Morgunblaðið - 03.01.2004, Page 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
24 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NÝ önn í Menntasmiðju unga fólksins hefst 14.
janúar en námið er opið öllum á aldrinum 17–
26 ára og miðar að því að auka lífshæfni þeirra
sem það sækja. Menntasmiðjan er nám í anda
lýðháskólanna á Norðurlöndunum og nýtist
vel þeim er standa á tímamótum og eru að tak-
ast á við breytingar í lífinu. Það er þríþætt:
Sjálfsstyrkjandi, hagnýtt og skapandi.
Námið miðast sérstaklega við óskir og þarf-
ir ungs fólks sem af einhverjum ástæðum hef-
ur ekki fundið sig í námi eð atvinnu. Náms-
þættirnir eru meira og minna samtvinnaðir
þar sem sjálfstyrking og lífsleikni eru alltaf út-
gangspunktarnir. Allir þættirnir hafi aukna
lífshæfni til handa nemendum, að markmiði
þ.e. hjálpi nemendum að takast á við lífið, al-
mennt. Lýðræði ríkir í Menntasmiðju unga
fólksins þ.e. að nemendur geta haft áhrif á
námsefni, námstilhögun og daglegt starf.
Þetta leiðir af sér meiri ábyrgð nemenda á
skólastarfinu. Námið er eins konar mennt-
unar-„bland í poka“ þar sem ungmennin fá
innsýn inn í ýmsa námsþætti og taki þar stöð-
una á sjálfum sér varðandi styrk og veikleika.
Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2004. Um-
sóknareyðublöð fást í Menntasmiðjunni eða í
pósti ef óskað er.
Menntasmiðja
fyrir ungt fólk
Fleiri ákærumál | Ákærumáluum hjá Héraðs-
dómi Norðurlands eystra hefur fjölgað jafnt og
þétt frá 2001 en sektarboðsmálum hefur fækk-
aði umtalsvert frá 2002 eftir gríðarlega fjölgun
frá 2001. Ákæru- og sektarboðsmálin eru nefnd
einu nafni opinber mál, og fækkaði þeim í heild-
ina um 12% frá 2002.
Mestu munar um sveiflur í sektarboðsmál-
unum en þeim fækkaði úr 325 í 202 milli áranna
2002 og 2003 en voru 93 árið 2001. Ákærumál-
unum fjölgaði hins vegar úr 216 árið 2001 í 309
árið 2002 og voru komin upp í 359 í fyrra.
Einkamálum hjá héraðsdómi fækkaði þá úr
890 í 756 frá 2002 eftir mikla fjölgun frá 2001
þegar þau voru 730. Opinberu málin og einka-
málin eru langstærstu málaflokkarnir hjá hér-
aðsdómi en af 1528 málum voru 1317 mál úr
þessum málaflokkum. Af öðrum málum má m.a.
nefna gjaldþrotaskipti, rannsóknarúrskurði og
aðfarabeiðnir. Gjaldþrotabeiðnum fjölgaði úr
104 í 124 frá 2002. Í heildina hefur málum hjá
héraðsdómi fækkað úr 1744 í 1528 frá 2002.
Hverfakeppni skákfélagsins | Hin árlega
hverfakeppni Skákfélags Akureyrar fór fram
rétt fyrir áramót. Hart var barist og var eink-
um mikil spenna í löngu skákunum. Þar urðu
að lokum sveitir Eyrinnar/Innbæjar og Norð-
urbrekku efstar og jafnar með 11 vinninga af
18 mögulegum. Eyrin/Innbær, sem var undir
öruggri stjórn Gylfa Þórhallssonar sigraði
hinsvegar á stigum. Á fyrsta borði fyrir Norð-
urbrekku tefldi Rúnar Sigurpálsson. Sveit
Glerárhverfis, sem fyrirfram var talin nokkuð
sigurstrangleg undir stjórn Ólafs Kristjáns-
sonar, varð svo þriðja með 8 ½ vinning og Suð-
urbrekka undir stjórn Halldórs B. Halldórs-
son rak svo lestina með 5 1/2 v. Í hraðskákinni
hafði sveit Norðurbrekku svo sjaldséða yfir-
burði, stakk af og hlaut 25 vinninga af 36
mögulegum.
Áramótanámskeið | Skákskólinn á Akureyri
stendur yfir um helgina, dagana 3. og 4. janúar.
Þetta er í beinu samhengi við þá stefnu
Skákskóla Íslands að leita eftir samvinnu við
taflfélögin í landinu og miðast námskeiðshaldið
við þarfir drengja og stúlkna á Norðurlandi.
Það er haldið í samstarfi við Skákfélag Akur-
eyrar í húsakynnum félagsins.
Kostnaður við þátttöku á námskeiðinu er kr.
1000 á þáttakanda.
Aðalkennari verður Helgi Ólafsson stór-
meistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.
Honum til halds og trausts við kennsluna verð-
ur Þröstur Þórhallsson stórmeistari.
Sykur settur í bensíntankinn | Vélsleða
eigandi á Grenivík uppgötvaði á dögunum að
miklu magni af sykri hafði verið bætt á bens-
íntankinn á sleðanum hans.
Mátti litlu muna að illa færi, segir í frétt um
þennan atburði á heimasíðu Grýtubakka-
hrepps. Þar eru sleðaeigendur hvattir til að at-
huga bensínsíur og bensíntanka sleða sinna,
„því óvíst er að „vargurinn“ hafi látið sér
nægja að sykra bara einn sleða,“ eins og þar
stendur. Búið er að kæra málið til lögreglu.
AKUREYRI
NÝLEGA var tekið í notkun fjós með mjalta-
þjóni á bænum Hríshóli í Eyjafjarðarsveit. Þar
búa hjónin Sigurgeir B. Hreinsson og Bylgja
Sveinbjörnsdóttir. Mjaltaþjónninn, sem er frá
DeLaval, er sá fyrsti sem settur er upp hér í
sveit en slíkan búnað er að finna á um tug bæja
hér á landi.
Nýlega var tekið hús á Sigurgeiri Bjarna og
hann spurður hvað hafi valdið því að hann tók
þá ákvörðun að kaupa mjaltaþjóninn en slíkt
tæki kostar milli 13 og 14 milljónir króna. „Ég
var engan veginn ákveðinn í því hvað gera
skyldi, var lengi vel að hugsa um að hafa vel
tæknivæddan mjaltabás, svo hefur mér sýnst
þetta ganga vel hjá þeim bændum sem þegar
hafa tekið þetta í notkun og álít að þetta sé
framtíðin,“ sagði hann. Þegar Sigurgeir er
spurður hvort honum ofbjóði ekki kostnaður-
inn, segir hann að þetta sé að sjálfsögðu mjög
dýrt en á móti komi að vinnusparnaðurinn sé
mikill. Einn stærsti hlutinn af fjárfestingunni
er þó kaup á kvóta, þau gætu hlaupið á hærri
upphæðum en sem nemur kostnaði við fjós-
bygginguna sjálfa. Það væri því í sjálfu sér
ekki mikið mál að koma aðstöðunni upp, verra
væri að þurfa að fjárfesta annað eins eða
meira til þess að fá að nota hana til fulls. Að
sögn Sigurgeirs hafa kýrnar tekið þessari
breytingu mjög vel, þær koma að jafnaði til
mjalta þrisvar á dag, þær eru sællegar að sjá
og virðist líða mjög vel í nýjum húsakynnum.
Gæði mjólkurinnar á bænum eru venju fremur
mikil og hafa ekki tekið neinum breytingum
eftir að mjaltaþjónninn var tekinn í notkun
Morgunblaðið/Benjamín
Sigurgeir B. Hreinsson við mjaltaþjóninn, þann fyrsta sem tekin er í notkun í Eyjafjarðarsveit.
Ekkert mál að byggja fjós
ef nýta má það til fulls
Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið.
Miðborg | Stjórn íbúasamtaka
Grjótaþorps hefur ritað borgaryfir-
völdum, lögreglustjóra, Innrétting-
unum ehf. og verktökum bréf þar
sem mótmælt er harðlega „þeim
yfirgangi og ófriði“ sem fylgt hafi í
kjölfar byggingaframkvæmda í
Aðalstræti 16. Ráðgert er að rísi á
umræddri lóð á horni Aðalstrætis og
Túngötu 90 herbergja hótel ásamt
landnámsskála og er stefnt að því að
framkvæmdum ljúki vorið 2005 um
leið og hótelið tekur til starfa. Í bréf-
inu segir að allt frá því að fram-
kvæmdir hófust í sumar hafi vinnu-
löggjöfin verið virt að vettugi og
næturró raskað, oft á tíðum fram
yfir miðnætti og auk þess um helgar.
Byggingarleyfi ekki skilyrt
Sverrir Guðjónsson, tónlistar-
maður og íbúi við Grjótagötu, sem
sæti á í stjórn íbúasamtakanna, seg-
ir að íbúum hafi ofboðið fyrr í haust
þegar farið var að vinna á sunnudög-
um. „Auðvitað er alltaf truflun af
svona framkvæmdum og við vitum
það sem búum þarna í nágrenninu.
Þegar við fórum hins vegar að
pressa á að fá svör við því hvort það
væru engin lög og reglur sem næðu
yfir svona framkvæmd þá kom í ljós
að byggingarleyfi af þessari stærð-
argráðu eru ekki skilyrt. Það virðist
þannig vera teygjanlegt hvað þú
kallar næturró og hvenær þú truflar
nánasta umhverfi í íbúðarbyggð,
sem dæmi.“
Sverrir segist hafa leitað til lög-
reglu, rætt við verktaka, rætt við
Innréttingarnar ehf. sem standa að
hótelframkvæmdinni og borgaryfir-
völd en alls staðar mælt fyrir dauf-
um eyrum. Í bréfi íbúasamtakanna
til þessara aðila er á það minnt að
borgaryfirvöld sitji beggja vegna
borðsins í málinu, borgin sé hluthafi
í Innréttingunum sem sé eigandi
hótelbyggingarinnar og virðist því
„hafa lítinn sem engan áhuga á
þeirri brjóstvörn sem borgararnir
þurfi á að halda við þessar að-
stæður“.
Sverrir segir að íbúar séu sam-
mála um að núverandi ástand sé með
öllu óviðunandi. „Þessar fram-
kvæmdir eru alveg ótrúlega trufl-
andi og það gleymist alveg að það
býr fólk þarna í kring sem þarf að
mæta til vinnu líka og er kannski að
vinna heima á kvöldin. Það er eins
og það skipti engu máli.
Og bara til að benda á hvað þetta
er fáranlegt má benda á að ef það
stæði lúðrasveit fyrir utan gluggann
hjá mér og spilaði daginn út og inn
og langt fram á kvöld og fram yfir
miðnætti þá gæti ég hringt á lög-
reglu sem myndi stoppa hana en lög-
reglan á í erfiðleikum með að stoppa
þessa framkvæmd og bendir fyrst
og fremst á að leyfið sé ekki skilyrt,“
segir Sverrir.
Í bréfi íbúasamtaka til borgaryfir-
valda er farið fram á að fyrirkomu-
lag byggingarleyfa innan borgar-
markanna verði tekið til róttækrar
endurskoðunar með ósk um opinber-
ar skýringar og að endi verði bund-
inn á „ófrið, tillitsleysi, yfirgang og
þá martröð sem íbúar í grennd við
Aðalstræti 16 hafi mátt þola,“ eins
og segir í bréfinu.
„Þessar framkvæmdir eru
alveg ótrúlega truflandi“
Oft unnið fram
yfir miðnætti við
nýtt hótel í
Aðalstræti 16
Morgunblaðið/Jim Smart
Sverrir Guðjónsson, tónlistarmaður og stjórnarmaður í íbúasamtökum Grjótaþorps, segir íbúa Grjótaþorps afar
ósátta við að vinnulöggjöfin skuli virt að vettugi við hótelframkvæmdir í Aðalstræti.
Kópavogur | Nýtt bóknámshús við
Menntaskólann í Kópavogi var form-
lega opnað á dögunum að viðstödd-
um Tómasi Inga Olrich, fráfarandi
menntamálaráðherra, og Gunnari
Birgissyni, forseta bæjarráðs. Í til-
kynningu frá skólayfirvöldum segir
að um nokkurt skeið hafi húsnæði
MK ekki rúmað alla starfsemi hans.
Eftir að undirritaður var samningur
milli menntamálaráðuneytis og
Kópabogsbæjar snemma á síðasta
ári um byggingu nýrrar kennslu-
álmu hafi framkvæmdir gengið hratt
fyrir sig og nú sé risin tveggja hæða
bóknámsálma með 17 kennslustof-
um, fyrirlestrasal, o.fl. Í húsinu er
auk þess sérbúin kennsluaðstaða
fyrir sérdeild einhverfra sem verið
hefur í leiguhúsnæði í Völvufelli allt
frá stofnun deildarinnar fyrir fjórum
árum.
Nemendum í bóknámi fjölgað
„Með nýrri byggingu batnar
vinnuaðstaða nemenda og kennara í
MK, hægt verður að fjölga nemend-
um í bóknámi og vonandi tryggir
þetta viðunandi stöðu framhalds-
skólamála í Kópavogi næstu árin,“
segir í tilkynningu frá skólanum.
Fráfarandi menntamálaráðherra
og formaður bæjarráðs Kópavogs
tóku húsið í notkun á dögunum.
Nýtt bók-
námshús form-
lega opnað