Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 45
✝ Ingvar Þórðar-son fæddist 29.
september 1921.
Hann lést á Selfossi
27. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Þórður
Þorsteinsson, f. á
Reykjum 9.7. 1877, d.
26.3. 1961, bóndi
Reykjum á Skeiðum
og kona hans, Guð-
rún Jónsdóttir, f. í
Sandlækjarkoti 19.2.
1879, d. 15.11. 1980,
húsfreyja á Reykjum.
Systkini Ingvars:
Margrét, f. 1907, látin, maki Einar
Ásgeirsson; Jón, f. 1909, látinn,
maki Laufey Stefánsdóttir; Þor-
steinn, f. 1910, látinn, maki Unnur
Jóhannsdóttir; Ingigerður, f.
1912, maki Þorsteinn Bjarnason;
Sigríður, f. 1913; Bjarni, f. 1914,
látinn, maki Sigurlaug Sigurjóns-
dóttir; Laufey, f. 1915, d. 1916; Vil-
borg, f. 1916, d. 1919; Laufey Ása,
f. 1917, látin; Eysteinn, f. 1918, d.
1919; Hjalti, f. 1920, maki Ingi-
björg Jónsdóttir; Vilhjálmur, f.
1923, maki Ingibjörg Guðmunds-
dóttir.
Eftirlifandi maki Ingvars er
Sveinfríður Hersilía Sveinsdóttir,
f. 27.8.1924 á Mælifellsá í Lýtings-
staðahreppi, húsfreyja í Reykja-
hlíð. Foreldrar hennar voru
Sveinn Andrés Sveinbjörnsson,
bóndi á Mælifellsá, og kona hans,
Steinunn Ingunn Sveinsdóttir,
húsfreyja s.st. Börn Ingvars og
Sveinfríðar eru: 1) Sveinn, f. 8.8.
1946, maki Katrín Helga Andrés-
dóttir. Börn þeirra eru Sigríður
Sóley og Ingvar Hersir. 2) Dreng-
ur, f. andvana 27.1. 1948. 3) Guð-
rún, f. 26.9. 1949, maki Magnús
Gunnarsson. Börn þeirra eru
Ingvar, maki Ásthildur Ingibjörg
Ragnarsdóttir,
Ragnheiður og
Hjalti, maki Thelma
Dröfn Ásmundsdótt-
ir.4) Steinunn, f. 8.6.
1952. Fyrri maki
Sigurður Guðmunds-
son, barn þeirra Atli,
maki Kattie Pauline
Nielsen. Seinni maki
Steinunnar er Ólafur
Hjaltason, barn
þeirra Snæfríður.
Börn Ólafs og stjúp-
börn Steinunnar eru:
Sólveig, maki Her-
mann Þór Karlsson,
þeirra barn Sigurlína Margrét.
Hjalti, fyrri maki Guðrún Ólafs-
dóttir, þeirra barn Ólafur. Seinni
maki Ragnheiður Líney Pálsdótt-
ir, þeirra barn Páll Helgi. María
Karen, maki Valdimar Bjarnason,
þeirra börn Bjarni Ófeigur og
Breki Hrafn. 5) Erna, f. 2.1.1960,
maki Þorsteinn Hjartarson. Börn
þeirra eru Álfhildur, Fríða Mar-
grét, Hjalti Valur og Gígja Marín.
6) Hjalti, f. 23.6. 1962, d. 31.3.1983.
Ingvar fór tvo vetur á héraðsskól-
ann á Laugarvatni. Stundaði smíð-
ar í Reykjavík og bifreiðarakstur
á Selfossi áður en hann og Fríða
settu bú sitt í Reykjahlíð 1947.
Meðfram búskap sinnti hann ýms-
um störfum, keyrði vikur og möl
og var um árabil héraðslögreglu-
maður, gegndi mörgum trúnaðar-
störfum, sat í hreppsnefnd, sýslu-
nefnd og afréttarmálafélagi Flóa
og Skeiða. Hann var formaður
sauðfjárræktarfélags Skeiða-
manna frá upphafi til 1988. Ingvar
var söngmaður mikill og starfaði
með fjölda kóra, lengi forsöngvari
í Skálholti.
Útför Ingvars verður gerð frá
Skálholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Það var ást við fyrstu sýn þegar
ég hitti Ingvar í Reykjahlíð. Hann
hafði pata af því að von væri á nýj-
um dýralækni í vitjun „vestrí“,
snaraðist þar inn í mjólkurhúsið
bjartur og háleitur; hvort ég vissi
um eitthvað gott í hana Stássu
gömlu, svo hún fyljaðist nú örugg-
lega í girðingunni.
Já, þetta var upphafið að hartnær
tveggja áratuga samveru. Ég taldi
mannsefninu það mjög til tekna að
fá svona góðan tengdaföður. Sveinn
valdi húsi okkar stað við snúru-
staura móður sinnar þannig að stutt
var á milli, Ingvar kom yfir oft á
dag, gjarna á kaffitímum svo hann
gæti bætt sér upp skynsemi Fríðu.
Við ræddum málin niður í kjölinn,
vorum iðulega ekki sammála, en
aldrei slettist upp á vinskapinn.
Reyndar reiddist ég honum að-
eins einu sinni, það var líka í upp-
hafi vistar minnar hér í Reykjahlíð.
Ég átti glóblesóttan hest sem hafði,
fyrir utan litinn, prúðleika sem
helsta kost, ég hafði lagt mikla rækt
við faxið, þvegið og kembt svo prýði
var að. Svo kom að járna þurfti
klárinn fyrir réttir, hann var þá
teymdur inn í geymslu og rekið
undir hann. Auðvitað þurftum við
að spjalla meðan á athöfninni stóð,
en allt í einu tek ég eftir því að
Ingvar er eitthvað að bjástra hinum
megin við hestinn. Þá hafði hann
skellt hartnær metra neðan af fax-
inu – með hófjárninu!
Ingvar var mikill verkmaður,
vildi alltaf vera að bardúsa eitthvað.
Ef eitthvað bilaði var hann fljótur
að gera við, vandaði sig kannski
ekki alltaf, en það sakaði ekki því
honum var svo létt um að gera við
aftur.
Þegar búskap lauk opinberlega
fór hann á námskeið í leðurvinnu,
hætti ekki fyrr en búið var að gera
við öll beisli og ólar hér á stóru
svæði. Þá keypti hann rennibekk og
renndi margt. Til er mikið af lömp-
um, skálum, borðum og viðlíka
munum úr smiðju hans.
Reyndar gekk oft á ýmsu, ófáar
ferðirnar kom hann til mín með
blóðslóðina á eftir sér: Bittu um
þetta, Katrín mín, ég hruflaði mig
aðeins. Stundum þurfti að fara upp
í Laugarás, eitt sinn var talin
sprunga í sköflungi. Hann kom
heim með umbúðir og hækju, en
hafði sem fyrr litla þolinmæði fyrir
eitthvert veikindastand. Rauk af
stað og notaði hækjuna til að gata
fyrir kartöfluniðursetningu og að
mæla olíuna á Massanum.
Massinn var hans uppáhaldsverk-
færi síðustu árin, á honum sótti
hann kýrnar og múgaði heyið. Einu
sinni sem oftar lá við að illa færi, þá
var hann í huganum kominn austur
í heiði, en var í raun á Skálholtsveg-
inum og múgaði mölinni inn á mal-
bikið.
Ingvar var mikil félagsvera, vildi
hitta fólk og frétta. Stundaði sund-
laugina þar sem fólkið hittist í heita
pottinum, fór víða og heimsótti vini
og vandamenn. Honum fannst jafn
áhugavert að spjalla við aldna sem
unga, þess naut sérstaklega eldra
fólkið sem ekki átti auðvelt með
ferðalög. Ekki taldi hann heldur
eftir sér að skreppa með börnin
milli bæja og hitta unga fólkið í
sveitinni.
Þótt hann væri fróðleiksfús var
hann ekki fyrir slúður, lagði flestum
gott til, það var rétt einn og einn
sem honum fannst vera „frekar
óefnilegur“ og þar með var það út-
rætt.
INGVAR
ÞÓRÐARSON
SJÁ SÍÐU 46
Með sínum einskæðu frásagnahæfi-
leikum gat hann tekið mann á flug og
þannig greypt minningarnar fastar í
huga manns. Þetta gerði hann við
okkur öll, líka Önnu Siggu mína sem
hann tók opnum örmum og bauð vel-
komna í fjölskylduna. Hún á eftir að
vera ævinlega þakklát þeim góðu
stundum sem þau áttu saman.
Árið 2001 misstum við elsku Unni
okkar og við það eltist afi um marga
áratugi. Hann hugsaði meir og meir
að senn færi tíminn að styttast. Í
nóvember síðast liðnum hrakaði
heilsunni enn frekar, og kallið kom
rétt fyrir jól. Langþráðir endufundir
urðu á stað svo fögrum að enginn
getur ímyndað sér hann. Við hin
styðjumst við minningar þeirra og
samgleðjumst þeim klökk.
Sigursteinn og Anna Sigríður.
Elsku afi, nú hefur þú sofnað
svefninum langa.
Það eru margar góðar minningar
sem við eigum um þig. Minningar um
snilling, mann sem átti engan sinn
líkan.
Þú varst hafsjór af fróðleik og
varla er til sú vísa eða kvæði sem þú
ekki kunnir. Því er við hæfi að kveðja
þig á þann hátt.
Með ljóði sem lýsir þér best.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Takk fyrir allar stundirnar sem við
áttum saman, þú varst einstakur
maður.
Guð geymi þig elsku afi.
Við söknum þín
Þórður, Júlía og Þórunn Birta.
Er hinsta loks ég leita að samastað
og lífsins rödd er hljóðnuð, kýs ég það
að mega að lokum leggja hin þreyttu bein
í lambagrastó við heitan stein.
Um eilífð geymd og gleymd við rætur þér
ég gæti ei betri legstað kosið mér
né aðra þrái upprisu að fá
en ilm, er stígur grösum dalsins frá
(Halldóra B. Björnsson.)
Vinur minn til margra ára, hefur
nú kvatt þetta jarðneska líf, á áttug-
asta og sjöunda aldursári. Þorsteinn
Bjarnason eða Steini Bjarna eins og
hann var ætíð kallaður. Steini Bjarna
var maður traustur, vinur vina sinna,
vinur þeirra sem minna máttu sín.
Glettinn mjög og tilsvör hans í minn-
um höfð. Ekki ætla ég hér að skrifa
um ætt né uppruna Steina Bjarna,
vinar míns, það verða aðrir til þess.
Hann unni landinu og öllu sem nátt-
úran hefur uppá að bjóða. Alla sína
ævi átti hann kindur. Í gamla daga
máttu menn hafa kindur sínar á lóð-
um við hús sín í Borgarnesi og var
hann einn þeirra, en svo var lokað á
það. Þá var hann svo heppinn að
vinafólk hans á Bjargi leigði honum
land úr jörð sinni, þar byggði hann
sér fjárhús og ágæta aðstöðu. Þar á
hann mörg sporin og handtökin, snú-
ast í kringum ærnar, gefandi braut á
báðar hendur. Sauði átti hann helst
mislita, vaninhyrnda og ekki þótti
honum verra að heyra að sauðirnir
hefðu verið erfiðir leitarmönnum við
smalamennsku að haustinu.
Um miðjan október í haust hitt-
umst við sem oftar, þá segir hann við
mig, aðspurður um heilsuna, ég á nú
ekki langt eftir Maggi minn. Af
hverju segir þú það? Ég finn að það
er eitthvað að koma yfir höfuðið á
mér, segir hann. Í nóvember fékk
hann aðsvif, að kveldi 22. desember
er hann allur, er hægt að fara nær
um sitt ævikvöld?
Ég kveð þennan vin minn með
söknuði og þakka honum velvild og
vináttu við mig og fjölskyldu mína.
Elsku Sigríður Helga, Sigurður,
Bjarni, Unnsteinn og fjölskyldur.
Innilegar samúðarkveðjur.
Magnús Kristjánsson.
Fleiri minningargreinar um Þor-
stein Bjarnason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ERLING ÖRN PÉTURSSON
frá Sauðárkróki,
lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn
24. desember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 5. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á
minningarkort MND-félagsins.
Þórður Erlingsson, Guðbjörg Rósa Ísólfsdóttir,
Pétur Örn Erlingsson,
Valgerður Erlingsdóttir, Guðmundur Örn Gylfason,
Áslaug María, Ingibjörg Móa
og Hafþór Bjarki.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
ÞÓRHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR,
verður jarðsett frá Breiðabólsstaðarkirkju í
Fljótshlíð í dag, laugardaginn 3. janúar,
kl. 14.00.
Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í
Reykjavík kl. 12.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar.
Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, Jón Kristinsson,
Sváfnir Sveinbjarnarson, Ingibjörg Halldórsdóttir,
Elínborg Sveinbjarnardóttir, Guðmundur Sæmundsson,
Ásta Sveinbjarnardóttir, Garðar Steinarsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÓLÖF ÓSKARSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni
föstudagsins 2. janúar.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Óli Björgvinsson,
Erlendur Ólason, Þórey Dögg Jónsdóttir,
Kristín Óladóttir, Ingólfur Guðni Einarsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MAGNEA DÓRA MAGNÚSDÓTTIR,
Grandavegi 47,
áður Tjarnargötu 9, Sandgerði,
lést á gamlársdag á Landspítalanum Fossvogi.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn
9. janúar kl. 13.30.
Ingunn Guðlaug Jónsdóttir,
Kristjana Jónsdóttir,
Elín Sigrún Jónsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær sonur okkar, faðir, sambýlismaður,
fósturfaðir, bróðir og mágur,
INGVAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 7. janúar kl. 10.30.
Inga Ingvadóttir, Már Björgvinsson,
Halldór Kristinsson,
Tinna Ingvarsdóttir,
Sunna Ingvarsdóttir,
Sif Ingvarsdóttir,
Ragnheiður Jónsdóttir,
Daníel Örn Gíslason,
Karen Björg Gísladóttir,
Berglind Másdóttir, Kristinn Valur Harðarson,
Dagrún Másdóttir, Guðmundur Bjarnason.