Vísir - 21.03.1981, Síða 23
Laugardagur 21. mars 1981.
VISIR
23
okkur — þau sem þá voru komin i
fangelsi, þau gátu ekki verið
samþykk ööru eins”.
Sendur burt
Sp: „Hvers vegna ekki? Þetta
var jú allt gert til aö ná þeim út úr
fangelsinu”.
B: „Ég held að þau i Stamm-
heim (hér er verið að tala um þau
Baader, Ensslin og Raspe, sem
frömdu sjálfsmorð þegar flugvél-
inni hafði verið náð ur höndum
terroristanna í Mogadischu)
hefðu verið á móti þessu af hug-
myndafræöilegum ástæð-
um — frelsi mátti ekki vera á
kostnaö hvers sem var. Þau höföu
sagt: Ekkert má gera, sem
skaðar utanaðkomandi, fólkið i
landinu og ég held þau hafi meint
það”.
Sp: „En þaö hafði þó gerst áöur
aö „fólkiö í landinu” mátti þola
lýmislegt t.d. þegar 34 verkamenn
'voru særðir i átökunum 1972”.
(Arásin á Springer útgáfufyrir-
tækið)
B: „Og þá var lika rætt um það
i hópnum og það gagnrýnt. Það
var lika i siöasta sinn sem sjálfs-
gagnrýni var oröuð i hópnum og
þaö er einkennandi fyrir hug-
myndafræðilegt ástand okkar”.
Sp: „Eftir Mogadischu — varð
ykkur sýnt, að nú þýddi ekki
lengur að ná föngum út eða
heimta hitt og þetta með þvi að
taka gisla?”
B: „Ég veit ekki hvaö hugsaö
var. Sjálfur þóttist ég vita að
gislataka væri ekki lengur til
gagns”.
Sp: „En þú varst nú talinn i
hópi þeirra vantrúuðu”.
1 B: „Já, eða mér var alla vega
ekki hægt að treysta lengur. Það
kom fleira til en ósamþykki um
stefnu eöa aðgeröir — ég var á
kafi i dópi. Ég var i öllu heroini,
dolantini, morfini, kokaini. Arið
. 1977 tók ég 4—8 sprautur daglega.
Þaö var álitið best að ég kæmi
mér úr landi. Og ég fór skömmu
eftir að Schleyer var rænt, hann
var enn lifandi þegar ég fór”.
Á flótta
Boock komst til Brussel, og
flaug þaöan til Bagdad. Þar var
hann nokkurn tima en fór siðan
aftur til Evrópu. Mai 1978 var
hann i Júgóslaviu ásamt þremur
öðrum félögum sinum. Þau voru
öll handtekin af júgóslavnesku
. lögreglunni og Boock var settur i
rækilega afvötnun, eða afeitrun
öllu heldur. Honum var þá orðiö
ljóst að hann átti ekki lengur
samleið meö RAF-félögum sinum
og var efst i huga hvernig hann
gæti losað sig úr samtökunum.
Eftir að ekki náðust samningar
milli júgóslavneskra og þýskra
yfirvalda um framsal fanganna,
flaug Boock frá Belgrad til
Jeman og þar var hann frá
nóvember 1978 til ársloka 1979.
Eins og hann segir sjálfur: „1
Jeman hafði ég tima til að hugsa,
en þar var enginn sem ég gat tal-
að viö um vandamál min og
þaðan komst ég ekki frjáls
maður. Ég gat ekki gefið upp
hugsanir minar vegna ótta um lif
mitt”.
Sp: „Hvernig komstu þaöan
burt?
B: „Ég var sóttur. Ég var yfir-
heyrður og tékkaður vandlega
áður en ég fór og ég sagöi þaö sem
ég vissi aö þeir vildu heyra”.
Sp: „En var ekki einmitt ágætt
að hafa þig i Jeman, langt i burtu
og hættulausan?”
B: „Ég gat komið aö notum
heima. Þá vantaði mann með
tækniþekkingu, i sprengjugerö
o.fl.”.
Sérstaklega eftir að
árásin á Alexander
Haig misheppnaðist
Frá Jeman fór Boock til
Parisar þar sem hann var sendur
i stofufangelsi eins og áður var
lýst.
Endaö á kamikaze
— „Lokaverk” R.A.F.
Peter Júrgen Boock neitaði að
segja nokkuð við þýsku lögregl-
una eftir að hann hafði verið
handtekinn i janúar s.l. Þess i
stað kvaðst hann vilja að tima-
ritið Der Spiegel hefði við sig við-
tal sem allur almenningur gæti
lesið. Hvers vegna?
Hann hafði i huga að segja frá
væntanlegri aðgerð þýska terror-
istahópsins. Með þvi að birta við-
taliöi viðlesnutimariti, gæti hann
hvort tveggja i senn: aðvarað
sin fyrri skoðanasystkini og gert
yfirvöldunum viðvart. Þar með
hefði hann komið i veg fyrir
hroöalegt ofbeldisverk. Þýsk
yfirvöld gátu ekki hafnað tilboði
Boocks og Spiegel tók viðtalið.
Þvi skilyrði Boocks, að lögregl-
unni yrði ekki gert kleift að sjá
viðtaliðáður en það yrði prentað,
var enn fremur fullnægt. Sá
möguleiki hefði annars veriö fyrir
hendi, að lögreglan gæti hafist
handa án vitneskju terroristanna,
jafnvel komið i veg fyrir birtingu
svo hægt yrði að leggja gildru
fyrir hópinn.
Og hver var svo þessi væntan-
lega aðgerð? Nafn hennar var
„Finale Aktion” — Lokaverkið.
Lesum nú hvað Boock haföi þýsku
blaðamönnunum að segja:
Engin leið að ná turn-
inum aftur
„Það má gera ráð fyrir árás á
Heidelberg höllina. A hverju ári
er þar haldið ball fyrir Banda-
rikjamenn á vegum Vináttusam-
bands Bandarikjanna og Þýska-
lands eða annars álika félags.
Þarna eru samankomnir allir
helstu kallarnir úr ameriska
hernum og fjölmargir meiri
háttar menn þýskir. Þetta fólk
stendur til að taka i gislingu
þangað til kröfum árásarmann-
anna hefur verið fullnægt. Til
stendur að drepa gislana verði
þeim kröfum ekki fullnægt”.
Sp: ,í)n hvers vegna er þetta
kallað „Lokaverkiö?”
B: ,,Það er gert ráð fyrir að
allir félagar úr RAF (þýsku
terroristasamtökin) taki þátt i
þessu. Og það er siður en svo gert
ráð fyrir að kröfum hópsins verði
fullnægt um það var rætt að svo
yrði ekki. Færi svo, myndi höllin
og allir i henni verða, terrorist-
arnir lika, verða sprengd á loft
upp. Hluti hópsins er reiðubúinn
til að fremja sjálfsmorð á þennan
hátt.
Það er einfalt að hertaka höll-
ina. Það er aðeins ein leið að
henni og innan hennar eru staðir
sem nær ómögulegt er að komast
að t.d. turninn. Þar gæti maður
haft allt upp i 60 manns innilok-
aða og á valdi ekki fleiri en 5
terrorista”.
Sp: „Hvað lengi, marga daga
jafnvel?”
B: „Um það var ekki rætt. En
ef fólkinu væri smalað inn i turn-
inn sem ég minntist á áðan væri
einfaldlega hægt að sprengja
tröppurnar upp og þá er engin leið
að ná turninum úr höndum
árásarmannanna”.
Sp: „Hvenær er þetta ball?”
B: „Mig minnir það sé á
vorin”.
Sp: „Hvenær var þessi atlaga
skipulögð? ”
B: ,,1 árslok 1979. En aögerðir
eru alltaf planaðar langt fram i
tímann, upp i eitt og hálft
ár —það tók alltaf u.þ.b. svo
langan tima að úthugsa máliö.
Það gerðist aldrei neitt i einu vet-
fangi”.
Sp: „Var gert ráð fyrir að þessi
árás yröi gerð árið eftir , þ.e.
1980?”
B. „Nei, Aætlunin gerði ekki
ráð fyrir timasetningu, aðeins
möguleikanum sjálfum. Sá
möguleiki er aðeins fyrir hendi
einu sinni ár hvert. Ég veit ekki
hvort svipaðar samkomur eru
i haldnar annars staðar, ef svo er
gætu þeir hafahallast aö þeim nú,
þetta getur breyst eftir kringum-
stæöum. En hugmyndin sjálf
lifir”.
1978 voru tveir terror-
istar á ballinu
Sp: „Hvernig ætluöu terrorist-
arnir að komast inn á þetta ball?
Þekkja þeir aðstæöurnar. Hvaða
öryggisráðstafanir eru á þessum
böllum?”
B: „Siðast þegar ég vissi, þ.e.e.
árið 1978, voru alls engar öryggis-
ráðstafanir. Kaninn notar þetta
ball til að brjóta isinn ef svo má
segja — Þjóðverjum yfirhöfuð er
frjálst að koma, Kaninn gleöst
yfiröllum gestum. Ég veitað árið
‘ 1978 voru 2 terroristar þarna.
Yfirmaöur ameriska heraflans i
Þýskalandi og allt hans lið var á
staðnum og terroristarnir sátu
mjög nálægt þeim. Annar þeirra
var kona og henni var m.a.s.
boöið upp af einum Kananna”.
Sp: „Hvernig fengu þau miða á
ballið?”
B: „Ekkert mál. Þau fóru bara
á skrifstofu nefndarinnar I þess-
um félagsskap. Vináttusamband-
inu, gáfu upp nöfn og heimilisföng
sem þau höfðu valið af handahófi
úr simaskrá og sögöust endilega
vilja fá að sýna bandariska hern-
um vináttu sina og þau fengu
miðana. Kannske hefur þetta
breyst siðan og kannske þurfa
þau núna að komast inn meö ein-
hverju valdi en þannig var
þetta — það þurfti ekkert til að fá
miöa”.
Sp: „Ef það þyrfti aö halda
gislunum I lengri tima, hvaö þá
með matvæli?”
B: „Enginn vandi, það verður
einfaldlega krafist þess að
matarpakkar verði lagðir fyrir
utan eða sendir inn”.
Sp: „Geta örfáar manneskjur
haldið svo mörgum i skefjum?”
B: „Það hefur gerst, t.d. i Vin
begar OPEC ráðstefnan var
tekin. Svo væri e.t.v. hægt að
leyfa nokkrum aö fara strax i
byrjun”.
Sp: ,,0g á svo að sprengja höll-
ina i loft upp?”
B: ,,Já, skipulagið gerir ráö
fyrir þvi”.
Sp: „Og þetta er semsagt allt
úthugsað og undirbúiö?”
B: „Já, endaerþað litill vandi.
Það er jú lika hægt að skoða alla
höllina þrisvar á dag undir leið-
sögn svo aöstæöur þar eru vel
kunnar. En ég vil koma I veg fyrir
svona aðgerð”.
Mörgum kann að þykja þessi
saga Boocks heldur vafasöm og
að hér sé aðeins tilraun til að
koma sér i’ mjukinn hjá yfirvöld-
unum. Ýmislegar staðreyndir
benda þó til að hann segi rétt frá.
1 júli á slðasta ári létu tveir
menn lifið i bifreiðaárekstri, karl
ogkona, sem reyndust hafa skráð
sig undir fölskum nöfnum og leigt
sér ibúð I Heidelberg. Þetta voru
terroristarnir Juliane Plambeck
og Wolfgang Beer. 1 ibúð þeirra
1 Spiegel viötalinu var Boock
spurður um tilganginn að baki
hryðjuverkunum. Áttu þau að
breyta þýsku þjóöfélagi, trúðu
þau að slikar aöferðir gætu breytt
einhverju til batnaöar? Alitu þau
aö þörf væri á byltingu eða voru
þau að reyna að búa til byltingar-
kennt ástand. Var markmiöiö
jafnvel að fá stjórnvöld til að
skerða frelsi þegnanna i það rik-
um mæli að uppreisn yrði nauð-
synleg til aö heimta aftur frjáls-
ræði i landinu. Hryðjuverk RAF
gerðu það vissulega aö lögregla
og rlkisstjórn hertu á öryggisráö-
stofunum ýmiss konar I Þýska-
landi. Er þaö vilji RAFað Þýska-
land breytist úr frjálsu réttarriki
ilögregluveldi? Hvað hafði Boock
að segja um þetta?
„Ég veit þaö ekki. Hugmynda-
fræði hópsins varð til fyrir áriö
1975. Siðan hefur ekkert gerst á
þeim vettvangi” Boock heldur þvi
fram að aðeins litill hluti hópsins
taki ákvarðanir, hafi einhver
hugmyndafræöileg markmið bak
við eyrað. Að RAF sé skipt niður i
örfáa foringja og svo óbreytta
liðsmenn sem ekki viti hvað þeir
eru að gera, geri það af ótta viö
aðra meölimi hópsins, séu i sjálf-
heldu og vilji jafnvel margir
hverjir gefast upp bæði gagnvart
félögum sinum og yfirvöldum en
þori þvi ekkj af ótta við afleiðing-
arnar. Eins og hann sjálfur var
eru þeir milli steins og sleggju.
Boock vill að þýsk yfirvöld
komi til móts við_þessa uppgjafa
hryðuverkamenn láti af of-
sóknum sinum. „Meö séraö-
geröum, sérfangelsum og sér-
stökum lagabálkum ýta stjórn-
völd aðeins undir frekari hryðju-
fundust bréf um væntanlega árás
á herstöövar Bandarikjamanna i
Þýskalandi. Meðal bréfanna voru (
teikningaraf Nato-flugvöllum ná-
lægt Heidelberg kort af herstöðv-
um i Mannheim og flugmyndir af
Heidelberg.
Og hvaða ball?
1 tólf ár hefur verið haldið
gri'muball i Konungssal Heidel-
berg hallarinnar laugardaginn
fyrir sprengidag. Sá laugardagur
féll i ár á þ. 28. febrúar, viku aöur
en viðtal Spiegel viö Boock kom
út. Félagssamtökin sem standa
aödansleiknum heita raunar ekki
Vináttusambandið, heldur Ame-
ricanLegion Post, en það skiptir
ekki öllu máli. A þessum dansleik
eru ævinlega mjög háttsettir
menn Ur bandariska hernum.
þekktir Þjóðverjar auk annarra
gesta. Miðinn kostaöi 10 Mörk,
eða u.þ.b. 3000 krónur islenskar.
1 verk. Haldi þau áfram aö gera þá
sem reyna að aðstoða „fyrrver-
andi” hryðjuverkamenn að
glæpamönnum haldi þau áfram
að ofsækja þá sem eru að mót-
mæla kjarnorkuverum, hús-
næðisskorti eða vopnabúnaöi eins
og þetta væru terroristar, þá hlúa
yfirvöldin aöeins að nýjum upp-
gangi hryöjuverkasamtakanna.
Eina ráðið er að slaka á, þá
brestur grundvöllurinn fyrir of-
beldi og öfgahópum”.
//Þröngsýni og fáviska"
Fyrrverandi félögum sinum
sendir Boock þessa kveðju:
Þið hafið hlaöið um ykkur múr
þröngsýni og fávisku. Þiö vitiö
ekki eins og ég veit nú, að i þessu
landi er enn til ást og möguleiki á
betra lifi. Ég veit að mörg ykkar
eru full af efasemdum um tilgang
ykkar og ég ráölegg ykkur aö
kryfja þær efasemdir til mergjar.
A þessu ári, sem ég fékk að lifa
eins og venjulegur maður kynnt-
ist ég tilfinningum sem ekki er
hægt að lesa um i blöðum. Eg
kynntist nýjum stjórnmálasam-
tökum, nýjum hi-eyfingum sem
eiga sér breiðan grundvöll.
Þessar hreyfingar fela i sér
möguleika á breytingum i betri
átt. möguleika sem okkar hreyf-
ing hafði aldrei. Allt sem þið geriö
vinnur á móti þessum mögu-
leikum. Þiö getiö drepiö nýjar
stjórnmálahreyfingar — rænt
þær .trúverðugleika sinum, spillt
fyrir þeim. Brjálæöisleg „Loka--
aögerð” væri aðeins staðfesting á
i einangrun ykkar og slik aðgerð
yrði ekki aðeins ykkar eigin enda-
lok heldur margra annarra”.
Auglýst eftir hryðjuverkamönnum.
1 E til ni l í A < ísi zr t...
Vvarp til fyrri félaga
|