Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Clifton - Kóbrukossinn
© DARGAUD
framhald ...
... EF ÞÚ VILT KOMA Á STEFNUMÓTIÐ
Á RÉTTUM TÍMA ...
ÉG DÁIST AÐ GLÖGG-
SKYGGNI YÐAR!
MAMMA SEGIR AÐ ÉG LÍKIST ÞÉR OG
AÐ EINHVERN DAGINN VERÐI ÉG EINS
OG ÞÚ, MIKILL EINKASPÆJARI! ...
NÚ? EHEM ...
SVO, EF SVO VILL NÚ TIL AÐ ÞÚ
ÞURFIR Á AÐSTOÐARMANNI AÐ
HALDA ... NOKKUÐ KLÓKUM ...
FREKAR DJÖRFUM OG SEM ER
FJÓTUR AÐ HUGSA !
VEEEEL Á MINNST, ÓLIVER ... HVERNIG
GENGUR NÁMIÐ? HMMM ... SEGIÐ MÉR NÚ
FRÁ NÁMI YÐAR ... HMM ... NEI! FRÆNDI
SJÁÐU! ÞARNA! ... MAÐUR
SÉR Í "SACRE COEUR"! ....
... SEM SAGT, RÉTT FYRIR KL 15 ...
ÉG VERÐ EKKI LENGI
ÓLIVER ... HÉRNA, HÉR
HAFIÐ ÞÉR ÞAÐ SEM
ÞARF TIL AÐ VEITA
YÐUR RJÓMAÍS ...
VEISTU HVAÐ FERMETER-
INN KOSTAR Í PARÍS? ...
OG ... TÍU Í VIÐBÓT,
NÆGIR ÞAÐ YÐUR?
... ?! ... TÍU
FRANKA?
ÞETTA ER GEGGJAÐ!
MEÐ ÞENNAN PENING
GET ÉG MEIRA AÐ SEGJA
VALIÐ UM LIT! ...
FYRST SVO ER
VELJIÐ ÞÁ BRESKU,
SÉ ÞESS NOKKUR
KOSTUR ...
- ... STUNDVÍS,
SÉ ÉG! ... RÉTT EINS OG þÉR, FULL-
TRÚI! GLEÐUR MIG ...
ÞÉR SÖGÐUST
HAFA ÝMISLEGT
FYRIR MIG ...
OG MÉR SÝNIST
ÞAÐ SKRAMBI
ÁHUGAVERT!
UPP Á SÍÐKASTIÐ HEFUR VERIÐ MIKIÐ TALAÐ UM EINHVERN "KÓBRA" Í
EITURLYFJAHEIMINUM ... ALLT SEM VIÐ VITUM UM HANN ER AÐ HANN
STENDUR Í STÓRHREINGERNINGU Í KRINGUM SIG OG ÞAÐ Á HRAÐA
SÚPERHRAÐLESTAR! ...
MMMJÁ! ALMENNT
MEÐ MIÐA AÐRA
LEIÐ!
EINMITT! ÖLL FÓRNARLÖMBIN HAFA FUNDIST
MEÐ KÚLU Í HAUSNUM ... 9 MILLIMETRA,
ALLAR ÚR SAMA VOPNI! ...
COLT "KÓBRA" 38
KALÍBER, SÉR-
STÖK ÚTGÁFA! ...
9 MILLIMETRAR! ... FÍN STÆRÐ Á
"KÓBRUKOSSI" FINNST YÐUR EKKI?
EINMITT ÞAÐ SEM ÉG
HUGSAÐI ...
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
LAUGAR ný og glæsileg heilsumið-
stöð verður formlega opnuð í dag.
Loksins, loksins gætu margir sagt,
sem beðið hafa eftir að í Laugardaln-
um rísi líkamsræktarstöð.
Það eru mörg ár síðan Björn
Leifsson kom fram með hugmynd
sína um að reisa líkamsræktarstöð í
tengslum við sundlaugarnar í Laug-
ardalnum. Ekki þótti þáverandi
borgaryfirvöldum hugmyndin fýsi-
leg og báru við að byggingin „myndi
skyggja á laugina“ eins og Björn seg-
ir í kynningarriti Lauga, sem fylgdi
Morgunblaðinu sl. laugardag.
Það var svo fyrrverandi borgar-
stjóri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
sem var tilbúin að skoða hugmynd-
ina í tengslum við byggingu inni-
sundlaugar við Laugardalslaugina,
eftir að Björn hafði lagt fram sínar
tillögur að byggingu líkamsræktar-
stöðvar var honum veitt leyfið.
Afraksturinn sjáum við svo í dag;
glæsileg bygging, sem fellur mjög
vel inn í umhverfið, hefur risið við
laugarnar, sem er enn ein perlan í
þetta annars yndislega útivistar-
svæði borgarbúa.
Það sem vakti áhuga minn á þessu
verkefni var það að eiga val. Hvort
heldur að fara í sund eða stunda lík-
amsrækt innan- sem utandyra í fal-
legu umhverfi, án þess þó að þurfa að
fara á milli borgarhverfa eða jafnvel
bæjarfélaga. Það var löngu tímabært
að alhliða aðstaða til heilsuræktar
risi í Laugardalnum og er því á eng-
an hallað þegar ég hrósa þeim Birni
og Dísu fyrir þá dirfsku, þor og áræði
að fylgja eftir þeirri sýn sem þau
höfðu og trúðu á.
Ég fékk tækifæri til að skoða hús-
næði Lauga 13. desember sl. þegar
eigendum var afhent það. Ég verð að
segja að það kom mér verulega á
óvart, og langt umfram væntingar.
Aðstaðan er í alla staði hin glæsi-
legasta, ekkert til sparað, og þægindi
í fyrirrúmi án þess þó að eytt hafi
verið í óþarfa prjál, ef svo má að orði
komast.
Evrópsk baðmenning
Það er óhætt að fullyrða að Bað-
stofan er og verður helsta skraut-
fjöður heilsumiðstöðvarinnar. Bað-
stofan er sú eina sinnar tegundar
hérlendis og með henni færir World
Class okkur evrópska baðmenningu.
Ég hreifst sérstaklega af verkum
Sigurðar Guðmundssonar lista-
manns, sem skreyta baðstofuna og
gefa henni erótískt yfirbragð, þó
þótti mér reyndar brjóstin í gólfinu
helst til of flöt, hvort það hefur eitt-
hvað með aldur listamannsins að
gera, þori ég ekki að segja um, en
þau hefðu mátt vera aðeins þrýstnari
að mínum smekk. Toppurinn er svo
kaldi fossinn, 6 metra hár, sem hægt
verður að baða sig í. Það verður til-
hlökkun að prófa baðstofuna og njóta
þeirrar þjónustu sem þar er að fá.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að
Laugar eiga eftir að verða aðdrátt-
arafl fyrir erlenda ferðamenn og eru
góð viðbót við það sem við höfum nú
þegar.
Það er gaman að heilsa nýju ári í
nýrri og glæsilegri líkamsræktar-
stöð, og hafa alla þjónustu sem
heilsurækt viðkemur innan seilingar.
Ég hvet alla sem eiga þess nokkurn
kost að þiggja boð þeirra Björns og
Dísu að fara í sund og skoða hús-
næðið, því sjón er sögu ríkari. Við
ykkur hin sem enn sitjið í sófanum og
hafið bara hugsað um að fara í rækt-
ina vil ég segja, nú er tækifærið. Því
hvað er betra en æfa í góðu umhverfi
með fallegt útsýni, í skemmtilegri
stöð? Jú, heilbrigð sál í hraustum lík-
ama. Það fáum við í Laugum.
Til hamingju, Björn og Dísa, þið
hafið náð langþráðu takmarki.
GUÐNÝ ARADÓTTIR,
Úthlíð 6,
Reykjavík.
World Class í
Laugardalinn
Frá Guðnýju Aradóttur:
FRÁBÆRT skref fyrir jafnréttis-
baráttu kvenna! Heyrðist æði oft í
síðustu kosningabaráttu frá allra
flokka fólki er rætt var um rétt
feðra til fæðingarorlofs. Vissulega
skref í rétta átt þó svo ég sjái ekki
endilega tenginguna við jafnrétti
kvenna með þessum feðrarétti.
En spurningin sem brennur á
mér þessa dagana er ekki sú hvort
kvenmenn fái nú löngu þráð og
verðskulduð betri laun og stöður
heldur hver sé réttur barnanna?
Fyrir hvern er fæðingarorlofið? Er
það fyrir mæðurnar, feðurna eða er
það kannski barnið sem er í aðal-
hlutverki og ætti því að vera sá aðili
sem allt snýst um? Ef svo er, ættu
þá ekki öll börn að eiga rétt á for-
eldri heima á launum í fulla níu
mánuði án tillits til fjölskylduað-
stæðna? Er ekki verið að mismuna
börnum þegar börn óábyrgra og
fjarstaddra feðra hafa aðeins rétt á
6 mánaða dagumönnun foreldris en
þau sem búa við betri aðstöðu og
eiga tvo ábyrga foreldra geta fengið
heilsdags foreldraumönnun í 9 mán-
uði? Er eitthvert réttlæti í því að
mismuna börnum strax á fyrstu
mánuðum og láta þau gjalda gjörða
feðranna? Nógu slæmt er að eiga
afskiptalausa foreldra eða fáránlega
fjölskyldu sem hvítvoðungar bera
enga ábyrgð á – en á þjóðfélagið að
auka þessa mismunun enn frekar?
Ég bara spyr.
Fróðlegt væri að fá svör og ein-
hver viðbrögð frá ungum foreldrum
í stjórnmálum, félagsmálaráðherra
og öðrum sem láta sig réttindi og
jafnræði varða.
VIGDÍS ARNA JÓNSDÓTTIR,
Mjóuhlíð 14,
Reykjavík.
Til þeirra er láta sig
réttindi barna varða
Frá Vigdísi Örnu Jónsdóttur: