Morgunblaðið - 03.01.2004, Page 29
FERÐALÖG
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 29
Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna.
Geymið auglýsinguna.
www.gistinglavilla16.com
sími 004532975530 • gsm 004528488905
Kaupmannahöfn - La Villa
Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Sími 552 5744.
Fax 562 5744. www.lhs.is
LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA
Fjöldi útgefinna miða er 15000.
Vinningaskrá verður birt í dagblöðum, á bls. 280
í textavarpi Rúv, Lögbirtingarblaðinu og á www.lhs.is.
Dregið verður 6. janúar
Meðal vinninga:
Sólarlandaferðir með Úrval-Útsýn,
ferðatölvur og farsímar.
Hjálpið okkur að hjálpa öðrum
Happdrætti
ára
1983-200
3
Þeir sem ferðast um Bretlands-eyjar, einkum þeir sem faraum á Írlandi og í Skotlandi
verða þess vísari að víða eru rekin
vönduð gistihús í fornum kastölum.
Víðast hefur verið kappkostað að
halda við óbreyttu útliti til að
stemmning fyrri tíma svífi sem best
yfir vötnunum og vissulega votta
þeir sem gist hafa í slíkum höllum,
að stemmingin er einstök.
Kastalar þessir eiga sér yfirleitt
ríka og magnaða sögu sem tengist
horfnum kynslóðum. Ekki er óal-
gengt að draugar eigi þar bústaði,
en oftar en ekki er það óskilgreint
hvenær þeir létu síðast á sér kræla.
Ferðamálaskrifstofa Írlands veitti
þær upplýsingar sem hér að neðan
koma, er Morgunblaðið leitaði eftir
upplýsingum þar á bæ.
Fyrirspurnin byggðist á því að
vitað var um fjögurra manna fjöl-
skyldu sem ætlar að ferðast akandi
um Írland á komandi sumri. Hjá Ír-
um fengust þessar upplýsingar:
Fimm stjörnu lúxuskastalar á
borð við Dromolandhöll og Ashford-
höll eru dýrir og myndi ódýrasta
nóttin kosta frá um 30.000 krónum
yfir sumarmánuðina, en valið stend-
ur líka um marga, minni þekkta
smærri og ódýrari kastala.
Abbeyglenkastali í Cliften (s. 00-
353-95-21201), á vesturströnd Ír-
lands er t.d. fjögurra stjörnu hótel.
Kastalinn var byggður 1832 og þar
eru 38 herbergi. Þar kostar nóttin að
jafnaði um 13.000 krónur .
Einnig má nefna Cabrakastala frá
1760 (s. 00-353-42-966-7030). Hann
er í um 90 mínútna akstursfjarlægð
frá Dublin og herbergin þar kosta
frá 10.000 krónum.
Kilkeakastali í Castledermot
nærri Dublin (s. 00-353-59-91-45156)
var smíðaður árið 1180 og er sagt að
kastalinn sé sá elsti á Írlandi þar
sem byggð hefur haldist frá upphafi.
Þar eru 36 herbergi og kostar nóttin
frá 20.000 krónum.
Að ofan Cabra-kastalinn frá
1760 er í um 90 mínútna
akstursfjarlægð frá Dublin.
T.v. Abbeyglen-kastali í
Cliften á vesturströnd Ír-
lands var byggður 1832.
Kastaladvöl á Írlandi
GISTING
TENGLAR
..............................................
www.abbeyglen.ie
www.cabracastle.com
www.kilkeacastle.ie
www.kinnittycastle.com
www.ballynahinch-castle.com
www.tourismireland.com
Icelandair mun á næstunni gerabreytingar á þjónustu um borðí vélum félagsins sem fela í sér
aukna áherslu á létta rétti og
gegnsæi í verðlagningu. Tekið verð-
ur aukið tillit til þess á hvaða tíma
sólarhringsins flogið er og réttirnir
verða fram bornir í nýstárlegum og
þægilegum umbúðum, að sögn Guð-
jóns Arngrímssonar, upplýsinga-
fulltrúa Flugleiða. Einn helsti
styrkur Icelandair í alþjóðasam-
keppni á flugmarkaði hefur um ára-
bil verið framúrskarandi þjónusta,
að sögn Guðjóns. Með breytingun-
um nú er félagið að styrkja þennan
þátt starfseminnar og veitir sem
fyrr fulla þjónustu, en breytingar-
nar eru jafnframt liður í að svara
kröfum markaðarins um lág far-
gjöld.
Farþegar vilja mat
Grunnþáttur veitingaþjónustu
um borð í vélum Icelandair er að
öllum farþegum í almennu farrými
er boðið án endurgjalds upp á mál-
tíð sem hæfir þeim tíma dags sem
flogið er á, þ.e. morgunverð, hádeg-
isverð, síðdegissnarl, kvöldverð og
kvöldhressingu. Með matnum er
borið fram vatn, kaffi og te án end-
urgjalds.
„Það hefur margsýnt sig í skoð-
anakönnunum okkar að í meira en
tveggja klukkustunda löngu flugi,
eins og allt flug til og frá Íslandi er,
þá vill fólk fá að borða á leiðinni.
Við teljum það því sjálfsagðan þátt
í þjónustu okkar og mikinn styrk í
harðri samkeppni að bjóða öllum
farþegum góðan mat um borð“,
segir Sigurður Skagfjörð Sigurðs-
son, forstöðumaður farþegaþjón-
ustu Icelandair.
Safinn nú seldur
Breytingarnar nú munu eiga sér
stað í áföngum frá áramótum og
fram í apríl. Frá og með 1. janúar
2004 verða gosdrykkir, ávaxtasafi,
bjór, vín og sterkir drykkir, þ.e. all-
ir drykkir fyrir utan vatn, te og
kaffi, seldir um borð. Á sama tíma
verður gerð sú breyting að Flug-
eldhúsið á Keflavíkurflugvelli mun
framleiða mat fyrir flug til og frá
Bandaríkjunum,en hingað til hefur
maturinn að hluta til verið keyptur
vestan hafs. Sú breyting er gerð til
að auka gæði og stöðugleika þjón-
ustunnar.
Aðrar breytingar á matarþjón-
ustu á almennu farrými, þar sem
aukin áhersla verður á létta rétti,
taka gildi í febrúar og frekari
breytingar á veitingaþjónustu á við-
skiptafarrými og í flugi til og frá
Bandaríkjunum í apríl.
BREYTINGAR | Nýjar áherslur í þjónustu um borð hjá Icelandair
Léttir réttir og gegn-
sæi í verðlagningu
Morgunblaðið/Sverrir
Kröfur markaðarins: Breytingarnar á þjónustunni eru jafnframt liður í að
svara kröfum markaðarins um lág fargjöld.