Vísir - 21.03.1981, Side 22

Vísir - 21.03.1981, Side 22
22 VÍSIR Laugardagur 21. mars 1981. TERRORISTI NÚMER EITT Pctcr Boock hefur snúist hugur ekki. Ég er ekki einu sinni viss um aö meirihluti hópsins hafi trúað slfku”. ,,Á kostnað fólksins í land- inu" Sp: „Einhver stóð þó að þess- um aðgerðum ekki satt?” B: „Að gera hlutina er allt annað en að trúa á þá. Það sem hér skiptir mestu máli er sá þrýstingur sem hvilir á manni frá félögunum. Maður er hræddur. Hræddur við afleiðingar þess að segja t.d„ nei, ég vil ekki vera með...” Sp: „Er hugsanlegt að vera með i svona hryðjuverkum, jafn- vel að myrða mann án þess að vilja þaö i raun og veru — bara fyrir þrýsting frá hópnum? Að drepa bara til að standa sig i aug- um hinna?” B: „Já, vissulega”. Sp: „Þá veröur að gera ráð fyrir að einhver úr hópnum gefi skipanir”. B: „Þegar ég svaraði játandi, var ég að hugsa um mina eigin aðstöðu. Hvaö varðar Schleyer máliö, þá vildi ég aldrei aö hann yrði myrtur. Samt var ég með. Þaö sama get ég sagt um nokkur hinna — hvort sem þau myndu viðurkenna það sjálf núna eða ekki óttinn við hina hindrar marga i að segja sem er”. Sp: „Varðstu hissa, þegar rikisstjórnin neitaöi að láta undan kröfum ykkar?” B: „Ég varð hissa yfir þessu öllu, mér fannst þetta allt rangt pólitiskt séð. Það er ekki hægt að segja fyrst að ekkert megi gera til aö skaöa saklaust fólk og siðan aö....” SP: „Taka flugvél fulla af sak- lausum ferðamönnum i gisl- ingu?” B: „Einmitt. Þetta þótti mér rangt. Fólkið, sem hafði haft mestu pólitisku áhrifin á Arið 1977 náðu hryðjuverk þýsku terroristanna hámarki. Það ár voru Buback og Ponto myrtir, for- seta þýska atvinnurekendasambandsins Hans- Martin Schleyervar ræntog hann drepinn. Samaár gerðust Mogadischu-atburðirnir, þegar flugvél fullri af sólarlandafarþegum var rænt en náð aftur úr höndum hryðjuverkamannanna í Mogadischu. Og á þvi ári framdi einn höfuðpauranna, Andreas Baader ásamt Gudrun Ensslin og Raspe sjálfsmorð i Stammheim fangelsinu þýska. Hópurinn, sem þau höfðu verið meðlimir « kallaði sig Rote Armee Framction (RAF) eða Rauðu hersveitina. Víðast hvar gekk hann undir nafninu Baader-Meinhof samtökin. I Þýskalandi er einfaldlega talað um terroristana. Flestra þeirra er enn leitað og enn hanga uppi myndir og lýsingar á þeim i flestum opinberum stofnunum og raunar víðar í Þýska- landi. „VarúðSkotvopn" stendur undir þeim mynd- um. Að flestra dómi svifst þetta fólk einskis og lög-, reglan hikar ekki við að skjóta ef því er að skipta. Terroristar eru hundeltir og réttdræpir — útlagar i heimalandinu eftirlýstir um allan heim. Ég hef verið lifandi í eitt ár Ein myndanna er af Peter Jurgen Boock, „terrorista nr. 1” eins og þýska dagblaðið Bild kall- aði hann. Boock þessi gengur ekki lengur lausum hala, hann var handtekinn í janúar s.l. Lög- reglan fann hann i Hamborg. Þar hafði hann verið i tæpt ár. Hann var óvopnaður og sýndi engan mótþróa viö handtökuna. „ég vissi”, segir Boock, „að ég hlyti einhvern timan aö nást. Ég hag- aöi mér ekki lengur sam- kvæmt þvi, reyndi á engan hátt að komast hjá þvi. Ég bjó með fólki sem hafði alls konar skoðanir, þess vegna bar ég aldrei vopn. Auk þess sem ég vissi að löggan gæti náö mér hvenær sem var, óttaðist ég aö fyrrverandi félagar mlnir úr RAF gætu haft upp á mér. Svo ég var á milli tveggja elda. Og það var alls ekkert sem ég gat gert til að hafa áhrif á þá aðstöðu. Ég gat aöeins beöið”. Boock heldur þvi fram að hann hafi sagt skiliö við RAF-sam- tökin og að sömu sögu sé að segja um marga aöra fyrrverandi fé- laga slna. Hverjir það eru þorir hann ekki að láta uppi, þvi þær upplýsingar myndu stofna lifi þeirra I hættu. Sanntrúaður kjarni terroristahópsin's er enn til og sá kjarni leitar þeirra sem ef- ast*af sama ákafanum og lögregl- an leitar þeirra allra. Fangi félaga sinna Boock sagði ekki einfaldlega skilið við RAF-samtökin, hann flúði úr þeim. Honum var haldið i stofufangelsi I Paris, hann var af- vopnaður yfir honum sat fanga- vörður, sem fylgdi honum jafnvel á milli herbergja. Ot gat hann ekki farið. „Ég máttiekkert gera, ekkert fara. Kannski hefði ég get- að brotist út en ég varð að hugsa um hina sem voru i svipaöri að- stööu hvað yrði um þá. Ég hugsa enn um þau. Peter JUrgen Boock. Myndin var tekin i fangelsinu fyrr á þessu ári. Ég var i tvær vikur i þessari Ibúð i Paris. Þá fann ég ráð. Ég skemmdi eldavélina og það varð að fá viðgerðarmann utan aö. Á meðan hann var i Ibúðinni varð aö fela öll vopn. Ég stökk út um glugga og hljóp eins hratt og fætur toguðu. Mér var ekki veitt eftirför, það var ekki skotiö, ef það hefði verið gert, hefði allt komist, upp, lögreglan hefði komið”. Þetta var i janúar 1980. Frá Paris komst Boock til Þýska- lands og settist að I Hamborg. Þar hitt hann fóik sem vildi hjálpa honum.' Ekki terrorista. „Fólk, sem reyndi eins og það gat að hjálpa mér. Nú hugsa ég stöö- ugt um hvað verður um þessa vini mina, hver er afstaða yfirvald- anna til þeirra. Hefði ég ekki fundiö þessa hjálp hefði ég aldrei fengið þennan tima til að hugsa, gera upp við mig hlutina”. A kafi i eiturlyfjum Boock segist ekki hafa hugsað skýrt I fjölmörg ár. Enda hefur hann verið á flakki og i andstöðu við lögin allt frá þvi hann var 16 ára gamall. Þá tók hann þátt i stúdentaóeiröunum 1968, hóf að neyta eiturlyfja og hætti allri skólagöngu. 17 ára stakk hann af til Hollands eiginlega til að flýja afskipti lögreglunnar. 1 Hollandi bjó hann i kommúnum en var rekinn úr landi fyrir að hafa eiturlyf i fórum sinum. Við kom- una til Þýskalands var honum komið fyrir á lokaðri uppeldis- stofnun, nokkurs konar unglinga- fangelsi. Unglingarnir á þeirri stofnun gerðu uppreisn sem bæld var niöur með aðstoð hersins og einn félaga Boocks hengdi sig i klefa sinum. Hinum uppreisnar- seggjunum var komið fyrir á öðr- um stofnunum. 18 ára kynntist Boock Andreas Baader, Gudrun Ensslin og Thorvald Proll og bjó með þeim. Hann hélt sambandínú við þau og fleiri pólitiska skoðanabræður, tók inn eiturlyf, lokaöi sig af frá umheiminum og tók aukin þátt I „stjórnmála- legum aðgerðum”. Arið 1977 var Boock 25 ára gamall og á kafi i hryðjuverkum og eiturlyfjum. Það ár náðu hryðjuverk terrorist- anna hámarki eins og áður sagði. Hvað hugsaði Boock þá — trúði hann þvi að hægt væri að breyta þjóöfélaginu með slikum að- gerðum? Þessu svarar Boock Heidelberg. Höllin gnæflr yflr borginnl. Lýkur sögu þýsku hryðjuverkasamtakanna á þessum fallega stað? neitandi: „Þvi trúði ég eiginlega

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.