Morgunblaðið - 03.01.2004, Page 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FERÐIR FELLDAR NIÐUR
Felldar hafa verið niður alls sjö
flugferðir alþjóðlegra flugfélaga til
Bandaríkjanna síðan örygg-
isráðstafanir voru hertar vestra 21.
desember sl. Bandarískar herþotur
eru sagðar hafa verið sendar á loft til
að fylgjast með tveimur frönskum
farþegaþotum á leið til Los Angeles
fyrr í vikunni. Fréttaskýrendur álíta
að krafa Bandaríkjamanna um vopn-
aða verði í vélar sem vísbendingar
eru um að hryðjuverkamenn ætli að
nota til árása geti orðið til að ger-
breyta ásýnd flugs í heiminum.
Greiða þjónustuna að fullu
Sjúklingar sem leituðu til sér-
fræðilækna í gær þurftu að greiða að
fullu fyrir þjónustu þeirra og ekki
dugar að fá kvittun fyrir greiðslu og
ætla að fá endurgreiðslu síðar hjá
Tryggingastofnun. Gunnar Ár-
mannsson, framkvæmdastjóri
Læknafélags Íslands, segir ljóst að
sjúklingum sé heimilt að greiða sér-
fræðingum úr eigin vasa þótt þeir fái
síðan ekki endurgreitt frá Trygg-
ingastofnun.
Ekki komin þíða
Íranar báðust í gær undan því að
bandarísk mannúðarnefnd kæmi til
landsins að svo stöddu. George W.
Bush Bandaríkjaforseti segir að sú
ákvörðun stjórnvalda að veita Írön-
um aðstoð vegna jarðskjálftanna í
borginni Bam merki ekki að komin
sé upp þíða í samskiptum ríkjanna.
Bush hefur aflétt í þrjá mánuði við-
skiptaþvingunum gagnvart Íran
vegna hamfaranna en segir að vilji
klerkastjórnin bæta samskiptin
verði hún meðal annars að framselja
liðsmenn al-Qaeda í Íran og koma á
stjórnarfarsumbótum.
23 dóu í umferðarslysum
Alls létust 23 einstaklingar í 20
umferðarslysum á nýliðnu ári. Er
fjöldi látinna nokkru minni en á
árinu 2002 þegar 29 manns létust.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 36
Viðskipti 14/15 Umræðan 36/37
Erlent 16/20 Kirkjustarf 38
Höfuðborgin 24 Minningar 40/47
Akureyri 24 Myndasögur 50
Suðurnes 25 Bréf 50
Árborg 26 Dagbók 52/53
Landið 26 Íþróttir 54/55
Listir 27/28 Leikhús 56
Ferðalög 29 Fólk 56/61
Daglegt líf 30/31 Ljósvakamiðlar 62
Forystugrein 32 Veður 63
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir blað frá Endurmenntun
Háskóla Íslands. Blaðinu er dreift
á SV-landi.
Blaðinu í dag fylgir einnig blað frá
Salnum í Kópavogi.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m-
bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is
Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is
Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ÞRETTÁN nýir lögreglumenn taka til starfa hjá lögreglunni í Reykjavík um
þessar mundir og verða á vöktum í útkallsliði lögreglunnar. Í lögregluliðinu
fjölgar í raun um fjóra menn þar sem um endurnýjun starfsliðs er að ræða í
sumum tilvikum. Langflestir hinna nýju lögreglumanna voru að ljúka námi
frá Lögregluskóla ríkisins í desember og segir Karl Steinar Valsson aðstoð-
aryfirlögregluþjónn að hópurinn lofi góðu miðað við vitnisburð frá skól-
anum. Lögreglumennirnir voru boðnir velkomnir til starfa í gær og segir
Karl Steinar að þessi liðsstyrkur sé mikilvægur fyrir lögregluna.
„Það er mjög jákvætt að fá nýtt fólk til starfa og þeir lögreglumenn sem
valdir voru til starfa að þessu sinni eru greinilega geysilega hæfir,“ segir
hann. „Ég held að þeir séu góð viðbót við þann góða hóp sem lögreglan hefur
yfir að ráða.“
Morgunblaðið/Júlíus
Aðalvarðstjórarnir Grímur Grímsson (t.v.) og Ágúst Svansson bjóða nýja lögreglumenn, þær Eyrúnu Eyþórsdóttur og Maríönnu Said, velkomnar til starfa.
Þrettán nýir lögreglumenn til starfa
TÓMAS Helgason, fyrrverandi prófessor og yf-
irlæknir geðdeildar Landspítalans, segir í grein í
nýjasta tölublaði Læknablaðsins að sameining
sjúkrahúsanna í Reykjavík hafi verið knúin fram
með sveltistefnu og hafi misheppnast.
„Sameining spítalanna var knúin fram með
sveltistefnunni,“ segir Tómas í grein sinni. „Fjár-
veitingavaldið og margir sem ekki þekktu nægj-
anlega til starfsins inni á sjúkradeildunum héldu
að hægt væri að spara útgjöld með sameiningunni.
Ýmsir læknar trúðu því að með sameiningu mætti
bæta þjónustu við sjúklinga og nemendur og auka
fræðilegar rannsóknir. Engin gögn sýna að þjón-
usta við sjúklinga hafi batnað eða faglegur styrkur
aukist. Enn ætlar fjárveitingavaldið að nota svelti-
stefnuna til að knýja fram einhverjar breytingar í
von um að spara útgjöld. Valdhafarnir hafa ekki
sagt hverju eigi að breyta eða hvernig og því ætlar
stjórn spítalans að skera niður þjónustu og draga
úr kennslu og rannsóknum. Núverandi landlæknir
og ríkisendurskoðandi voru talsmenn sameiningar
og telja að ekki sé enn fullreynt, þrátt fyrir að nið-
urstöður úttektar beggja sýni að tilraunin með
sameiningu sjúkrahúsanna hafi mistekist.“
Telur þjónustu ekki batna
Í greininni vísar Tómas til þess að í skýrslu ráð-
gjafarfyrirtækis frá 1997 hafi meðal annars komið
fram að hugsanlega mætti fækka um 500 störf og
að nýta mætti þá fjármuni sem spöruðust til þró-
unar og bættrar þjónustu, en í skýrslu Ríkisend-
urskoðunar, „Sameining sjúkrahúsanna í Reykja-
vík. Mat á árangri“, bendi engin gögn til þess að
þegar til lengri tíma sé litið gefi sameining sér-
greina kost á markvissari og betri þjónustu við
sjúklinga og meiri möguleikum á kennslu og vís-
indastörfum, eins og að hafi verið stefnt. „Ekki
hefur enn tekist að auka umfang þjónustu. Legum
og legudögum hefur fækkað, dag- og göngudeild-
arþjónusta hefur aukist lítillega og fjöldi skurð-
aðgerða er svipaður og fyrir sameiningu,“ segir
Tómas. Hann bendir einnig á að gera hafi átt
starfsemina skilvirkari og ódýrari en annað hafi
komið á daginn eins og skýrslan beri með sér.
Betra ef spítalarnir væru tveir
„Spítalaforstjórinn fullyrðir að vandinn væri
meiri án sameiningar og hefur þá eflaust í huga
sveltistefnuna, sem rekin var í hans tíð í fjármála-
ráðuneytinu og virðist nú blómstra á nýjan leik,“
skrifar Tómas. „Líklegra er þó að vandinn væri
minni og þjónustan betri ef spítalarnir væru tveir
og veittu hvor öðrum aðhald, en hefðu hæfilega
samvinnu.“
Margir töldu unnt að spara
útgjöld með sameiningunni
Fyrrverandi prófessor segir sameiningu spítalanna misheppnaða
EMBÆTTI skattrannsóknarstjóra
getur vísað til ríkislögreglustjóra
skattsvikamálum, ef grunur leikur á
að brotin séu meiriháttar vegna eðlis
þeirra eða umfangs. Ríkisskattstjóri
og efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra hafa nú til meðferðar meint
skattsvik Jóns Ólafssonar, fyrrum
eiganda Norðurljósa hf. Ríkislög-
reglustjóri fékk málið frá skattrann-
sóknarstjóra á gamlársdag til
ákvörðunar um hvort ákært verði
fyrir lagabrot vegna skattsvika.
Skúli Eggert Þórðarson skatt-
rannsóknarstjóri segir tilgang rann-
sókna embættis síns tvíþættan. Ann-
ars vegar að ganga úr skugga um
það hvort opinber gjöld kunna að
hafa verið vanálögð og hins vegar
hvort hafa eigi uppi refsimeðferð
vegna slíkra ætlaðra brota.
Hann segir að yfirleitt sé sá hátt-
urinn hafður á að við lok rannsóknar
sé tiltekið mál sent ríkisskattstjóra
til endurákvörðunar. „Á sama tíma
er undirbúin refsimeðferð sem felst í
því að viðkomandi aðilum er gefinn
kostur á að tjá sig um niðurstöðu
skýrslu skattrannsóknarstjóra,“
segir hann. „Að gættum andmæla-
rétti er tekin ákvörðun um eitt af
þrennu; í fyrsta lagi hvort málinu
verði vísað til opinberrar rannsóknar
hjá ríkislögreglustjóra, í öðru lagi
hvort málinu verði vísað til lokaðrar
stjórnsýslumeðferðar hjá yfirskatta-
nefnd og í þriðja lagi hvort refsimeð-
ferð falli niður.“ Skúli Eggert segir
að skattrannsóknarstjóra beri að
vísa máli til opinberrar rannsóknar
ef aðili vill ekki sæta lokaðri stjórn-
sýslumeðferð hjá yfirskattanefnd.
„Almennt séð getur skattrannsókn-
arstjóri vísað máli til opinberrar
rannsóknar ef líkur eru á ætluðu
undanskoti á verulegum fjárhæðum
sem varða við almenn hegningarlög,
ef rökstuddur grunur er um að
verknaður hafi verið framin með sér-
staklega vítaverðum hætti eða við
aðstæður sem auka saknæmi brots-
ins, ef aðili hefur áður orðið uppvís
að skattsvikum eða ef aðili er grun-
aður um meiriháttar brot gegn lög-
um um bókhald og lögum um árs-
reikninga.“
Ríkisskattstjóri hefur mál Jóns
Ólafssonar til meðferðar að því er
varðar endurákvörðun vegna álagn-
ingar opinberra gjalda. Indriði Þor-
láksson ríkisskattstjóri segir að
sama gildi um það og önnur mál; það
verði unnið eins og tilefni er til og
reynt að hraða því eins og unnt er.
Skattamálum vísað til lögreglu
ef grunur er um meiriháttar brot