Morgunblaðið - 03.01.2004, Side 14

Morgunblaðið - 03.01.2004, Side 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð Er ekki kominn tími til að hefja nýtt nám, rifja upp eða bæta við fyrra nám? Það getur þú gert hjá reyndum kennurum Menntaskólans við Hamrahlíð. Öldungadeild hefur verið starfrækt við MH síðan í ársbyrjun 1972. Við höfum því yfir þrjátíu ára reynslu í að kenna fólki með ólíkan bakgrunn bóknám til stúdentsprófs. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Í boði er fjölbreytt nám í raungreinum, tungumálum og samfélagsgreinum. Af um sjötíu námsáföngum eru tólf áfangar í dreifnámi. Þeir, sem hafa lokið skilgreindu starfsnámi, athugið að hægt er að fá það nám metið sem heild inn í námsferil til stúdentsprófs. Innritun er að hefjast fyrir vorönn 2004! Innritun í Öldungadeild MH fyrir vorönn 2004 stendur yfir laugardaginn 3. janúar nk. frá kl. 10.00 til kl. 14.00 og 5. og 6. janúar nk. frá kl. 13.00 til kl. 18.00. Hægt verður að hafa samband við námsráðgjafa 5. og 6. janúar nk. frá kl. 15.00 til kl. 18.00. Upplýsingar um innritun í gegnum síma eða vefinn eru í Fréttapésa öldunga (vefriti öldungadeildar) á heimasíðu skólans undir „Öldungadeild“. Mikilvægt er að þeir nemendur, sem vilja láta meta fyrra nám, leggi þau gögn inn á skrifstofu. Greitt er sérstaklega fyrir mat á fyrra námi. Skólagjöld ber að greiða við innritun. Komdu í heimsókn á heimasíðu okkar! Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um starfsemina, s.s. stundatöflu vorannar, almanak vorannar, kennsluáætlanir einstaka áfanga, innritunareyðublað fyrir símainnritun o.fl. HLUTABRÉF hækkuðu almennt mikið í verði í kauphöllum heimsins á síðasta ári og er það breyting frá ár- unum 2000 til 2002 þegar hlutabréfa- verð fór almennt lækkandi. Heims- vísitala Dow Jones hækkaði um þriðjung, sem er mesta hækkun inn- an árs frá því vísitalan var tekin upp árið 1992. Eins og sjá má í töflunni hér til hliðar, sem sýnir helstu vísitölur ým- issa landa, var hækkunin almenn yfir heiminn og hlutabréf lækkuðu ein- ungis í tiltölulega fáum löndum. Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan hækkaði um 24,5% og lokagildi henn- ar í fyrra var 10.677 stig. Í The Wall Street Journal segir að þetta hafi gerst eftir að merki hafi sést um bata í efnahagslífinu og áframhaldandi endurskipulagningu hjá fyrirtækj- um. Eftir margra ára efnahagserfið- leika er vísitalan þó enn langt frá hæsta gildi sínu, en fyrir rúmum ára- tug var hún í um 40.000 stigum. Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones International hækkaði um 25% í fyrra og er nú rúmlega eitt þúsund stigum undir fyrra hámarki sínu, sem var tæplega 12.000 stig fyr- ir þremur árum. Vísitalan hefur hækkað um meira en 40% frá því hún var lægst í október 2002. Vísitala Dow Jones fyrir Evrópu, DJ STOXX 600, hækkaði um tæp 14% í fyrra, og vísitala Dow Jones fyrir evrusvæðið hækkaði heldur meira eða um 18%. Innan Evrópu var þó mikill munur á einstökum löndum. Þýskaland hækkaði til að mynda um 37% en Holland aðeins um tæp 5%. The Wall Street Journal segir þró- un hlutabréfaverðs hafa verið góða í öllum heimshlutum, en það sé helst Evrópa sem hafi valdið vonbrigðum. Blaðið segir suma kenna sterku gengi evrunnar um að hlutabréf hafi hækkað minna í Evrópu en annars staðar. Sterkt gengi hafi orðið til þess að evrópsk framleiðsla hafi orð- ið síður samkeppnishæf og það hafi komið niður á hagnaði fyrirtækja þar. Svipuð viðhorf og árið 1999 Mikil hækkun síðasta árs hefur ekki orðið til að draga úr bjartsýni fjárfesta, ef marka má könnun sem fjármálafyrirtækið Merrill Lynch gerði meðal sjóðstjóra og birti um miðjan desember. 71% svarenda taldi að hlutabréf í heiminum myndu hækka árið 2004. Þar af bjuggust tveir af hverjum þremur við innan við 10% hækkun og sjötti hver taldi að hækkunin yrði yfir 10%. Væntingar til Kína eru miklar og 78% sjóðstjór- anna telja að landið verði á þessu ári uppspretta vaxtar fyrir hagkerfi stóru iðnríkjanna. Þeir markaðir sem svarendurnir binda mestar vonir við á þessu ári eru minna þróaðir markaðir og markaðurinn í Japan. Þeir markaðir sem sjóðstjórarnir hafa minnsta trú á að muni hækka á næsta ári eru Bret- land og Bandaríkin. „Við erum nú loks komin út úr myrkviðunum,“ hefur The Wall Street Journal eftir sérfræðingi í al- þjóðlegum fjárfestingum hjá eigna- stýringu Citigroup, sem telur erfið- leikana vegna tækni- og fjarskiptabólunnar að baki. Blaðið ræðir einnig við sjóðstjóra hjá Pion- eer Investment Management, sem segir að áhuginn á því að taka áhættu sé orðinn eins og hann hafi verið árið 1999. „Það er nokkuð sem ástæða er til að óttast,“ er haft eftir sjóðstjór- anum. Hlutabréf hækkuðu Bjartsýni um hlutabréf heimsins á þessu ári                                     !" #$ ! % &  ' ('  )  *"  '!!" +, - . - /0"1-%    2 -313 4(" -. 5   ' "    ! &6 6. 7!!889 (   - : !! ;< ( &6 ==   ) ".&6-+>%%?<<   :+-)@<< -313 4A ! B     ' :  C  ($.3  !                                                               DAGBLAÐIÐ The New York Times sagði fyrir stuttu frá netversluninni Senior Shops en þar fást ýmsar vörur ætlaðar eldra fólki. Í greininni er rætt við aðaleiganda verslunar- innar, Íslendinginn Sesselju Páls- dóttur, eða Sellu Palsson eins og vitnað er til hennar í greininni. Sess- elja hefur rekið Senior Shops frá árinu 1999, fyrst eingöngu á Netinu en síðar bættist ein verslun í Salt Lake City við að ósk viðskiptavina. Stærstur hluti tekna fyrirtækis Sesselju, 95%, kemur í gegnum Net- ið. Hún segir söluna hafa þrefaldast á þremur árum, eða frá árinu 2000. Fimm manns eru í fullu starfi hjá Senior Shops. Hugmyndin að baki fyrirtækinu kviknaði þegar Sesselja var að leita að vörum fyrir aldraða móður sína til að létta henni dagleg störf. Hún komst að því að nóg var til af vörum ætluðum eldra fólki en þær sjaldnast seldar á sama stað. Því datt henni í hug að opna verslun á Netinu sérstaklega ætlaða eldra fólki. Gerir sér grein fyrir að þjóðin er að eldast Sesselja segir markaðinn fyrir slíkar vörur hafa þróast á ýmsan hátt frá því hún hóf rekstur Senior Shops í Salt Lake City. „Sumir fram- leiðendur tæknivara eru farnir að sjá að það borgar sig að framleiða sérstaklega fyrir aldraða. Þá hefur verslunum sem selja vörur fyrir aldraða fjölgað á Netinu,“ segir Sesselja við Morgunblaðið. Sesselja bendir á að bandaríska þjóðin er að eld- ast. Blaðamaður New York Times tekur undir það í sinni grein og segir dagvöru- framleiðendur oft ekki hugsa út í það þegar þeir hanni vörur. Hann lýsir ánægju sinni með það að til séu verslanir eins og Seni- or Shops og segir Sesselju tilheyra hópi athafnafólks sem geri sér grein fyrir þeim breytingum sem eru að verða á aldurssamsetningu þjóð- arinnar. Meðal þess sem í boði er hjá Seni- orShops eru símar fyrir heyrn- arskerta, sérstök tól til að opna krukkur og talandi klukkur svo eitt- hvað sé nefnt. Blaðamaðurinn segir að margar þessara vara sé hægt að fá í stórverslunum, en þær séu þá ekki á sama stað og því geti verið erfitt að finna þær. Með Senior- Shops sé þeim hins vegar safnað saman á einn stað sem einfaldi málið töluvert. Sesselja Pálsdóttir er alíslensk en hefur að mestu leyti verið búsett í Bandaríkjunum undanfarna þrjá áratugi. Hún rak lengst af veitinga- hús í New York borg auk þess sem hún framleiddi hina feikivinsælu sýningu Forbidden Broadway sem gekk í hálft sjötta ár í borginni. Sérhæfð netversl- un fyrir aldraða Rekstur SeniorShops.com, sem er í eigu Íslendings í Utah, gengur vel Sesselja Pálsdóttir GANGI kaup bresku matvörukeðj- unnar Morrison á Safeway-keðjunni eftir, gæti það margfaldað tekjur ís- lenska hugbúnaðarfyrirtækisins HB International eða Hugbúnaðar hf. en Morrison er stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Matvörukeðjan, sem er sú fimmta stærsta á breskum markaði, notast við afgreiðslukerfi frá Hugbúnaði hf. á 4.000 af- greiðslukössum verslana sinna. Í kjölfar kaupa Morrison á Safeway, sem er fjórða stærsta keðjan á breskum matvörumarkaði, gæti far- ið svo að 19.000 afgreiðslukassar til viðbótar tækju upp kerfi Hugbún- aðar hf. Að sögn Sigurðar Elíasar Hjalta- sonar, stjórnarformanns Hugbún- aðar hf., er ekki vitað fyrir víst hvort Morrison hyggst fella verslanir Sa- feway undir sitt merki við kaupin og taka þar með upp afgreiðslukerfi Morrison hjá Safeway-verslunum einnig. Miðað við umfjöllun í bresk- um fjölmiðlum er það þó talið líklegt. Safeway verslanirnar eru 480 tals- ins en Morrison þarf að selja 52 þeirra frá sér aftur til að fullnægja kröfum samkeppnisyfirvalda í Bret- landi. Sigurður Elías segir 19 þús- und afgreiðslukassa vera í notkun í þeim verslunum sem Morrison má halda eftir, alls 428 verslunum. 95% tekna koma erlendis frá Hugbúnaður hf. var stofnað árið 1981, þá sem Hugbúnaður sf., og er með elstu hugbúnaðarfyrirtækjum landsins. Fimmtán manns starfa hjá fyrirtækinu. Morrison-keðjan er langstærsti viðskiptavinur fyrirtæk- isins en meðal annarra sem nota af- greiðslukerfi frá Hugbúnaði hf. má nefna Burger King í Þýskalandi. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var um 100 milljónir króna, en að sögn Sigurðar kemur 95% veltunnar erlendis frá. Taki Safeway- verslanirnar upp kerfi fyrirtækisins á afgreiðslukassana 19 þúsund fær Hugbúnaður 5–600 milljónir króna í tekjur af leyfisgjöldum einum sam- an. Þá eru ótaldar tekjur af sérsmíði og annarri þjónustu sem jafnan fylgir sölu hugbúnaðar af þessu tagi. Nítján þúsund afgreiðslukassar Kaup Morrison á Safeway gætu haft góð áhrif á Hugbúnað hf. sem sér um afgreiðslukerfi fyrir Morrison-keðjuna Reuters Ef Morrison kaupir Safeway-matvörukeðjuna er líklegt að afgreiðslukerfi frá Hugbúnaði hf. verði komið upp á 19.000 kössum Safeway.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.