Morgunblaðið - 03.01.2004, Page 26
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
26 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Selfoss | Ívar Grétarsson, handknattleiksmaður á
Selfossi, var valinn íþróttamaður Árborgar fyrir
árið 2003. Kjör íþróttamanns Árborgar var kynnt
á sérstakri hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á Sel-
fossi síðastliðinn sunnudag 28. desember þar sem
Gylfi Þorkelsson, formaður íþrótta- og tóm-
stundaráðs Ár-
borgar og forseti
bæjarstjórnar
Ásmundur
Sverrir Pálsson,
afhentu íþrótta-
fólki viðurkenn-
ingar. Ívar Grét-
arsson varð
Evrópumeistari í
handbolta með
U18 landsliði Ís-
lands og er einn
efnilegasti hand-
knattleiksmaður
Selfyssinga og
Sunnlendinga.
Alls voru ell-
efu einstaklingar
tilnefndir til
kjörs íþrótta-
manns ársins í
Árborg, Örn
Davíðsson frjáls-
íþróttamaður,
Svanhvít Kristjánsdóttir hestamaður, Bryndís
Eva Óskarsdóttir frjálsíþróttakona, Bjarni
Bjarnason körfuknattleiksmaður, Hjalti Rúnar
Oddsson sundmaður, Ómar Valdimarsson knatt-
spyrnumaður, Elías Einarsson knattspyrnumað-
ur, Theodór Guðmundsson knattspyrnumaður,
Hrafnhildur Björk Guðgeirsdóttir fimleikakona
sem varð í þriðja sæti í kjörinu, í öðru sæti varð
Hlynur Geir Hjartarson kylfingur, og Ívar Grét-
arsson handknattleiksmaður sem var valinn
íþróttamaður Árborgar.
Á hátíðarsamkomunni voru einnig afhentir
styrkir til afreksmanna í sveitarfélaginu og
hvatningarverðlaun íþrótta- og tómstundaráðs
Árborgar en sú tilnefning kom í hlut Golfklúbbs
Selfoss fyrir metnaðarfullt uppbyggingarstarf.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Ívar Grétarsson handknatt-
leiksmaður, íþróttamaður Ár-
borgar 2003.
Ívar Grétarsson valinn
íþróttamaður Árborgar
Selfoss | 99% af tekjum Sveitarfélagsins Ár-
borgar fara til reksturs málaflokka og skuldir
munu aukast um 194 milljónir ár þessu ári
samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun að
því er fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar
frá 22. desember. Í bókun meirihlutans kemur
fram að heildarskatttekjur sveitarfélagsins
eru 1.727 milljónir, þar af er útsvar 1.287 millj-
ónir. Rekstur málaflokka, ásamt eignasjóði,
tekur til sín 1.713 milljónir. Langstærsti ein-
staki útgjaldaliður sveitarfélagsins er fræðslu-
og uppeldismál með 935 milljónir eða 54% af
skatttekjunum. Heildarlaunagreiðslur sveit-
arfélagsins eru um 1,1 milljarður eða liðlega
66% af skatttekjum. Stærstu liðir í fjárfest-
ingum á árinu 2004 eru grunnskóli í Suð-
urbyggð – lok 1. áfanga 257 milljónir, nýfram-
kvæmdir gatna 72 milljónir,
holræsaframkvæmdir 142 milljónir, framlag v.
byggingar íþróttahúss við FSu 25 milljónir og
framkvæmdir á vegum Selfossveitna 55 millj-
ónir.“
Í bókun meirihluta bæjarstjórar segir með-
al annars: „Niðurstaða samstæðureiknings
sveitarfélagsins sýnir heildareignir að fjárhæð
4,9 milljarða, langtímaskuldir 2,5 milljarða,
eigið fé 1,3 milljarða og aðrar skuldbindingar
þ.m.t. lífeyrisskuldbindingar að fjárhæð 1,1
milljarð. Eiginfjárhlutfall er áætlað 0,26.
Handbært fé frá rekstri í heildarsamstæðunni
er 320 milljónir. Fjárfesting í varanlegum
rekstrarfjármunum er 451 milljón. Afborganir
lána eru 226 milljónir og ný langtímalán eru
áætluð 420 milljónir þannig að lántökur um-
fram afborganir eru áætlaðar 194 milljónir.
Mikil íbúafjölgun og uppbygging
Í bókun meirihlutans er meðal annars bent
á stöðu sveitarfélagsins og þenslu vegna fjölg-
unar íbúa í sveitarfélaginu: „Þrátt fyrir það að
eiginfjárstaða sveitarfélagsins sé sterk á sveit-
arfélagið við vanda að stríða, eins og mjög
mörg sveitarfélög í landinu, sem felst í því að
tekjurnar fara að stærstum hluta í rekstur
málaflokkanna. Af því leiðir að framkvæmdir
verður að fjármagna með lánsfé. Þegar saman
fer mikil íbúafjölgun, uppbygging og eftirspurn
eftir þjónustu og slagsíða á tekjustofnun sam-
fara tekjutapi vegna ýmissa stjórnvalds-
aðgerða verður þyngra fyrir fæti og leiðir oft til
aukinnar skuldsetningar. Yfirleitt er skulda-
aukningin tímabundin og jafnast aftur þegar
fjölgun íbúa og fyrirtækja fer að skila meiri
tekjum.
Hjá sveitarfélaginu eru framundan stór og
fjárfrek verkefni sem bíða úrlausnar bæj-
arstjórnar. Stærst þeirra er áframhaldandi
uppbygging nýs grunnskóla, ný sniðræsi og
hreinsistöð fyrir skolp. Einnig eru framundan
stór verkefni í skipulagsmálum í vaxandi sveit-
arfélagi. Auk þess er óvissa um þróun kaup-
gjalds á árinu 2004 vegna kjarasamninga-
gerðar sem í hönd fer. Það verður því að vera
forgangsverkefni að ná tökum á rekstrinum.
Meirihluti S- og B-lista er ákveðinn í því að
taka reksturinn til gagngerrar endurskoðunar
í þeim tilgangi að rekstrarafgangur aukist frá
því sem nú er, án þess að þjónusta við lög-
bundin verkefni versni. Til þess að það megi
takast verða allir að leggjast á eitt, bæj-
arfulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins.
Samhliða framangreindum aðgerðum er
óhjákvæmilegt að leiðrétta tekjustofna sveit-
arfélaga, því skorar bæjarstjórn Árborgar á
félagsmálaráðherra og stjórn Sambands ísl.
sveitarfélaga að ganga af krafti í þá vinnu að
endurskipuleggja tekjustofna sveitarfélaga og
skapa þeim grundvöll til að sinna lögboðnum
verkefnum.“
Áætlunin er brosleg
Minnihluti bæjarstjórnar, fulltrúar Sjálf-
stæðisflokks, sögðu gerð og framkvæmd fjár-
hagsáætlunarinnar alfarið á ábyrgð meirihlut-
ans. „Í sinni fyrstu fjárhagsáætlun boðaði
núverandi meirihluti aðhald í fjármálum sveit-
arfélagsins og lagði mikla áherslu á aukið og
bætt kostnaðarmat. Íbúum Árborgar má vera
ljóst að meirihlutinn hefur misst sjónar á þess-
um markmiðum sínum. Sveitarfélagið Árborg
býr við sömu rekstrarlegu skilyrði og öll önn-
ur sveitarfélög landsins, því er það ábyrgð-
arleysi af hálfu meirihlutans að ganga þannig
frá fjárhagsáætlun að rúmlega 99% af tekjum
sveitarfélagsins fara í hinn daglega rekstur og
lántökur munu aukast um nær 200 milljónir
króna. Með sambærilegri fjármálastjórn og á
þessu ári sem er að líða má reikna með því að
sveitarfélagið þurfi á haustmánuðum að taka
lán til þess að standa undir rekstri. Komi til
þess er það grafalvarlegt mál. Öll fyrirheit um
„örugga og ábyrga fjármálastjórn“ verða í
besta falli næsta brosleg í ljósi þessarar fjár-
hagsáætlunar,“ segir meðal annars í bókun
minnihlutans.
Fjárhagsáætlun Árborgar afgreidd
Skuldaaukning og allar tekjur
fara í rekstur málaflokka
Morgunblaðið/Sigurður Jósson
LANDIÐ
Fagridalur | Óvenju fallegt veður
var á gamlárskvöld í Mýrdalnum.
Í Vík var brenna og margir
mættu til að sjá hana, meðal ann-
arra hljómsveitin Æði sem spilaði
og söng við bálið, náttúran lét
heldur ekki sitt eftir liggja og
setti upp eina norðurljósasýningu
yfir þorpinu en þær hafa verið
mjög tíðar síðustu mánuði. Miklu
var einnig skotið upp af flug-
eldum, og að sögn félaga úr
björgunarsveitinni Víkverja var
sala á flugeldum mjög góð fyrir
þessi áramót, einnig hefur björg-
unarsveitin boðið mönnum að
kaupa sér hlut í sýningu sem
björgunarsveitarmenn sjá svo um
að sprengja með rafmagni á mið-
nætti og hefur þetta mælst vel
fyrir hjá mörgum.
Bæði náttúrulegar
og útbúnar ljósa-
sýningar yfir Vík
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
vegna vatnsveitu og fráveitu einnig
að undanskilinni vísitöluhækkun upp
á 2,5%. Sama gildir um gjaldskrá
leikskóla. Álagningarprósenta fast-
eignaskatts er óbreytt. Gjaldskrá
tæknideildar bæjarins er endur-
skoðuð.
Tekjutengdur afsláttur fasteigna-
gjalda til elli- og örorkulífeyrisþega
sem tekinn var upp á líðandi ári mun
einnig ná til holræsagjalds á næsta
ári.
Mest í uppeldis- og fræðslumál
Stærstum hluta rekstrarútgjalda,
eða rúmlega 280 milljónum, verður
varið til fræðslu og uppeldismála.
Nemendum við Grunnskólann hefur
fjölgað um tæplega 40 frá lokum síð-
asta skólaárs og ráðgert er að taka í
notkun nýjan leikskóla á árinu 2004.
Aðrir málaflokkar sem taka hvað
Hveragerði | Bæjarstjórn Hvera-
gerðis afgreiddi þann 29. desember
fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið
2004.
Áætlunin gerir ráð fyrir að heild-
artekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja
sveitafélagsins verði 705 milljónir,
en þar af eru skatttekjur rúmar 530
milljónir eða 75% af tekjum. Þá er
gert ráð fyrir að rekstrargjöld og
fjármagnsliðir verði 699 milljónir
króna. Afgangur frá rekstri fyrir af-
skriftir verður því um 6 milljónir. Að
teknu tilliti til reiknaðra stærða í
sjóðsteymi er veltufé frá rekstri
áætlað 38,5 milljónir sem eru 5,5% af
heildartekjum.
Skatttekjur sveitarfélagsins
hækka á milli ára um rúmlega 6%
miðað við endurskoðaða fjárhags-
áætlun fyrir árið 2003. Álagning út-
svars er óbreytt og þjónustugjöld
mest til sín í rekstri eru æskulýðs-
og íþróttamál, 70 milljónir, sameig-
inlegur kostnaður, 62 milljónir, fé-
lagsþjónusta, 35,5 milljónir og um-
hverfis-, samgöngu- og
skipulagsmál, 51,5 miljónir.
Á árinu 2004 er áætlað að verja
163 milljónum nettó til fram-
kvæmda. Lokið verður við byggingu
leikskóla við Finnmörk og leggja á
gervigrasvöll (sparkvöll) við Grunn-
skólann. Auk þess verður varið rúm-
um 40 milljónum nettó til gatnagerð-
ar í Hveragerði. Stærstu
framkvæmdir í gatnagerð eru við
Sunnumörk en þar er að rísa versl-
unarmiðstöð. Gert er ráð fyrir að ný
lántaka á árinu 2004 verði 90 millj-
ónir og að afborganir eldri lána verði
tæpar 80 milljónir. Skuldir bæjarins
við lánastofnanir í árslok 2004 nema
því um 787 milljónum króna.
Heildartekjurnar um
705 milljónir króna
Fjárhagsáætlun ársins 2004 afgreidd í bæjarstjórn
Mývatnssveit | Fyrsti dagur nýs
árs reis bjartur og fagur með
hægviðri og 12° frosti en nýárs-
nóttin hafði hulið jörð með fann-
hvítri mjöll. Á austurlofti voru
glitský í morgunskini sem endur-
ómuðu í Birtingatjörn, sem er
tjörn austan vatns. Þar koma upp-
sprettur undan hrauni og halda
auðum vökum sem ekki frjósa
nema í aftökum. Gamla árið
kvaddi með norðan kalda og élja-
gangi sem ekki hentar sérlega vel
til flugeldasýninga. Tvær brennur
voru þó eftir venju og flugeldasýn-
ingar hjá þeim. Um miðnætti í
Rauðhólum við Álftagerði en kl 21
á Ytri-Höfða við Reykjahlíð. Aft-
ansöngur var á gamlárskvöld í
Reykjahlíðarkirkju en messa í
Skútustaðakirkju á nýársdag.
Traustur ís er á vatninu sem hent-
ar vel til sleðaferða eða skíða-
göngu.
Nýársdagsmorgunn í Mývatnssveit