Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 44
MINNINGAR
44 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ ÞorsteinnBjarnason var
fæddur í Sælings-
dalstungu í Dala-
sýslu 21. júlí 1917.
Hann lést á Dvalar-
heimili aldraðra í
Borgarnesi 22. des-
ember síðastliðinn.
Þorsteinn var sonur
hjónanna Kristínar
Sæmundsdóttur, f.
16. sept. 1880, d. 1.
júní 1968, og Bjarna
Guðbrandssonar, f.
9. febrúar 1879, d. 3.
júní 1955, þau
bjuggu á Fjósum í Laxárdal í
Dalasýslu.
Eftirlifandi eiginkona Þorsteins
er Sigríður Helga Aðalsteinsdótt-
ir, f. á Vígholtsstöðum í Laxárdal í
Dalasýslu 16. febrúar 1927. For-
eldrar hennar voru Steinunn V.
3) Bjarni Kristinn, f. 14. júní 1959,
kona hans er Guðrún Kristjáns-
dóttir frá Hrísdal, dætur þeirra
eru Unnur Helga, f. 20. mars 1988,
d. 14. ágúst 2002, og Þorgerður
Erla, f. 11. júlí 1990. 4) Unnsteinn,
f. 17. desember 1965, sambýlis-
kona hans er Guðbjörg Guðjóns-
dóttir frá Rauðanesi, synir þeirra
eru Jón Steinar, f. 15. maí 2002,
og Þorsteinn Unnar, f. 8. október
2003, stjúpbörn Unnsteins eru
Oddný Björk, Björn Viggó og
Kristjana Erla Björnsbörn.
Þorsteinn var í almennri vinnu-
mennsku á unglingsárum, auk
vegavinnu á Holtavörðuheiði. Ár-
ið 1946 hóf hann störf hjá Versl-
unarfélagi Borgarfjarðar við
akstur og skrifstofustörf. Réðst til
Olís í Borgarnesi í kringum 1970
og vann þar til 1992 er hann lét af
störfum sökum aldurs. Þorsteinn
stundaði fjárbúskap alla tíð með
vinnu sinni og var fjárflesti bóndi
í sinni sveit (Borgarnesi) eins og
hann hafði dreymt um sem barn.
Útför Þorsteins verður gerð frá
Borgarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Sigurðardóttir, f. 11.
maí 1884, d. 21. sept-
ember 1973, og Aðal-
steinn Guðmundsson,
f. 10. apríl 1890, d. 14.
apríl 1961, þau
bjuggu á Vígholts-
stöðum í Laxárdal og
seinna í Búðardal.
Sigríður og Þorsteinn
eiga fjóra syni, þeir
eru: 1) Unnsteinn, f. 5.
október 1945, d.
11.desember 1965. 2)
Sigurður, f. 25. júní
1949, kona hans er
Steinunn Pálsdóttir
frá Álftártungu, synir þeirra eru:
Þórður, f. 21. mars 1976, sam-
býliskona hans er María Júlía
Jónsdóttir, dóttir þeirra er Þór-
unn Birta, og Sigursteinn, f. 16.
mars 1982, sambýliskona hans er
Anna Sigríður Guðbrandsdóttir.
Kæri pabbi.
Þegar þú laukst lífsgöngu þinni að
kvöldi 22. des. sl. sem náði yfir 86 ár
þá þakkaði ég og eflaust fleiri þér ná-
komnir, skaparanum fyrir að þú
fékkst hvíldina, sem þú þráðir orðið
svo mjög. Eftir mjög erfið veikindi
sem þú þurftir að ganga í gegnum,
seinni part ársins 2003. Oft talaðir þú
um að þig langaði til að losna frá
þessum veikindum og komast til
Unnsteins þíns sem þú misstir af
slysförum árið 1965 en hann var þá
20 ára og Unnar Helgu sonardóttur
þinnar sem lést úr krabbameini í
ágúst 2002 aðeins 14 ára að aldri.
Eftir það áfall fannst mér sem þér
færi mikið aftur og eins og þú sagðir
við mig einhvern tíma. ,,Því þarf
skaparinn alltaf að höggva í sama
knérunn.“ Þú varst alls ekki sáttur
við það sem Guð hafði gert þér. Þó
svo að ég hafi ekki kynnst kristnari
manneskju en þér. Það er svo margt
sem við getum ekki skýrt í lífinu,
meira er lagt á suma en aðra og vil ég
trúa því að einhver tilgangur sé með
því þó svo að ég komi ekki auga á
það.
Minningar hrannast upp frá barn-
æsku minni, ferðalög í Dalina, sem
voru þér mjög kærir. Saga á bak við
hverja þúfu og stein. Veiðiferðir í
Laxá í Dölum og Haukadalsvatn á
haustin þá er við dvöldum á Litla-
Vatnshorni, þá varst þú í essinu þínu,
mikil ógrynni af sögum um menn og
málefni sem þú kunnir. Sögusviðið
var oft barnæska þín á Skarfsstöðum
og seinna á Svalhöfða í Laxárdal, þar
sem þú mættir góðu atlæti sem barn.
En ungur varst þú látinn til vanda-
lausra eins og þá var alsiða hér á
landi, foreldrar börðust oft í bökkum
og engin skipti sér af lítilmagnanum í
þá daga, ekki hefur það verið þeim
auðvelt að láta barn sitt frá sér. Á
Svalhöfða áttir þú góða æsku eins og
þú sagðir mér einhvern tíma og barst
alla tíð hlýjan hug til þess fólks sem
fóstraði þig þar. Hafi það þökk þó
gengið sé. Ungur maður varst þú við
vegavinnu á Holtavörðuheiði og
margar sögur voru því tengdar og
fjölmarga góða vini eignaðist þú á
„heiðinni“, einn þeirra var Kristján
Sigurðsson frá Hrísdal sem var þar
kúskur hjá móðurbróður sínum, Jó-
hanni vegaverkstjóra. Seinna hög-
uðu örlögin því þannig að undirrit-
aður sonur þinn og Guðrún dóttir
Kristjáns urðu hjón, en Kristján lést
árið 1987 mikill öndvegismaður, sem
syrgður er af öllum sem til þekktu.
Gunnu þína þótti þér afskaplega
vænt um og oft sagðir þú við mig: Þú
ert ekki gæfulaus maður hvað kon-
una þína varðar, drengur minn.
Alla tíð eftir að þú fluttir í Borg-
arnes 1946, þar sem þú starfaðir
lengst af við akstur, hafðir þú kindur
þér til skemmtunar og búdrýginda
og fengum við bræðurnir að kynnast
sveitastörfum þó svo að við byggjum
í þéttbýli. Smalamennskur í Hvammi
í Norðurárdal, heyskapur á Hamri
og Hamarsengjum og stúss í kring-
um gegningar og sauðburð, allt eru
þetta fallegar minningar sem við eig-
um frá þessum tíma.
Þú varst staðfastur og heiðarlegur
maður sem mast vinnusemi og dugn-
að mikils í fari hvers manns og lagðir
mikla áherslu á að eins væri með af-
komendur þína. Mikla áherslu lagðir
þú á að rækta frændsemi við skyld-
fólk okkar og snemma kenndir þú
mér að meta ljóð og kveðskap
frænda okkar Jóhannesar úr Kötl-
um. Eins og þú komst svo vel að orði:
Taktu eftir því, Bjarni minn, að hvert
orð er meitlað og ekkert fær því
grandað.
Eins og áður er greint frá misstuð
þið mamma frumburð ykkar, Unn-
stein árið 1965. Það var ykkur mikill
harmur og vel man ég, þá 6 ára gam-
all, eftir því þegar þú sagðir mér frá
því sem komið hafði fyrir og baðst
mig að minnast bróður míns alla tíð.
Sex dögum eftir lát yndislegs bróður,
sem var mér svo mikið, fæddi
mamma dreng sem skírður var Unn-
steinn og afskaplega þótti mér og
þykir enn, vænt um hann. Hann var
ykkur mikil guðs gjöf á erfiðum tím-
um. Þessi lífsreynsla setti mark sitt á
ykkur og þið áttuð hana fyrir ykkur
og báruð ekki tilfinningar á torg.
Sömu lífsreynslu höfum við Guðrún
mín upplifað fyrir skömmu síðan,
eitthvað sem ekkert foreldri ætti að
þurfa að upplifa.
Eftir að þú fékkst blóðtappa í höf-
uðið í haust, þá var heilsa þín öll nið-
ur á við og mjög ósáttur varstu með
það hlutskipti í lífinu. Síðustu mán-
uðina dvaldir þú á dvalarheimili aldr-
aðra í Borgarnesi og naust þar frá-
bærrar umönnunar alls starfsfólks,
sem seint verður hægt að þakka fyr-
ir. Hjartans þakkir okkar bræðranna
fær móðir okkar fyrir fádæma natni
og umhyggju við þig, og aldrei vék
hún frá sjúkrabeði þínum og var hjá
þér uns yfir lauk.
Guð blessi minningu þína.
Hafðu þökk fyrir allt sem þú gerð-
ir fyrir mig frá fæðingu og fram á
þennan dag.
Þinn sonur
Bjarni Kristinn.
Ég kynntist Steina í júlí 1979, þeg-
ar leiðir okkar Bjarna sonar hans
lágu saman. Þegar ég horfi yfir þessi
rúmu tuttugu ár sem ég hef þekkt
Steina þá er margs að minnast. Ætíð
var hann mér góður og þau bæði.
Hann sagði oft við okkur, í dag er
veður til að ferðast, þá langaði hann í
bíltúr. Oftar en ekki fórum við þá
eitthvað út að keyra, upp í Borgar-
fjarðarhérað, niður á Mýrar eða inn í
Dali. Hann var hafsjór af fróðleik um
þá staði sem fyrir augu bar, hafði oft-
ast sögu eða vísu að segja frá. Þor-
gerði og Unni þótti afi oft vita mikið
og segja skrítnar sögur.
Steini hafði kindur, ég reyndi eftir
megni að hjálpa honum við umhirðu
kindanna, bæði við gegningar og
sauðburð og svo auðvitað heyskap.
Eitt sinn þegar Steini var búin að slá
engjarnar fyrir ofan Hamar, og var
að snúa heyinu þá fórum við Sigga
með kaffi og með því til hans og
strákana, þá var Steini 79 ára gamall,
ég hjálpaði honum við að setjast þeg-
ar hann fékk sér hressinguna og svo
að standa upp þegar hann var búinn
að drekka. Þá segir hann við mig
þegar hann er að rísa upp: Ég finn að
mér er hætt að fara fram. Svona voru
oft tilsvör Steina.
Ég er afskaplega þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast Steina og tel
mig hafa lært ýmislegt af honum.
Kæri Steini, takk fyrir allt.
Þín tengdadóttir
Guðrún.
Ég var umkringdur ókunnugu
fólki með bróður mínum og kærustu.
Áfallið var mildað í hjörtum okkar
með létti og maður komst ekki hjá
því að hugsa ,,loksins, loksins fékk
hann að sjá ljósið.“ Ég man ekki eftir
að hafa kynnst afa. Hann hefur bara
einfaldlega alltaf verið til. Afi var líka
þannig maður að maður getur ekki
annað en brosað og oft á tíðum hlegið
þegar maður hugsar um gömlu góðu
minningarnar. Hann var gamansam-
ur, hafði gaman af að hlæja, fara með
vísur og var með endemum stríðinn.
Röddin hans bar vott um kímni þrátt
fyrir að sál hans hafi mátt þola sorg
og erfiðleika á sinni löngu ævi. Marg-
ir eiga líka eftir að muna eftir afa
sem góðhjörtuðum manni, aldrei sást
hann vera vondur við nokkurn mann
eða skepnu. Dýrin voru honum hug-
leikin og ég á reyndar margar minn-
ingar með honum tengdum dýrum.
Eitt sinn vorum við tveir að draga
net og afi tók eftir sér til mikillar
skelfingar að lómur hafði flækt sig í
netinu. Hann var lifandi en var farinn
að þreytast. Afi baslaðist við að losa
greyið, og róaði fuglinn með rödd
sinni. Eitthvað misskildi lómurinn
hvað um var að vera og beit frá sér.
,,Ég er að reyna að hjálpa þér,
skömmin þín!“ skammaði afi fuglinn
sem um síðir var laus. Þá var eins og
hann áttaði sig og leit við til afa frá
vatninu, með þakklæti. Ekki voru
aðrir fuglar svo heppnir að hafa
bjargvætt og afi tók það afskaplega
nærri sér. Einmitt svona var afi.
Hugsaði um skepnurnar eins og þær
væru fólk. Í fjárhúsunum gekk hann
á milli rollnanna, þekkti þær með
nafni og talaði við þær um leið og
hann otaði til þeirra góðgæti. Enda
komu þær allar á harðahlaupum þeg-
ar þær sáu hann koma. Kindurnar og
kisa upp í fjárhúsum voru honum efst
í huga og hann talaði oft um þær allt
til hinstu stundar á dánarbeði. Hann
sinnti sínum skepnum af kostgæfni
og ræktaði land sitt vel. Fullkomn-
unarárátta hans var ótrúleg og við,
börnin hans, urðum að fara að ýms-
um reglum svo sem stika kartöflu-
garðinn á verkfræðilegan hátt. Þá
langaði okkur helst að drífa þetta af
en hann vildi gera hlutina vel. Eins
og afi ræktaði sitt land og sínar
skepnur ræktaði hann sálir okkar
sem hann þekktum á sama hátt.
Fróðleikur og minningar sem hann
gaf mér er eitthvað sem aldrei á eftir
að vera metið til fjár. Ég man sög-
urnar um Búkollu og Gilitrutt, í hol-
unni hjá ömmu seint á kvöldin og
sögur af öllu á milli himins og jarðar,
til að mynda um Titanic, skip sem
hann sagði mér frá fyrir langa löngu
og sveipaði svo miklum ævintýrablæ.
ÞORSTEINN
BJARNASON
Elskulegur eiginmaður minn,
ÁSGEIR BJARNASON
í Ásgarði,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn
29. desember sl.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ástkær eiginkona mín,
STEFANÍA SIGURJÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Skúlagötu 70,
lést á hjúkrunardeild elliheimilisins Grundar miðvikudaginn 31. desem-
ber, gamlársdag.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rafnkell Olgeirsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐNÝ SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
lést á á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu að morgni
gamlársdags.
Útförin auglýst síðar.
Benedikt Björgvinsson, Erna Gísladóttir,
Sigurður Björgvinsson, Jenný Jóhannsdóttir,
Björgvin Rúnar Björgvinsson, Kristjana Ingibjörg Jacobsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞORBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstu-
daginn 2. janúar 2004.
Stefán Ásgrímsson, Sif Knudsen,
Konráð Ásgrímsson, Elín Siggeirsdóttir
og barnabörn.
Móðursystir mín,
SIGURLAUG JÓNASDÓTTIR
húsmæðrakennari og listmálari
frá Öxney,
Hjarðarhaga 32,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn
30. desember.
Fyrir hönd vandamanna,
Alda María Birgisdóttir
og fjölskylda.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐFINNA SIGURDÓRSDÓTTIR,
Álftarima 3,
Selfossi,
lést á Landspítalanum á gamlársdag.
Karl Eiríksson,
Valdimar Karlsson,
Sigurdór Karlsson, Helga R. Einarsdóttir,
Sigríður Karlsdóttir, Gunnar Jónsson,
Katrín I. Karlsdóttir, Karl Björnsson,
Hrafnhildur Karlsdóttir, Þröstur Hafsteinsson
og fjölskyldur.