Morgunblaðið - 03.01.2004, Page 37

Morgunblaðið - 03.01.2004, Page 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 37 eða sinna hlutverki sínu, þegar ráðherrann sjálfur hefur lýst fjálg- lega fögnuði sínum með þessa þró- un. Verjum sparisjóðina – stöðvum sölu SPRON Sú lagasetning sem Alþingi beitti sér fyrir haustið 2002 virðist ekki ná yfirlýstum markmiðum að tryggja framtíð og stöðu sparisjóð- anna. Þingflokkur VG brást við þegar fyrirhuguð yfirtaka Kaup- þings Búnaðarbanka á SPRON var kunngerð og krafðist fundar í Efnahags- og viðskiptanefnd al- þingis svo hægt væri að fara yfir lagalegar forsendur sölunnar og þær afleiðingar sem hún hefði í för með sér fyrir sparisjóðina í land- inu, næði hún fram að ganga. Hlut- verk sparisjóðanna hefur verið mjög þýðingarmikið í íslensku at- vinnulífi og mörgum byggðarlögum mikilvæg lyftistöng enda voru þeir settir á stofn með félagslegu átaki. Grunnhugsjón sparisjóðanna er að starfa með hag sparifjáreigenda og almennings fyrir augum en að há- marka arð stofnfjáreigenda. Mark- miðið með rekstri þeirra er því að stuðla að almannahag. Hluta- félagavæddur banki hefur engar samfélagskyldur eða staðbundnar þjónustukvaðir. Markmið með rekstri slíks banka er það eitt að hámarka arð hluthafanna og hefur það sjónarmið komið rækilega fram að undanförnu. Þörfin fyrir öfluga sparisjóði hefur því sjaldan verið meiri en nú. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Í TÚNINU heima, höfundar- réttur, sæmdarréttur og gæsa- lappir eru orð sem nú er oft hamp- að í bókmenntaumræðum: Halldórs rétti Hannes kaus hér og þar að gleyma, treður gæsalappalaus Laxnesstúnið heima. Hallgrímur Pétursson krafðist þess höfundarréttar að menn breyttu ekki sálmum hans. Hins vegar er enn erfiðara fyrir hann en Halldór að fylgja því banni eft- ir. Fyrir næstu jól gæti því komið út fræðirit þar sem 8. erindi 16. passíusálms verður birt gæsa- lappalaust á eftirfarandi hátt, en trúverðugleikans vegna með staf- setningunni sem Hallgrímur not- aði heima í Saurbæjartúni: Grundvöllur grofra lasta grædgis vædinginn er, fromleika fra sier kasta fiarplogs menn agiarner, sem freklega elska fied, kuotafisk, benzin, banka, billionum ad sier sanka, seilast i Simann med. Páll Bergþórsson Orðaleppar Höfundur er veðurfræðingur og rithöfundur. KYRRÐ nýársnætur og sá friður sem kann að fylgja henni, nálgast helgi þeirrar systur hennar, sem þó ríst hæst í huga flestra, það er jóla- nætur. Ég sit hér í ró þess sem ekki er hlaðinn athöfnum eða undirbún- ingi fyrir verkefni og bíð þess, að í stað helgrar kyrrðar komi þörf fyrir hvíld svefnsins. En langar þó til þess áður en hann er boðinn velkominn og rekkjuvoðir hlúa að líkamanum að líta að- eins til baka og þá til þess að þakka. Mér þótti sem kvöldið nýliðna, gamlaárskvöld risi undir nafni með ríku- legri hætti en oft hefur verið. Vissulega sáum við eldingar leiftra um himin af þúsundum litsprengja og bregða birtu yfir fölan snæinn og gátum ekki annað en látið nokkra ógn fylgja hugsun um fjár- muni, sem þannig fuðra upp. En nú heyrist ekki lengur hljóð frá sprengju og himinn fær að vera í eigin mætti og fegurð án þess mannshönd og hugur leggi þar sitt fram. Og ég lít til þess, sem mér þótti gefa kvöldinu sérstakt vægi, svo djúpt, að ég get ekki annað en tjáð mig og þakkað. Það var gott að snúa heim eftir góða stund í guðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju. Gott að ganga að gamalkunnu borði og njóta kræs- inga, sem konan er þekkt fyrir. Enn gott að ganga síðan að sjónvarpi og bíða ávarps forsætisráðherrans. Og sú ræða er annar hvati þess, að ég leyfi mér að skrá orð á blað og túlka hugsanir í annarra áheyrn. Það var svo gott að hlýða á Davíð Oddsson, og ekki svo sem í fyrsta skiptið. Boðskapur hans hefur oft náð eyra mínu og vakið hugsanir, sem annars hefðu ekki náð til vitundar. En nú þótti mér honum takast þann veg upp, að var í ríkulegu samræmi við helgi þessa kvölds, sem krefst síns og rís ekki undir nafni nema vel sé að því hugað, sem boðið er fram og boðað. Vissulega fundust ekki í orð- um forsætisráðherra efni í sprengjufyrirsagnir handa blöðum að moða úr og jafnvel skrumskæla þá þau berast aftur í póstkassann. Sem betur fer flýti ég mér að bæta við. Þetta kvöld býður upp á það margar sprengjur, að þeir sem annars gætu bætt við slíkt, ættu að forðast það, eins og Davíð sveigði frá í ræðu sinni. Hann leiddi okkur til baka, lengra en nam upp- rifjan í annálum sjón- varps, að þeim áfanga, þegar fyrsti ráð- herrann tók við stjórn- artaumum og engum duldist lengur, að Ísland var sjálf- stætt ríki og hlaut að búa að sínu og bæta þar við. Davíð gerði þetta á svo smekklegan hátt, að unun var á að hlýða en um leið upplýsti hann um það sem nær er og alveg að þeirri stundu, sem senn var talin á „eilífðar braut“ við klukkuslögin tólf. Gott er að liðnu að hyggja og af að læra, hafi forsætisráðherra þökk fyrir að snerta nú þegar þá strengi, sem hærra munu þó óma, er nær dregur þeim degi, þegar öld er liðin frá upphafi innlendrar stjórnar. En annað er það líka, sem hvetur mig til skrifta. Það var framlag út- varpsstjórans í því vandasama og vanþakkláta hlutverki að ná til þjóð- ar rétt um tímamótin miklu og leiða frá hávaða og ljósagangi að friðsælli viðveru. Þetta er einhver mesti vandi, sem ræðumaður, fyrirlesari eða fjölmiðlamaður gengur undir. Og sjá, Markús Örn Antonsson skil- aði sínu hlutverki með þeim ágæt- um, að það er ekki annað unnt og ekki annað maklegt en tjá þakklæti sitt og túlka þannig án nokkurs vafa hug þeirra mörgu – vonandi – sem gáfu sér tóm í mínútur dýrmætar til að nema staðar og hlýða og hugsa. Markús Örn leiddi okkur vestur á firði, Snæfjallaströndin og eyjar úti fyrir, fjöll og jöklar og sjálfur Un- aðsdalur að ógleymdu Kaldalóninu, sem tónskáldið snjalla kenndi sig við. Útvarpsstjórinn bauð Sigvalda Kaldalóns inn í stofur til okkar og opinberaði enn snilli hans. Ég hafði aðeins einu sinni litið hann augum, ungur drengur á tröppum barna- skólans í Keflavík, þegar Sigvaldi gegndi þar héraðslæknisstörfum og ég fékk ásamt öðrum skólasystk- inum mínum ákúrur skólastjórans fyrir að hafa þúað lækninn. Það var ekki aðeins læknir, sem kom í skólavitjun, sagði Guðmundur skólastjóri af þunga, það var tón- skáldið mikla, sem bjó yfir svo þýð- um ómi, að snart hvert hjarta, en gat líka kveðið ákveðið að svo áhrif hurfu seint. Markús Örn gerði vel í því að leiða okkur um vestfirska staði og minnast læknisins, sem var svo vel metinn, að ekki þótti búandliði of mikið, þótt slegið væri saman í fag- urt hljóðfæri til að auðvelda honum tónsmíðar. Og enn kom annað til og gerði stundina upphafna. Lengi hef- ur farið orð af tónlist tengdri Ísa- firði, tónskáldum og flytjendum – og nú fengu landsmenn að hlýða á og sjá það, sem hæst ber í bænum við lygna fjörðinn fagra. Kamm- erkór og kirkjukór, einsöngvarar og organistar, hljóðfæraleikarar og helgidómar komu í vitjan til okkar og sá má hafa haft harða skel og kælt viðkvæmt hjarta, hafi ekki ver- ið svo sungið og leikið og myndir sýndar, að ekki fylgdu því áhrif, sem lengur vara en andartaks hug- hrif. Vegna sjálfs mín festi ég orð á blað, þótt áliðið sé helgrar nætur, er tengir í margra huga liðið við ókom- ið. Óvíst hvort fleiri líta og skiptir ekki öllu. En þeim Davíð og Mark- úsi Erni ásamt listamönnum að vestan og lækninum snjalla færi ég í eigin nafni djúpa þökk og tjái virð- ingu mína með óskum um farsæld á nýju ári og leiðsögn sem vel gagnar. Helgi næturinnar Ólafur Skúlason skrifar um gamlárskvöld ’Og ég lít til þess, semmér þótti gefa kvöldinu sérstakt vægi, svo djúpt, að ég get ekki annað en tjáð mig og þakkað.‘ Ólafur Skúlason biskup Höfundur er biskup. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Fréttasíminn 904 1100 Ferðanámskeið Ingólfs - Nýtt! 40 fegurstu, frægustu, einstöku staðirnir! Það sígilda í ferðamenningu heimsins er dýrmætt innlegg í líf þitt! Staðir, sem þú verður að sjá. Auðgaðu lífið og lærðu að skoða heiminn í áföngum. Í nafni áhugaklúbbs um vandaðar ferðir efnir brautryðjandinn og ferðafrömuður- inn Ingólfur Guðbrandsson, fyrrv. forstj., síungur og ólgandi af lífskrafti, til 5 vikna námskeiðs á mánudagskvöldum frá 9. feb. kl. 20.15-22.15. Umfjöllun spannar 30-40 eftirsóknarverða ferðastaði í 5 heimsálfum í vönduðu máli og myndefni. Kjöraðstæður í „Setri,“ fundasal GRAND HOTEL. Uppdrættir, skýringarmyndir, námsefni innifalið í námskeiðsgjaldi aðeins kr. 11.500, makar og nem. hálft gjald, sé greitt við pöntun. Tryggið þátttöku strax - fjöldi takmarkaður. Menntandi námskeið, sem opnar nýja sýn á heiminn. Þekkingin gerir ferð þína árangursríkari, dýrmætari. Innritun næstu daga: Sími/fax: 581 4610 eða fyllið út eftirfarandi: UMSÓKN UM FERÐANÁMSKEIÐ Undirritaður óskar þátttöku í ferðanámskeiði Ingólfs. Skv. augl. Nafn ...................................................................................... Kt. ...................................................................................... Nafn ...................................................................................... Kt. ...................................................................................... Heimili ...................................................................................... Staður ...................................................................................... Starf: ...................................................................................... Sími: ...................................................................................... Netfang ...................................................................................... Greiðslutilhögun: Visakortn. .................................................. Gildistími ......... Eurokortn. .................................................. Gildistími ......... Bankaávísun - Gíró Sendist í umslagi merkt: FERÐANÁMSKEIÐ, Laugarásvegi 21, 104 Reykjavík. ATVINNA mbl.isMoggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.