Vísir - 25.03.1981, Side 17

Vísir - 25.03.1981, Side 17
Miðvikudagur 25. mars 1981 VtSíR Bók um gíslamáiiö í íran á markað hérlendis: „Magnaöar frásagnir gíslanna” seglr ðlafur Ragnarsson, eigandi Vöku.sem geiur bókina úl ,,Það er ætlunin að fara dálit- ið inn á nýjar brautir i sam- bandi við bókaútgáfu að þvi leyti að gefa út aðrar tegundir bóka en hér hafa verið á mark- aði og gefa þær út á öðrum tima ársins en venja hefur verið, horfa ekki eingöngu á jóla- markaðinn” sagði Ólafur Ragnarsson fyrrverandi rit- stjóri Visis sem hefur stofnað fyrirtækið Vöku, bókaútgáfu og fjölmiðlunarþjónustu. „Meiningin er að gefa út er- lendar bækur eins fljótt og hægt er eftir að þær koma út erlendis og fyrsta bókin kemur einmitt á markaðinnilok þessa mánaðar, en það er bók um gislamálið i Iran og heitir „Gislar i 444 daga”. Þetta er bandarisk bók, skrifuðaf tveimur bandariskum blaðamönnum og kom út þar i landi i febrúar. Þetta er bók sem ég tel að allur almenningur geti haft áhuga á að kaupa og lesa, og menn muni allt eins kaupa fyrir sjálfa sig, en ekki eingöngu sem gjafabók, og að þvi leyti á hún erindi á markað á öðrum tima en á jólunum”. „Mögnuð frásögn” „Þetta er mjög mögnuð frá- sögn af þeim 14 mánuðum sem bandarikjamennirnir voru i gislingu i Iran. Rakin er þróun gislamálsins og grafist fyrir um ýmis atriði sem ekki hafa komið fram i hinum daglegu fréttum af málinu og segja má að beitt hafi verið mjög vandaðri rann- sóknarblaðamennsku við samn- ingu bókarinnar. Það sem sennilega mun vekja mikla at- hygli i bókinni eru viðtöl og frá- Ólafur Ragnarsson eigandi bókaútgáfunnar og fjölmiðlunarþjón- ustunnar Vöku, virðir fyrir sér kápu bókarinnar „Gíslar i 444 daga” sem kemur út á næstunni. (Visism: GVA.) sagnir af reynslu gislanna en það eru mjög magnaðar frá- sagnir. Margvislegar upp- lýsingar sem þar koma fram hafa ekki verið birtar áður, t.d. um, hvernig farið var með gisl- ana og sumt i frásögninni er mjög ógnvekjandi”. Nú er bókin unnin hér á aðeins nokkrum vikum, kemur það ekki niður á gæðum hennar? „Nei alls ekki. Þótt bókin sé unnin á meiri hraða en tiðkast hefur hér á landi þá hefur ekk- ert verið slakað á i sambandi við vinnubrögð og gæði. Hún á alls ekki aö bera það með sér að hún sé unnin þetta hratt. Fimm menn skiptu þýðingu bókarinn- ar á milli sin til að stytta þýðingartimann og við komum honum niður i 9 daga. En siðan var mikil vinna lögð i það að samræma texta, nöfn og stil þannig að það á ekki að sjást á bókinni að fleiri en einn maður hafi lagt þar hönd á plóginn”. Bók um John Lennon — Það kom fram i samtalinu við Olaf að næsta verkefni i út- gáfunni verður bók um æfi bitilsins John Lennon, sem er nýkomin út i Bretlandi.Hún er væntanleg á markað hér i mai og verður unnin á svipaðan hátt og gislabókin. I þeirri bók verð- ur sérstakur bókarauki sem tengist íslandi, og mun Þorgeir Ástvaldsson fjalla þar um áhrif Lennons og bitlanna á islenska popptónlist og Edda Andrés- dóttir mun skrifa viðtöl við is- lenska popptónlistarmenn um það hvernig þeir upplifðu bitla- timabilið og fleira i þeim dúr. gk —• Blöndusamnlngarnlr „límaspursmál hvenær samningar takast” „Það greiðir enginn elskunni sinni við Galtará, eftir að búið er að setja þetta land undir vatn,” sagði Hilmar Kristjánsson odd- viti á Blönduósi i spjalli við fréttamann um samningamálin um Blönduvirkjun, en Hilmar er einn þriggja oddvita i Húnavatns- Tyrkir Burfa vegabrélsárltun Akveðið hefur verið að fella úr gildi til bráðabirgða þar til annað verður ákveðið, samning um af- nám vegabréfsáritana milli ts- lands og Tyrklands, frá og með 1. mai 1981. Frá þeim degi verður krafist vegabréfsáritana af tyrk- neskum rikisborgurum, sem ferðast til íslands. Þetta er gert vegna nauðsynjar á samræmi i reglum Norðurlanda um vega- bréfabréfsáritanir samkvæmt gildandi samningi Norðurlanda um afnám vegabréfaskoðunar millilandanna. Frá og með 1. mai n.k. munu öll Norðurlöndin krefj- ast vegabréfsáritana af tyrknesk- um rikisborgurum, samkvæmt frétt frá utanrikisráðuneytinu. Hvðt með Bingo í Sigtúni Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna i Reykjavik, heldur Stór-Bingó i Sigtúni annað kvöld og hefst það kl. hálf niu. Stórglæsilegir vinningar verða i boði m .a. þrjár sólarlandaferðir á vegum ferðaskrifstofunnar Ot- sýn, margskonar rafmagnsvörur o.fl. Spilaðar verða fimmtán um- ferðir og húsið opnað klukkan átta. Fjáröflunarnefnd félagsins stendur fyrir bingóinu, en þetta er ein leið nefndarinnar af mörgum til fjáröflunar fyrir Hvöt. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir, en rétt er að taka fram aö aðgangseyrir er enginn. sýslu, sem skipa samninganefnd við Rarik um virkjunina. Áætlað var að fundir skyldu hefjast aftur með aðilum á mánu- dag, en þeim varð að fresta vegna veðurs og ófærðar, samninga- mennirnir að sunnan komust ekki norður. Hilmar sagði að afstaða Blönduóssbúa væri eindregin. Þeir vilja fá Blönduvirkjun, sem fyrst, þaðhefðimikla atvinnulega ogefnahagslega þýðingu fyrir þá. Hins vegar væri annað viðhorf i sveitunurp, þar hefði virkjunin að öllum likindum verulega búsetu- röskun i för með sér. Mönnum þættisárt að sjá þetta mikla land fara undir vatn og ýmsir hefðu vantrú á að hægt væri að rækta jafngott land i staðinn. Hann taldi að hefði verið hafist handa um ræktunina strax og Blönduvirkj- un kom til tals, væri árangurinn kominn i ljós og ekki þyrfti um neitt að semja núna. Auk landnytjanna taldi Hilmar að tilfinningar margra mörkuöu afstöðu til málsins, þvi margir aðrir en Jónas Hallgrimsson ættu hlýjar minningar frá þessu land- svæði. En þrátt fyrir allt, taldi Hilmar að vilji væri til samkomulags af allra hálfu og enda þótt enn beri nokkuð á milli, væri aðeins tima- spursmál hvenær samkomulag náist. SV 17 Nú er það stutt hár og strípur fyrir vorið Hárgreiðslustofdn TALBÖ Óðinsgötu 2 Simi 22138 fermingargjafa HUSGAGNADEILD JUi )U3j j JJUPl Jón Loftsson hf. FBI ....... Hringbraut 121 Simi 10600

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.