Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 43
eins og þegar Eygló slysaðist til þess
eins og Guja föðursystir Ingu sagði
„að koma alla leið sunnan úr Reykja-
vík til að brjóta hlöðugluggann“. Það
var nú fljótt fyrirgefið – enda var
hann svo lítill að það þurfti ná-
kvæmnismanneskju til.
Inga var heimasætan á bænum og
þegar Guðrún fékk fyrst að dvelja
þar viku að vetrarlagi, þá barn að
aldri, var það mikið aðdáunarefni að
fylgjast með Ingu búa sig á ball. Þá
var í tísku að túbera og lakka á sér
hárið, og þótti þeirri stuttu það
merkileg athöfn sem vert væri að
fylgjast nákvæmlega með.
Líf og störf Ingu voru alla tíð að
hlúa að öðrum, enda hafa marghátt-
uð veikindi og slys steðjað að hennar
nánustu og nú síðast henni sjálfri.
Einkenni hennar voru æðruleysi og
sérstök hlýja, jafnvel er hún barðist
við sjúkdóminn síðustu tæp tvö árin.
Það er lán okkar systra að hafa
kynnst Ingu og mannkostum hennar
sem voru einstakir.
Samband okkar hefur ætíð verið
náið og erum við þakklátar fyrir að
Eygló gat borið Ingu bestu kveðjur
okkar systra er hún flaug vestur fyr-
ir jól og kvaddi vinkonu sína á
sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við Sveinbirni, Sveinbjörgu,
Skúla, eiginkonu hans og barni.
Jafnframt bræðrum hennar Braga,
Björgvin, Heiðari og fjölskyldum
þeirra.
Eygló, Ingibjörg, Guðrún og Bil.
Ingibjörg Skúladóttir er látin.
Hún var dóttir Þuríðar og Skúla
Guðjónssonar á Ljótunnarstöðum í
Hrútafirði og þangað kom ég í sveit
til frændfólksins fyrst þegar hún var
aðeins fjögurra ára. Þar vorum við
bræður á víxl og í heimsóknum með
foreldrum okkar, þeim Pétri Sum-
arliðasyni og Guðrúnu Gísladóttur.
Þá voru frændgötur ferskar þótt síð-
ar hafi þær orðið að nokkru grasi
vaxnar. Vissulega er langt síðan en
samt er fráfall Ingu langt um aldur
fram.
Við, móðir okkar, systkinin og fjöl-
skyldur okkar, sendum Sveinbirni
og þeim Skúla og Sveinbjörgu okkar
innilegustu samúðarkveðjur svo og
bræðrum Ingu og þeirra fjölskyld-
um.
Gísli Ólafur Pétursson.
Á jóladaginn barst sú frétt, að
Ingibjörg Skúladóttir, fyrrum sveit-
ungi okkar og nágranni, væri látin.
Ekki kom það á óvart, við vorum bú-
in að fylgjast með hetjulegri baráttu
hennar við grimm örlög.
Ingibjörg átti uppruna sinn í Ljót-
unnarstöðum í Hrútafirði. Eftir að
hún gekk að eiga mannsefni sitt,
Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá
Litlu-Ávík í Árneshreppi hófu þau
sjálfstæðan búskap á æskuheimili
hennar. Skömmu síðar brugðu þau
búi og keyptu jörðina Norðurfjörð í
Árneshreppi.
Móðir hennar lést þegar hún var
nítján ára, og kom þá í hennar hlut
að taka við húsmóðurstörfum. Faðir
hennar varð blindur fjörutíu og
þriggja ára gamall, hann lét samt
ekki deigan síga, gaf út bækur, skrif-
aði blaðagreinar og varð þjóðþekkt-
ur fyrir þátttöku í þjóðmálaumræðu
síns tíma, ásamt því að halda áfram
búskap. Ekki fer hjá því að þetta
hefur aukið á ábyrgð ungu húsmóð-
urinnar. Eftir að til Norðurfjarðar
kom var faðir hennar einnig hjá
henni meðan heilsan leyfði.
Þau komu til Norðurfjarðar með
von í hjarta, hófust handa við upp-
byggingu á jörðinni, voru samhent
og lífið blasti við.
Skömmu eftir að til Norðurfjarðar
kom dró ský fyrir sólu, Sveinbjörn
greindist með sjúkdóm, Parkinson-
veiki, sem ljóst varð að mundi ganga
nærri vinnuþreki hans. Það fór líka
svo, þó harðgerr væri og ósérhlífinn.
Ingibjörg lét ekki deigan síga. Aðdá-
unarverð var þrautseigja hennar,
hún lagði sig alla fram við að halda í
horfi.
Svo kom þó, að þau sáu, að ekki
þýddi að glíma við ofureflið. Árið
1996 létu þau af búskap og fluttu til
Ísafjarðar.
Á Ísafirði undu þau sér vel, og
Ingibjörg fór að vinna utan heimilis,
eftir því sem aðstæður leyfðu.
Það var eftirsjá að þessum góðu
nágrönnum. Fólk á besta aldri að
flytja burt úr sveitinni gegn vilja sín-
um.
Hún sagði einhvern tímann við
þann er þetta ritar: „Kannske höfum
við gert skakkt í því að vera ekki fyr-
ir löngu farin.“ Þetta sýndi, að
ákvörðunin hafði verið dregin í
lengstu lög.
Ingibjörg var félagslynd kona og
vildi fylgjast með fólki, óvildarmenn
átti hún ekki, hún var ekki þeirrar
gerðar. Hún var ávallt glaðvær og
tilbúin að slá á létta strengi. Allt lífs-
hlaup þessarar konu mótaðist af því
að vera trú því hlutverki, sem hún
var kölluð til.
Fyrir tæpum þremur árum
kenndi hún þess sjúkdóms, sem lík-
legur var til að sigra, sem nú hefur
orðið. Andlát Ingibjargar er fjöl-
skyldunni mikið áfall. Eiginmaður-
inn og dóttirin höfðu sannarlega þörf
fyrir umhyggju hennar áfram. Hún
var búin að ljúka því, sem lífið krafð-
ist af henni, meira er ekki hægt. Hún
stóð styrk meðan stætt var.
Sveinbjörn minn, þú og börnin þín
standið á erfiðum tímamótum. Minn-
ingin um trúfastan lífsförunaut verð-
ur þó ekki frá ykkur tekin, það er
líka gott veganesti.
Þessi fátæklegu orð eiga að vera
kveðja úr sveitinni.
Við hjónin, börnin okkar og fjöl-
skyldur þeirra, sendum aðstandend-
um Ingibjargar innilegar samúðar-
kveðjur.
Gunnsteinn Gíslason.
Kæra skólasystir. Haustið 1964
mætti 41 námsmey á Kvennaskólann
á Blönduósi. Þú ert önnur í röðinni
sem kveður þennan hóp. Við dvöld-
um saman þennan vetur í skólanum
og áttum þar skemmtilegar stundir
saman. Þar var ýmislegt brallað eins
og gengur á unglingsárum, sem við
nú í seinni tíð getum endalaust rifjað
upp og glaðst yfir. Eftir að við
kvöddumst við Kvennaskólann vorið
1965 höfum við hist reglulega og hef-
ur þú mætt ef þú hefur haft tök á.
Það eru ógleymanlegar stundir. Síð-
ustu ár hefur þú átt við mikil veik-
indi að stríða, en þú hafðir sterkan
lífsvilja og kraft og ætlaðir þér að
sigra, en varðst að lokum að lúta fyr-
ir hinum slæma vágesti sem krabba-
meinið er.
Að leiðarlokum biðjum við henni
blessunar og sendum fjölskyldu
hennar samúðarkveðjur á sorgar-
stundu.
Skólasystur Kvennaskólanum
á Blönduósi.
Fleiri minningargreinar um Ingi-
björgu Skúladóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
hestum var oft komið við á Ár-
bakka á leið í kaupstaðinn. Var því
oft gestkvæmt. Eru mér þessar
minningar góðar og minna á hraða
nútímans sem veldur því að mann-
leg samskipti eru mun sjaldgæfari í
dag.
Móðir mín var félagsvera og
hafði gaman af því að hitta fólk.
Ung gekk hún í Kvenfélagið Ein-
ingu í Holtahreppi og var í því til
dauðadags, síðustu árin sem heið-
ursfélagi.
Langri ævi er lokið. Vinnusamri
ævi þar sem gengið var í verkin af
dugnaði og eljusemi. Ævi sem bar
kærleik til okkar systkinanna og
fjölskyldna okkar.
Starfsfólki Lundar á Hellu vil ég
flytja mínar bestu þakkir fyrir all-
an þann mannkærleik og ástúð sem
það sýndi móður minni þann tíma
er hún dvaldi á Lundi.
Við Valur kveðjum elskulega
móður og tengdamóður og biðjum
henni guðsblessunar á ókunnum
slóðum sem við vitum að faðir minn
mun leiða hana um.
Blessuð sé minning þín.
Sigrún Bjarnadóttir.
Nú hefur fengið hvíldina hún
Ella amma. Hún var búin að sjá
tímana tvenna og lifa margar
breytingar í heiminum frá því að
hún fæddist á fyrsta tug síðustu
aldar.
Ég þekkti ömmu frá því ég man
fyrst eftir mér. Ég fæddist á heim-
ili hennar og afa og fjölskylda mín
hélt alltaf miklum tengslum við
þau. Í minningunni er það þannig
að ég var oft í sveitinni hjá þeim,
ýmist með eða án foreldra minna.
Það virtist enginn viðburður ger-
ast, heyskapur, smölun eða rúning
án þess að við krakkarnir og
mamma og pabbi færum og hjálp-
uðum til. Þegar ég varð stálpuð fór
ég svo í sveit til þeirra á Árbakka
og var þar frá því skóla lauk, þar til
hann byrjaði aftur. Fyrsta sumarið
mitt var ég bara níu ára og samtals
urðu sumrin sjö.
Amma var dugnaðarforkur og
sinnti sínum störfum af mikilli elju
og natni. Hún sinnti heimilisstörf-
unum og gekk í útistörfin með afa.
Hún hafði samt tíma til að sinna
áhugamálum sínum sem voru hann-
yrðir og bóklestur. Amma prjónaði
óhemju mikið og hafði alltaf eitt-
hvað á prjónunum í orðsins fyllstu
merkingu. Hún átti mikið af bókum
og einhvern veginn fann hún tím-
ann til að lesa þær allar. Einnig og
ekki síst hafði hún tíma til að spila
við okkur krakkana. Á sjónvarps-
lausum fimmtudagskvöldum og
löngum rigningardögum sátum við
krakkarnir og amma, og stundum
líka afi, og spiluðum, ýmist Kana
eða Hornafjarðarmanna, eftir því
hvort við vorum þrjú eða fjögur
sem spiluðum. Amma tók spila-
mennskuna alvarlega svo það var
betra að taka eftir hvaða spil voru
komin í borðið og vita hvaða tromp
var eftir.
Amma tók mikinn þátt í útiverk-
um með afa. Hún sinnti búfénaði
með honum og gekk í það af sama
dugnaði og elju eins og heimilis-
störfin. Yfirleitt gerði hún ekki upp
á milli dýranna en hún átti sína
uppáhalds kind. Það var hún Gibba.
Gibba var gamall heimalningur og
var hænd að mönnum. Oft bankaði
hún upp á hjá ömmu, gekk inn í
eldhús og fékk matarkex eða
kleinu. Amma talaði oft um sóða-
skapinn sem hlaust af því þegar
hún kom en alltaf fékk Gibba samt
eitthvað gott fyrir heimsóknina.
Þegar hún óð hins vegar alla leið
inn í stofu, ef hún fann engan í eld-
húsinu, þá var amma ekki hrifin.
Gibba var þá rekin út, og fékk síð-
an góðgætið sitt þar. Ömmu fannst
gaman að hæna að sér féð og ég
man að eitt vorið þegar ég kom í
sveitina var heill árgangur af gems-
um orðinn hændur að henni og þáði
gælur og klapp.
Nú þegar ég kveð nöfnu mína í
síðast sinn veit ég að ég er ríkari
eftir kynnin við hana og að ég er
heppin að hafa kynnst hluta af
gamalli hefð og viðhorfum sem
hverfa með Ellu ömmu á Árbakka.
Elínborg Valsdóttir.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning Elínborgar
Sigurðardóttur.
Magnea Tómasdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT J. FREDERIKSEN,
f. 1. mars 1917,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánu-
daginn 5. janúar kl. 15.00.
Ólafur Frederiksen,
Guðrún Frederiksen, Halldór Hróarr Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
ERNA HAFDÍS JÓHANNSDÓTTIR,
Asparfelli 6,
Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 30. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigurbjörn Ármannsson,
Guðlaug Ósk Sigurjónsdóttir,
Jóhann Sigurjónsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN ERMENREKSDÓTTIR,
Grýtubakka 22,
Reykjavík,
lést í Danmörku mánudaginn 29. desember.
Hrafnhildur Vera Rodgers, Arnór Sveinsson,
Ingunn Olsen, Eric Olsen,
barnabörn og fjölskyldur.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
REGÍNA BENEDIKTSDÓTTIR,
Hraunbæ 192,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn
29. desember sl.
Útförin auglýst síðar.
Baldur Jónsson,
Jón Ingi Baldursson, Helga Gunnarsdóttir,
Óskar Baldursson, Sigþrúður Stefánsdóttir,
Sigrún Hulda Baldursdóttir,
Guðmundur Óskarsson, Helga Hrönn Sigurbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA DAVÍÐSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi,
miðvikudaginn 31. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigrún Guðnadóttir, Tyrfingur Sigurðsson,
Guðni Tyrfingsson, Auður Alfreðsdóttir,
Sigurður Tyrfingsson,
Þórunn Tyrfingsdóttir, Jóhann Dalberg Sverrisson
og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar,
INGIBJÖRG KRISTJANA
KRISTJÁNSDÓTTIR,
Tjarnarbraut 5,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi í Hafnarfirði fimmtudaginn
1. janúar.
Högni Sigurðsson,
Hermann Sigurðsson.