Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 53
Gjaldtaka verði
miðuð við notkun
STJÓRN Landverndar vill að horf-
ið verði frá núverandi kerfi þunga-
skatts á ökutæki en þess í stað
verði gjaldtaka alfarið miðuð við
notkun, eins og hugmyndir um ol-
íugjald feli í sér. Jafnframt verði
að tryggja að dísilknúin ökutæki
uppfylli ströngustu kröfur um
tækni sem takmarki losun heilsu-
spillandi og mengandi efna.
Þetta kemur fram í bréfi stjórn-
arinnar til fjármálaráðherra, en í
því eru stjórnvöld hvött til að end-
urskoða gjaldtöku á eldsneyti fyrir
ökutæki þannig að tekið verði
meira tillit til umhverfissjónarmiða
og mengunarbótareglunnar.
Stjórnin telur að með því að leggja
skatta og gjöld á eldsneyti með
markvissari hætti en nú sé gert
megi ná hagkvæmum ávinningi í
umhverfismálum.
„Stjórn Landverndar telur nauð-
synlegt að við álagningu gjalda á
eldsneyti sé tekið ríkt tillit til um-
hverfissjónarmiða“ segir í tilkynn-
ingu frá Landvernd. „Gjöldin eiga
að hvetja til notkunar á samgöngu-
tækjum sem valda sem minnstu
álagi á umhverfið. Jafnframt eiga
gjöldin að endurspegla raunveru-
legan kostnað við notkun eldsneyt-
is og áhrif brennslu þess á um-
hverfið. Núverandi gjaldtaka á
bensíni miðast við notkun og því
má líta á hana sem virkan um-
hverfisskatt. Öðru máli gegnir um
gjaldtöku á díselbílum.
Þungaskattur miðar aðeins að
hluta til við notkun. Frá sjónarhóli
umhverfisverndar væri því skyn-
samlegt að hverfa frá núverandi
kerfi þungaskatts til gjaldtöku þar
sem miðað verði við notkun, eins
og hugmyndir um olíugjald fela í
sér.
Losun köfnunarefnisoxíðs (NOx)
og sótagna er almennt meiri í dís-
elbílum en bensínbílum. Með nýj-
ustu tækni má draga verulega mik-
ið úr losun þessara heiluspillandi
efna. Því verður að tryggja að nýir
díselbílar uppfylli ströngustu kröf-
ur um tækni sem takmarki losun
heilsuspillandi og mengandi efna.
Hér á landi eru afar fáir smábílar
með díselvél vegna fyrirkomulags
gjaldtöku. Hins vegar eru stóru
jepparnir oft og iðulega með dís-
elvél. Olíugjald myndi jafna sam-
keppnisstöðu smábíla með díselvél
og það út af fyrir sig myndi draga
úr losun gróðurhúsaloftegunda.
Árleg losun gróðurhúsaloftteg-
unda frá samgöngum jókst um 18%
frá 1990 til 2000. Samkvæmt spá
umhverfisráðuneytisins er gert ráð
fyrir að þessi losun haldi áfram að
vaxa og verði liðlega 40% meiri ár-
ið 2020 en árið 1990, sem er við-
miðunarár Kyotóbókunarinnar.
Með markvissari beitingu skatts og
gjalda má draga úr eða koma í veg
fyrir þessa neikvæðu þróun. Það
felur ekki nauðsynlega í sér að
auka þurfi álögur.“
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Þorsteinn Ragnarsson hjálparsveit-
armaður tekur við gjöfinni úr hendi
Friðriks Sigurðssonar fram-
kvæmdastjóra BÞS.
HJÁLPARSVEIT skáta í Aðaldal
fékk fyrir skemmstu að gjöf Mag-
ellan GPS-tæki frá Bókabúð Þór-
arins Stefánssonar á Húsavík. Um
er að ræða Magellan SporTrack
pro, handtæki með innbyggðu Ís-
landskorti. Hefur tæki þetta hlotið
mjög góða dóma hjá notendum þess
og kemur væntanlega til með að
nýtast vel í starfi sveitarinnar.
Gáfu Hjálpar-
sveit skáta í Að-
aldal GPS-tæki
Húsavík. Morgunblaðið.
50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 3. jan-
úar, er fimmtugur Guðjón
Sverrir Agnarsson, Ara-
gerði 16, Vogum, Vatns-
leysuströnd. Kona hans er
Eyrún Antonsdóttir. Guð-
jón er að heiman í dag.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 53
DAGBÓK
1. e4 c6 2. d4 d5 3. f3 e6 4.
Rc3 Rd7 5. Be3 Bb4 6. Rge2
dxe4 7. fxe4 e5 8. a3 Ba5 9.
Rg3 Rgf6 10. Be2 0-0 11.
Dd2 Bb6 12. d5 Bxe3 13.
Dxe3 Db6 14. Dxb6 Rxb6
15. 0-0-0 Bd7 16. Hhf1 Had8
17. b3 a5 18. a4 Hc8 19. Kb2
Hfd8 20. h3 Kf8 21. Hd3 Be8
22. Hfd1 g6 23. Rf1 Rfd7 24.
dxc6 bxc6 25. Re3 Ke7 26.
Ka3 Ha8 27. Bg4 h5 28.
Bxd7 Bxd7 29. Hd6 Hdc8
30. Re2 Be6 31. Rg1
Staðan kom upp á at-
skákmóti sem fram
fór í Kansas í Banda-
ríkjunum fyrir
skömmu. Anatoly
Karpov (2.693),
fyrrverandi heims-
meistari, sýndi í sér
vígtennurnar og
lagði stórmeistarann
Yuri Shulman
(2.564) að velli. 31. –
Bd5! 32. H6xd5 cxd5
33. exd5 Hc3! Svart-
ur stendur nú til
vinnings enda
skiptamun yfir. 34.
He1 Hac8 35. Rf3 f6
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik
36. Kb2 Kd6 37. Rd2 f5 38.
Rec4+ H3xc4 39. bxc4
Rxc4+ 40. Rxc4+ Hxc4 41.
c3 Kxd5 42. Hd1+ Kc5 43.
Hd8 Hf4 44. Kb3 Hf2 45.
Ha8 Kb6 46. He8 e4 47.
He6+ Kc5 48. Hxg6 h4 49.
Ha6 e3 50. Hxa5+ Kd6 51.
Ha6+ Ke5 52. Ha8 Hxg2 53.
a5 Kf4 54. He8 Kf3 55. a6
Hg7 56. Kb4 f4 57. c4 Ke2
58. Hf8 f3 59. c5 f2 60. c6
f1=D 61. Hxf1 Kxf1 og hvít-
ur gafst upp.
Íslandsmót barna hefst í
dag í húsakynnum Tafl-
félags Reykjavíkur í Faxa-
feni 12. Nánari upplýsingar
er að finna á www.ruv/
skak.is.
Söfnunarsíminn
er 907 2020
Rauði kross Íslands
til styrktar fórnarlömbum
jarðskjálftans í íran
Harmonikudansleikur í Glæsibæ
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík
heldur nýársdansleik í kvöld kl. 21:30
Hljómsveit Þorsteins R. Þorsteinssonar
og Ingvars Hólmgeirssonar ásamt Villa Guðmunds.
Fögnum nýju ári á gömludansaskónum! F.H.U.R
Miðaverð aðeins kr. 1200.-
Hættu öllum bygging-
arframkvæmdum, ég
fann eggjabakka ...
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert vandvirk/ur og stór-
huga og lætur fátt vaxa þér í
augum. Þú átt einnig auðvelt
með að telja aðra á þitt
band. Það verða nýjungar í
lífi þínu á þessu ári.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er aðeins að hægjast um í
vinnunni. Þú þarft þó ekki að
hafa áhyggjur því breyting-
arnar verða þér í hag. Mundu
að allt bendir til þess að heilsa
þín og vinnuaðstæður batni á
árinu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft að endurskoða ferða-
áætlanir þínar og áætlanir sem
tengjast listsköpun og vinnu
með börnum. Samkvæmt
stjörnunum eiga þessi málefni
að ganga vel á árinu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það lítur út fyrir að áætlanir
þínar um breytingar á heim-
ilinu muni tefjast eitthvað.
Heimilisaðstæður þínar munu
þó örugglega batna á árinu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Bjartsýni þín mun vaxa og
sjálfsímynd þín batna á þessu
ári. Þú ferð smám saman að
vænta þess besta bæði frá
sjálfri/sjálfum þér og öðrum. Á
sama tíma ertu að verða fé-
lagslyndari.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú mátt búast við auknum
tekjum á árinu. Líf þitt mun
örugglega breytist til batnaðar
á einhvern hátt.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú hefur vindinn í bakið á
þessu ári. Hinn heppni Júpíter
er í merkinu þínu og mun verða
þar fram í september.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Sýndu foreldrum þínum og
nánum vinum sérstaka þol-
inmæði í dag. Velgengni þín
virðist ógna fólki á einhvern
hátt. Farðu varlega á heimilinu
og innan fjölskyldunnar.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Notaðu daginn til að útrétta,
fara í stutt ferðalag eða í heim-
sókn til vina þinna. Þú hefur
þörf fyrir að vera á ferðinni
bæði í dag og á morgun.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Dagurinn hentar vel til að
njóta samvista við börn og til
að njóta einhvers konar sviðs-
listar. Ástarmálin ættu einnig
að ganga vel um helgina.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það eru tvær plánetur í merk-
inu þínu og það veitir þér mikla
orku. Hikaðu ekki við að segja
hug þinn. Fólk er tilbúið til að
hlusta á þig.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Venus gerir þig sam-
vinnufúsa/n á sama tíma og
mars fyllir þig sannfæring-
arkrafti. Þér ætti því að ganga
sérstaklega vel í öllum samn-
ingum og samskiptum í dag.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Nánasta samband þitt er loks
farið að breytast til batnaðar.
Ef þið komust í gegnum síðasta
ár þá komist þið í gegnum allt.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
SVEITAVÍSUR
Kvíði ég fyrir að koma í Fljót,
kvíði ég fyrir Sléttuhlíð,
kvíði ég ríða kulda mót.
Kvíðvænleg er þessi tíð.
*
Öllu er stolið ár og síð,
eins þó banni Kristur.
Þelamörk og Þjófahlíð,
það eru gamlar systur.
*
Stirð er jafnan stjúpu hönd,
stendur upp með þjósti.
Svei því, ef hún Svalbarðsströnd
á sínu elur mig brjósti.
Björg Einarsdóttir.
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
MEGINSTYRKUR
mannshugans liggur í get-
unni til að greina kjarnann
frá hisminu. En í þeim eig-
inleika er líka mesti veikleik-
inn fólginn: til að sjá heild-
armyndina þarf hugurinn að
horfa framhjá sérkennum
hins smáa – „hismið“ missir
auðkenni sitt og rennur sam-
an í eina herdeild af jafn-
gildum x-um.
Austur gefur; allir á hættu.
Norður
♠7642
♥82
♦ÁD63
♣KD9
Vestur Austur
♠D8 ♠ÁKG105
♥1076543 ♥KD9
♦1085 ♦G4
♣42 ♣753
Suður
♠93
♥ÁG
♦K972
♣ÁG1086
Vestur Norður Austur Suður
– – 1 spaði 2 lauf
Pass 2 spaðar * Pass 3 lauf
Pass 4 lauf Pass 5 lauf
Pass Pass Pass
Fimm lauf er harður samn-
ingur, sem ætti með réttu að
tapast. Vörnin á tvo strax tvo
slagi á spaða og virðist hljóta
að fá þriðja slaginn á hjarta í
fyllingu tímans. En austur
þarf að halda vöku sinni.
Vestur kemur út með spaða-
drottningu, sem austur yf-
irdrepur og tekur annan slag
á spaða. Nú má alls ekki spila
þriðja spaðanum: Suður
trompar þá hátt, tekur öll
laufin og tíglana, og þvingar
austur í hálitunum í lokin.
Austur verður að skipta yfir í
hjartakóng í þriðja slag til að
brjóta upp samganginn fyrir
kastþröngina.
Sjái austur þennan kjarna
málsins hefur hann gert vel,
en hann er ekki þar með
sloppinn. Sagnhafi tekur alla
slagina á láglitina og endar í
borði í þessari stöðu til að
spila síðasta tíglinum:
Norður
♠7
♥–
♦3
♣–
Vestur Austur
♠– ♠G
♥107 ♥D
♦– ♦–
♣– ♣–
Suður
♠–
♥G
♦2
♣–
Þótt austur hafi séð þving-
unina fyrir, er ekki þar með
sagt að hann hafi áttað sig á
þeirri „þykjustuþvingun“
sem núh efur runnið upp.
Eða hvort á hann að henda
hæsta spaða eða hjarta? Til
að vita það fyrir víst, hefði
austur þurft að fylgjast
gaumgæfilega með smáspil-
unum í tígli, litlu x-unum,
sem oftast nær skipta engu
máli. Hafi hann ekki gert
það, mun hann sennilega
henda spaða í þeirri trú að
suður eigi hærri tígul en
tvistinn. Og þá fær sagnhafi
úrslitaslaginn á spaðasjöuna.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
90 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 3. jan-
úar, er níræður Karl Helga-
son, fyrrverandi kennari á
Akranesi, nú til heimilis að
Gullsmára 9, Kópavogi.
Sambýliskona hans er Sól-
veig Kristjánsdóttir. Karl
býður ættingjum og vinum
að þiggja veitingar á afmæl-
isdaginn kl. 16 til 18 að Gull-
smára 9, salnum á 14.hæð.
80 ÁRA afmæli. Guð-laug Hinriksdóttir,
Gnoðarvogi 75 Reykjavík,
verður 80 ára á morgun,
sunnudaginn 4. janúar. Hún
tekur á móti gestum í Fram-
sóknarhúsinu á Akranesi
sem er á horni Sunnubraut-
ar og Skagabrautar (Sunnu-
braut 21) frá kl. 14 til 17.
Guðlaug vonast til að sjá
sem flesta vini og ættingja.
FRÉTTIR
Heyrnar- og
talmeinastöð Íslands
Samið um
sjúkraskrár-
kerfið Sögu
HEYRNAR- og talmeinastöð Ís-
lands (HTÍ) og eMR hugbúnaður
hf. hafa gert samning um innleið-
ingu á sjúkraskrárkerfinu Sögu.
Sjúkraskrárkerfið Saga felur í
sér bókunarkerfi, reikningskerfi
og almenna sjúkraskráreiningu en
útbúa þurfti átta nýjar skráning-
areiningar sem sérsniðnar voru að
mismunandi þörfum sérfræðinga
innan Heyrnar– og talmeinastöðv-
arinnar.
Útbúnar voru tengingar við
heyrnarmælingarforrit en með
Sögu er haldið utan um allar
heyrnarmælingar og heyrnartæki
sem afgreidd eru á stofnuninni.
Biðlisti heldur utan um þá ein-
staklinga sem bíða tækja, skráir
þá sem bíða móttöku og heldur ut-
an um þá einstaklinga sem kallaðir
eru inn til eftirlits. Vinnulisti birtir
síðan fyrirhugaðar viðgerðir
tækja, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.