Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 51 Leiðbeinendur: Unnur Jónsdóttir og Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í síma 899 8199 eða 561 8199 mánudaginn 5. janúar frá kl. 9–12 og þriðjudaginn 6. janúar frá kl. 9–12. Netfang: kraft@isl.is. • Frískt loft eykur ferskleika • Útivera eykur þol Boðið verður upp á þrenns konar tíma: A — tími fyrir byrjendur og lítt þjálfaða. B — tími fyrir þá sem komnir eru af stað í þjálfun. C — tími fyrir þá sem vanir eru líkamsþjálfun. KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna Dagskrá göngugarpa ÍT ferða í janúar 2004: 4. janúar: Genginn Elliðaárdal- urinn upp að Elliðavatni og niður á Geirsnef. 2ja til 3ja tíma ganga. Mæting við Pizza Hut (Sprengi- sand) kl.11. 11. janúar: Gengið frá Nauthólsvík að Gróttu og til baka. 2ja - 3ja tíma ganga. Mæting við Nauthól kl.11. 18. janúar: Reykjalundur - Korp- úlsstaðir. Þægilega 2ja - 3ja tíma ganga. Mæting við Vetnisstöðina (Skalla/Skeljung) við Vesturlands- veg kl. 11. 25. janúar: Gengið í kringum El- liðavatn, 3ja tíma ganga. Mæting við Vetnisstöðina (Skalla/Skeljung) við Vesturlandsveg kl. 11. ÍT ferðir verða með kynningu á gönguferðum ársins 2004 erlendis og innanlands laugardaginn 24. janúar kl. 11 í Laugardalnum. Upplýsingar á heimasíðu ÍT ferða www.itferdir.is og á skrifstofunni í Laugardalnum. Á NÆSTUNNI Landsmönnum boðið til fjöl- skylduhátíðar í Laugum. Í tilefni af opnun Lauga, nýrrar heilsu- og sundmiðstöðvar í Laug- ardalnum, er landsmönnum boðið til fjölskylduhátíðar sunnudaginn 4. janúar kl. 10-20. Á fjölskylduhátíðinni er fjölbreytt skemmtun í boði fyrir alla fjöl- skylduna. Lína langsokkur og Dýrin í Hálsaskógi koma í heim- sókn og þau Hera Hjartardóttir, Jónsi og Hrafnkell í Svörtum föt- um syngja fyrir gesti. Leiktæki, þrautir, andlitsmálning og blöðrur fyrir börnin á meðan birgðir end- ast. Ókeypis aðgangur í Laug- ardalslaugina úr búnings- herbergjum World Class. Í Laugum er 200 fermetra Barnaparadís þar sem er m.a. að finna leikfimisal, bíósal og leik- herbergi. Við hönnun Lauga var lögð rík áhersla á að börnin fengju mikið rými og fullkomna aðstöðu til leikja og íþróttaiðkunar. Börnin geta bæði sótt tíma í jóga og dansi eða notið alls þess sem er í boði í Barnaparadísinni og á meðan geta foreldrarnir notið alls þess sem er í boði í Laugum. Á MORGUN PÉTUR Jónasson ljósmyndari hefur rekið Ljósmyndastofu Péturs á Húsa- vík í rúm 40 ár. Á þeim tíma hefur margt breyst í slíkri starfsemi en Pét- ur hefur þó ávallt kappkostað að vera í takt við tímann hvað tæknibúnað varðar. Þegar Pétur opnaði stofu sína voru myndirnar svarthvítar og al- gengustu myndatökurnar voru passa- myndatökur, fjölskyldumyndatökur og myndatökur vegna viðburða eins og ferminga og brúðkaupa. Fréttaritari Morgunblaðsins leit á dögunum inn hjá Pétri sem var önn- um kafinn við framköllun mynda, enda jólakortavertíðin í hámarki. Pét- ur segir að sú tíð sé liðin að ljósmynd- arar eyði mestum tíma í myrkrarher- berginu, nú til dags fer vinnan meira og minna fram í tölvum. „Fólk kemur áfram í myndatökur á stofu en ár frá ári hefur starfsemin verið að breyt- ast, t.d. er stafræn myndvinnsla sífellt að aukast og þar sem gæðin skipta fólk máli er áralöng reynsla af mynd- vinnslu mikilvæg í þessu samhengi,“ segir hann. Í mörg ár hefur Pétur þjónustað viðskiptavini sína með klukkustundarframköllun á filmum en undanfarin ár hefur færst í aukana að fólk myndi líka á stafrænar myndavélar. Þá kemur fólkið með kort, myndavél eða diska og lætur setja myndirnar á pappír. Til að svara enn betur kalli tímans lét Pétur hanna fyrir sig myndpöntunarforrit og býð- ur nú viðskiptavinum sínum upp á þá nýjung sem felst í því að fólk getur setið heima við tölvuna og pantað framköllun á stafrænu myndunum sínum yfir Netið. „Það eina sem þarf að gera er að fara inn á heimasíðu ljósmyndastofunnar á slóðinni www.picture-peter.com og hlaða nið- ur myndapöntunarforritinu. Að því loknu er hægt að panta framköllun á myndunum sínum hvar sem maður er á landinu eða jafnvel í heiminum ef því er að skipta. Það er þetta sem er galdurinn við tilkomu Netsins,“ segir Pétur. „Við höfum reynt að fylgjast vel með tæknimálunum í þessum bransa í gegnum tíðina og sem dæmi þar um þá nýtti Morgunblaðið sér stafræna þjónustu Ljósmyndastofu Péturs fyr- ir tilkomu Netsins með því að fá skannaðar og símsendar myndir frá Húsavík,“ sagði Pétur ljósmyndari að lokum. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Pétur ljósmyndari og starfsmenn hans, Emilía Aðalsteinsdóttir og Þórdís Pétursdóttir, fylgja tækniþróuninni og bjóða upp á stafræna framköllun. Stafræn net- framköllun í boði á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra og Björn Karlsson bruna- málastjóri undirrituðu síðdegis í gær samning sem felur í sér að ár- angur af starfi Brunamálastofnun- ar verður mældur samkvæmt skil- greindum mælikvörðum með notkun matskorts. Fram kom í máli umhverfisráðherra við und- irritunina að Brunamálastofnun er með allra fyrstu stofnunum rík- isins til þess að gera slíkan samn- ing en að baki liggur mikil vinna við stefnumótun og endurskoðun á innra starfi stofnunarinnar. Samningurinn gildir fyrir árin 2004 til 2007 og er gert ráð fyrir að umhverfisráðuneytið fari árlega yfir árangur af starfi stofnunar- innar. Mælikvarðar sem birtast í mats- korti Brunamálastofnunar byggj- ast á tveimur stefnumarkandi skjölum. Annars vegar stefnu Brunamálastofnunar til 2007 og hins vegar lögum um brunavarnir sem tóku gildi í ársbyrjun 2001. Hvort tveggja kveður á um það meginhlutverk Brunamálastofnun- ar að vernda líf og heilsu fólks, umhverfi og eignir. Lögin ásamt auknum kröfum um skilvirkni í ríkisrekstri hafa valdið talsverðum breytingum á starfsumhverfi Brunamálastofnunar. Þess vegna hefur á undanförnum misserum verið lögð mikil vinna í stefnumót- un og endurskoðun á innra starfi stofnunarinnar. Þessi vinna hefur gert kleift að setja upp árangurs- stjórnunarkerfi sem formlega var komið á með undirritun samnings- ins. Við mælingu á árangri í starfi stofnunarinnar verður einkum litið til fjögurra þátta; þjónustu við við- skiptamenn, fjármálastjórnunar, starfsmannamála og innri verk- ferla. Áhersla er meðal annars lögð á að stofnunin veiti hags- munaaðilum góða þjónustu, standi vel að forvarnastarfi og upplýs- ingamiðlun og tryggi öfluga og fjölbreytta starfsemi Brunamála- skólans. Ennfremur verður lagt til grundvallar við mat á árangri hvort reksturinn verði í samræmi við fjárheimildir og áætlanir. Brunamálastjóri og umhverfisráð- herra semja um árangursstjórnun Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Björn Karlsson brunamálastjóri fagna undirritun samnings um árangursstjórnun Brunamálastofnunar. ÞEGAR snjórinn kemur gleðjast krakkar yfirleitt og fara út að leika sér. Hvolpar eru ekkert ósvipaðir börnum að þessu leyti. Hvolparnir Fókus og Gerpla, sem eru af border collie-kyni og tilvonandi smala- hundar, skemmtu sér konunglega við að leika sér í sköflunum og urðu eins og tveir snjóboltar eftir velt- inginn í snjónum. Það voru því tveir þreyttir hvolpar sem komu inn til að hlýja sér að leik loknum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Gerpla og Fókus skemmtu sér hið besta í nýföllnum snjónum um helgina. Gaman í snjónum Fagridalur. Morgunblaðið NÝ verslun með tölvuvörur hefur tekið til starfa í Stykkishólmi. Verslunin hefur fengið nafnið Netvirki og standa að versluninni Sumarliði Ásgeirsson og Þor- grímur Vilbergsson. Auk þess að bjóða upp á sölu á tölvum og tölvuvörum verða þeir félagar með alhliða þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki á tölvusviði. Þeir annast tölvuviðgerðir og þjónusta fyrirtæki í netuppsetningu og þráðlásum nettengingum. Versl- unin Netvirki er með umboð fyrir Landssímann og sel- ur síma og símbúnað ásamt annarri símatengdri þjón- ustu. Verslunin Netvirki deilir húsnæði með VÍS við Að- algötu í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Það þarf stælta og kraftmikla unga menn til að ráðast í það verkefni að fara af stað með nýja verslun á lands- byggðinni og slíka hæfileika hafa eigendur Netvirkis, þeir Sumarliði Ásgeirsson og Þorgrímur Vilbergsson. Ný tölvu- og þjónustuverslun í Stykkishólmi Stykkishólmur. Morgunblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.