Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er alltaf hollt að gæta að málum þegar sú staða er uppi að mikil sam keppni er á fjár- málamarkaði eins og nú er. Alþjóðleg og inn- lend reynsla sýnir að þegar mikill uppgangur er á mörkuðum verða oft til hugsanleg útlána- vandamál og því rétt að sýna aðgæslu. Þetta segir Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, um ummæli forsætis- ráðherra sem sagði í áramótagrein sinni í Morgunblaðinu að taumlaus erlend lántaka bankanna væri áhyggjuefni. Bankerfið hefur verið að styrkjast „Íslenska bankakerfið hefur hins vegar verið að styrkjast verulega, einingar að stækka og alhliða áhættustýring er orðin mjög virk,“ segir Halldór. „Bankarnir eru því vel í stakk búnir til að mæta þessum vexti. Arðbær og traustur vöxtur er af hinu góða því það dreifir föstum kostnaði á dreifðara eigna- safn og gefur bönkunum færi á að lækka vaxtamun sem kemur öllum viðskiptavinum til góða. En vegna mikils vaxtamunar á milli erlendra mynta og íslensku krónunnar er eft- irspurnin af hálfu viðskiptavina okkar nánast einvörðungu í lán í erlendri mynt. Útlána- aukningin er því að miklu leyti í erlendum myntum og það er í sjálfu sér algerlega eðli- legt þegar í hlut eiga fyrirtæki með tekju- myndun beint eða óbeint í erlendri mynt. Þá mega menn ekki skilgreina það of þröngt.“ Halldór segir ennfremur að hluti útlánaaukn- ingar sé vegna erlendra verkefna bæði bank- anna sjálfra og viðskiptavina þeirra. Slík verkefni liggi að baki verulegum hluta útlána- aukningar Landsbankans á nýliðnu ári. Halldór segir Landsbankann leggja áherslu á að skynsamlegt jafnvægi sé á milli tímalengdar erlendra lánveitinga bankans og tímalengdar erlendrar lántöku. „Við erum sammála ábendingum seðla- bankans og forsætisráðherra að vegna örygg- is í fjármögnun sé rétt að bankarnir fjár- magni sig til eitthvað lengri tíma en útlán þeirra segja til um þannig að við fjármögnum hluta af okkar erlendu skammtímaútlánum hér heima og erlendis með lengri erlendum lánum. Landsbankinn tók mjög stórt erlent lán til fjögurra ára í haust og eins og staðan er í dag teljum við að það sé mjög eðlilegur endurgreiðsluferill á okkar lánum. Við höfum fjármagnað okkur að hluta til meira með lengri lánum en við höfum lánað út og það er gert í öryggisskyni. Ég er því mjög sáttur við okkar stöðu eins og hún er núna.“ Halldór segir það einnig vera öryggisatriði í fjár- mögnun að taka ekki bara lengri tíma lán heldur koma einnig oftar á alþjóðlega mark- aðinn með skemmri lánstíma t.d. 2 ára skuldabréf. Það að bankarnir komi tiltölulega ört á hina alþjóðlegu markaði með útgáfum til skemmri tíma eykur sýnileika og treystir eft- irspurn eftir íslenskum bankabréfum. Þetta er því jafnvægislist og ég held að allir átti sig á því að nauðsynlegt er að gæta að heild- arstöðunni hverju sinni. Ein jákvæð þróun hefur orðið á nýliðnu ári og það er vöxtur inn- lánsstarfsemi erlendis og Landsbankinn hef- ur lagt aukna áherslu á innlánaþjónustu t.d. í dótturfélagi okkar í London, Heritable Bank. Þannig er meginhluti starfseminnar í Eng- landi nú fjármagnaður með innlánum breskra viðskiptavina. Við stefnum að því að auka þennan þátt í erlendri fjármögnun og það eykur einnig öryggi í erlendri fjármögnun verulega,“ segir Halldór. Erlend lánastarfsemi nú mun meiri Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslands- banka, segist reikna með að forsætisráðherra sé m.a. að vísa til þess að erlendar skuldir þjóðarbúsins hafi farið vaxandi. „Orð forsætisráðherra eru ágætis áminn- ing til allra sem taka lán í erlendri mynt um að fara varlega. Vöxtur er af hinu góða en kapp er að sjálfsögðu ætíð best með forsjá. Hvað Íslandsbanka varðar hefur vissulega verið vöxtur í útlánum til viðskiptamanna bankans. Annars vegar er um það að ræða að við erum í vaxandi mæli að lána til erlendra viðskiptamanna og tæplega 20% af eignasafni bankans eru til erlendra aðila, hlutfallið hefur vaxið úr nánast engu á síðastliðnum fimm ár- um og hefur þannig valdið stækkun á efna- hagsreikningi. Sömuleiðis hefur Íslandsbanki verið að ná til sín verkefnum og fjármagna verkefni sem áður voru í höndum erlendra að- ila. Þetta eru meginskýringarnar hvað okkur varðar,“ segir Bjarni. Sólon Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, segir bankann auðvitað taka lán erlendis til þess að lána við- skiptavinum þannig að ekki sé við bankann að sakast í því efni. „Við erum bara að reyna að þjónusta okkar viðskiptavini. Þannig að það er mjög rangt að tala um taumlausa lántöku bankanna, það eru viðskiptavinir þeirra sem taka lán í erlendri mynt.“ Sólon segir það út fyrir sig geta verið áhyggjuefni að erlendar skuldir þjóðarbúsins séu orðnar of miklar en það sé önnur saga. „En fyrir fyrirtækin og þá einstaklinga sen hafa þekkingu til þess að taka erlend lán er það í lagi. Ég hins vegar vara við því að allur almenningur fari að taka erlend lán, þ.e. fólk sem ekki getur tekið áhættu og kann það ekki heldur,“ segir Sólón. Meðallánstími að lengjast Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Spari- sjóðabankans, segir Sparisjóðabankann með mun minni umsvif á þessu sviði en viðskipta- bankana þrjá. Meðallánstími erlendra lána bankans hafi auk þess verið að lengjast á und- anförnum misserum. Finnur segir að vænt- anlega séu menn að hugsa um skammtímalán viðskiptabankanna enda hafi þeir verið að fjármagna sig til skamms tíma með erlendum lánum en lánað til lengri tíma. „ Þá getur orð- ið þarna ákveðið ójafnvægi og ef aðgangur að þessu erlenda fé verður allt í einu erfiðari geta bankarnir lent í miklum erfiðleikum. En Sparisjóðabankinn er tiltölulega umsvifalítill á þessu sviði í samaburði við viðskiptabank- ana. Lán okkar erlendis hafa verið að lengjast þannig að við teljum okkur vera í góðum mál- um,“ segir Finnur. Ummæli forsætisráðherra í áramótagrein um miklar erlendar lántökur viðskiptabankanna Mikil eftirspurn viðskiptavina „FYRIRHUG- AÐAR breyt- ingar á hinu op- inbera húsnæð- islánakerfi eru mjög til bóta,“ segir Tryggvi Þór Herberts- sonar, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hann segir að hægt verði að skrá hin nýju skulda- bréf, þ.e. íbúðabréfaflokkana sem fyrirhugað er að Íbúðalánasjóður gefi út, erlendis. Bréfin verði á formi sem sé þekkt sé erlendis og þau verði mun gjaldgengari á er- lendum mörkuðum en hús- og hús- næðisbréf hafi verið. Hann segist ekki viss um að það sé rétt sem fullyrt hafi verið að áhætta sú sem fólgin hefur verið í mismiklum afföllum af húsbréfum verði úr sögunni með væntanlegri kerfisbreytingu. Áhættan verði ná- kvæmlega eins og verið hefur þeg- ar fólk muni standi frammi fyrir því að Íbúðalánasjóður muni bjóða út skuldabréf í hinu nýja pen- ingalánakerfi. Vaxtakjörin verði ákvörðuð í útboði og gagnvart fólki verði áhættan eins varðandi það að vaxtakjörin í hinu nýja kerfi geti breyst eins og afföllin í hús- bréfakerfinu í dag. Tryggvi Þór segir að Íbúðalána- sjóður muni væntanlega bjóða út eins mikið af skuldabréfum og sjóðurinn mun þurfa á að halda til að standa undir fyrirséðum lánveit- ingum. Miðað við núverandi að- stæður og lánakjör ætti því að hans mati ekki að vera hætta á að biðröð myndist eftir húsnæðislánum, eins og áður en húsbréfakerfið kom til. „Ég sé ekki að þessi kerfisbreyt- ing muni ýta undir þenslu á fast- eignamarkaði,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Herbertsson Gjaldgengari skuldabréf erlendis JÓHANNA Sig- urðardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, segist ekki skilja hvað búi að baki boð- uðum breyt- ingum á hús- næðislánakerfinu. Hún segir að sátt hafi ríkt um húsbréfakerfið og að það komi sér því á óvart að taka eigi upp peningalánakerfi. „Þessar breytingar hljóta að vera undanfari þess að færa eigi íbúðalánakerfið inn í bankakerf- ið,“ segir hún. „Og bankarnir munu auðvitað mala gull á því.“ Hún segir að það þýði að rík- isábyrgð á hinu opinbera húsnæð- islánakerfi verði fyrr eða síðar afnumin. Það verði síðan til þess að vextir af húsnæðislánum muni hækka. „Þá finnst mér líklegt að bankar og Íbúðalánasjóður muni bæta sér upp lægri vexti, sem nú er talað um, með auknu vaxta- og áhættuálagi.“ Hún segir að sér finnist því allsendis óvíst hvort umræddar breytingar bæti hag íbúðakaupenda þegar upp verði staðið. „Ég hef því allan fyr- irvara á þessari kerfisbreytingu á húsnæðislánakerfinu. Mér finnst þessi breyting minna óþægilega mikið á biðraðakerfið sem var tekið upp árið 1986 en það var peningakerfi sem átti eftir að hrynja. Húsbréfakerfið leysti það síðan af hólmi.“ Hún segir einnig að nýja kerfið geti leitt til þess að biðraðir myndist eftir lánum, t.d. ef útboð mistakast. Jóhanna tekur hins vegar fram að hún fagni því að vextir viðbót- arlána og peningalána eigi að lækka – og segir þær lækkanir löngu tímabærar. Ennfremur seg- ist hún fagna hækkun hámarks- lánanna. Þau hafi ekki hækkað í þrjátíu mánuði. „Þetta nær þó ekki þeim hækkunum sem orðið hafa á íbúðum á höfuðborg- arsvæðinu.“ Jóhanna segir að tveggja til fjögurra herbergja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 18% á sl. tveimur ár- um og 120 til 150 fermetra íbúðir hafi hækkað um 21,6% á þeim tíma. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs vegna nýrra íbúða hækki hins vegar ekki nema um 7,8% og há- markslán vegna notaðra íbúða hækki ekki nema um 15%. „Þess- ar hækkanir ná því ekki einu sinni verðlagsbreytingum,“ ítrek- ar hún. Standi ekki við loforð um 90% lán Jóhanna segir að framsókn- armenn hafi verið sáttir við hús- bréfakerfið og því virðist „sem framsóknarmenn hafi eina ferð- ina enn beygt sig fyrir Sjálfstæð- isflokknum sem vilja almenna húsnæðiskerfið inn í bankana og afnema ríkisábyrgðina.“ Jóhanna bætir því við að svo virðist sem framsóknarmenn séu jafnframt með breytingunum að reyna að komast hjá því að standa við lof- orðin um 90% húsnæðislán. „Ég lít svo á að með þessum breyt- ingum sé verið að koma öllu þessu kerfi inn í bankana og að með þeim eigi að taka upp hreint markaðskerfi, með engum fé- lagslegum innviðum sem voru þó í húsbréfakerfinu, t.d. varðandi landsbyggðina.“ Að lokum segir Jóhanna að til- gangur húsbréfakerfisins hafi verið þríþættur. Í fyrsta lagi hafi verið hægt að selja húsbréfin á markaði, í öðru lagi hafi verið hægt að nota húsbréfin sem skiptimynt í fasteignaviðskiptum og í þriðja lagi hafi verið hægt að nota húsbréfin sem sparnað. Með breytingunum verði hvorki hægt að nota húsbréf í fasteigna- viðskiptum né sem sparnað. Það telur Jóhanna afar slæmt. Jóhanna Sigurðardóttir Undanfari þess að lánin verði færð inn í banka- kerfið Skiptar skoðanir á afnámi húsbréfakerfisins Ákvörðun félagsmálaráðherra um að gerðar verði grundvallarbreytingar á húsnæðislánakerfinu mælist mis- jafnlega fyrir. Nokkrir viðmælendur segja breytinguna löngu tímabæra og hafa ýmsa kosti. Aðrir lýsa undr- un sinni og segjast hafa fyrirvara á þessari kerfisbreytingu. MAGNÚS Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, tekur vel í boðaðar breytingar á hús- næðislánakerf- inu, sem Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra kynnti á gaml- ársdag. Magnús segir það til dæmis jákvætt ef hægt verði að losna við húsbréfin úr fasteignaviðskipt- unum því húsbréfunum hafi fylgt ákveðin áhætta vegna affalla. Hann kveðst þó hafa áhyggjur af því að hækkun hámarkslána geti leitt til aukinnar skuldasöfnunar heim- ilanna. „En við teljum það þó mjög já- kvætt ef breytingarnar munu leiða til lægri vaxta. Það er líka jákvætt ef breytingarnar verða til þess að ungt fólk geti átt auðveldara með að eignast þak yfir höfuðið.“ Minnir hann á að Frjálslyndi flokkurinn hafi lengi mælst til þess að gang- skör verði gerð að því að auðvelda ungu fólki að eignast eigið húsnæði. Magnús Þór Hafsteinsson Tekur vel í breyt- ingarnar BJÖRN Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala, segir að almennt séu breyting- arnar mjög til góðs og löngu tímabært er að hans sögn að hækka upphæð hámarkslána eins og nú hefur verið gert. „Ef menn hins vegar ætluðu að hækka há- markslánin til samræmis við það sem var um 1990 þyrftu lánin að fara í 13–14 milljónir króna, þannig að enn er nokkuð í land.“ Björn Þorri segir að einnig sé já- kvætt að fá inn peningalán í stað húsbréfa þar sem afföllin hverfi og áhættan fyrir seljendur fasteigna þar með. „Það má reyndar segja sem svo að áhættan sé flutt frá selj- andanum til kaupandans, þar sem nú verður það hann sem verður að laga sig að markaðsaðstæðum en ekki seljandinn eins og nú er, þar sem vextir lánanna verða mismun- andi frá einu tímabili til annars í samræmi við eftirspurn.“ Spurður um áhrifin á markaðinn sjálfan sagði Björn að breyting- arnar myndu ekki hafa í för með sér neinar kollsteypur. „Það hefur um langt skeið verið mikið fjár- magn í boði til húsnæðiskaupa og nú þegar er einn þriðji af öllum lán- um með 90% lánshlutfalli þar sem viðbótarlánin koma við sögu. Þetta verður kannski ekki eins mikil breyting og margir hafa haldið.“ Björn Þorri Viktorsson Löngu tímabært
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.