Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 31
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 31 Upplýsinga- og margmiðlunarsvið Svið sem verður stöðugt áhrifameira í samfélaginu og enginn getur sniðgengið sem vill vera með á nótunum. Fjarnámið er til vitnis um það. Tölvusvið Hér er einn öflugasti tölvuskóli landsins í leiðandi hlutverki í fjarnámi. Þökk sé tölvutækninni sem þér er hér með boðið að taka í þjónustu þína. Rafiðnasvið Hér býðst þér að sveigja nám í grunndeild rafniðna, rafvirkjun og rafeindavikrjun að þínum aðstæðum, vinnu eða öðrum skyldum. Meistaraskóli Löng hefð er fyrir því að frumherjar atvinnulífsins komi úr iðnaðarmannasétt. Þeir mega engan tíma missa og þurfa því að laga sitt viðskipta- og stjórnunarnám að ströngum vinnudegi. Fjarnám er góð leið fyrir meistaraefni sem vilja láta að sér kveða. Skoðaðu möguleikana og smelltu þér á vefslóðina:http://fjarnam.ir.is með áherslu á starfstengt nám! Fjarnám IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 www.ir.is • ir@ir.isInnritun lýkur 6. janúar Notalegustu stundirnar ogbesta matinn fæ ég heimahjá mér þegar eiginmað- urinn eldar,“ segir Jónína A. Sand- ers, starfsmannastjóri Eimskips, um eiginmanninn Þorberg Karlsson verkfræðing. „Hann er alveg ein- stakur kokkur. Við gerum mikið af því að bjóða vinum okkar í mat og síðan auðvitað fjölskyldunni, en samtals eigum við þrjá syni. Í uppáhaldi hjá okkur eru ítalskir og japanskir réttir, en japanskri matargerðarlist kynntumst við fyrir um það bil tveimur árum þegar við fórum til Japans í hópi skólafélaga minna úr MBA-náminu. Í hinni fögru borg Kyoto áttum við eft- irminnilegt kvöld þegar við borð- uðum rétt sem heitir Sukiyaki. Við höfum síðan verið að prófa okkur áfram við að elda japanskt, eða rétt- ara sagt Þorbergur með örlítilli að- stoð frá mér. Ég hef mikla unun af því að fylgjast með Þorbergi elda, þar sem hann nálgast viðfangsefnið eins og sönnum verkfræðingi sæmir, fer vandlega eftir uppskriftum og vílar ekki fyrir sér að keyra bæinn á enda til þess að ná í rétta hráefnið. Það má eiginlega segja að þessi elska nálgist uppskriftirnar eins og hverja aðra verklýsingu.“ Jónína segir að Þorbergur hafi fyrst eldað aðalréttinn, alveg ótrú- lega góðar lambalundir í berjasósu, þegar von var á góðum vinum í mat en forréttinn, sjávarrétti á teini, um jólin 2001. Sjávarréttir á teini (fyrir 4) ¼ bolli extra virgin ólífuolía ¼ hvítkálshöfuð, skorið í strimla frisée-kál salt 1 tsk sykur ¼ bolli hvítvínsedik 16 stk hörpudiskur 8 humrar (litlir) pipar 1 nektarína, skorin í tvennt og síð- an í þunnar sneiðar. Hafið hýðið á Hitið 2 msk. af olíunni á pönnu og setjið hvítkálið og frisée-kálið á pönnuna, lok sett yfir og eldað í u.þ.b. 4–5 mínútur. Takið lokið af og saltið. Sykri og ediki bætt í og eldað þar til kálið er sykurbrúnað eða u.þ.b. 10 mín. Pannan tekin til hliðar. Humarinn og hörpudiskurinn þræddir á teina til skiptis. Ólífuolía borin á fiskinn og síðan saltað og piprað. Steikt á grillpönnu í u.þ.b. 2 mínútur á hvorri hlið. Snúið aðeins einu sinni. Setjið nektarínuna saman við kál- ið og skiptið á diska. Grillaðir sjávar- réttirnir (á teininum) settir yfir og borið fram. Lambalundir í berjasósu (fyrir 4) Extra-virgin ólífuolía ¼ bolli hindber ¼ bolli bláber 1 laukur, skorinn gróft, 1 sellerístilkur, smátt skorinn 1 tómatur, skorinn í bita 1 msk sykur 1⁄3 bolli balsamic-edik salt og pipar 500 g lambafile (án fitu) 1 grein ferskt timian 1 grein ferskt marjoram Olía sett í pott og hituð. Berin, laukurinn, selleríið, tómaturinn, syk- urinn, edikið og pipar sett út í og lát- ið krauma í um það bil 30 mínútur eða þar til sósan er orðin nokkuð þykk. Á meðan er lambið kryddað með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu og setjið timian og marjoram út í olíuna og látið vera í um það bil 1 mínútu. Fjarlægið kryddið og setjið lamba- kjötið út í, brúnið og snúið varlega. Stingið ekki gaffli í kjötið. Kjötið á að vera rauðbleikt (rosa) miðjunni. Setjið berjasósuna á fat. Skerið kjöt- ið í u.þ.b. tommu þykkar sneiðar og leggið á berjasósuna. Borið fram með heimabökuðu brauði og fersku grænu grænmeti sem ólífuolíu hefur verið dreypt yfir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldhússtörfin: Jónína A. Sanders og Þobergur Karlsson yfir pottunum heima. Notalegast og best að elda heima  MATUR | Lambalundir að hætti Þorbergs Karlssonar C-VÍTAMÍN í of miklu magni kann að auka líkur á að konur fái brjósta- krabbamein samkvæmt danskri könnun sem greint var frá í blaðinu Berlingske Tidende nú á dögunum. Rannsóknin var unnin á vegum danska krabbameinsfélagsins, en hún nær yfir 5 ára tímabil og nær til 29.876 kvenna sem komnar voru á breytingaskeiðið. Alls greindust 418 kvennanna með brjóstakrabba. „Rannsóknin er sú fyrsta af sinni gerð og hún sýnir að eftir að breyt- ingaskeiðinu er náð búa konur við aukna hættu á að fá brjóstakrabba ef þær taka inn C-vítamín í miklu magni,“ segir vísindamaðurinn Anna Tjønneland sem stóð að rann- sókninni. „Helsta ráðið sem við get- um gefið á þessari stundu er að forð- ast neyslu C-vítamíns í stórum skömmtum.“ Ekki eru allir sáttir við niðurstöð- urnar sem birtust í tímaritinu Can- cer – Causes and Control, og hefur m.a. Claus Hancke formaður danska bætiefnaráðsins, hvatt til niðurstöð- urnar verði yfirfarnar á ný, þar sem flestar rannsóknir hafi bent til að C- vítamín neysla væri af hinu góða.  HEILSA Varað við of miklu C-vítamíni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.