Morgunblaðið - 03.01.2004, Side 17

Morgunblaðið - 03.01.2004, Side 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 17 EGILL Ólafsson blaðamaður segir að fáir í Georgíu efist um að Míkha- il Saakashvili muni bera sigur úr býtum í forseta- kosningunum á morgun. „Það eru sex í fram- boði en þeir sem eru að keppa við Saakashvili eru allir minnihátt- ar spámenn í stjórnmálum, ef svo má að orði komast,“ segir Egill. Egill er einn þriggja Íslendinga sem munu fylgjast með framkvæmd kosninganna í Georgíu fyrir hönd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Auk hans eru við kosningaeftirlit þau Drífa Hjart- ardóttir alþingismaður og Finnbogi Rútur Arnarson sendifulltrúi. „Þegar maður talar við fólk hérna þá er það þannig að margir bera þá von í brjósti að kjöri Saa- kashvilis muni fylgja einhverjar breytingar,“ segir Egill. „Þó eru ekki allir sannfærðir um að hann verði einhver bjargvættur. Þeir eru sem sé til sem gagnrýna hann.“ Til að kosningarnar teljist gildar verður kjörsókn að ná 50% og sig- urvegarinn síðan að tryggja sér minnst 50% greiddra atkvæða. „Menn telja engan vafa leika á því að Saakashvili mun ná 50% mark- inu, það er kannski meira spurning hvort nægilega margir koma á kjörstað. Í síðustu forsetakosn- ingum var kjörsókn hins vegar 78% þannig að pólitískur áhugi er tals- verður þrátt fyrir allt,“ sagði Egill Ólafsson. Fáir efast um sigur Saakashvilis Egill ÓlafssonEITT af fyrstu verkefnum nýs for- seta Georgíu, sem kosinn verður á morgun, sunnudag, verður að tryggja pólitískan stöðugleika í landinu og koma í veg fyrir að það leysist upp. Óttast er að leiðtogi Ajaria, sem er eitt af sjálfstjórnarhéruðum Georgíu, muni segja skilið við stjórnina í Tbil- isi, en það gæti leitt til þess að Georgía liðaðist í sundur. Mikil óvissa hefur ríkt í stjórnmál- um í Georgíu frá því að Eduard Shev- ardnadze, fyrrum forseti landsins, sagði af sér í nóvember sl. en afsögnin kom í kjölfar mótmæla sem enduðu með því að mótmælendur réðust inn í þinghúsið. Forsetakosningar fara fram á morgun og er búist við að Míkhail Saakashvili, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, verði kjörinn forseti. Ekki er þó sjálfgefið að pólitískur stöðugleiki komist á með kjöri nýs forseta. Leiðtogi Ajaria-héraðs, Asian Abashidze, hefur lýst yfir neyðar- ástandi í héraðinu og hefur mátt skilja yfirlýsingar hans að undan- förnu á þann veg að hann útiloki ekki að slíta öll tengsl við stjórnina í Tbil- isi. Abashidze er stjórnmálamaður af gamla skólanum líkt og Shevar- dnadze og keppti á sínum tíma við hann um völd í landinu. Honum stóð hins vegar ógn af stjórnarandstöð- unni og studdi við bakið á Shevar- dnadze undir lok valdaferils hans. Nú þegar Shevardnadze er farinn frá völdum hefur Abashidze í hótunum við nýja valdhafa. Saakashvili hefur lagt áherslu á að friðmælast við Abashidze og sagt að Abashidze muni áfram gegna þýðingarmiklu hlutverki í stjórnmálum í Georgíu. Erfiður viðskilnaður Ef nýjum valdhöfum í Tbilisi og Abashidze mistekst að leysa ágrein- ingsefni sín er talin ástæða til að ótt- ast að leiðtogar í héruðunum Abkhaz- iu og Suður-Ossetiu slíti endanlega tengslin við Georgíu. Abkhazia hefur í reynd verið sjálfstætt ríki frá því að stríð var háð í héraðinu á síðasta ára- tug þar sem um 10 þúsund manns létu lífið. Suður-Ossetia hefur sterk tengsl við Norður-Ossetiu sem er innan landamæra Rússlands og stjórnend- ur Suður-Ossetiu líta ekki á Georgíu sem sjálfstætt ríki, sem það þó hefur verið frá árinu 1991. Það bíða því erfið verkefni nýs for- seta. Stjórnmálaskýrendur eru sam- mála um að pólitískur stöðugleiki sé forsenda fyrir efnahagslegri upp- byggingu landsins, en pólitískur óstöðugleiki og spilling hafa einkennt stjórnmálalíf Georgíu frá því landið öðlaðist sjálfstæði. Ekki er ofmælt að efnahagslíf landsins sé bágborið. Á árunum 1990–94 eftir hrun Sovétríkj- anna dróst framleiðsla í Georgíu sam- an um 70%. Ekkert lýðvelda fyrrum Sovétríkjanna er talið hafa farið eins illa út úr viðskilnaðinum við Rússland og Georgía. Þó að vöxtur hafi verið í efnahagslífi landsins síðan 1994 er framleiðslan enn aðeins um 40% af því sem hún var árið 1989. Lífskjör hafa versnað mikið og atvinnuleysi í land- inu er núna í kringum 20%. Það er því illa komið fyrir efnahag landsins, sem eitt sinn var kallað ávaxtakarfa Sov- étríkjanna. Flestir ganga út frá því að Míkhail Saakashvili verði kjörinn forseti Georgíu í forsetakosningunum. Saa- kashvili er aðeins 35 ára gamall, menntaður lögfræðingur frá Banda- ríkjunum. Hann dvaldi einnig um tíma í Frakklandi og er kvæntur hol- lenskri konu. Shevardnadze skipaði hann dómsmálaráðherra árið 2000, en hann sagði af sér árið 2002 með þeim orðum að hann teldi siðlaust að vera hluti af þeirri ríkisstjórn sem fór með völd í landinu. Hann stofnaði í kjölfarið stjórn- málaflokk og fór fyrir stjórnarand- stöðunni þegar Shevardnadze var knúinn til að segja af sér í friðsam- legri byltingu. Frá því að byltingin var gerð hefur Nino Burjanadze stýrt landinu. Hún er 39 ára gömul, pró- fessor í lögum frá háskólanum í Tbil- isi. Hún ákvað hins vegar að bjóða sig ekki fram í kosningunum nú. Tímamót í Georgíu AP Stúlka að leik í Tbilisi við spjöld með mynd Mikhails Saakashvili. ’ Lífskjör hafaversnað mikið og atvinnuleysi í landinu er núna í kringum 20%. ‘ Forsetakosningar fara fram í Georgíu á sunnudag. Nýr forseti landsins stendur frammi fyrir margvíslegum vanda. Efnahagsástandið er bágborið og hugs- anlegt er talið að landið liðist í sundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.