Morgunblaðið - 03.01.2004, Side 40

Morgunblaðið - 03.01.2004, Side 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús ÓlafurGuðmundsson fæddist í Teigi í Vopnafirði 14. jan- úar 1913. Hann lést á hjúkrunardeild Sundabúðar á Vopnafirði 28. des- ember síðastliðinn eftir skammvinn veikindi. Foreldrar hans voru Elín Stef- ánsdóttir frá Teigi, f. 21. september 1877, d. 1. október 1938, og Guðmundur Magnús- son frá Böðvarsdal, f. 29. september 1873, d. 6. júní 1930. Systkini Magnúsar voru Stefán Gunnlaugur, f. 3. júní 1906, d. 22. mars 1966, Sæbjörg, f. 30. janúar 1908, d. 27. júlí 1998, Margrét, f. 19. nóvember 1909, d. 10. október 2001, Björn, f. 10. mars 1916, d. 19. október 1989, og Sigríður, f. 5. nóv- ember 1919. Hinn 17. júlí 1942 kvæntist 1975. Eiginkona hans er Herdís Þuríður Sigurðardóttir og eiga þau tvö börn. Magnús Halldórsson f. 1980. Sambýliskona hans er Freyja Vilborg Þórarinsdóttir. Eiginkona Árna Hlyns er Ásgerður Sigurðar- dóttir og eiga þau þrjú börn. Andri Árnason, f. 1972. Sambýliskona hans er Sólveig Helga Ákadóttir og eiga þau einn son. Berglind Árna- dóttir, f. 1978. Sambýlismaður hennar er Víglundur Páll Einars- son. Berglind á eina dóttur. Þur- íður Björg Árnadóttir, f. 1989. Magnús Ólafur fór níu ára gam- all til frændfólks, föðursystur og föðurömmu, í Sleðbrjótaseli í Jök- ulsárhlíð og ólst hann þar síðan upp til fullorðinsára. Hann var einn vetur í Héraðsskólanum á Laugar- vatni og eitt ár, 1938-1939, vann hann á búgarði í Noregi. Magnús bjó ásamt konu sinni Guðbjörgu í Fagradal í Vopnafirði frá árinu 1942 til 1964. Eftir að Magnús flutt- ist frá Fagradal starfaði hann hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga frá 1964 til ársins 1987, lengst af sem gjald- keri. Magnús lét af störfum 1987, þá 74ra ára gamall. Útför Magnúsar fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Magnús Ólafur Guð- björgu Ólöfu Krist- jánsdóttur frá Fagra- dal, f. 29. júlí 1914, d. 1. september 1994. Börn þeirra eru Krist- ján Guðmundur, f. 31. maí 1943, Oddný Elín, f. 27. apríl 1949, og Árni Hlynur, f. 24. september 1953. Eig- inkona Kristjáns er Guðfinna Kristjáns- dóttir. Börn þeirra eru þrjú. Magnús Ólafur, f. 1968. Eiginkona hans er Anna Halldóra Hall- dórsdóttir og eiga þau fjögur börn. Brynja Svandís, f. 1969. Signý Björk, f. 1978. Sambýlismaður hennar er Höskuldur Haraldsson og eiga þau tvær dætur. Eiginmað- ur Oddnýjar Elínar er Halldór Valdimarsson og eiga þau þrjá syni. Valdimar Halldórsson, f. 1973. Sambýliskona hans er Sædís Ólafsdóttir. Óli Halldórsson, f. Smekkfullur fjölskyldubíllinn frá Húsavík rennur inn fyrir bæjarmörkin á Vopnafirði. Stefnan er sett beint heim að Kletti, þ.e. Hamrahlíð 23, að heimili afa Magga og ömmu Boggu. Þegar rennt er í hlað stendur amma á tánum við eldhúsgluggann og skimar yfir gardínuna út á götuna. Brosir og hverfur úr glugganum. Bíllinn nær ekki að stoppa áður en dyrnar eru opn- aðar og afi er kominn út á tröppur að taka á móti fólkinu. Smáar hendur hverfa inn í risavaxnar hendur afa í hlýlegu og traustu handtaki hans. Strax í kjölfarið tekur við mjúkur faðmur ömmu. Hávær karlakórsómur úr stofunni eða enn hærra stilltar veð- urfregnir skapa einstakt andrúmsloft. Morgunkorn, soðning og kjötfars hversdagsins víkur. Við taka steikur, kleinur, kextertan fræga, grænu kök- urnar yfir daginn og leynisendingar ömmu inn á herbergin eftir háttatíma og tannburstun með kandís og súkku- laði. Við hlustum á afa spila lögin sín á orgelið, spilum fótbolta úti á túni, kíkj- um með sjónaukanum út í Fagradal, stundum kappakstur um rörið í stof- unni undir stjórn ömmu, lesum Tím- ann (og NT á tímabili), fylgjumst með ömmu fóðra mýs, villiketti, hrafna, og snjótittlinga, töpum alltaf allir í krók við afa. Við erum komnir í eina af mörgum heimsóknum heim á Klett. Fyrir okkur var heimili afa og ömmu afar traustur punktur í tilver- unni. Allar heimsóknirnar á Klett eru ómetanlegar í minningunni. Gestrisni og hlýja var umfram allt það sem við upplifðum á heimili þeirra. Afa og ömmu væri best lýst sem bændum. Þrátt fyrir búferlaflutninga frá Fagra- dal í þorpið á Vopnafirði á 7. áratugn- um, þar sem afi starfaði um árabil hjá Kaupfélagi Vopnfirðinga og þau amma við veðurathuganir, má segja að hugur þeirra beggja hafi alla tíð verið við bú- skapinn og heimahagana í Fagradal. Það varð óneitanlega mikil breyting á heimilisbragnum á Kletti þegar amma féll frá árið 1994 eftir nokkur veikindi. Afi var nú orðinn einn og tók á móti okkur án hjálpar ömmu. Kannski hafði hækkað svolítið í karlakórunum frá því sem var og matseðillinn orðinn aðeins einfaldari. Það breyttist þó ekki að áfram var þetta sami fasti og trausti punkturinn í tilverunni, að koma heim á Klett til afa. Það er víst kominn tími til að kveðja þetta yndislega tímabil. Afi Maggi er fallinn frá. Hann kom okkur fyrir sjón- ir sem duglegur, iðinn nákvæmnis- maður og ákaflega traustur. Það fylgdi alltaf einhver eftirsóknarverð yfirveg- un hans fasi. Hann fylgdist ætíð vel með málefnum og fréttum líðandi stundar og viðraði skoðanir sínar óspart og tæpitungulaust við okkur yngri kynslóðina í fjölskyldunni. Okk- ur bræðrum þótti einstaklega gaman að spjalla við afa um þjóðmálin og raunar um margt annað. Hann var allt- af hnyttinn og skorinorður í tilsvörum og fylgdi fast sínum grundarvallar- stefnum í umræðunni. Framsóknar- flokkurinn missti t.a.m. sterkan fylg- ismann með afa. Afi átti mörg áhugamál, spilaði t.d. bridge, lék sín eigin lög og annarra á orgelið sitt, hlustaði á tónlist, las bækur og var hestaáhugamaður. Þegar litið er yfir lífshlaup afa getur hann verið stoltur af sínum hlut. Hann var farsæll í sínum störfum, eignaðist stóra fjölskyldu og var óvenju heilsu- hraustur lengst af. Afi bjó í húsinu sínu við Hamrahlíð allt fram á þetta ár þeg- ar hann ákvað að færa sig niður um eina götu á heimili aldraðra, Sundabúð. Aðspurður sagði afi fyrir u.þ.b. tveim- ur árum, glottandi, að hann ætlaði nú ekki að flytja á elliheimilið fyrr en hann væri orðinn gamall. Þá var hann 88 ára. Við þetta stóð hann því þegar hann flutti í Sundabúð má kannski segja að hann hafi loksins talið sig vera orðinn svolítið roskinn. Þar kom hann sér vel fyrir í fínni íbúð og virtist vera farinn að una hag sínum vel. Afi tjáði okkur um það leyti sem hann flutti að hann væri afskaplega ánægður með að í húsið hans skyldi flytja barnabarn hans ásamt fjölskyldu. Heilsufar afa var einstakt. Það var ekki fyrr en síðustu tvö ár að heilsunni fór að hraka, en þá þurfti afi að leggj- ast inn á sjúkrahús í fyrsta skipti í ríf- lega sextíu ár. Áður hafði hann lent í veikindum þegar hann dvaldi eitt ár í Noregi á 4. áratug síðustu aldar. Það er óhætt að segja að heilbrigðiskerfið hafi ekki sligast af afa. Svo fór að afi þurfti ekki að liggja lengi í veikindum, en það átti líka einkar illa við hann að vera upp á aðra kominn. Þess urðum við ítrekað áskynja á síðustu árum, einkum eftir að amma Bogga féll frá, að afi var trúaður og virtist ekki efast hið minnsta um að eft- ir þetta líf tæki eitthvað annað og ekki síðra við. Með það í huga sjáum við fyr- ir okkur að það eigi eftir að hvítna hendurnar á móttökunefndinni hinum megin þegar þeir taka í traustan hramminn þinn. Þá getum við ekki annað en huggað okkur við það að amma Bogga verður jafnglöð að hitta þig eins og við erum daprir að horfa á eftir þér. Blessuð sé minning afa Magga. Valdimar, Óli og Magnús Halldórssynir. MAGNÚS ÓLAFUR GUÐMUNDSSON ✝ Jóna Kristín Guð-mundsdóttir fæddist á Minni- Brekku í Austurfljót- um 29. desember 1899. Hún lést á öldr- unardeild sjúkrahúss Skagfirðinga 19. des. síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- mundur Stefánsson hagyrðingur og bóndi á Minni- Brekku í Austur- Fljótum, f. 18. jan. 1867 að Miðsitju í Blönduhlíð, d. 12. sept. 1927 að Minni-Brekku, og Ólöf, f. 9. maí 1872, á Sléttu í Fljót- um, d. 27. sept. 1952, að Berghyl í sömu sveit, Pétursdóttir bónda á Sléttu, f. 1836, d. 1909. Systkini Jónu voru: Magnúsína, Aldís Mar- grét og Stefán Benedikt, öll látin. Jóna giftist í Barðskirkju 6. ág. 1920 Guðmundi Benediktssyni sjó- manni og bónda, f. 19. júlí 1893 á Neðra-Haganesi í Vesturfljótum, síðar bónda að Berghyl í Austur- fljótum, dó á heimili sínu 6. okt. 27. apríl 1915, d. 5. jan. 1999, en Stefán faðir hans fórst með há- karlaskipinu Maríönnu 13. maí 1922. Hann var bróðursonur Guð- mundar. Jóna ólst upp með foreldrum sín- um á Minni-Brekku til fullorðins- ára, hún var þó á unglingsárum lán- uð að hjálpa til á öðrum bæjum við heimilisstörf þegar þess þurfti með. Til Sauðárkróks dreif Jóna sig til að læra fatasaum áður en hún byrj- aði búskap með Guðmundi manni sínum. Sá lærdómur átti eftir að koma sér vel í gegnum árin því hún sneið og saumaði allt sem heimilið þarfnaðist og hjálpaði nágrönnum sínum á þessu sviði þegar þess þurfti með. Þau hjón byrjuðu bú- skap sinn á Minni-Brekku 1920 og bjuggu þar til 1926 er þau flytja að Stóru-Þverá og búa þar til 1927. Þá flytja þau að Berghyl í sömu sveit, og búa þar, uns Guðmundur lést. Eftir það bjó Jóna áfram á Berghyl með nokkrar kindur í fáein ár. Jóna flutti til Akureyrar 1989, til Guð- rúnar dóttur sinnar sem þar bjó, og bjó hjá henni á veturna, en var á Berghyl á sumrin. 1990 flutti hún svo á Öldrunarheimilið á Sauðár- króki og bjó þar það sem eftir var ævinnar. Útför Jónu fer fram frá Barðs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1970. Foreldrar hans voru, Benedikt Stef- ánsson bóndi, f. 28. ág. 1857, d. 6. jan. 1899, og kona hans, Ingibjörg Pétursdóttir, f. 25. júní 1857. Börn þeirra Guð- mundar og Jónu eru: 1) Unnur, f. 17. des. 1921, að Minni- Brekku, býr á Sauðár- króki, maki Sveinn Þorsteinsson, f. 13. maí 1911, d. 3. mars 1997. Synir þeirra eru: Jón- mundur, f. 15. ág. 1945, dó á Landspítal- anum 16. maí 1958; Þórólfur, f. 19. sept. 1949; Reynir, f. 6. apríl 1954. 2) Guðrún Ólöf, f. 28. sept. 1926 að Stóru-Þverá, býr á Akureyri, maki Kristinn Jónasson, f. 17. ág. 1914, d. 24. ág. 1996. Börn þeirra: Sigurlína Kristín, f. 13. jan. 1958; og Guð- mundur, f. 12.maí 1960. 3) Ingi- björg, f. 12. feb. 1929, að Berghyl, býr á Ólafsfirði, maki Jón Árnason, f. 27. jún. 1928, barnlaus. Auk þess ólu þau upp frá barnsaldri til full- orðinsára Benedikt Stefánsson, f. Nú þegar jólaljósin eru kveikt um borg og bæ fékk Jóna frænka mín hvíldina sem hún var búin að þrá svo mikið síðastliðna mánuði, því árin voru orðin tæplega 104. Síðasta sinnið sem ég heimsótti hana var hún orðin rænulítil og augljóst að hverju dró. Ég var svo heppinn að geta kvatt hana þá, áður en hún fór. Við Jóna vorum búin að þekkjast til fjölda ára. Við vorum nágrannar í sveitinni og hittumst oft. Svo fluttum við á Sauð- árkrók, hún á Dvalarheimilið en ég í Fornósinn. Eftir það voru heimsóknir mínar tíðari til hennar. Hún fékk her- bergi á deild 6. Þar gátu dvalargestir fengið heimsóknir allan daginn og hit- að sér kaffi og gefið gestum sem litu inn. Þar leið Jónu vel, hún sat löngum á rúmi sínu, saumaði í dúka og vann ýmsa aðra handavinnu. Jóna útbjó ýmsa gullfallega hluti, hrein listaverk. Flesta þessa muni gaf hún vinum sín- um. Jóna var mjög vel gefin, alveg haf- sjór af fróðleik og feikilega minnis- góð. Marga stundina var ég búinn að sitja í herberginu hjá henni og hlusta, er hún var að segja frá liðinni tíð, því margt hafði á dagana drifið, sem nærri má geta, á svo langri starfsævi. Jóna var prýðilega hagorð og hafði gaman af kveðskap. Hún flíkaði sín- um kveðskap lítið. Þó fékk ég að heyra eina og eina tækifærisvísu sem hún gerði. Hún kunni ósköpin öll af ljóðum, bæði eftir föður sinn, og Björn móð- urbróður sinn, svo og önnur skáld. Hún gat þulið kvæði allan liðlangan daginn, því af nógu var að taka. Ég komst til dæmis yfir heilmikið af kveðskap eftir Björn frænda okkar. Eitt sinn tók ég mig til og fór til henn- ar með þessi kvæði. Þau voru fjölda mörg, á einum 20 blöðum. Ég byrjaði að lesa fyrstu ljóðlínuna, þá tók Jóna við og þuldi viðstöðulaust og það heilu syrpurnar án þess að reka nokkurn tímann í vörðurnar. Ég fylgdist með á blöðunum og aldrei skakkaði einu ein- asta orði. Svona héldum við áfram þar til að ég gafst upp, enda vísurnar flestar búnar sem ég var með. Eitt sinn sagði hún mér frá fyrstu vísunni sem hún lærði og hló mikið að þeirri minningu. „Þá var ég smá- barn,“ sagði hún. „Tildrögin voru þau að pabbi og mamma fóru af bæ, en á heimilinu var unglingspiltur sem trú- að var til að passa mig, meðan þau voru að heiman. Við settumst upp í bæjarsund og hann fór að kenna mér vísu, sem ég var fljót að læra. Svo þegar foreldar mínir komu heim um kvöldið var ég úti á bæjarhlaði og tók fagnandi á móti þeim, rígmontin og glöð yfir kunnáttu minni og söng vís- una með miklum tilþrifum. Viðbrögð- in hjá þeim voru þau að mamma rak mér kinnhest og Jesúaði sig, en pabbi kímdi og klappaði mér á kollinn um leið og hann gekk í bæinn. Vísan reyndist ekki prenthæf.“ Ég mun sakna Jónu frænku mjög, því að með okkur myndaðist sterk vinátta fljótlega eftir að hún kom á Dvalarheimilið og hélst ætíð síðan. En þetta er gangur lífsins, og ég veit að tekið hefur verið vel á móti frænku minni þegar hún kom heim, þar sem við eigum öll að lokum heimkomu. Nú er hún með ástvinum sínum sem löngu voru farnir á undan henni og fagna komu hennar. Ég vil þakka all- ar stundirnar sem frænka skemmti mér með kveðskap og öðrum fróðleik. Svo vil ég votta dætrum hennar og þeirra nánustu samúð mína. Ég kveð að lokum með vísu sem Björn frændi okkar orti að vini sínum látnum: Haf bestu þakkir fyrir alt, já alt, frá okkar fyrstu viðkynningar stundu. Af bikar lífsins þú bergðir heitt og kalt, en barst þó jafnan hressa og glaða lundu. Ó vertu sæl, of svifin ævihöf, við sjáumst aftur, fyrir handan gröf. Guð blessi minningu Jónu frænku. Alfreð Jónsson. Það er víst óhætt að segja að Jóna Guðmundsdóttir frá Berghyl hafi lif- að tímana tvenna, fædd árið 1899. Já, hún fékk að líta framan í þrjár aldir og hefur lífið trúlega ekki alltaf verið dans á rósum. En hanni var það gefið að taka jafnt mótlæti sem meðbyr. Hún var gáfuð kona og tók með stillingu og hugprýði hverju því, sem að höndum bar og hafði oft á orði að hver yrði að taka því sem að honum væri rétt. Hún átti auðvelt með að sjá bros- legu hliðarnar á málunum, var leik- andi hagmælt og hafði ótrúlegt minni á ljóð. Hún hafði glöggt auga fyrir fegurð forms og lita og bar handverkið henn- ar og blómagarðurinn því fagurt vitni. Jóna var höfðingi heim að sækja, gjafmildi hennar einstök og einhvern tíma sagði hún að það hefði verið sér erfitt á sínum búskaparárum að hafa ekki efni til að gefa fátækum eins og hana langaði til, en hún hafði fleira að gefa en veraldlega hluti eins og eft- irfarandi vísur gefa til kynna, enþær orti móðurbróðir Jónu, Björn Péturs- son til hennar: Hjá þér hef ég, frænka mín, fundið þann fjársjóð sem dýrastur er, en margt er svo meinlega bundið, við minningar daprar hjá mér. En hvað sem að hver og einn ræðir, það kunnugt er fleirum er mér, að enn áttu ylinn sem bræðir, þann ís sem að kaldastur er. Elsku Jóna, amma og langamma, hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt, Guð geymi þig. Anna, Reynir, Ragnheiður Ásta, Unnur Berglind, Sveinn Ingi og Jón Þorsteinn, Mýrakoti. Honum Guðmundi langafa mínum hefur eflaust orðið staka á munni þeg- ar Ólöf kona hans eignaðist dóttur í lok árs 1899. Hann var prýðilega hag- orður og þann eiginleika erfði þessi dóttir hans í ríkum mæli. Þarna var sem sagt að fæðast hún móðuramma mín, hún Jóna á Berghyl. Hún var komin undir sextugt þegar ég fer að muna eftir mér. Kraftmikil kona sem hafði hvort tveggja, hlýtt hjarta og mikið skap. Búskapur og lífsmáti afa og ömmu var í föstum skorðum. Þau höfðu lítið umleikis og tekjurnar voru litlar, en það kom ekki að sök því út- gjöldin voru enn minni. Þó var eins og aldrei vantaði neitt. Afi var ekki heilsuhraustur og á þessum árum finnst mér að amma hefði fremur unnið það sem erfiðara var. Samband þeirra var hlýtt og gott, þótt ekki færi það í öllu eftir nútíma hugmyndum um jafnrétti kynjanna. En fjarri fór því amma væri bara kraftmikil kona sem ataðist í útiverkum. Hún var handavinnukona í betra lagi og hélt handstyrk og sjón til að sinna því áhugamáli sínu langt fram á tíræð- isaldur. Greind var hún og áhugasöm um menningarleg efni, eins og skáld- skap. Kannski dæmigerð fyrir þá fjöl- mörgu einstaklinga sem geta verið vel menntaðir af því sem þeir hafa heyrt eða lesið, þótt formleg skólaganga sé stutt. Amma hélt kröftum sínum með ólíkindum vel, eða fram undir tíræð- isafmælið. Síðustu missiri og mánuði hallaði undan og hvíldinni fegin lést hún þegar vantaði tíu daga í að hundr- að og fjögur ár væru lifuð. Óttast ei. Sú hönd er mild og hlý, sem hvarmi þreyttum lokar hinsta sinn, þá nóttin dvínar, dagur rís við ský, og dauðinn, lífsins þjónn, er vinur þinn. Já, dauðinn, hann er Drottins hinsta gjöf til dauðlegs manns, sem ferðast hér á jörð. Og, fegra líf þín bíður bak við gröf, því ber að kveðja hér með þakkargjörð. (Sveinn Víkingur) Ég þakka ömmu fyrir mig og mína. Inga kona mín þakkar sérstaklega hlýhug í sinn garð og góð kynni. Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka II. JÓNA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.