Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 25
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 25 opi› laugardag, kl. 10:00-17:00 sunnudag kl. 12:00-17:00 w w w .d es ig n. is © 20 04 ÚTSALAFLÍSA Útsalan hefst í dag, laugardag fjöldi flísager›a me› allt a› 60% afslætti • inniflísar • útiflísar • ba›flísar • gólfflísar • eldhúsflísar • bílskúrsflísar • veggflísar • glermosaik • listmosaik • marmaramosaik • keramikmosaik • stálmosaik • náttúrusteinn • granítflísar • marmaraflísar • flögusteinn • hle›slugler • og margt fleira Bæjarlind 4 – Kópavogi og Njar›arnesi 9 – Akureyri B Y G G I N G A V Ö R U R Sandgerði | Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur samþykkt að taka upp viðræður við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. um að félagið kaupi tvær fasteignir sveitarfélagsins og að Sandgerðisbær endurleigi þær. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. var stofn- að í lok árs 2002 af Íslandsbanka, Lands- banka Íslands, Seltjarnarneskaupstað og Reykjanesbæ. Ætlunin var að félagið keypti allar fasteignir bankanna og sveitarfélaganna sem endurleigðu þær síðan þannig að óbreytt not væru af þeim. Þannig seldi Reykjanesbær skóla- og íþróttamannvirki, skrifstofuhús- næði og aðrar fasteignir. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. hefur verið í viðræðum við fleiri sveitarfélög um svipað fyrirkomulag og hafa meðal annars kynnt starfsemi sína fyrir stjórnendum Sandgerðisbæjar. Bæjarstjórn Sandgerðis er einkum með í huga að setja Samkomuhúsið og mannvirki á skólalóð inn í Fasteign hf. Ætlunin er að 15– 20% af andvirði eignanna verði lögð til félags- ins sem hlutafé en andvirði þeirra verði að öðru leyti varið til að greiða niður skuldir bæjar- og hafnarsjóðs. Fram kemur í samþykkt bæjarstjórnar að hún vill með viðræðum við Fasteign hf. fá fram forsendur til að meta hagræðingu á við- haldi umræddra eigna, flýtingu á verklokum við þær og áætlaðan kostnað og umfang verk- anna. Ekki síst er hugmyndin að ljúka end- urbyggingu Samkomuhússins og lóð þess en einnig lagfæringum á húsnæði og lóð skólans. Tillagan var samþykkt með atkvæðum meirihlutans sem skipaður er fulltrúum Sam- fylkingar og óháðra og Sjálfstæðisflokks. Fulltrúi Sandgerðislistans sat hjá við af- greiðsluna en fulltrúar Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti tillögunni en tillaga þeirra um að einöngu yrði leitað samninga um sölu á Samkomuhúsinu hafði áður verið felld. Hugað að sölu tveggja fasteigna Reykjanesbær | „Þetta var tiltölulega gott ár því þótt ýmislegt hefði mátt fara betur gekk annað mjög vel,“ segir Örn Arnarson, sundmað- ur úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, sem út- nefndur var Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2003 og sundmaður Reykjanesbæjar við athöfn sem fram fór í Íþróttahúsi Njarðvíkur á gaml- ársdag. Gunnar Einarsson úr Keflavík var valinn körfuknattleiksmaður ársins og varð annar í kjöri Íþróttamanns Reykjanesbæjar og Jóhann Rúnar Kristjánsson borðtennismaður sem var útnefndur íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ varð í þriðja sæti í kjörinu. Aðrir fulltrúar íþróttagreinanna við kjörið voru Sveinbjörn Bragason hestamaður Reykja- nesbæjar 2003, Freyr Bragason lyftingamaður Reykjanesbæjar, Skúli Vilbergsson hnefa- leikamaður Reykjanesbæjar, Normandy Del Rosario taekwondomaður Reykjanesbæjar, Svava Magdalena Böðvarsdóttir siglingamaður Reykjanesbæjar, Eva Berglind Magnúsdóttir fimleikamaður Reykjanesbæjar, Örn Ævar Hjartarson golfmaður Reykjanesbæjar, Þor- gerður Jóhannsdóttir badmintonmaður Reykja- nesbæjar, Þórarinn Kristjánsson knatt- spyrnumaður Reykjanesbæjar og Ásgeir Svan Vagnsson skotfimimaður Reykjanesbæjar 2003. Við athöfnina voru allir þeir einstaklingar inn- an íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ sem unnið hafa til Íslandsmeistaratitla á árinu heiðr- aðir með verðlaunapeningi. Fram kom að 175 höfðu unnið Íslandsmeistaratitil á árinu. Sjöunda nafnbótin í röð Þetta er annað árið í röð sem Örn er valinn Íþróttamaður Reykjanesbæjar en í fimm ár þar á undan, fyrir félagaskiptin til ÍRB, var hann kjörinn Íþróttamaður Hafnarfjarðar. Auk þess hefur hann þrisvar sinnum unnið til æðstu verð- launa á þessu sviði með því að verða kjörinn Íþróttamaður ársins hjá Samtökum íþrótta- tvö Norðurlandamet. Meðal annarra afreka má nefna þrjú gull og tvö silfur á Smáþjóðaleikum. Örn hefur nýtt ár með tilhlökkun. Hann hefur tryggt sér rétt til þátttöku á Ólympíuleikunum í Aþenu. „Ég fer á þá til þess að bæta mig í mín- um greinum. Það er markmið númer eitt og svo verð ég að sjá hvað það fleytir mér langt,“ segir Örn. Hann náði fjórða sæti á síðustu Ólympíu- leikum og stefnan er því sett á verðlaunapall. fréttamanna. Örn segir að árið hafi verið til- tölulega gott hjá sér og að Evrópumótið í 25 metra sundlaug í Dublin á Írlandi í síðasta mán- uði hafi borið hæst ásamt Meistaramóti Íslands hér heima. Örn vann silfurverðlaun í 100 metra baksundi í Dublin og setti þar Íslands- og Norð- urlandamet. Örn varð níu sinnum Íslandsmeist- ari í einstaklingsgreinum á liðnu ári, sló met með boðsundssveitum, og setti ellefu Íslandsmet og Ljósmynd/Víkurfréttir Efstir í kjörinu: Jóhann Rúnar Kristjánsson, borðtennismaður úr Nesi, Gunnar Einarsson, körfuknattleiksmaður úr Keflavík, og Örn Arnarson, ÍRB, Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2003. Stefnir að verðlaunum á Ólympíuleikunum í Aþenu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.