Vísir - 25.03.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 25.03.1981, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 25. mars 1981 Gunnar Krlst)in da,* Áaoetr Hverjar eru horfur um sættir i Sjá Ifs tæðisflokknum ? Hvert stefnir í efnahagsmálum ? Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, flytur ræðu á almennum fundi að Selja- braut 54, fimmtudaginn 26. mars 1981 kl. 20.30. Fundarstjórí Kristján Guðbjarts- son. Fundarritarar Dóra Gissurardóttir og Ásgeir Hannes Eiriksson. Funduririn er öllum opinn. ókeypis Pepsi Cola-veitingar á fundinum. Féiag Sjálfstæöismanna I Fella- og Hólahverfi I Breiöholti. E EUROCARD Kreditkorthafar velkomnir §LíS^(®TnMID®©Tr^®D!}^ Laugalæk 2, Reykjavík, Sími 86511 Urval af bílaáklæöum (coverum) Sendum i póstkröfu. Altikabuoin Hverfisgötu 72. S. 22677 BÍLALEíGA Skeifunni 17. Simar: 81390 og 81391. Smurbrauðstofan BJORISlllSirsi Njólsgötu 49 — Sími 15105 VÍSIR________________ aöutan Norömenn stórhuga í flskeldismálum Lax- og silungseldi er enn ung atvinnugrein I Noregi, enda hófst það ekki fyrir alvöru fyrr en upp úr 1960. Þó skilar hún oröið nú þegar umtalsverðum fjárhæðum, og linurit spáspekinga stefna öll upp á við, þegar þeir lita til framtiðarinnar. Fulltrúar frá sölusamlagi fisk- eldisstöðva, heildsalar, fisksalar, veitingahúsamenn og fleiri fengu nýlega að heyra á kynningarráð- stefnu, sem fiskeldismenn i Noregi efndu til, að árlega skili þessi iðja af sér um 4000 smálest- um af eldislaxi, sem eru að verð- mæti um 260 milljónir norskra króná. Sjá þeir fram á mikla aukningu, einkanlega i laxeldi á næstu komandi árum. Fyrst i 7000 smálestir árlegar afurðir og i næsta fanga upp i 10.000 smálest- ir. Gera Norðmenn ráð fyrir, að árið 1985 skili fiskeldisstöðvar i hinum ýmsu fjörðum þeirra (saltvatns- eða sjóeldi) af sér 20.000 smálestum af lax og silungi. 1 dag eru milli 700 og 800 tengdir beint þessari iðju, en áhuginn vex með hverju árinu, eins og sjá má af þvi, að æ fleiri stefna að þvi að setja eigin eldisstöðvar á laggirn- ar. Fyrir fiskimálaráðuneytinu norska liggja nú 800 umsóknir um leyfi til þess að hefjast handa. Stórútflutningur Silungsafurðirnar hafa að mestu leyti á heimamarkað, eða 70—75%. Afgangurinn er fluttur úttil EBE-landanna og Sviþjóðar og þá mest til Sviþjóðar. Þvi er öfugt varið með laxinn. Hvorki meira né minna en 95% eru flutt úr landi. Hefur norski laxinn þeg- ar getið sér gott orð, og er vinsæll matur á meginlandinu og á Englandi, þar sem greitt er fyrir hann hátt verð. Norðmenn eru þegar farnir að huga að þvi, að vinna aukinni framleiðslu komandi ára nýja markaði. Eru þeir raunar þegar byrjaðir að flytja flugleiðis og silung, glænýjan, til Bandarikj- anna og nýjan lax til Japan. Þeir láta samt ekki þar við búið sitja. A kynningarráðstefnunni á dögunum frumsýndu þeir kvik- mynd, sem gerð hefur verið gagngert til þess að kynna þessa matvöru með erlendum þjóðum. Er sú kvikmynd tekin i fallegu landslagi af stökkvandi löxum, og úr laxeldisstöðvum, þar sem þessi atvinnuvegur er kynntur. Mikið kapp er lagt á að sýna i myndinni, hversu hreinlega gengið er að verki við eldið, slátr- unina, innpökkunina og flutning, svo að enginn fælist að leggja sér hnossgætið til munns. Inn á þessa mynd er settur enskur, þýskur, franskur og japanskur texti, og er ætlunin að dreifa myndinni um nær allan heim. Beita tregOulögmállnu Þúsundir innfluttra japanskra bíla sitja fastir i vörugeymslum franskra hafnarbæja, og komast hvorki út eða inn. Ekki að þeir séu vélarvana. Það eru sérstakar til- tektir franskra yfirvalda, sem of- bjóða innflutningsfióöið frá Japan, en það veldur frönskum bíliðnaöi þungum búsifjum. Þaö hefur ekki verið gripið til þess að setja innflutningsbann á bflana. Né heldur hækkaðir á þeim tollar. Þriðja leiðin hefur verið fundin og er raunar sögð vera eftir kokkabókum Japana sjálfra. Hún liggur i þvi, að eftir að japönsku bilunum hefur veriö skipað upp á bryggju i Frakklandi eru þeir nánast leidd- ir á villigötur inn i völundarhús skrifstofubáknsins. Þeir eru kyrrsettir i birgðageymslunum meðan beðið er eftir stimplun ákveðinna vottorða. Nefnilega staðfestingu á þvi, að þeir uppfylli allar kröfur fransks bifreiðaeftirlits um öryggis- og tæknibúnað. Með hæfilegum stirðbusahætti i skriffinnskunni er unnt að draga þaö svo vikum skiptir, að billinn verði afhentur út úr tollvöru- geymslu. Hafa embættismenn- irnir reynst uppfinningasamir mjög við að finna sér ástæöu til útásetningar. Til dæmis var Mazda 626 meinað að fara inn á markaðinn vegna þess að höggvarinn (stuöarinn) var nokkrum sentimetrum lengri i ár en i fyrra. Þessi leikur þykir minna um margt á þær aðferðir, sem Japan- ar við hafa til þess að letja inn- flutning á iðnaðarvörum frá V-Evrópu og Bandarikjunum. Flóknar reglugerðir samdar, til- gangslitið skoðunar- og eftirlists- kerfi með gæðum vörunnar og fleira slikt smávegis, sem getur ært óstöðugan. Lltlð um kvartanlr Borgarstjóri Javisy-úthverfis- ins i Paris er stækur kommúnisti. A dögunum rak hann einn af kennurum i skóla þessarar út- borgar fyrir „pólitiska innræt- ingu” i kennslunni. Kennarinn hafði I kennslustund lesiö upp úr smásögu, þar sem kom fyrir m.a. þessi skrítla frá Póllandi, en þær fljúga eins og hvalsögur um þessar mundir: Það var pólskur verkamaöur, sem kom heim eftir margra ára veru i Slberíu. „Hvernig er að vcra þar?” spurði tollþjónninn, sem afgreiddi þennan landa sinn inn i Pólland. „Nú, maður gat svo sem ekki kvartað," sagði hinn. „Já.en hvað meðalla haröstjórn- ina og þrælavinnuna?” spurði tollarinn áfram. „Tja, ekki gat maður kvartað undan þvi,” var svarið sem fyrr. „Hversvegna ertu þá aö koma heim?” — „Til að kvarta! ” Kennarinn hefur nú eftir brott- reksturinn snúiö sér til stéttar- félags sins — og kvartað. Engar skoðunar- ferðir. takk Frakkar hafa hafnað beiðni Sovétmanna til þess að fá að nota Toulon — aöalhöfn franska flotans — sem aðalviðkomustað sovéskra farþegaskipa, er sigla um Miðjarðarhaf hvert sumar. Þessi fimm farþegaskip „Mor- flot” hafa jafnan viðkomu I Marseilles, hinni hafnarborg Frakka við Miðjaröarhaf, en Kússarnir sögðu, aö Marseilles væri svo „stór borg, aö farþeg- arnir vilitust sinkt og heilagt i henni”. Leyniþjónusta Frakka taldi hitt visara, að Sovétmenn vildu fá aðgang að Toulon til þess að geta betur skoðað og fylgst með ýmsu merkilegu. Eins og feröum kjarn- orkukafbáta Frakka. tii gagngerrar endurskoðunar Starfsfólkið I aðalskrifstofum OECD er eins og skrifstofufólk viðast annarstaðar. Það tekur sér sinar hvildir annað veifið og spjallar um daginn og veginn, kaup og kjör og svo auðvitað skrifstofustjórann. Nýr yfirmaður var ráðinn þar að endurskoðunardeildinni i vetur. Frakki að nafni Fraud. — Ensku- talandi starfsfólk stofnunarinnar er með nafn hans á vörunum dag- inn út og inn, en gjarnan þá glott- andi. A ensku þýöir „fraud” nefnilega svik eða svindl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.