ævintýrinu um sæta- brauðsdrenginn, sem valt og valt og valt..” Svo upplýsist aö 'visu aö maður nokkur, sem hafði sett upp minkagildru i ná- grenni Reykjavikur, kom þar aö sem þjófur var aö losa minkinn úr gildrunni: ætlaði aö hiröa skottiö. Eigandi gildrunnar tók á rás, hundurinn hans lika og þjófurinn sömuleiöis en ekki segir af minknum. Svo fór aö hundurinn náöi þjófnum en fréttinni lýkur snögglega: ,,Seg- ir svo ekki þessa sögu lengri, þvi aö ekki er vitaö um sögulok. En.. köttur út i mýri, setti upp á sér stýri, og úti er ævintýri..” Þaö er synd og skömm aö fréttir voru ekki merktar höf- undum sinum fyrir tuttugu ár- um... Svo kemur önnur frétt, en öllu alvarlegri, nokkrum dögum siö- ar. „Verjandi moröbréfamáls vlttur fyrir lögleysur,” segir i fyrirsögn. Hvað er þarna á seyöi? Jú, lögregluþjónn nokkur i Reykjavik haföi tekiö uppá þvi aö senda yfirmanni sinum, hon- um Sigurjóni, hótunarbréf og þaö tvö fremur en eitt. Maöur- inn var sakfelldur af undirrétti en fyrir Hæstarétti heimtaöi verjandinn aö rannsókn yröi haldiö áfram, hálft hundraö manna yfirheyrt og geðbilaður maöur sérstaklega. Ekki segir af sögulokum en Hæstiréttur var ekki hrifinn af málflutningi verjandans, þaö er ljóst. Var Halldór montinn á þessum árum? 25. janúar er birt I Visi viötal viö Jóhannes Erlendsson á Torfastööum, „sem man tim- ana tvenna” aö þvi er segir i blaöinu. Jóhannes þessi var eitt sinn viðloðandi Unuhús og blaðamanni finnst ástæöa til að spyrja: „Var Halldór montinn á þess- um árum?” — Halldór er auð- vitaö Halldór Laxness. Jóhannes svarar: ,,— Ekki man ég neitt sér- staklega eftir þvi, mér likaði vel viö hann, og þeir voru miklir Erlendur frændi minn og hann. Halldór svaf inni hjá Erlendi eftir aö Una dó? — Var Erlendur mikill organisti? — Hann spilaði dálitiö á orgel, en mikill organisti var hann ekki. Stundum greip ég I orgelið og stundum lásu menn ljóð og annan skáldskap.” Og Jóhannes Erlendsson frá Torfastöðum fer meö eina visu eftir sig fyrir lesendur Visis: „Ég vil ekkert þrælatal, og enga þræla hafa. Sem fuglinn frjáls i fjallasal ég vera vil án vafa.” Mætti segja mér ab þetta væri ekki dýrt kveðið.. Er Gvendur Jaki óferjandi? Þaö segir alla vega fyrirsögn i Visi mánudaginn 8. febrúar 1961. Og I meðfylgjandi frétt stendur þetta: „Frá fréttaritara Visis, Vestm.eyjum i morgun. Guö- mundur J. var hér i Eyjum aö stappa stálinu i verkfallsmenn” — já, þaö var verkfall þá — ,, og útlista fyrir þeim ávinning af verkföllum. Þegar Esja kom að austan s.l. sunnudag mun hon- um hafa fundist verkfallsmenn orönir traustir i trúnni og freist- aði þess aö komast um borö. Af- lýsti hann þá samúðarverkfalli vélstjóra og hugöist fá sig flutt- an um borö I Esju sem beiö fyrir utan með farþega sem ætluðu til Eyja en fengu ekki aö koma i land. En þegar til kom reyndust vinsældir verkallspostulans ekki meiri en svo ab hann var talinn óferjandi og fékkst eng- inn til að flytja hann um borö. Komst hann suöur meö flugvél I fyrradag.” Undarlegt annars að Vest- manneyingar segi suöur til Reykjavikur en ekki norður... Andrésöndin hans pabba Nokkrum vikum siöar er birt I Visi bréf frá islenska lista- manninum Ferró, en þaö er sá sem siðar var dæmdur til aö sleppa F-inu og heita Erró. Ferróhefur frá þvi að segja aö þetta áriö hafi Svisslendingur- inn „diter rot” fengið Copley- verblaunin eftirsóttu en „diter” bjó þá á Islandi og gerir stund- um enn. t tilefni þessa fer blaða- maður Visis á fund listamanns- ins og er furðu lostinn þótt hann reyni aö gera sig veraldarvan- an. Lesum nú: „Diter er kvæntur islenskri konu, Sigriöi Björnsdóttur, teikni - og föndurkennara, og eiga þau einn son þriggja ára, og heitir sá Karl. Þegar ég var sestur inn i stofu þeirra hjóna fékk diter mér nýinnbundna bók, sem ég byrjaði aö fletta og reyndist hún vera niðurskornar, gataðar og heftar myndasögu- siður, sagan af Andrés önd. Karl litli kemur þá til min og segir: „Þetta er ekki Andrésöndin min, þetta er Andrésöndin hans pabba.” Ef krakkar heföu ekki slikt dálæti á Andresönd sem raunin er, heföi mátt giska á aö drenghnokkinn heföi fiktað viö þaö aö gata blöðin I bókinni en þaö var þá faðirinn, sem haföi dundaö viö þaö og haft fyrir þvi aö binda inn slðan. Til hvers varö maðurinn aö þessu? Meinti hann eitthvað með þvi? Þaö má eins svara spurningunni: Hvaö er þaö, sem diter rot getur ekki dottið i hug?” Þaö er vist ekki komið á hreint ennþá.. Annar listamaöur er Baltasar og snemma i mars vekur hann i fyrsta sinn athygli á íslandi. Þá segir Visir aö hann hafi opnaö sýningu á andlitsmyndum á Mocca viö Skólavörðustig og þaö er sérstaklega tekiö fram aö ein myndin sé af Bryndisi Schram. Bæöi hafa látið aö sér kveöa siban. Dyrið og Niagarafossar! • En höldum áfram: þann 15. mars segir af hrotum kvenna: „Ráölegging fyrir ógifta menn, sem eru aö svipast um eftir konuefni: Kvænist ekki fallegri konu, þvi aö þær eiga margar til aö hrjóta herfilega, einkum ef þær hafa fallega höku.” Sá sem haföi komist aö þess- ari gagnmerku niöurstöbu var japanskur visindamabur i hrotufræöum og Visir sló frétt- inni upp á áberandi staö. Vis- indamaðurinn, dr. Takenosuke Ikematsu, vissi líklega hvaö hann söng þvi áö þvi er Visir segir, þá haföi hann ferðast um hnöttinn I mörg ár með segul- bandstæki undir hendinni og læöst aö sofandi fólki til aö taka upp hrotur þess. Eftir djúpa umhugsun komst hann aö þvi að hrotur kvenna væru tvenns kon- ar, aöra tegundina nefndi hann „Dýrið” og hina „Niagara- fossa”.. Ekki hefur frést að Ike- matsu siöan, svo vitað sé. Kannski hann hafi gist konu meö ljóta höku. Bankarán eru fátið á Islandi, svo mikið er vist. 21. mars er á baksiöu Visis ein litil frétt sem segir frá slikum atburði: „Að- komumaður, sem varö ofurölvi á Akureyri i gær, ætlaði aö koma sér i húsaskjól og fá sér gistingu er kom fram á nótt, en lenti þá óvart i afgreiöslusal Búnaðarbankans á Strand- götu.” Maðurinn fékk á endan- um húsaskjól i steininum en þaö leyna sér ekki vonbrigði blaða- mannsins að innbrotsþjófurinn skyldi ekki hafa verið kræfari og framið „alvöru” bankarán. Þá hefði orðið fútt i blaða- mennskunni! Annars eru lögreglufréttir þennan dag meö undarlegasta móti. 1 annarri klausu segir frá þvi aö slökkviliðið hafi verið kvatt út þrisvar um helgina og svona endar fréttin sú: „Tjón varð óverulegt, enda strax slökkt”. Það var og. Frank lítur björtum augum á lilvcrun*. þrátl fyrtr Mundar- erfiðlrika. A n«e»t« augnabliki var bann horfinn inti um dyr fangahúvtdns. (GK-mynd) *lrg.»ti 19. (GK-mynd),

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.