Morgunblaðið - 03.01.2004, Side 46
MINNINGAR
46 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ingvar var formaður sauðfjár-
ræktarfélags Skeiðamanna um ára-
bil og þekktur fyrir sauðfjárrækt
sína. Ekki þótti honum áhugi minn
á sauðkindum alltaf til góða, ein-
hverju sinni lýsti hann ástandinu
svo að nú væru í Reykjahlíð þrettán
kindur kollóttar eða mislitar- og
sumar jafnvel hvort tveggja. Síð-
asta samtalið sem við áttum var um
val á sæðingarhrútum, þá lifnaði yf-
ir honum og hann dæsti yfir þessum
kollóttu.
Tímarnir marka mennina. Ingvar
var bráðgreindur og átti auðvelt
með nám, hann hafði ánægju af
verslun, þótti gaman að selja og var
mjög létt um að rukka. Eflaust
hefði hann getað skapað sér ver-
aldleg auðæfi á mölinni. En
heimþráin var sterkust, hér vildi
hann vera. Hann unni jörð sinni,
umhverfi og samfélagi, hér ól hann
upp sín börn og barnabörnin að
stórum hluta líka.
Lán mitt og barna minna var að
eiga glaðan og traustan tengdaföður
og afa sem setti lit á líf okkar. Ég
þakka samfylgdina, minningin mun
lifa áfram með okkur.
Katrín.
Ingvar Þórðarson, tengdafaðir
minn, er fallinn frá eftir rúmlega
eins árs erfið veikindi. Minningar
mínar um hann eru góðar enda var
Ingvar litríkur og skemmtilegur
tengdafaðir sem reyndist mér og
fjölskyldu minni vel. Jafnframt var
hann bóndi af lífi og sál sem var
umhugað um jörð sína og skepnur.
Strax eftir fyrstu kynni náðum við
vel saman enda voru áhugamálin
svipuð, einkum þau sem tengdust
ræktun búfjár og öðrum sveitastörf-
um, sem hafa ætíð heillað mig, þrátt
fyrir að ég hafi valið allt annað starf
en tengdafaðir minn gerði á sínum
tíma. Við fórum saman nokkrar
ógleymanlegar ferðir austur í Gunn-
arsholt á vorin til að líta á unga og
efnilega stóðhesta og til að hitta
aðra bændur og hestamenn. Það
kom alls ekki á óvart að þar skyldi
Ingvar alltaf þekkja fólk á öllum
aldri sem gladdist yfir nærveru
hans. Nokkru fyrir þann tíma hafði
ég staðist óvenjulegt próf sem hann
lagði fyrir mig skömmu eftir fyrstu
heimsókn mína í Reykjahlíð með
Ernu. Prófið var í raun ógleym-
anleg ökuferð á vordegi frá Arakoti
að Reykjum. Þá stóð ég á opinni
kerru, sem hékk aftan í grænum
LandRover sem var á góðri siglingu
upp Skeið með Ingvar bónda undir
stýri. Ég var ekki einn á kerrunni
því hann hafði falið mér að halda
þar í kvígu sem hann hafði nýlega
fest kaup á. Ég lét ekki segja mér
þetta tvisvar og ákvað að halda fast.
Enda var ég dasaður og lerkaður
eftir ökuferðina sem vakti furðu hjá
tengdapabba.
Síðar átti ég eftir að fá mikið út
úr því að vinna með honum að því
að breyta gamla fjósinu í Reykja-
hlíð í hesthús og þar var ekki slegið
slöku við. Við áttum það sameig-
inlegt að vilja láta hlutina ganga
hratt og vel enda þoldum við alls
ekki löt hross. Í því sambandi kem-
ur upp í hugann smölun Reykja-
engja á haustdegi fyrir nokkrum ár-
um þar sem Ingvar reið fram og
aftur á bleikblesóttri hryssu sem
var öskrandi viljug. Þrátt fyrir að
smölunin væri nokkuð krefjandi gat
ég ekki stillt mig um að fylgjast
með honum og Blesu og hafði gam-
an af.
Fleiri ógleymanleg atvik sem
tengjast tengdaföður mínum væri
hægt að nefna en þau fá ekki frek-
ari umfjöllun hér. Ingvar Þórðarson
var lánsamur maður sem gat unnið
nánast allt sitt líf við störf sem hann
hafði yndi af. Hann átti einnig því
láni að fagna að eignast góðan og
skilningsríkan lífsförunaut og stór-
an hóp barna og barnabarna. Ég
hef verið heppinn að fá Ingvar og
Fríðu fyrir tengdaforeldra, en með
þeim og afkomendum þeirra hef ég
átt margar eftirminnilegar sam-
verustundir.
Að lokum er rétt að þakka starfs-
fólki Ljósheima á Selfossi fyrir góða
umönnun og hlýlegt viðmót við
Ingvar og alla aðstandendur hans.
Blessuð sé minning Ingvars Þórð-
arsonar.
Þorsteinn Hjartarson.
„Ég er svo kaldur karl,“ sagði afi
einu sinni þegar ég spurði hann
hvort hann ætlaði ekki í bílbelti, en
eins og allir vita sem þekktu afa,
átti hann það til að gleyma því.
Hann hló svo að mér þegar ég
hneykslaðist og spennti á hann belt-
ið. Það voru allnokkrar ferðirnar
sem ég keyrði afa í sjúkraþjálfunina
sl. sumar og mér þykir ótrúlega
vænt um það núna. Ég var vön að
ná í afa og ömmu og afi vildi alltaf
leggja alltof snemma af stað.
Hann beið úti í bíl liggjandi á
flautunni því amma þurfti sinn tíma
til að finna sig til. ,,Hvað er konan
eiginlega að gera,“ var hann þá van-
ur að segja, svo komum við líka allt-
af of snemma á Selfoss. Afi var
nefnilega alla tíð að drífa sig. Við
lentum nú í ýmsu í þessum ferðum
og ég held að afa hafi stundum þótt
ég svolítið fyndin. Til dæmis þegar
ég var alveg viss um að sjúkraþjálf-
unin væri á Eyraveginum var hann
alveg viss um að hún væri uppi í
Styrk. Ég ætlaði nú ekki að gefa
mig enda álíka þrjósk og hann. Afi
harðneitaði að fara út úr bílnum, ég
fór miður mín upp og sagði sjúkra-
þjálfaranum að afi minn vildi ekki
að koma upp. Hún sagði mér þá að
enginn Ingvar ætti tíma þar en það
gæti verið að hann væri uppi í
Styrk! Ég fór með skottið á milli
lappanna út í bíl og varð að við-
urkenna vitleysuna í mér. Afa
fannst þetta mjög fyndið, sem það
líka var. Ég man einnig þegar ég
var lítil og afi lá inni í Austra að
leggja sig. Ég var þá vön að koma
með bók og brúnu greiðuna. Hann
las fyrir mig á meðan ég greiddi
honum en það fannst honum ótrú-
lega þægilegt. Afi var líka vanur að
skoða puttana á mér mikið, ég er
víst svo hnúaber! Hann strauk á
mér hendurnar og fannst þetta ,,al-
veg stórmerkilegt“. Þetta fannst
mér nú bara frekar fyndið enda var
afi alltaf mjög hreinskilinn og skóf
ekki utan af hlutunum. Afi skamm-
aði mann aldrei og hló bara ef mað-
ur gerði eitthvað vitlaust. Ég man
einu sinni þegar ég fór með honum í
fjósið, var alveg skíthrædd við belj-
urnar og gat ekki látið mjaltatækin
á af hræðslu við að þær spörkuðu í
mig. Afi hjálpaði mér bara og hló
svo þegar ein þeirra setti úr sér
kúamykjuna beint fyrir framan mig.
Ég man þó einu sinni eftir því að afi
hafi byrst sig við mig, hann þoldi
nefnilega ekki þegar fólk svaf fram
eftir og hefur mamma erft það frá
honum! Við Ragnheiður sváfum á
okkar græna eyra inni á Grilli. Ég
vaknaði við það að ég heyrði afa
segja niðri: ,,Eru stelpurnar ennþá
sofandi?“ Hann æddi upp stigann,
hratt upp hurðinni og sagði:
,,Drrrrattist á lappir!!“ Okkur
dauðbrá en gátum svo varla varist
hlátri. Afi var ekki mjög tæknilega
sinnaður enda ekki af þeirri kyn-
slóð. Honum fannst ótrúlegt að sjá
mann pikka á tölvu, hraðbankar
voru undarlegir hlutir og gemsar al-
ger vitleysa. Fjarstýringuna vildi
afi þó alltaf hafa enda húsbóndi á
sínu heimili og kallaði hana ávallt
,,apparatið“. Ég sé hann fyrir mér í
græna sófanum með köttinn Nebba
og fölsku tennurnar á maganum:
,,Komiði með apparatið, krakkar!“
Nú ertu kominn til Guðs, alheil-
brigður og eflaust að keyra traktor
á eftir rollum. Þú hittir Hjalta son
þinn aftur og þá verða nú fagn-
aðarfundir.
Vertu sæll, elsku afi, og takk fyr-
ir allt, það er ómetanlegt að hafa
fengið að kynnast þér.
Álfhildur E. Þorsteinsdóttir.
Það er skrítið að hugsa það að afi
Ingvar sé farinn frá okkur. Frá því
INGVAR ÞÓRÐARSON
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
eiginmanns míns,
BENEDIKTS ÓLAFSSONAR,
Hvassaleiti 58.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórunn Sigurjónsdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna
andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu
minnar,
KRISTJÖNU BENEDIKTSDÓTTUR,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga,
Húsavík, fimmtudaginnn 11. desember sl.
Óskum ykkur gleði og farsældar á nýju ári.
Sören Einarsson
og aðrir vandamenn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HULDA AGNARSDÓTTIR
frá Ísafirði,
síðan Kirkjuteigi 7,
Keflavík,
andaðist á hjúkrunarheimili aldraðra, Víðihlíð,
Grindavík, þriðjudaginn 30. desember.
Oddur Gunnarsson, Erna Bergmann,
Agnes Margrét Gunnarsdóttir, Tomas Henkle,
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Guðmundur Sigurbergsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
INGVARS ÞÓRÐARSONAR,
Reykjahlíð á Skeiðum,
fer fram frá Skálholtskirkju í dag, laugar-
daginn 3. janúar, kl. 13.30.
Jarðsett verður í Ólafsvallakirkjugarði.
Sveinfríður Sveinsdóttir,
Sveinn Ingvarsson, Katrín Andrésdóttir,
Guðrún Ingvarsdóttir, Magnús Gunnarsson,
Steinunn Ingvarsdóttir, Ólafur Hjaltason,
Erna Ingvarsdóttir, Þorsteinn Hjartarson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Alúðarþakkir sendum við öllum, sem
auðsýndu okkur samúð og vinarhug vegna
andláts
SIGRÍÐAR PÉTURSDÓTTUR
frá Laugum í Súgandafirði,
er andaðist á heimili sínu, Nönnugötu 8 í
Reykjavík, sunnudaginn 14. desember.
Sérstakar þakkir færum við hér hinu góða
starfsfólki Félagsþjónustunnar í Reykjavík og Heimahjúkrunar fyrir lið-
sinnið, svo og sjúkraþjálfurunum sem einnig veittu henni dýrmæta hjálp.
Kjartan Ólafsson,
Pétur Jónasson,
Friðbert Jónasson,
Sigríður Jónasdóttir,
Kristmundur Jónasson
og aðrir vandamenn hinnar látnu.
Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR SOFFÍU GÍSLADÓTTUR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður Sundlaugavegi 24, Reykjavík,
fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn
6. janúar kl. 13.30.
Friðgeir Grímsson,
Bergþóra Bachmann Friðgeirsdóttir, Baldur Magnús Stefánsson,
Gísli Halldór Friðgeirsson, Lilja Sigurðardóttir,
Grímur Rúnar Friðgeirsson, Halldóra Björnsdóttir,
Sigríður Sólveig Friðgeirsdóttir, Leifur Þorsteinsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and-
lát og útför elskulegrar eiginkonu, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
ÁSDÍSAR ÞÓRARINSDÓTTUR,
Hjallabrekku 25,
Kópavogi.
Ásdís lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 17. desember og fór útförin
fram mánudaginn 30. desember í kyrrþey að ósk hennar.
Bjarni Björgvinsson,
Þórunn Lína Bjarnadóttir, Sigurður Hauksson,
Arna Lind, Sigríður Anna og Sigurður Bjarni,
Björgvin Bjarnason, Halla Þórisdóttir,
Katrín Þóra, Guðmundur Bjarni, Jón Atli og Ásdís,
Þórarinn Bjarnason, Anna Björg Hjartardóttir
og Þórarinn Dagur.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur vinarhug og samúð við andlát, minning-
arathöfn og jarðarför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Ási,
Breiðdalsvík.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki elli-
heimilisins Grundar fyrir góða umönnun, vinum og vandamönnum hér
syðra ásamt sveitungum og vinum austur í Breiðdal.
Megi guð gefa ykkur öllum gæfuríkt komandi ár.
Jón Einarsson, Ellen Svavarsdóttir,
Lúðvík Einarsson, Þóra Björk Benediktsdóttir,
Eyþór Einarsson,
Eygló Einarsdóttir,
Rúnar Hannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.