Morgunblaðið - 03.01.2004, Page 30

Morgunblaðið - 03.01.2004, Page 30
Morgunblaðið/Golli Kræsingarnar: Kjúklingabringur með fersku salati og bökuðum kartöflum. Matargerð hefur lengi veriðáhugamál HafnfirðingsinsSveinbjörns Hólmgeirs- sonar og ræður hann þar af leiðandi alfarið ríkjum í eldhúsinu heima hjá sér. Eiginkonunni Hönnu Björk Haf- þórsdóttur líkar þessi tilhögun afar vel enda segist hún alltaf fá eitthvað girnilegt í matinn á hverju kvöldi. Sjálf segist hún ekki hafa neitt sér- stakt yndi af eldamennsku, en búi stundum til salatið og sé mjög sátt við að fá að raða í uppþvottavélina eftir matinn. Saman fara þau þó yfir- leitt í verslunarleiðangra einu sinni í viku og þegar kemur að bakstri og eftirréttum, er það eiginkonan sem tekur til hendinni. Hjónin búa í fallegri og stílhreinni fjögurra herbergja íbúð í Áslands- hverfinu í Hafnarfirði ásamt tveimur börnum sínum, Ísak Erni 5 ára og Söru Dögg 3 ára, og segist Svein- björn vera sérlega ánægður með eld- húsið sitt. Í öndvegi situr vegleg gaseldavél með fimm hellum og segist Svein- björn ekki vilja sjá neitt annað eftir að hafa verið kynntur fyrir gasinu hjá mági sínum, Agli Kolbeinssyni, sem einnig er yfirkokkur á sínu heimili. Sveinbjörn er vélaverkfræðingur að mennt og starfar hjá verkfræði- stofu Guðmundar og Kristjáns. Hanna Björk starfar á hinn bóginn sem tækniteiknari hjá VSB verk- fræðistofu. „Við fluttum tvö til Ála- borgar árið 1998 þar sem ég var að taka mastersgráðu í vélaverkfræði, en komum tveimur árum síðar fjögur til baka og þá var litla 50 fermetra íbúðin, sem við áttum, auðvitað orðin alltof lítil fyrir fjölskylduna,“ segir Sveinbjörn. Áhuga hans á matartil- búningi má ef til vill rekja til upp- vaxtaráranna, en á æskuheimilinu var það faðir hans sem sá um matar- gerðina. „Ætli þetta sé ekki bara í genunum. Við höldum nefnilega að sonur okkar geti líka orðið efnilegur í eldhúsinu því fyrir honum er það mjög eðlilegt að pabbarnir sjái um matinn. Hann gaf pabba sínum meira að segja nýja svuntu um daginn þar sem honum fannst sú gamla orðin eitthvað snjáð,“ segir Hanna Björk. Sveinbjörn segist sérstaklega hafa gaman af því að grilla á útigrilli enda stundi hann það allan ársins hring, þrátt fyrir kulda og trekk. Yfirleitt segist hann styðjast við uppskriftir í fyrstu, en fari svo gjarnan út í alls kyns útúrdúra. Sveinbjörn býður að þessu sinni upp á kjúklingabringur með hvítvíns- sveppa-hvítlaukssósu, fersku salati og bökuðum kartöflum. Kjúklingabringur (fyrir fjóra) 3 msk ólífuolía 2 msk íslenskt smjör 200 g smáir sveppir, skornir þunnt salt og nýmulinn pipar 1 stór smátt saxaður skallottulaukur ¾ bolli þurrt hvítvín ¾ bolli kjúklingasoð 3 smátt söxuð hvítlauksrif 1 bolli þeyttur rjómi 4 meðalstórar kjúklingabringur Hitið eina msk af ólífuolíunni og eina msk af smjörinu á stórri pönnu á miðlungshita. Setjið smátt skorna sveppina á pönnuna og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Steikið þá í um það bil sjö mínútur eða þangað til þeir eru léttbrúnir. Færið sveppina yfir í skál. Setjið skallottulaukinn og hvítvínið á pönnuna og látið sjóða. Bætið kjúklingasoðinu út í og látið sjóða. Því næst er hvítlauknum og þeytta rjómanum bætt út í og látið sjóða. Sveppunum er þá bætt út í og látið malla við vægan hita. Hrærið létt í þar til sósan er orðinn þykk. Stráið salti og pipar yfir bringurnar á báðar hliðar. Setjið tvær msk af olíu og 1 msk af smjörinu á pönnu. Bring- urnar eru steiktar á pönnu í 4–5 mín- útur á hvorri hlið eða þar til þær eru ekki lengur bleikar að innan. Bring- urnar bornar fram með sósunni, klettasalati og ofnbökuðum kart- öflum. Klettasalat klettasalat og jafnvel spínat til helminga furuhnetur ristaðar á pönnu kirsuberjatómatar gúrka Feta ostur með sólþurrkuðum tómötum ½ grófsaxaður rauðlaukur, ef vill Kartöflur Bökunarkartöflur skornar til helm- inga. Þær penslaðar með ólífuolíu og salti stráð yfir. Bakaðar við 200°C. Morgunblaðið/Golli Matgæðingar: Sveinbjörn Hólmgeirsson og Hanna Björk Hafþórsdóttir. Kjúklingabringur í hvítvíni  MATARKISTAN | Hafnfirðingurinn Sveinbjörn Hólmgeirsson ræður alfarið ríkjum í eldhúsinu heima hjá sér DAGLEGT LÍF 30 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Munið að slökkva á kertunum       Setjið kerti aldrei nálægt tækjum sem gefa frá sér hita s.s. sjónvarpi Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins         Vínframleiðendur verða að gæta þess hvers konar tappa þeir nota á flöskur sínar vilji þeir ekki sjá á bak viðskipta- vinum sínum, sam- kvæmt könnun sem breska Wine Intelligence grein- ingarstofnunin framkvæmdi í lok síðasta árs. Þannig sætta 6 af hverj- um 10 neytendum sig ekki við vín- flöskur með skrúftappa en 99% eru jákvæð eða hlutlaus í afstöðu sinni til korktappans. Könnunin, sem gerð var í Bretlandi, þykir að mati danska blaðsins Jyllands-Posten einnig gefa hugmynd um afstöðu annarra evrópskra neytenda, en ekki hefur áður verið gerð könnun af sambærilegri stærðargráðu um viðhorf til korktappans. Samkvæmt könnuninni má ekki hvað síst rekja neikvæðni neytenda gagnvart skrúftappanum til þess að hann gefur ekki frá sér rétt hljóð þegar flaskan er opnuð. En áður hafa nokkrir vín- framleiðendur reynt að fullvissa neytendur um að skrúftappar, sem og plastkorktapp- ar, reynist betur en hinn hefð- bundni kortkappi, sem m.a. geti haft áhrif á bragð vínsins. Neytendur virðast hins vegar láta sér slík rök í léttu rúmi liggja. „Niðurstöðurnar sýna að hinn al- menni neytandi er ekki tilbúin að segja skilið við einn mikilvægasta sið víndrykkjunnar, burt séð frá því að skrúftappinn kunni að vera hag- kvæmari,“ hafði blaðið eftir Rich- ard Halstead forstjóra Wine Intelli- gence. „Framleiðendur og vínsalar eiga því á hættu að tapa stórum hóp viðskiptavina sinna taki þeir tæknina of hratt upp á arma sína.“ Korktappi skal það vera  VÍN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.