Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 11
30-70% afsláttur
Útsalan
hefst í dag
Opi› í dag laug. 10-16 og sun. 13-17
ÚTSALAN
HEFST Í DAG!
Kringlunni - Sími 581 2300
S M Á R A L I N D
Sími 517 700720-40%
afsláttur
ÚTSALAN
HEFST Í DAG
Ein glæsilegasta undirfataverslun landsins
GYLFI Arn-
björnsson, fram-
kvæmdastjóri
Alþýðusambands
Íslands, segir að
það komi ASÍ al-
gjörlega í opna
skjöldu að unnið
hafi verið að því
að leggja hús-
bréfakerfið niður. „Við höfum talið
mikilvægara að endurskoða og
endurreisa hið félagslega húsnæð-
iskerfi áður en það verður end-
anlega lagt af.“ Hann segir að ASÍ
eigi þó eftir að kynna sér boðaðar
breytingar betur, en þær hafi ekk-
ert verið kynnta fyrir samtökunum
og ekkert samráð hafi verið haft
við þau um fyrirhugaðar breyt-
ingar.
Gylfi segir að vitað hafi verið að
það séu ákveðnir hnökrar á út-
færslu húsbréfakerfisins, sem geri
m.a. að verkum að allar líkur séu á
því að þær haldi erlendum fjár-
festum frá því að koma að kerfinu.
Þar sé verðtryggingin kannski
stóra málið því það sé fyr-
irkomulag sem aðrir þekki ekki og
passi illa inn í uppgjörskerfi er-
lendis. Full ástæða hafi því verið
til að skoða hvort tæknilegar við-
skiptahindranir haldi vöxtum
hærri hér en þeir þurfa að vera.
Að það kalli hins vegar á það að
öllu húsnæðiskerfinu verði varpað
fyrir róða sé nokkuð sérstakt og
án þess að um það sé breitt sam-
ráð.
Gylfi segir að fólk búi við þann
mikla vanda hér á landi að eiga
ekki fyrir húsaleigu í félagslega
húsnæðiskerfinu. ASÍ hafi viljað
sjá vinnu og lausnir í þeim efnum,
sem myndi færa húsaleiguna niður
í það sem var áður. Vextir af fé-
lagslegum húsnæðislánum hafi
verið hækkaðir úr 1% í 3,5%, sem
sé mjög mikil hækkun. Sá hópur
fólks sem eigi við þessi vandamál
að stríða sé allt of stór en ekkert
sé verið að gera til að taka á þess-
um vanda. Þá vinnu hefði ASÍ
frekar viljað sjá en boðaða nið-
urlagningu húsbréfakerfisins.
Gylfi Arnbjörnsson
Kemur
ASÍ í opna
skjöldu Í GÆR höfðu um 4,6 milljónirkróna safnast í söfnun Rauða
kross Íslands vegna jarðskjálft-
anna í Íran, að sögn Þóris Guð-
mundssonar, upplýsingafulltrúa
Rauða krossins.
Þórir segir að peningarnir fari
í að kaupa hjálpargögn. Áhersla
sé fyrst og fremst á að útvega
tjöld, teppi, hitunartæki, matvæli,
vatn og lyf, en í vikubyrjun lentu
fimm flugvélar fylltar hjálp-
argögnum frá Alþjóða Rauða
krossinum í Bam auk þess sem
þangað komu 15 vörubílar hlaðn-
ir hjálpargögnum.
Hjálparstarfið í Bam, þar sem
jarðskjálftinn olli mestri eyði-
leggingu, hefur gengið ágætlega
en tugþúsundir manna hafast við
í tjöldum sem íranski Rauði hálf-
máninn hefur dreift á skjálfta-
svæðinu. Íranski Rauði hálfmán-
inn hefur komið upp færanlegu
sjúkrahúsi á flugvellinum í Bam
og hafa um 30.000 manns fengið
þar aðhlynningu en auk þess er
komið færanlegt sjúkrahús til
borgarinnar sem er mannað fólki
frá finnska, þýska og norska
Rauða krossinum.
Söfnunin heldur áfram næstu
daga. Fyrst og fremst hefur safn-
ast inn á söfnunarsímann 907
2020 og á vef Rauða kross Ís-
lands, www.redcross.is, en að
sögn Þóris kemur til greina að
Rauði kross Íslands taki á ein-
hvern hátt þátt í uppbyggingunni
sjálfri í Bam.
Söfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Íran gengur vel
Um 4,6 milljónir hafa safnast