Morgunblaðið - 03.01.2004, Síða 25
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 25
opi› laugardag, kl. 10:00-17:00
sunnudag kl. 12:00-17:00
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
04
ÚTSALAFLÍSA
Útsalan hefst í dag, laugardag
fjöldi flísager›a me› allt a› 60% afslætti
• inniflísar • útiflísar • ba›flísar • gólfflísar • eldhúsflísar • bílskúrsflísar • veggflísar
• glermosaik • listmosaik • marmaramosaik • keramikmosaik • stálmosaik • náttúrusteinn
• granítflísar • marmaraflísar • flögusteinn • hle›slugler • og margt fleira
Bæjarlind 4 – Kópavogi
og Njar›arnesi 9 – Akureyri
B Y G G I N G A V Ö R U R
Sandgerði | Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar
hefur samþykkt að taka upp viðræður við
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. um að félagið
kaupi tvær fasteignir sveitarfélagsins og að
Sandgerðisbær endurleigi þær.
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. var stofn-
að í lok árs 2002 af Íslandsbanka, Lands-
banka Íslands, Seltjarnarneskaupstað og
Reykjanesbæ. Ætlunin var að félagið keypti
allar fasteignir bankanna og sveitarfélaganna
sem endurleigðu þær síðan þannig að óbreytt
not væru af þeim. Þannig seldi Reykjanesbær
skóla- og íþróttamannvirki, skrifstofuhús-
næði og aðrar fasteignir. Eignarhaldsfélagið
Fasteign hf. hefur verið í viðræðum við fleiri
sveitarfélög um svipað fyrirkomulag og hafa
meðal annars kynnt starfsemi sína fyrir
stjórnendum Sandgerðisbæjar.
Bæjarstjórn Sandgerðis er einkum með í
huga að setja Samkomuhúsið og mannvirki á
skólalóð inn í Fasteign hf. Ætlunin er að 15–
20% af andvirði eignanna verði lögð til félags-
ins sem hlutafé en andvirði þeirra verði að
öðru leyti varið til að greiða niður skuldir
bæjar- og hafnarsjóðs.
Fram kemur í samþykkt bæjarstjórnar að
hún vill með viðræðum við Fasteign hf. fá
fram forsendur til að meta hagræðingu á við-
haldi umræddra eigna, flýtingu á verklokum
við þær og áætlaðan kostnað og umfang verk-
anna. Ekki síst er hugmyndin að ljúka end-
urbyggingu Samkomuhússins og lóð þess en
einnig lagfæringum á húsnæði og lóð skólans.
Tillagan var samþykkt með atkvæðum
meirihlutans sem skipaður er fulltrúum Sam-
fylkingar og óháðra og Sjálfstæðisflokks.
Fulltrúi Sandgerðislistans sat hjá við af-
greiðsluna en fulltrúar Framsóknarflokksins
greiddu atkvæði á móti tillögunni en tillaga
þeirra um að einöngu yrði leitað samninga um
sölu á Samkomuhúsinu hafði áður verið felld.
Hugað að
sölu tveggja
fasteigna
Reykjanesbær | „Þetta var tiltölulega gott ár
því þótt ýmislegt hefði mátt fara betur gekk
annað mjög vel,“ segir Örn Arnarson, sundmað-
ur úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, sem út-
nefndur var Íþróttamaður Reykjanesbæjar
2003 og sundmaður Reykjanesbæjar við athöfn
sem fram fór í Íþróttahúsi Njarðvíkur á gaml-
ársdag.
Gunnar Einarsson úr Keflavík var valinn
körfuknattleiksmaður ársins og varð annar í
kjöri Íþróttamanns Reykjanesbæjar og Jóhann
Rúnar Kristjánsson borðtennismaður sem var
útnefndur íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ
varð í þriðja sæti í kjörinu.
Aðrir fulltrúar íþróttagreinanna við kjörið
voru Sveinbjörn Bragason hestamaður Reykja-
nesbæjar 2003, Freyr Bragason lyftingamaður
Reykjanesbæjar, Skúli Vilbergsson hnefa-
leikamaður Reykjanesbæjar, Normandy Del
Rosario taekwondomaður Reykjanesbæjar,
Svava Magdalena Böðvarsdóttir siglingamaður
Reykjanesbæjar, Eva Berglind Magnúsdóttir
fimleikamaður Reykjanesbæjar, Örn Ævar
Hjartarson golfmaður Reykjanesbæjar, Þor-
gerður Jóhannsdóttir badmintonmaður Reykja-
nesbæjar, Þórarinn Kristjánsson knatt-
spyrnumaður Reykjanesbæjar og Ásgeir Svan
Vagnsson skotfimimaður Reykjanesbæjar 2003.
Við athöfnina voru allir þeir einstaklingar inn-
an íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ sem
unnið hafa til Íslandsmeistaratitla á árinu heiðr-
aðir með verðlaunapeningi. Fram kom að 175
höfðu unnið Íslandsmeistaratitil á árinu.
Sjöunda nafnbótin í röð
Þetta er annað árið í röð sem Örn er valinn
Íþróttamaður Reykjanesbæjar en í fimm ár þar
á undan, fyrir félagaskiptin til ÍRB, var hann
kjörinn Íþróttamaður Hafnarfjarðar. Auk þess
hefur hann þrisvar sinnum unnið til æðstu verð-
launa á þessu sviði með því að verða kjörinn
Íþróttamaður ársins hjá Samtökum íþrótta-
tvö Norðurlandamet. Meðal annarra afreka má
nefna þrjú gull og tvö silfur á Smáþjóðaleikum.
Örn hefur nýtt ár með tilhlökkun. Hann hefur
tryggt sér rétt til þátttöku á Ólympíuleikunum í
Aþenu. „Ég fer á þá til þess að bæta mig í mín-
um greinum. Það er markmið númer eitt og svo
verð ég að sjá hvað það fleytir mér langt,“ segir
Örn. Hann náði fjórða sæti á síðustu Ólympíu-
leikum og stefnan er því sett á verðlaunapall.
fréttamanna. Örn segir að árið hafi verið til-
tölulega gott hjá sér og að Evrópumótið í 25
metra sundlaug í Dublin á Írlandi í síðasta mán-
uði hafi borið hæst ásamt Meistaramóti Íslands
hér heima. Örn vann silfurverðlaun í 100 metra
baksundi í Dublin og setti þar Íslands- og Norð-
urlandamet. Örn varð níu sinnum Íslandsmeist-
ari í einstaklingsgreinum á liðnu ári, sló met með
boðsundssveitum, og setti ellefu Íslandsmet og
Ljósmynd/Víkurfréttir
Efstir í kjörinu: Jóhann Rúnar Kristjánsson, borðtennismaður úr Nesi, Gunnar Einarsson,
körfuknattleiksmaður úr Keflavík, og Örn Arnarson, ÍRB, Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2003.
Stefnir að verðlaunum
á Ólympíuleikunum í Aþenu