Morgunblaðið - 03.01.2004, Side 1

Morgunblaðið - 03.01.2004, Side 1
SJÚKLINGAR sem leituðu til sérfræðilækna í gær þurftu að greiða að fullu fyrir þjónustu þeirra og ekki dugar að fá kvittun fyrir greiðslu og ætla að fá endur- greiðslu síðar hjá Tryggingastofn- un að sögn Garðars Garðarssonar, formanns samninganefndar heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins. „Það liggur fyrir að menn eiga ekki rétt á endur- greiðslu, því miður, en samkvæmt núgildandi reglum er það alveg ljóst,“ segir Garðar. Tekið skal fram að öll öll bráða- þjónusta, heilsugæslan, spítalarn- ir og læknavaktir falla utan þess- ara deilna og sama gildir raunar einnig um Barnalæknaþjón- ustuna. Dýrar aðgerðir afpantaðar Verk hjá sérfræðilæknum voru væntanlega tiltölulega fá í gær enda sums staðar lokað. Lítið mun þó hafa verið um það að vinnandi fólk hafi afboðað viðtalstíma hjá sérfræðingum í gærdag enda segja sérfræðingar að kostnaðar- hlutur þess í venjulegu viðtals- gjaldi hafi hvort eð er verið orðinn svo hár. Öðru máli gegni hins veg- ar um öryrkja og aldraða, þar sé þetta erfiðara og eins þegar fólk þurfi að fara í dýrari rannsóknir eða aðgerðir, s.s. rannsóknir hjá sérfræðingum í hjarta- og lyf- lækningum, magaspeglanir, augn- og bæklunaraðgerðir ýmiss konar o.s.frv. Dæmi séu um að fólk hafi afpantað tíma vegna slíkra rann- sókna eða aðgerða en áhrifin af deilunni eigi eftir að koma betur í ljós í næstu viku. Sjúklingar bera kostnaðinn Allur gangur er á því hvað greitt er fyrir þjónustu sérfræði- lækna, allt eftir eðli þeirrar þjón- ustu sem veitt er. Gunnar Ár- mannsson, framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands, segir al- gengt að reikna með 3.200–4.000 krónum fyrir fyrstu komu og hlut- ur sjúklings af því sé í samræmi við útgefnar reglugerðir hverju sinni. Við aðgerðir geti upphæðin hins vegar hlaupið á tugum og jafnvel hundruðum þúsunda í dýr- ustu aðgerðunum og þann kostn- að beri sjúklingar, meðan ósamið er. Engir samningar í gildi milli Tryggingastofnunar og sérfræðilækna Sjúklingar geta ekki fengið endurgreitt síðar  Ekki tilbúnir/4 Vísa ábyrgð á hækkun- um til yfirvalda SAMNINGANEFND Lækna- félags Reykjavíkur vísar ábyrgð á því að greiðslu- hlutdeild sjúklinga hækkar frá og með áramótum alfarið yfir á heilbrigðisyfirvöld. Í frétt sem birt var á heimasíðu Læknafélags Íslands í gær er þetta áréttað og bent á að samninganefndin hafi með bréfum 30. nóvember og 3. desember sl. boðið upp á ákveðna lausn til að firra sjúk- linga vandræðum um áramótin ef ekki næðust samningar við ríkið fyrir þann tíma. Þannig var samninganefndin m.a. tilbúin að skrifa undir ákvæði um að börn, aldraðir og ör- yrkjar nytu ávallt trygg- ingaverndar samkvæmt samn- ingi. Samninganefnd heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins hafi hafnað boði samninganefndar læknanna. STOFNAÐ 1913 2. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Eldhúsverk- fræðin Tveir verkfræðingar gefa upp- skriftir og góð ráð Daglegt líf Lesbók og Börn í dag Lesbók | Gottfried Semper, faðir nútímaóperuhúsa  Klám, kannabis og farandverkamenn á bandaríska svartamark- aðnum Börn | Álfar og áramót  Öðruvísi jól í útlöndum MÚLLANN Krekar, öðru nafni Najm al-Din Faraj Ah- mad, trúarleiðtogi íslömsku samtakanna Ansar al-Islam, var handtekinn í Ósló í gær, grunaður um að hafa tekið þátt í samsæri um að myrða pólitíska keppinauta sína í Írak á árunum 2000–2001. Að sögn Aftenposten verður krafist fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir Krekar, sem búið hefur í Noregi í rúman áratug sem flóttamað- ur. Ansar al-Islam er hópur herskárra músl- íma sem hafast við í fjöllum Norður-Íraks. Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar skil- greina hópinn sem hryðjuverkasamtök. Þjóð- verjar gruna samtökin um að hafa reynt að skipuleggja hryðjuverk þar í landi. Krekar handtekinn Ósló. AFP. KUNNUR þýskur listasögufræðingur fullyrti í gær, að hann væri í fullu fjöri og heyrði alls ekki sögunni til, en tilkynning um andlát hans birtist í blaðinu Frankfurter Allge- meine Zeitung á miðvikudag. „Mér líður bara ágætlega eftir atvikum,“ sagði „hinn látni“, prófessorinn Dethard von Winterfeld. Til- kynningin var hrekkjabragð og send í nafni eiginkonu hans og ættingja, blaðið hefur beð- ist afsökunar. Þetta er í þriðja sinn á 40 ár- um, sem það fellur fyrir slíkri blekkingu. Ýkjufrétt um andlát HVÍTLAUKUR getur drepið bakteríur, sem eru orðnar ónæmar fyrir öflugustu lyfj- um. Kemur það fram í rann- sóknum, sem unnar hafa ver- ið við Háskólann í Austur-London. Í hvítlaukn- um er sagt efni, sem kallast allicin, og það geti drepið fjölónæmar sjúkrahúsbakteríur á borð við klasakokka. Yfirleitt eru þær ekki skaðlegar heilbrigðu fólki en geta valdið banvænni sýkingu í þeim, sem eru veikir fyr- ir. Ron Cutler, einn vísindamannanna, segir að kraftur hvítlauksins að þessu leyti hafi raunar verið kunnur í aldaraðir. Hvítlaukur gegn ofurbakteríum Lögreglumaður í brynvagni við Charles de Gaulle-flugvöll norð- an við París í gær. Í baksýn er ein af þotum Air France. Sex af ferðum félagsins til Bandaríkj- anna hefur verið aflýst síðustu tíu dagana vegna vísbendinga um að hryðjuverkamenn ætluðu að nota þoturnar til árása vestra. Reuters Í viðbragðsstöðu á Charles de Gaulle-flugvelli „ÉG varð ástfangin af landinu rétt áður en ég varð ástfangin af honum. Hann var enn spurningarmerki í mínum huga þegar ég var orðin ástfangin af Íslandi.“ Þetta segir Dorrit Moussaieff, eig- inkona Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, í löngu viðtali við ísraelska blaðið Haa- retz um hátíðarnar. Útdráttur úr viðtalinu birtist í Morgunblaðinu í dag. /12 Ástfangin af Íslandi á undan Ólafi ALLS hafa verið felldar niður sjö ferðir er- lendra flugfélaga vestur um haf eða þeim seinkað vegna vísbendinga um hættu á hryðjuverkum síðan bandarísk stjórnvöld hertu eftirlit til muna 21. desember. Frétta- skýrendur telja að krafa Bandaríkjamanna um vopnaða verði í vélar á leið til landsins, telji leyniþjónustumenn vestra að þær verði ef til vill notaðar til árása, geti gerbreytt allri ásýnd farþegaflugs í heiminum, að sögn AFP- fréttastofunnar. Sir Timothy Garden, þekktur breskur sér- fræðingur í öryggismálum, segir að ferðirnar sem felldar voru niður um hátíðarnar bendi til þess að trúverðugar vísbendingar hafi verið um árásarhættu. „Hermdarverkamenn ná markmiði sínu ef efnahagurinn hrynur vegna þess að flug leggst af. Öruggast er að aflýsa öllum ferðum – en það myndi augljóslega hafa slæm áhrif.“ Vopnaðir verðir „framandi tilhugsun“ Guðjón Arngrímsson hjá Flugleiðum segir að menn hafi í sjálfu sér ekki mestar áhyggj- ur af því þótt fella verði niður flug stöku sinn- um. Óbeinu áhrifin af öllum öryggisráðstöf- unum og óttanum við hryðjuverk geti hins vegar orðið veruleg. Tiltölulega staðbundin mál eins og Íraksstríðið og HABL-farald- urinn, sem herjaði nær eingöngu í Austur- Asíu, drógu úr löngun fólks um allan heim til ferðalaga milli landa. „Þessi fyrirmæli um vopnaða verði eru að sjálfsögðu framandi tilhugsun fyrir okkur Ís- lendinga sem erum óvanir vopnaburði,“ sagði Guðjón. „Það er þó ekki um annað að gera en að vinna úr þeim með íslenskum og banda- rískum yfirvöldum. Auðvitað vona allir að þetta ástand nú standi stutt yfir og það er al- veg óvíst hvort þess verður nokkurn tíma krafist að vopnaður vörður verði í einhverju tilteknu flugi héðan til Bandaríkjanna af ör- yggisástæðum. Og þá verður væntanlega sá valkostur einnig fyrir hendi að fella niður við- komandi flug.“ Flug til Bandaríkjanna fellt niður vegna ótta við hryðjuverk Óttast áhrif á allt farþegaflug  Frönsk/20 ÍSLENDINGURINN Sesselja Pálsdóttir hefur náð góðum árangri í viðskiptum í Banda- ríkjunum með rekstri net- verslunarinnar Senior Shops, sem sérstaklega er ætluð öldruðum. Þar er safnað sam- an vörum, sem gagnast öldruðu fólki, en fást sjaldnast allar á einum stað. Sala verslunar- innar hefur þrefaldast á þremur árum. /14 Selur vörur fyrir aldraða á Netinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.