Morgunblaðið - 03.01.2004, Síða 21
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Buðu rjómavöfflur í tilefni dagsins |
Starfsmenn Atlantsolíu buðu um 400 at-
vinnubílstjórum í afmæliskaffi í þjón-
ustustöð félagsins við Kópavogsbraut á
gamlársdag. Tilefnið var að einn mánuður
var liðinn frá því félagið hóf almenna sölu á
dísilolíu en skv. upplýsingum forsvars-
manna Atlantsolíu seldust rúmlega 142
þúsund lítrar af olíu í mánuðinum. Fjöldi
viðskiptavina þáði vestfirskar rjómavöfflur
í tilefni dagsins. Mest bar á leigubílstjórum
sem sérstaklega voru boðnir í afmæliskaffið
en margir þeirra fylltu í leiðinni á tankinn
fyrir eina annasömustu nótt ársins.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hið árlega jólaballMosfellsbæjar í Hlégarði, sem
halda átti hinn 29. des-
ember síðastliðinn, verð-
ur haldið annað kvöld,
fjórða janúar, klukkan
hálffimm.
Edda Borg og hljóm-
sveit munu skemmta með
kraftmikilli og skemmti-
legri jóladagskrá og
væntanlega munu allir
finna skemmtileg jólalög
við sitt hæfi.
Nú er ekki seinna
vænna að skella sér á
jólaball, því þrettándinn
er skammt undan.
Miðaverð á jólaballið
er 600 krónur og því ætti
engum að vera ófært í
gleðina.
Jólaball
í Hlégarði
BORINN Sleipnir er nú kominn á sinn stað í Eskifjarð-
ardal, en tekið verður til við að bora eftir heitu vatni
þar nú með nýju ári. Heita vatnið kemur til með að hafa
mikil áhrif hvað varðar búsetu, nú þegar hundruð
manna eru að flytjast til Fjarðabyggðar vegna bygg-
ingar álvers í Reyðarfirði.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Sleipnir tilbúinn á nýju ári
Benedikt Jónssonlas grein HelguKress í Lesbók
Morgunblaðsins um
fyrsta bindi ævisögu
Halldórs Laxness eftir
Hannes H. Gissurarson
og „gat ekki orða bund-
ist“:
Löngum talinn löstur var
að lemstra, brjóta og týna.
En hirðusemi Hannesar
er Helgu kvöl og pína.
Friðrik Steingrímsson er
einn af þeim sem nota
áramótin sem tilefni til
að strengja áramótaheit,
en er ekkert að gera sér
of miklar vonir um að
það beri árangur:
Um áramót þó stígi á
stokk
og strengi heitin fögur
eitt má telja öruggt nokk
að efndin verður mögur.
Áramótaheit
pebl@mbl.is
Keflavík | Íbúar við Heiðarholt
og í hverfinu þar ofan við
kvöddu gamla árið með miklum
myndarskap, eins og venjulega
á nýársnótt. Slá þeir venjulega
öðrum bæjarbúum við á þessu
sviði. Flugeldum var skotið á
loft og blysum veifað. Fjöldi fíl-
efldra karlmanna gekk í barn-
dóm og fékk útrás fyrir skot-
gleðina. Ekki urðu slys á fólki í
flugeldaskothríðinni í Reykja-
nesbæ. Hins vegar lenti einn
flugeldur á bifreið og braut
rúðu. Þá var töluvert að gera
hjá lögreglunni vegna ölvunar á
skemmtistöðum og á götum
miðbæjarins.
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Heiðarholtið upplýst af flugeldaljósum
Árið kvatt
Selfoss | Á bæjarstjórnarfundi 22. desem-
ber var samþykkt ályktun þar sem stjórn-
völd eru átalin harðlega fyrir seinagang og
að standa ekki við gefin fyrirheit um upp-
byggingu og stækkun Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands.
Ályktunin var svohljóðandi: „Bæjarstjórn
Árborgar átelur harðlega að ekki skuli stað-
ið við gefin loforð um framkvæmdir vegna
viðbyggingar við Heilbrigðisstofnunina á
Selfossi, en í nýsamþykktum fjárlögum Al-
þingis liggur fyrir að ekki er gert ráð fyrir
fjármagni til að hefja framkvæmdir. Við-
byggingin á meðal annars að hýsa hjúkr-
unardeild aldraðra sem nú er á Ljósheim-
um, í húsnæði sem er algjörlega óviðunandi.
Það hlýtur að teljast undarlegt að stjórnvöld
skuli ítrekað brjóta reglur sem þau sjálf
setja um aðbúnað á heilbrigðisstofnunum.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur nýverið
gefið Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi mán-
aðarfrest til að skila tímasettri fram-
kvæmdaáætlun um úrbætur á húsnæði
Ljósheima. Bæjarstjórn Árborgar lýsir
þungum áhyggjum af ástandinu á Ljós-
heimum og skorar á stjórnvöld að grípa þeg-
ar í stað til nauðsynlegra ráðstafana svo
unnt verði að standa við gefin loforð um nýja
hjúkrunardeild árið 2005.
Átelur stjórn-
völd fyrir
seinagang
Bæjarstjórn Árborgar
Morgunblaðið/Sigurður Jósson
Fjarðabyggð | Samkvæmt bráðabirgðatöl-
um Hagstofu Íslands yfir íbúaþróun síð-
asta árs, hefur íbúum Fjarðabyggðar fjölg-
að um 53, sem er í takt við gefnar
forsendur sjö ára fjárhagsáætlunar sveit-
arfélagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu
Fjarðabyggðar.
Íbúar sveitarfélagsins eru nú 3.110, karl-
ar 1.600 og konur 1.510. Er þessi fjölgun
væntanlega aðeins forsmekkurinn að
þeirri fólksfjöldaaukningu sem koma skal á
næstu árum, þegar bygging álvers hefst á
Reyðarfirði. Íbúar Austurlands voru sam-
kvæmt upplýsingum Hagstofunnar alls
11.889 talsins hinn 1. desember 2003.
Fjölgar í
Fjarðabyggð
♦♦♦
HESTAMENN eru nú í óðaönn að
taka inn hesta sína enda blæs hann
köldu þessa dagana og jörð er
snævi þakin hvar sem drepið er
niður.
Að sögn Snorra Ingasonar, for-
manns hestamannafélagsins Fáks,
eru hestamenn heldur seinna á
ferðinni í ár hvað þetta snertir.
„Oft er nú fólk búið að taka inn um
miðjan desember en því virðist
vera að seinka því og sumir taka
ekki inn fyrr en í febrúar,“ segir
hann og telur að kostnaður við
hestahald hafi sitt að segja um þá
ákvörðun.
Að sögn Snorra nýtti töluverður
fjöldi fólks hátíðarnar til að ríða út
en myndin er tekin af ungum hesta-
manni í Víðidalnum í gær. Snorri
segir ákaflega skemmtilegt að ríða
út þegar harðfenni er líkt og verið
hefur að undanförnu. „Það er líka
gott fyrir fæturna á hestunum.“
Morgunblaðið/Rax
Hestamenn viðra sig á nýju ári við Fáksheimilið í Víðidal.
Riðið í harðfenni
Vélsleðinn fannst í Keflavík | Vélsleði og
kerra sem hann var á og stolið var á Ak-
ureyri fyrir áramót eru komin í leitirnar, en
lögreglu í Keflavík bárust upplýsingar um
hvar þýfið væri að finna.
Eftir því sem best er vitað er hvort
tveggja óskemmt en af sleðanum var þó
horfið nýtt Garmin GPSmap 182 litatæki.
Eru menn beðnir að vera vakandi ef ein-
hver reynir að koma slíku tæki í verð. Eig-
andi sleðans og kerrunnar, Sigurgeir Stein-
dórsson, vill koma á framfæri kæru
þakklæti til þeirra fjölmörgu sem lögðu
hönd á plóg við að dreifa upplýsingum um
sleðann og kerruna en nær öruggt er að
snör og hörð viðbrögð í þeim efnum leiddu
til þess að málið leystist.
Sparisjóður Höfðhverfinga 125 ára |
LIÐIN voru 124 ár frá stofnun Sparisjóðs
Höfðhverfinga nú á nýársdag, en hann var
stofnaður 1. janúar 1879. Sparisjóðurinn er
í hópi elstu fjármálastofnana á Íslandi. Í til-
efni af þessum tímamótum hefur verið
ákveðið að taka saman 125 ára sögu spari-
sjóðsins. Þá verður viðskiptamönnum og
velunnurum boðið að þiggja afmæliskaffi í
afgreiðslu sjóðsins á mánudag, 5. janúar frá
kl. 13.30 til 16.
Sparisjóðurinn veitir alla almenna fjár-
málaþjónustu, auk þess að annast póst-
afgreiðslu á Grenivík. Afgreiðsla sjóðsins
er að Ægissíðu 7 á Grenivík.