Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ PENINGALÁN frá hinu opinbera til íbúða- kaupa og húsbygginga eru ekki ný af nálinni hér á landi. Hið opinbera húsnæðislánakerfi, sem húsbréfakerfið leysti af hólmi á árinu 1989, var peningalánakerfi. Það kerfi, svonefnt 86- kerfi, var í grunninn ekki ósvipað því húsnæð- islánakerfi sem félagmálaráðherra hefur boðað að verði tekið upp hinn 1. júlí næstkomandi, en þá er ætlunin að leggja húsbréfakerfið niður og taka upp bein peningalán í staðinn. Aðstæður eru hins vegar aðrar nú en var áður en hús- bréfakerfið kom til sögunnar. Mun minna fjár- magn var þá í umferð og húsnæðislánin voru umtalsvert hagstæðari en önnur lán sem í boði voru. Því myndaðist biðröð eftir húsnæðislán- um sem hefði tekið allt að þrjú á að vinna á þeg- ar húsbréfakerfið tók við. Sérfræðingar á fjármála- og fasteignamark- aði, sem Morgunblaðið hafði samband við, telja að það sem hafi gert að verkum að 86-kerfið hafi ekki getað skilað tilætluðum árangi muni að öll- um líkindum ekki koma upp í hinu væntanlega peningalánakerfi Íbúðalánasjóðs. Sérfræðing- arnir taka nokkuð vel í þær fyrirhuguðu breyt- ingar sem boðaðar hafa verið á hinu opinbera húsnæðislánakerfi. Telja þeir að breytingarnar muni í sjálfu sér ekki hafa mikil áhrif á fast- eignamarkaðinn sjálfan, en hins vegar verði þau skuldabréf sem Íbúðalánasjóður mun gefa út til að fjármagna peningalán til íbúðakaupa og hús- bygginga, seljanlegri á erlendum mörkuðum en hús- og húsnæðisbréf hafa verið. Það geti haft áhrif til lækkunar vaxta er fram í sækir. Breytingar koma á óvart Fyrirhugaðar breytingar á hinu opinbera húsnæðislánakerfi koma á óvart því þetta eru ekki þær breytingar sem flestir hafa reiknað með að verið væri að vinna að. Öll umræða um húsnæðismál að undanförnu hefur snúist um það sem segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar varðandi þessi mál, þ.e. hækkun lánshlut- fallsins í húsnæðislánakerfinu í 90% og umtals- verða hækkun hámarkslána. Þannig sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra til að mynda í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir að hann settist í stól ráðherra síðastliðið vor að ætlunin væri að koma með nokkuð góða áætlun um framkvæmd tillagna um hækkun lánshlutfalls- ins og hámarkslánanna þegar Alþingi myndi koma saman. Þar átti hann við áður en Alþingi kom saman síðastliðið haust. Hann bætti og við í samtalinu að gera þyrfti smávægilegar breyt- ingar á fyrirkomulagi íslensks fjármálamark- aðar til að auðvelda aðgengi erlendra fjárfesta að íslenskum skuldabréfaflokkum. Þær smá- vægilegu breytingar hafa nú séð dagsins ljós sem og hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs um nokkur hundruð þúsund krónur, en ekki þær umtalsverðu fjárhæðir sem talað var um. Hækkun á lánshlutfallinu í hinu opinbera hús- næðislánakerfi og frekari hækkun hámarkslán- anna hefur verið slegið á frest. Ekki er hægt að segja að boðaðar breytingar á fyrirkomulagi skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs séu smávægilegar. Eins og fram hefur komið í viðtölum við félagsmálaráðherra frá því breyt- ingarnar voru kynntar, hefur húsbréfakerfið þjónað tilgangi sínum. Um það er líklega ekki efast að húsbréfakerfið hefur stuðlað að stöð- ugleika á fasteignamarkaði og orðið til að auð- velda flestum íbúðakaup. Þeir sem eru á lægstu launum eiga þó eflaust í flestum tilvikum ekki mikla möguleika á að festa kaup á húsnæði á hin- um almenna markaði með aðstoð kerfisins. Það mun væntanlega ekkert breytast með hinum boðuðu breytingum. Ekki samráð Áður en húsbréfakerfið kom til sögunnar voru breytingar á hinu opinbera húsnæðislánakerfi nokkuð tíðar. Þegar stórvægilegar breytingar voru í undirbúningi höfðu stjórnvöld alla jafna samráð við aðila vinnumarkaðarins, s.s. samtök atvinnulífsins og launafólks, fasteignasala, fjár- málastofnanir, neytendur og fleiri. Slíkt víðtækt samráð var ekki haft um þær breytingar sem boðaðar hafa verið að þessu sinni. Líklegt er að það sé þess vegna sem breytingarnar koma eins mikið á óvart og raun ber vitni. Breytingarnar á hinu opinbera húsnæðislána- kerfi eiga að taka gildi hinn 1. júlí næstkomandi. Þær byggjast á niðurstöðum nefndar sem fjár- málaráðherra skipaði á árinu 2001. Markmið þeirrar nefndar, sem skipuð var fulltrúm ráðu- neyta, Íbúðalánasjóðs, Seðlabanka og Lánasýsl- unnar, var að skoða hvernig efla mætti stöðu húsbréfa og húsnæðisbréfa til að þessi skulda- bréf geti enn betur gegnt því hlutverki að vera vaxtamyndandi á verðbréfamarkaði. Í júlí síðastliðnum skipaði félagsmálaráðherra nefnd til að vinna að hugsanlegum breytingum á húsnæðislánakerfinu hvað varðar lánshlutfallið og hámarkslánin. Sú nefnd hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Hefur félagsmálaráðherra sagt í viðtölum við fjölmiðla að í þeirri nefnd hafi víðtækt samráð verið haft við alla þá aðila sem málið hafi þótt eiga erindi við. Engin óvissa hjá kaupendum Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðu- neytinu frá því á gamlársdag, þar sem fyrirhug- uð niðurlagning húsbréfakerfisins var boðuð, segir að áhætta sú sem fólgin hefur verið í mis- miklum afföllum af húsbréfum muni heyra sög- unni til þegar hið væntanlega peningalánakerfi mun taka við. Þá segir að fyrirhuguð breyting á lánum Íbúðalánasjóðs úr húsbréfum í peninga- lán verði ekki síst gerð til hagræðis fyrir neyt- endur. Afföllin í húsbréfakerfinu koma eingöngu fram ef ávöxtunarkrafa til húsbréfanna er hærri en nafnvextirnir á þessum skuldabréfum. Að sama skapi er yfirverð á húsbréfunum ef ávöxtunarkrafan er lægri en nafnvextirnir. Gagnvart íbúðakaupendum verður væntanleg breyting á hinu opinbera húsnæðislánakerfi í raun engin. Íbúðakaupendur fá í dag engin hús- bréf í sínar hendur þegar þeir festa kaup á hús- næði. Þeir gefa út fasteignaveðbréf, sem svara í raun til peningalána. Þeir eru því ekki í nokk- urri óvissu um hvaða kjör eru á húsbréfalánum. Það eru hins vegar seljendur íbúða sem fá húsbréf í sínar hendur í skiptum fyrir þau fast- eignaveðbréf sem kaupendur gefa út við kaup- in. Þeir geta hugsanlega verið í óvissu um hvað þeir fá fyrir húsbréfin. Markaðurinn fyrir hús- bréf er hins vegar mjög virkur og stöðugur og því vita íbúðaseljendurnir, sem fá húsbréfin í sínar hendur, alla jafna hvaða ávöxtunarkrafa er á húsbréfunum og vita því hvað þeir fá fyrir sín húsbréf. Næsta víst er því að óvissan í þess- um efnum í kjölfar fasteignaviðskipta sé alla jafna ekki mikil. Þegar húsbréfakerfinu var komið á fót var nokkuð mikið lagt upp úr því að benda á þær þrjá leiðir sem íbúðaseljendur geta nýtt þau húsbréf sem þeir fá sem greiðslu fyrir sölu á íbúð. Í fyrsta lagi væri hægt að selja húsbréfin á markaði og fá peninga í staðinn. Í annan stað væri hægt að nota húsbréfin sem greiðslu upp í aðra íbúð og í þriðja lagi væri hægt að eiga hús- bréfin sem sparnað. Peningar í umferð verða minni eftir því sem fleiri nota húsbréfin sem greiðslu upp í aðra íbúð eða eiga þau sem sparn- að. Það hefur áhrif til lækkunar vaxta. Með því að leggja húsbréfakerfið af tapast þessar tvær leiðir til að draga úr peningum í umferð því þá fer allur stokkur húsnæðislána hins opinbera beint á markaðinn. Raunverulegt útstreymi úr húsnæðislánakerfinu mun því væntanlega aukast frá því sem verið hefur eftir að húsbréfa- kerfið hefur verið lagt niður, hversu mikið ligg- ur hins vegar ekki fyrir. Breytingar sem geta verið til bóta Á það hefur stundum verið bent að svonefnt útdráttarfyrirkomulag í húsbréfakerfinu sé flókið og valdi óvissu um endurgreiðslutíma húsbréfanna. Með hinu væntanlega peninga- lánakerfi verður útdráttarfyrirkomulagið lagt af. Sérfræðingar sem Morgunblaðið hafði sam- band við telja að væntanleg skuldabréf Íbúða- lánasjóðs, sem gefin verða út til að fjármagna peningalán sjóðsins, verði líklega seljanlegri á erlendum mörkuðum en hús- og húsnæðisbréf hafa verið til þessa. Það geti hugsanlega haft áhrif til lækkunar vaxta er fram í sækir. Þegar rætt er um vaxtalækkun á húsnæð- islánum er vert að hafa í huga að árangurinn verður minni fyrir íbúðakaupendurna ef fast- eignaverðið hækkar umfram kaupmátt. Frá ársbyrjun 1999 hefur vísitala íbúðaverðs í fjöl- býli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um tvöfalt meira en launavísitalan. Lántökur íbúðakaup- enda hafa því væntanlega aukist á sama tíma og ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur farið lækkandi. Vaxtalækkun ein og sér er því ekki nóg til að auðvelda fólki að festa kaup á íbúðarhúsnæði. Ef slíkt er ætlunin er nauðsynlegt á sama tíma að reyna að koma í veg fyrir að verðhækkun éti upp allan ávinninginn. Sérfræðingarnir sem Morgunblaðið hafði samband við telja ekki líklegt að fyrirhugaðar breytingar á hinu opinbera húsnæðislánakerfi muni leiða til aukinnar þenslu á fasteignamark- aði. Hugsanlegar vaxtalækkanir vegna aukinna kaupa erlendra fjárfesta á skuldabréfum Íbúða- lánasjóðs eigi því að geta haft jákvæð áhrif á vexti hér á landi og þar með fyrir íbúðakaup- endur, þegar til lengri tíma er litið. Boðaðar breytingar geti því verið til bóta. Aðrar breyt- ingar en reikn- að var með Boðaðar breytingar á húsnæðislánakerfinu, sem miða að því að leggja niður húsbréfakerfið og taka upp pen- ingalán, eru á vissan hátt afturhvarf til fortíðar. Aðstæður eru hins vegar aðrar nú en áður var og telja sérfræð- ingar, sem Grétar Júníus Guðmundsson ræddi við, að breytingarnar séu til bóta en koma þó flestum á óvart. Morgunblaðið/Golli gretar@mbl.is Álit greiningardeilda bankanna á breytingum á fyrirkomulagi húsnæðislána Uppgjörsmiðstöð mikilvæg SNORRI Jakobsson, sérfræðingur hjá greiningardeild KB banka, seg- ir að breytingar á fyrirkomulagi húsnæðislána séu mjög jákvæðar ef allt gengur upp, eins og hann orðar það. Hann segir að það sem mestu máli skipti bæði fyrir almenning og fjárfesta sé að lánin verði gerð upp í erlendri uppgjörsmiðstöð eins og talað er um í tillögum nefndar fé- lagsmálaráðherra að kanna eigi, og þau verði markaðshæf á al- þjóðavettvangi. Til þess horfi al- þjóðlegir fjárfestar, en aðkoma þeirra er forsenda þess að eft- irspurn verði næg til að vextir lán- anna lækki. Snorri segir það einnig jákvætt að skuldabréfaflokkum sé fækkað og þeir stækkaðir. „Það sem hefur staðið þessu kerfi fyrir þrifum og hindrað erlenda aðila í að koma inn á markaðinn er að markaðs- hindranir hafa verið til staðar, eins og útdráttarfyrirkomulagið. Það að gera bréfin að jafngreiðslubréf- um gerir þau auðskiljanlegri og seljanleikinn eykst.“ Snorri segir að annað mikilvægt atriði sé áhættuálagið sem Íbúða- lánasjóður kemur til með að setja á hin nýju bréf þar sem sjóðurinn geti eftir breytinguna 1. júlí ekki farið inn á markaðinn og keypt upp húsbréf ef gengi þeirra hækkar. „Rekstraráætta Íbúðalánasjóðs eykst við þessa breytingu og spurn- ing hvert álagið verður vegna hennar.“ Snorri segir að hækkun há- markslánanna nú um áramót geti haft áhrif á verðlag á fast- eignamarkaði en sér sýnist þó hækkun hámarkslána nú um ára- mót vera hófleg. Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá Landsbanka Ís- lands, segir að sér lítist vel á breyt- ingarnar sem snúa að því að end- urskipuleggja verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs. „Ég er mjög ánægð með að leggja eigi niður húsbréfin sem fjármögnunarform og taka upp form íbúðalána eins og það hefur verið kynnt. Þar með er ver- ið að svara breyttum kröfum mark- aðarins, og m.a. erlendra fjárfesta. Með því að taka upp nýtt form íbúðalána erum við að færa okkur nær því sem gengur og gerist á al- þjóðlegum mörkuðum. Kerf- isbreytingin mun jafnframt leiða af sér færri en í senn stærri skulda- bréfaflokka sem styður undir tryggari verðmyndun á bréfunum. Þessi atriði ættu að greiða fyrir lækkun langtímavaxta þegar fram í sækir. Í ljósi þessa eru kerfisbreyt- ingarnar vissulega jákvæðar.“ Varðandi hækkun hámarkslána segir Guðmunda að miðað við að lánin haldi áfram að hækka um sömu krónutölu um hver áramót út kjörtímabilið, þá verði hámarkslán innan þeirra marka sem greining- ardeild bankans telur skynsamleg miðað við þann efnahagsramma sem framundan er. Sé farið mikið upp fyrir 12 milljóna markið geti það haft þensluhvetjandi áhrif, að mati Guðmundu. Óvissu eytt Guðbjörg Anna Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka, segir að hækkun há- marksfjárhæðar húsbréfalána nú um áramót muni auka eftirspurn á fasteignamarkaði og þrýsta upp fasteignaverði. Hækkunin muni leiða af sér meira framboð hús- bréfa og þar með hærri lang- tímavexti en ella. Á móti vega þær kerfisbreytingar sem fyrirhugaðar eru með afnámi húsbréfakerfisins. Þær breytingar eru í takt við það sem Greining ÍSB hefur gert ráð fyrir og fjallað um. „Endurskipulagningin er klár- lega jákvæð og það er mikilvægt að þetta liggi fyrir núna. Menn hafa beðið mjög lengi eftir áliti nefnd- arinnar og nú hefur óvissunni verið aflétt.“ Guðbjörg segir að fyrirhugaðar kerfisbreytingar muni styrkja ís- lenskan skuldabréfamarkað, gera hann gegnsærri og skilvirkari og skila sér í lægri ávöxunarkröfu á markaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.