Vísir - 21.03.1981, Side 20
20
VlSIR
Laugardagur 21. mars 1981.
hæ krakkar
Heimatilbú*
in hljódfæri
Margir krakkar hafa
gaman af þvi að búa
sér til einföld hljóð-
færi., Hér koma tvær
uppástungur að slikum
hljóðfærum. Fyrst er
það naglaborð. í það
notið þið 9 nagla og
spýtu eins og sést á
myndinni, Neglið
naglana i spýtuna,
þannig að þeir séu þrir
og þrir mismunandi
hátt. Notið svo 10.
naglann til að strjúka
með hina naglana. Þá
fáið þið fram hljóm úr
naglaborðinu.
Úr jógúrtboxum eða
skyrboxum getið þið
gert hljóðfæri með þvi
að setja i boxin t.d.
hrisgrjón, baunir,
tölur, eða litlar kúlur,.
Siðan lokið þið
boxunum vel og limið
yfir samskeytin með
limbandi.
1
- I
Fljúga
hvítu
fiörildin
Getið þið fundið stystu leið i gegnum þetta farartæki?
Athugaðu þessa mynd gaumgæfilega i 30 sekUntur.
Leggðu síðan blað yfir myndina og reyndu að svara
eftirfarandi spurningum.
1. Er annar hvor maðurinn í svörtum skóm?
2. Heldur viðskiptavinurinn á peningi?
3. Eru báðir mennirnir með gleraugu?
4. Er bót á jakka eldspýtnasalans?
5. Er viðskiptavinurinn með slaufu?
Ljóðið í dag velur
Haukur Harðarson, 4 ára.
Hann velur sér;
Kristín segir tíðindi eftir
Sveinbjörn Egilson.
Fljúga hvitu fiðrildin
fyrir utan glugga:
Þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga.
Umsjón:
Anna K.
Brynjiílfs-
ddttir
Bréf frá Depli
Þið munið kannski eftir
því, að ég sagði ykkur f rá
því um daginn, að ég væri
nú staddur í Gullfiska-
búðinni ásamt tveimur
öðrum köttum, pers-
neskum og síams. Nú
eru þeir báðir farnir. Ég
var nú hissa þegar sá
persneski fór. Hann beit
og klóraði og kunni enga
almennilega kattarsiði.
En svo var það einn dag-
inn, að í búðina kom kona.
Hún sá okkur hérna
félagana. „Æ, þarna er
kötturinn, sem ég vil fá."
sagði hún. Svo tók hún
þann persneska og það
virtistengin áhrif hafa á
hana, þó að hann gæfi
henni nokkrar rispur.
Hún fór með hann með
sér.
Þá var ég orðinn einn
eftir,en það breyttist nú
fljótlega, því að í gær
komu hingað þrír. kett-
lingar. Þeir eru ósköp
stilltir, greyin, enda svo
litlir enn þá. Ég er nú líka
kettlingur en ég er
samt stærri en þeir. Mér
er nú farið að leiðast hér.
Ég hef það helst mér til
skemmtunar að leika við
nýkomnu kettlingana.
Svo virði ég fyrir mér
fólkið, sem kemur inn í
búðina að kaupa fiska og
f ugla og naggrísi. Það vill
víst eriginn kaupa okkur
kisurnar. Við fylgjum
bara með í kaupbæti, ef
eitthvað annað er keypt.
Það kaupa margir
fiska, enda eru þeir hér í
mörgum búrum. Ég verð
alltaf svo svangur, þegar
ég sé alla þessa f iska. Ég
held að þeir' hljóti að
bragðast miklu betur en
dósamaturinn, sem við
fáum. Hann er sosum í
fínum dósum og með
mynd af kisum utan á
dósunum.
Jæja. ég er nú viss um,
að næst þegar ég skrifa
ykkur bréf, verð ég ekki
lengur í Gullf iskabúðinni.
Það kemur áreiðanlega
bráðum einhver að kaupa
hér, sem vill fá mig í
kaupbæti. Ég segi ykkur
kannski f rá því seinna, ef
svo fer.
Ykkar einlægur Depill
Högnason.