Morgunblaðið - 03.01.2004, Síða 52
DAGBÓK
52 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Nuka Arctica kemur
og fer í dag. Vædde-
ren og Árni Frið-
riksson fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Remöy fer í dag.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3. Fé-
lagsheimilið Hraun-
selverður opnað
mánudaginn 5. janúar
2004
Lífeyrisþegadeild
Landssambands lög-
reglumanna, sunnu-
dagsfundurinn verður
á morgun, sunnudag-
inn 4. janúar kl. 10 í
Félagsheimili LR að
Brautarholti 30.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 laugardagsmorgna
frá Gjábakka.
Krummakaffi kl. 9.
Gigtarfélagið. Hóp-
þjálfun Gigtarfélagsins
fer af stað aftur eftir
jólafrí miðvikudaginn
7. janúar. Hádeg-
isleikfimi, létt leikfimi,
bakleikfimi karla,
vefjagigtarhópar, jóga,
vatnsþjálfun. Leikfimi
fyrir gigtarfólk og
aðra fullorðna sem
vilja góða, styrkjandi
og liðkandi leikfimi.
Einn ókeypis prufu-
tími fyrir þá sem vilja.
Skráning og nánari
upplýsingar á skrif-
stofu GÍ, s. 530 3600.
GA-Samtök spilafíkla,
Fundarskrá:
Þriðjud.: Kl.18.15, Sel-
tjarnarneskirkja, Sel-
tjarnarnesi. Miðvikud.:
Kl. 18, Digranesvegur
12, Kópavogi og Egils-
staðakirkja, Egils-
stöðum. Fimmtud.: Kl.
20.30, Síðumúla 3–5,
Reykjavík. Föstud.:
Kl. 20, Víðistaðakirkja,
Hafnarfirði. Laugard.:
Kl.10.30, Kirkja Óháða
safnaðarins, Reykjavík
og Glerárkirkja, Ak-
ureyri. Kl.19.15 Selja-
vegur 2, Reykjavík.
Neyðarsími: 698 3888
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl.
20 að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
OA-samtökin. Átrösk-
un / Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is
og síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga
frá kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti,
Stangarhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10
og 110 genga að Katt-
holti.
Fífan Dalsmára 5 í
Kópavogi, tart-
anbrautir eru opnar
almennu göngufólki og
gönguhópum frá kl.10–
11.30 alla virka daga.
Blóðbankabílinn.
Ferðir blóðbankabíls-
ins: sjá www.blod-
bankinn.is.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Suðurlandi:
Skóverslun Axel Ó.
Lárussonar, Vest-
mannabraut 23, Vest-
mannaeyjum, s.
481 1826. Mosfell sf.,
Þrúðvangi 6, Hellu, s.
487 5828. Sólveig
Ólafsdóttir, Verslunin
Grund, Flúðum, s.
486 6633. Sjúkrahús
Suðurlands og Heilsu-
gæslustöð, Árvegi,
Selfossi, s. 482 1300.
Verslunin Íris, Aust-
urvegi 4, Selfossi, s.
482 1468. Blómabúðin
hjá Jóhönnu, Una-
bakka 4, 815 Þorláks-
höfn, s. 483 3794.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga, fást á eftirtöldum
stöðum á Reykjanesi.
Bókabúð Grindavíkur,
Víkurbraut 62, Grinda-
vík, s. 426 8787. Penn-
inn – Bókabúð Kefla-
víkur, Sólvallagötu 2,
Keflavík, s. 421 1102.
Íslandspóstur hf.,
Hafnargötu 89, Kefla-
vík, s. 421 5000. Ís-
landspóstur hf., c/o
Kristjana Vilhjálms-
dóttir, Garðbraut 69,
Garður, s. 422 7000.
Dagmar Árnadóttir,
Skiphóli, Skagabraut
64, Garður, s.
422 7059.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást í Reykjavík,
Hafnarfirði og Sel-
tjarnarnesi á Skrif-
stofu L.H.S. Síðumúla
6, Reykjavík, s.
552 5744, fax 562 5744,
Hjá Hirti, Bónushús-
inu, Suðurströnd 2,
Seltjarnarnesi, s.
561 4256, Bókabúð
Böðvars, Reykjavík-
urvegi 66, Hafnarfirði,
s. 565 1630.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Vesturlandi:
Penninn Bókabúð
Andrésar, Kirkjubraut
54 Akranesi, s.
431 1855. Dalbrún ehf.,
Brákarbraut 3, Borg-
arnesi, s. 437 1421.
Hrannarbúðin, Hrann-
arstíg 5, Grundarfirði,
s. 438 6725. Verslunin
Heimahornið, Borg-
arbraut 1, Stykk-
ishólmur, s. 438 1110.
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í s. 588 7555 og
588 7559 á skrifstofu-
tíma.
Í dag er laugardagur 3. janúar,
3. dagur ársins 2004. Orð dagsins:
Þú hefur frá blautu barnsbeini
þekkt heilagar ritningar. Þær
geta veitt þér speki til sáluhjálpar
fyrir trúna á Krist Jesú.
(2. Tím. 3, 15.)
Í ritstjórnarpistli í Deigl-unni er sjónum beint að
væntanlegum breytingum
á stjórnarsamstarfinu. „Í
þingflokki Sjálfstæð-
isflokksins nú eru aðeins
tveir þingmenn sem setið
hafa á þingi án þess að
flokkurinn fari með for-
ystu í ríkisstjórn, þeir
Geir H. Haarde og [Hall-
dór] Blöndal,“ skrifar
Deiglan. „Þetta þýðir að
margir af reyndustu þing-
mönnum flokksins verða í
nýju og ókunnugu hlut-
verki á næsta haustþingi
sem þingmenn samstarfs-
flokks forsætisráðherra,
Halldórs Ásgrímssonar.
Þegar Davíð Oddsson
greindi fjölmiðlum frá
væntanlegum forsætis-
ráðherraskiptum þann 15.
september nk. í tengslum
við stjórnarmyndunina sl.
vor, þá lét hann þess getið
að þingflokkur Sjálfstæð-
isflokksins hefði átt erf-
iðara með að kyngja
þeirri staðreynd að flokk-
urinn myndi gefa eftir
forsætisráðuneytið þegar
tæp þrjú ár væru enn eftir
af kjörtímabilinu. Ljóst
má vera að mjög mun
reyna á stjórnarsam-
starfið að loknum for-
sætisráðherraskiptum.
Halldór Ásgrímsson mun
þurfa að taka ítrasta tillit
til þingmanna Sjálfstæð-
isflokksins ætli hann sér
að halda stjórnarsam-
starfinu gangandi.“
Deiglan segir að hafaverði í huga að sam-
starfskostir Framsókn-
arflokksins séu mun tak-
markaðri en
Sjálfstæðisflokksins.
„Mikið hefur verið rætt
um hugsanlega stjórn
Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar ef endir verður
á núverandi stjórnarsam-
starfi. Margt mælir auð-
vitað gegn slíku en slík
stjórn myndi engu að síð-
ur hafa mjög ríflegan
þingmeirihluta á meðan
hugsanlegt samstarf
Framsóknarflokks og
Samfylkingar hvíldi á að-
eins eins atkvæðis meiri-
hluta.
Slíkt samstarf yrði svo
veikt að allt eins mætti
tala um það væri andvana
fætt. Með menn á borð við
Kristinn H. Gunnarsson
innanborðs er hætt við sú
stjórn yrði í stöðugri gísl-
ingu. Minna má á fræg
ummæli Svavars Gests-
sonar sem látin voru falla
þegar Kristinn gekk úr
Alþýðubandalaginu til liðs
við Framsóknarflokkinn:
„Nú er Ólafs Ragnars að
fullu hefnt!““
En við forsætisráð-herraskiptin mun hið
mikla vald sem felst í
þingrofsheimildinni fær-
ast úr höndum Davíðs
Oddssonar til Halldórs Ás-
grímssonar. Hin hliðin á
þeim krónupeningi er
vitaskuld sú, að allt þar til
15. september rennur upp
mun þetta vald vera í
höndum Davíðs – og í ljósi
véfrétta hans um eigin
fyrirætlanir má búast við
að Framsóknarmenn
muni ekki draga andann
rólega fyrr en að loknum
ríkisráðsfundi þennan
sama dag.“
STAKSTEINAR
Breyting á
stjórnarforystunni
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI fékk end-urskinsmerki að
gjöf um daginn. Aldeilis
heppinn þar. Víkverja
þykir full ástæða til að
skreyta sig með slíkum
merkjum í skammdeg-
inu. Reyndar sér Vík-
verji enga góða ástæðu
til að vera ekki með
endurskinsmerki. Þetta
er grundvallaratriði í
huga Víkverja. Það er
engin ástæða til að
gera það ekki. Rétt
eins og það er engin
ástæða til að vera ekki í
bílbelti og engin ástæða
til að vera ekki með
hjólahjálm.
Víkverji þykir reyndar ekki sér-
lega töff með hjólahjálm og end-
urskinsmerki. Og hann uppsker
ekki sérlega mikla kátínu þegar
hann skikkar farþega í aftursæti í
belti. En hann lætur slíkt sem vind
um eyru þjóta. Öryggið er ofar öllu
og engin ástæða til að setja það ekki
á oddinn.
x x x
Víkverji fylgdist töluvert meðsjónvarpsdagskrá um hátíð-
arnar, á milli þess sem hann tróð í
sig mat. Venjan er sú að dagskrá
sjónvarpsstöðvanna sé innihaldsrík-
ari á þessum árstíma en öðrum.
Ekki brást það.
Einn siður sjónvarpsstöðva þykir
Víkverja þó ekkert sérlega hátíðleg-
ur. Sirkusútsendingar. Hvað er það
sem fær sjónvarpsstöðvar til að
halda að á gamlársdag gerist þjóðin
sérstakt áhugafólk um sirkus? Vík-
verji horfði á Kryddsíld Stöðvar tvö
og skemmti sér ágætlega. Þegar
þættinum lauk tók hins vegar við
sirkussýning. Hvers vegna dag-
skáryfirvöldum stöðvarinnar þótti
það góð hugmynd að smella því á
skjáinn strax eftir hinn ágæta þátt
er Víkverja fyrirmunað
að skilja.
Hann getur ekki séð
að sýning frá fjölleika-
húsi sé svo stórgott
sjónvarpsefni að ekki
dugi verri tími til sýn-
inga en sjálfur gaml-
ársdagur. Víkverji hef-
ur farið í sirkus, hann
sá að minnsta kosti
tvær sýningar Arena
sirkussins sem vandi
komur sínar í Laug-
ardalinn fyrir nokkrum
árum. En sirkus þykir
Víkverja alls ekki vera
sjónvarpsefni, að
minnsta kosti ekki gott
sjónvarpsefni. Víkverji man ekki
betur en Ríkissjónvarpið hafi líka
verið með sirkusútsendingu að lok-
inni kveðju frá Ríkisútvarpinu að
kvöldi gamlársdags. Víkverji myndi
frekar kjósa afsakið hlé.
x x x
Víkverji strengdi ekki áramótaheití þetta sinn. Árangur fyrri ára-
mótaheita gefur einfaldlega ekki til-
efni til frekari heitstrenginga. Þó
vonar hann, eins og alltaf, að nýja
árið verði aðeins betra en það gamla
og heldur í vonina um að næsti
gamlársdagur verði sirkuslaus.
Sirkús er vont sjónvarpsefni.
Jólatrjáasala
MIG langaði að benda jóla-
trjáasölumönnum á að ef
þeir eru að selja eitt jólatré
þá getur salan heitið jóla-
tréssala en ef þeir eru að
selja mörg tré ætti salan að
heita jólatrjáasala. Því mið-
ur eru flestar jólatrjáasölur
aðeins að selja eitt tré.
Eldri kona á uppleið.
Tapað/fundið
Yfirhafnir teknar
í misgripum
á Hótel Sögu
YFIRHAFNIR voru tekn-
ar í misgripum úr fatahengi
Súlnasals eftir ball á annan í
jólum. Um er að ræða ljósa
kápu með köflóttu fóðri,
svartan mittisleðurjakka,
svarta peysu og tvo trefla.
Skilvís finnandi vinsamlega
hafi samband í síma
821 7555 eða skili flíkunum í
gestamóttöku á Hótel Sögu.
Dýrahald
Snædís
er týnd
HEFUR einhver fundið
Snædísi okkar? Hún hvarf
frá heimili sínu, Vestur-
vangi 8, Hafnarfirði, 26.
desember sl. Hún er mjög
vinaleg og góð kisa, eyrna-
merkt og með rauða ól. Hún
er hvít með bröndótt skott
og eyru og bröndótta skellu
á hliðinni. Þeir sem vita um
Snædísi eða geta gefið upp-
lýsingar eru beðnir að hafa
samband í síma 555 4820
eða 869 8810.
Læða týnd
á Selfossi
DIMMA er svört og hvít
læða sem týndist fyrir mán-
uði á Selfossi. Hún er kett-
lingur og er með bleika ól.
Þeir sem gætu gefið upplýs-
ingar um Dimmu vinsam-
lega hafi samband í síma
482 3703.
Kettlinga
vantar heimili
8 VIKNA gamlir fallegir og
vel upp aldir kettlingar eru
að leita sér að nýjum heim-
ilum. Þeir eru bæði matar-
og kassavanir og fást gefins
til góðra heimila. Upplýs-
ingar í síma 581 4025 eða
869 4863.
Læða í óskilum
í Seláshverfi
ÞESSI fallega kisa er búin
að vera í óskilum hjá okkur
síðan 19. desember. Hún
var ólarlaus og ómerkt. Bú-
ið er að hafa samband við
Kattholt og senda myndir.
Þeir sem sakna hennar geta
haft samband í síma
896 6019.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 kveða, 4 svíkja, 7 marg-
tyggja, 8 tröll, 9 víð,
11 horað, 13 röskur,
14 gól, 15 ljós, 17 keyrð-
um, 20 bókstafur, 22 lítill
poki, 23 bárur, 24 sefaði,
25 missa marks.
LÓÐRÉTT
1 vermir, 2 málmur,
3 hermir eftir, 4 lögun,
5 veik, 6 peningar,
10 rándýr, 12 guð, 13 af-
girt hólf, 15 drekkur,
16 fiskinn, 18 svæfill,
19 kremja, 20 gufusjóði,
21 skökk.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 sýnilegur, 8 Iðunn, 9 gadds, 10 inn, 11 stafn,
13 annar, 15 skens, 18 sakna, 21 kák, 22 tudda, 23 játar,
24 hrakyrðir.
Lóðrétt: 2 ýsuna, 3 iðnin, 4 eigna, 5 undin, 6 viss, 7 ásar,
12 fen, 14 nía, 15 sótt, 16 eldir, 17 skark, 18 skjór,
19 kætti, 20 akra.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16